Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Ég man fyrst eftir Jónasi þegar ég var lítil stelpa í heimsókn á Eyrinni hjá ömmu. Hún bjó í Norðurgötu 6b og í næsta húsi fékk svæðisút- varpið á Akureyri inni, þegar útsendingar hófust árið 1982. Ég sá útvarpsmennina í dýrð- arljóma og líklega hefur fyrstu fræjum fjölmiðlaáhuga míns verið sáð þarna í Norðurgöt- unni. Fyrir svæðisútvarpinu fór enginn annar en Jónas Jónasson útvarpsmaður. Hann var stór- glæsilegur, dökkur á brún og brá og þjóðsagnapersóna á Ak- ureyri. Þannig er myndin sem ég hef í höfðinu af honum, fyrr og síðar. Glæsilegur, með glampa í augunum, ákaflega vel ilmandi og með stórt men í langri festi utan um rúllukrag- ann. Að ógleymdri röddinni, sem átti og á sér enga líka. Þrátt fyrir að Jónas væri orð- inn áttræður og hefði glímt við sykursýki um áratuga skeið, held ég að ég hafi, eins og svo margir, ákveðið að líta á að Jón- as væri hreinlega stofnun sem hlyti að vera eilíf. Útvarpsmað- ur með stórum upphafsstaf, tón- skáld sem gat samið undurfalleg verk að því er virtist algjörlega fyrirhafnarlaust, rithöfundur og Jónas Jónasson ✝ Jónas Jónassonfæddist í Reykjavík 3. maí 1931. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 22. nóv- ember 2011. Jónas var jarð- sunginn frá Hall- grímskirkju 2. des- ember 2011. sagnamaður af ein- stakri gerð, eftir- herma og heim- spekingur. Næstum öll sam- töl við Jónas byrj- uðu á: „Hvað segir þú, elskan mín?“ Hann hafði alltaf áhuga á að heyra hvað á daga manns hefði drifið, hvernig vinnan gengi, sálar- og fjölskyldulífið. Og hann hlustaði eins og honum einum var lagið og áður en maður vissi var maður búinn að segja hon- um alls konar hluti sem maður jafnvel vissi ekki að maður væri að hugsa. Þannig var Jónas. Góður og skilningsríkur hlust- andi sem gat gefið manni góð ráð. Um starf fjölmiðlamanns- ins, að vera opinber persóna, samskipti við fólk og einkalífið. Að sálarlífinu og dýpri málefn- um ógleymdum. Það var svo gott að ræða við Jónas um margskonar hluti á hátt sem fólk gerir of sjaldan, að ég held að það skarð verði seint fyllt. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Jónasi, slík- um hæfileikamanni og þátttak- anda í jafnstórum hluta af sögu 20. aldar. Hann þekkti alla og gat sagt sögur sem voru svo lif- andi að manni fannst eins og maður hefði orðið vitni að at- burðunum sjálfur. Á góðum stundum leyfði hann mér að hlusta á tónlistina sína með sér, verk sem runnu upp úr honum viðstöðulaust við flygilinn í stúd- íói 12, eins og einhver hvíslaði þeim í eyra hans, eins og Jónas sagði sjálfur. Ég veit að hann trúði því að hann hefði hjálp- armenn, sem bæði hjálpuðu honum að semja tónlist og skrifa, en í þeirri trú hans fólst ef til vill líka ákveðin vantrú á eigin hæfileika sem hann hafði ofgnótt af. Við Jónas vorum sammála um að það væri ekki nema sann- gjarnt að fólk fengi að lesa minningargreinar um sig áður en það yfirgæfi jarðlífið. Ég skrifaði því og las mun lengri minningargrein en hér birtist, fyrir Jónas nokkrum vikum áð- ur en hann lést. Ég lofaði að birta hana í fullri lengd og hana má finna á vef Morgunblaðsins. Ég votta fjölskyldu Jónasar samúð mína og kveð Jónas Jón- asson útvarpsmann með virð- ingu og söknuði. Í hans anda hlakka ég líka til endur- fundanna. Svanhildur Hólm Valsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Fáeinum dögum eftir að ég hóf störf hjá Ríkisútvarpinu hringdi Jónas Jónasson frá Ak- ureyri til að bjóða mig velkomna til starfa og leggja til nokkrar lífsreglur mér til fararheilla. Fyrir þekktumst við ekki per- sónulega en samtölin áttu eftir að verða mörg þá rúmlega tvo áratugi sem við unnum saman. Stundum voru það símtöl en oft- ar en ekki birtist hann óvænt í gættinni á skrifstofu minni, snaraðist inn, tyllti sér í sófann og lét gamminn geisa. Jónas kunni að hvetja fólk til dáða, ýmist með hrósi eða með ábendingum um það sem betur mætti fara. Hann gat verið snöggur að taka upp símann ef hann heyrði eitthvað í útvarpinu sem ekki stóðst þær kröfur um fagmennsku sem hann vildi gera til útvarpsefnis. Fagmaður var hann fram í fingurgóma, list- rænn, fjölhæfur, hugmyndarík- ur og vandaði vel til allra sinna verka. Hann hafði gaman af að segja frá og kunni öðrum frem- ur þá list að láta aðra segja sín- ar sögur. Það fór ekki milli mála að fólk skipti hann máli. Það voru þessir eiginleikar sem gerðu hann að þeim ástsæla út- varpsmanni sem laðaði hlust- andann að útvarpinu aftur og aftur. Jónas var einkar bóngóður og gerði margan greiðann, jafnvel næstum fyrirvaralaust. Hann var fljótur að bregðast við ef einhverju þurfti að bjarga í dag- skránni með stuttum fyrirvara og brást þá ekki tilfinningin fyr- ir hvað væri best við hæfi hverju sinni. Nú eru kaflaskil. Með Jónasi er genginn frumkvöðull sem markaði djúp spor í sögu Rík- isútvarpsins, sem lífshlaup hans að heita má var samofið. Samstarf okkar Jónasar var ávallt gott og bar ekki skugga á. Með okkur tókust góð kynni og vinátta sem entist þó að við ynnum ekki lengur á sama stað. Fyrir þá vináttu vil ég þakka. Árum saman hringdi hann í mig á aðfangadag til að óska mér og mínu fólki gleðilegra jóla. Svo verður ekki um komandi jól og þess mun ég sakna. Sigrúnu konu Jónasar, dætr- um hans og fjölskyldum þeirra sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Margrét Oddsdóttir. Ég varð tómur inni í mér og sálin fór eitthvað á flökt þegar mér var sagt andlát hans Jón- asar. Ekki það að ég vissi ekki af því að hverju dró, heldur er lokið hluta af lífi mínu sem kem- ur aldrei aftur. Sem barn beið ég við útvarpstækið eftir skemmtiþáttum Jónasar til dæmis um áramót, á þrett- ándanum og þegar honum datt í hug að kitla hláturtaugarnar. Svo fannst mér Jónas stundum leiðinlegur þegar hann var að tala við eitthvert fólk sem barnssálin hafði engan áhuga á. Mér var sagt að góðir útvarps- menn væru stundum leiðinlegir og af því væru þeir svona góðir. En eftir því sem árin liðu lærði ég að meta hann sem mik- inn listamann á öldum ljósvak- ans og Jónas var snillingur í því að hlusta og gefa fólki tækifæri á að tjá sig um hvað sem er. En það eru mér aðrar minninga kærari. Við kynntumst hjá Rík- isútvarpinu árið 1973 og urðum vinir, en það tók nokkur ár. Reglulega hringdum við hvor í annan og bárum saman hvernig sykursýkin herjaði á okkur. Oft veitti hann mér stuðning á erf- iðum stundum. Þegar nokkrir aðilar stofnuðu samtökin Al- mannaheill í byrjun 10. áratug- ar liðinnar aldar til þess að hrinda árás þáverandi ríkis- stjórnar á almannatrygginga- kerfið var Jónas þar á meðal og lagði sín lóð á vogarskálarnar sem dugðu til þess að skerð- ingin varð minni en til stóð. Þökk fyrir allt, vinur, vertu sæll kvaddur á leið til sólar- landsins. Sigrún, takk fyrir að vera Jónasi það sem þú varst honum, góður lífsförunautur í ólgusjó lífsins. Saman sigruðust þið á erfiðleikum. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem standið honum næst. Gísli Helgason blokkflautuskáld. Á öldum ljósvakans, segja dagskrárgerðarmenn gjarnan þegar þeir vilja vera dálítið há- tíðlegir um það efni sem þeir tilreiða fyrir hlustendur í út- varpi. Sjálfsagt hef ég oft notað þetta orðalag á sínum tíma, en nú við fráfall Jónasar Jónasson- ar, finn ég fyrir miklum tóm- leika á þessum ljósvakaöldum og veit að dyggir hlustendur hans í áraraðir eru sama sinnis. Róðrarmeistari ljósvakaaldn- anna hefur bundið fley sitt við bryggju sumarlandsins, eftir stöndum við hlustendur og söknum. Allt til ársins 1977 þekkti ég Jónas ekki nema eins og aðrir hlustendur Ríkisútvarpsins, en þá var ég svo heppinn að verða þátttakandi á námskeiði í dag- skrárgerð fyrir útvarp. Ein- kennileg er hún sú tilviljun að helstu lærimeistarar okkar á þessu námskeiði hafa nú kvatt okkur með nokkurra daga milli- bili, þeir Páll Heiðar Jónsson og Jónas Jónasson. Ég dreg enga dul á að þeir voru fyrirmynd mín þegar ég hóf vinnu við dag- skrárgerð. Ég leit mjög upp til þeirra og hef alla tíð síðan fund- ið fyrir áhrifum þeirra við hand- ritsgerð, uppbyggingu þátta og flutning útvarpsefnis. Þessara góðu félaga er nú sárt saknað. Þegar ég frétti af alvarlegum veikindum Jónasar fann ég hjá mér mikla þörf fyrir að koma á framfæri við hann þökkum fyrir það sem hann var mér og kenndi mér á sínum tíma. Í sím- tali við hann, fljótlega eftir að hann lagðist inn á líknardeild, gafst mér fyrir velvilja Sigrún- ar, kostur á að tjá honum þakk- læti mitt. Við áttum einlægt spjall þar sem ég fékk staðfest- ingu á þeirri vissu hans að að- eins ánægjuleg vistaskipti væru framundan. Í samtölum við Sig- rúnu, og Sillu dóttur þeirra, fann ég hve miklu máli þessi já- kvæða afstaða skipti fyrir fjöl- skylduna, hún skyldi óhrædd út í myrkrið fara. Ein af bestu röddum aldna ljósvakans hefur nú hljóðnað, en ljós í myrkrinu er að hún mun varðveitast fyrir okkur öll og komandi kynslóðir í verð- mætu hljóðritasafni Ríkisút- varpsins. Ástvinum Jónasar sendi ég einlægar samhryggðarkveðjur. Með mikilli virðingu og þökk kveð ég útvarpsmeistarann Jón- as Jónasson. Blessuð sé minn- ing hans. Óli H. Þórðarson. Jónasi Jónassyni var margt til lista lagt; hann var ekki bara fremsti útvarpsmaður íslenska ljósvakans heldur listamaður fram í fingurgóma. Ekki tíunda ég afrek hans, það gera mér fremri. Jónas var goðsögn þegar ég hóf störf á Ríkisútvarpinu 1986. Hann var auðvitað á Út- varpinu en ég á Sjónvarpinu. Árin liðu og þar kom að ég varð kvöldgestur en samstarfsmenn urðum við á ný þegar ég gaf út bók hans; Náðugu frúna frá Ru- zomberok. Jónas hringdi, stórkostleg saga, sagði hann með sinni sterku rödd. Laufey Einarsdótt- ir Jedlickova hafði verið kvöld- gestur. Saga hennar verður að koma fyrir sjónir fólks, bætti hann við. Og það var alveg rétt. Örlagasaga Laufeyjar er stór- brotin, listilega skrifuð af lista- manni. Unga stúlkan sem giftist til Tékkóslóvakíu laust fyrir síð- ari heimsstyrjöld mátti sæta grimmum örlögum. Óvígir herir nazista og kommúnista skiptust á að þramma yfir litla bæinn í Slóvakíu. Kommúnistar drápu eiginmann hennar, Jenda Jed- lickov, og hnepptu Laufeyju í fangelsi eftir svívirðilega valda- töku. Laufey Einarsdóttir er ein af til þess að gera fámennum hópi landa okkar sem beinlínis hefur verið á vettvangi heims- viðburða. Hún mátti þola geggj- un sem í gegnum aldirnar hefur reglulega tekið sig upp í Evr- ópu. Það var að vonum að slík ör- lagasaga snerti Jónas Jónasson, mannvininn sem lét örlög fólks sig svo miklu varða, tilfinninga- næmur með ríka réttlætis- kennd. Ég votta fjölskyldunni allri dýpstu samúð mína. Hallur Hallsson. Ég átti því láni að fagna að hitta Jónas Jónasson sjálfan í eigin persónu og óteljandi eru heimsóknir hans til mín á ljós- vakanum. Fyrst lágu leiðir okk- ar saman er ég var átta ára og hann kom í heimsókn á drengja- heimilið Ástjörn, ásamt tækni- manni með ótrúlega þungt seg- ulbandstæki, anno 1964. Jónas var ekkert annað en al- mennilegheitin, kurteisin og góðgirnin. Fyrir utan alla list- rænu hæfileikana og hvetjandi fasið. Síðast þegar ég naut þess heiðurs að keyra Jónas Jónas- son á nokkra staði, var hann klæddur ljósgráum, teinóttum jakkafötum, bar svartan „keip“ á herðum, hanskaklæddur og með stássstaf í hendi. Glæsi- mennskan og heimsmannsleg framkoman sem einkenndu hann var verð tileinkunar – en til þess þarf trú á eilíft líf, um- burðarlyndi, þolinmæði, gæsku, víðsýni og opinn huga. Alla helstu kosti eðalmennisins sem nú hefur lokið dvöl sinni og hlutverki í þessum líkama sem við þekktum og elskuðum sem Jónas Jónasson. Faðir Jónasar, fyrsti útvarps- stjórinn, var einn forvígismanna spíritista á Íslandi um áratuga skeið. Amma mín sáluga beindi áhuga mínum að hans merku bókum. Þar á meðal þeirri er hann ritaði til sonar síns og hlýtur sú bók að hafa létt margri manneskjunni róðurinn í lífsins ólgusjó, líkt og Jónas Jónasson gerði alla sína tíð. Megi ættingjarnir og aðrir syrgjendur sefast fljótt. Páll Pálmar Daníelsson, leigubílstjóri á BSR. Mig langar að minnast í nokkrum línum á hann Jónas vin minn. Við áttum góð kynni á lífsleiðinni við nokkur tækifæri og ýmislegt sameiginlegt. Við áttum bæði tengsl við sama skóla á sitthvoru tímabilinu, en það var Leiklistarskóli Ævars heitins Kvaran, eiginmanns míns. Einnig höfðum við bæði áhuga á sálarrannsóknum, höfð- um hæfileika á því sviði og mættumst á þeim vettvangi. Fyrir utan þetta vorum við ná- grannar í mörg ár og bjuggum hér á Kambsveginum þar sem ég gat nánast kastað kveðju á Jónas af svölunum frá mér. Ég sendi fjölskyldu hans innileg- ustu samúðarkveðjur og kveð Jónas með þessum fátæklegu línum: Halur til himins er farinn og horfinn sjónum um sinn. Í faðmi föður fær orku því fang hans er nærri. Hvert sem litið er ljós og friður og líkn sem aldrei bregst. Veröld nýrra afla er nærri sem njóta má án kvaða. Ljúf ganga inn í nýtt líf loforð breytinga án kvíða. Í spurn horfir hissa á allt og hógværð tekur við. Allt svo létt og ljós birtast og látbragð er kyrrð. Undur efnast og bálslegið bíður líf í gleði. Einsemd hverfur í hamingju himna sem opnast í logni. Fegurð brosa bærist og lifir í birtu sem tekur við. Almættið verndar á veg í gleði og vekur upp öryggi. Fang þess er fegurð og styrkur í friði kærleikans. (Jóna Rúna Kvaran.) Jóna Rúna Kvaran. Ég þekkti Jónas aðeins í stuttan tíma, of stuttan tíma finnst mér. En með sínum ein- staka hætti tókst honum að hafa þannig áhrif á mig að mér finnst ég hafa þekkt hann alla tíð. Og kannski er það þannig að við höfum öll þekkt Jónas alla tíð. Hann hefur verið inni á heimilum okkar eins lengi og elstu menn muna. Hann hefur verið þægilegur kvöldgestur og vinur. Ég varð ákaflega upp með mér þegar Jónas hafði samband við mig í ársbyrjun og bauð mér að vera kvöldgestur. Ég varð líka mjög hissa, sagði auð- vitað strax já við beiðninni, en hafði þó nokkrar áhyggjur af því að þátturinn myndi ekki verða neitt sérstaklega áhuga- verður. Jónas gerði lítið úr áhyggjum mínum, sagði að allir hefðu sögu að segja og að til- gangurinn með þessu öllu sam- an væri einmitt sá að leyfa hon- um og hlustendum að kynnast mér. Svo bætti hann reyndar við „Ragnheiður Elín, nú þekki ég þig ekki neitt, en af því sem ég sé af þér í sjónvarpinu frá þinginu þá hef ég það á tilfinn- ingunni að þú sért mjög geð- vond!“ Mér þótti þetta alveg agalegt og mitt eina takmark með þættinum varð auðvitað það að sýna Jónasi fram á það að ég væri sko alls ekki geð- vond. Það var einstök upplifun að vera kvöldgestur Jónasar. Hann var gamaldags herramaður í besta skilningi þeirra orða, sótti mig í anddyri Útvarpshússins þegar ég kom og fylgdi mér til dyra þegar ég kvaddi. Jólakaka, epladjús og kertaljós í stúdíó- inu, þægilegt viðmót, virðing og einlægur áhugi á viðmælandan- um gerði það að verkum að þátturinn varð mun áheyrilegri en ég hafði óttast í upphafi. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Jónas, þó að kynnin hafi verið stutt. Hann fékk mig til að hugsa um ýmsa hluti og von- andi er ég betri manneskja fyr- ir vikið. Hann var góður maður. Ég votta eiginkonu hans, börnum og aðstandendum öllum mína innilegustu samúð. Bless- uð sé minning Jónasar Jónas- sonar. Ragnheiður Elín Árnadóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, SVANHILDAR SNÆBJARNARDÓTTUR, áður til heimilis á Hellu, Hellissandi. Gunnar Már Kristófersson, Auður Jónsdóttir, Steinunn J. Kristófersdóttir, Lúðvík Lúðvíksson, Sigurjón Kristófersson, Sigurlaug Hauksdóttir, Snæbjörn Kristófersson, Kristín S. Karlsdóttir, Svanur K. Kristófersson, Anna Bára Gunnarsdóttir, Þröstur Kristófersson, Sigurbjörg E. Þráinsdóttir, Kristinn Valur Kristófersson, Guðríður A. Ingólfsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúðar- kveðjur við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU EINARSDÓTTUR, Hendrik Skúlason, Íris Sigurjónsdóttir, Þórður Skúlason, Elín Agnarsdóttir, Davíð Davíðsson, Embla Valberg, Einar Orri Davíðsson, Helga Alfreðsdóttir, Jóhannes Ingi Davíðsson, Helga Jóhannesdóttir, Ragnar Davíðsson, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Jón Halldór Davíðsson, Petrea Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts elskaðrar móður okkar og tengda- móður, SIGRÍÐAR KJARAN. Soffía Sigurjónsdóttir, Stefán J. Helgason, Sigurður Sigurjónsson, Hanna H. Jónsdóttir, Magnús K. Sigurjónsson, Þórunn Benjamínsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Ingileif Jónsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Helga Bragadóttir, Árni Sigurjónsson, Ásta Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.