Morgunblaðið - 08.12.2011, Page 34

Morgunblaðið - 08.12.2011, Page 34
Opið hús Sigurdís Harpa við vinnustofuna í Skipholti. Myndlistarkonan Sigurdís Harpa Arnarsdóttir er með opna vinnustofu í Skipholti 9 og verður fram að jólum. Í vinnustofunni eru til sölu málverk unnin með olíu og blandaðri tækni, en undanfarin ár hefur Sigurdís mál- að með olíu á striga, bækur meðal annars, ásamt því að mála með blandaðri tækni, vatnslitum, bleki, olíu- litum og pastel. Viðfangsefni Sigurdísar eru mannslík- aminn og náttúran. Sigurdís fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Myndlistarskóla Akureyrar, lauk prófi þaðan 1994 og hefur starfað sem myndlist- armaður frá þeim tíma og einnig kennt myndlist við grunn- og framhaldsskóla. Vinnustofan er opin frá kl. 13 til kl. 16 virka daga fram að jólum. Opin vinnustofa Sigurdísar 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Maður finnst látinn. Hannhefur verið myrtur meðhrottalegum hætti.Þannig hefst Myrk- nætti eftir Ragnar Jónasson. Glæpa- saga, segir á grípandi, blóðrauðri bókarkápu, sem minnir á auglýs- ingaspjöld fyrir gamlar glæpamynd- ir af rökkurskólanum. Myrknætti er ágætlega unnin bók. Höfundur er alvís og á greiða leið inn í kollinn á öllum sínum sögu- persónum. Frásögnin er ítrekað brotin upp og lesandinn sér atburða- rásina úr mörgum áttum. Engin sögupersóna er svo léttvæg að ekki þurfi að skyggnast undir yfirborðið hjá henni og undantekningarlaust finnast vandamál af einhverjum toga, hvort sem það er einelti úr for- tíðinni, framhjáhald eða óuppgerð sambandsslit. Ragnar hefur greini- lega gaman af að skyggnast inn í sál- arlíf persóna sinna og leyfa lesand- anum að sjá togstreituna á milli þeirra og hvað knýr þær áfram í samskiptum sínum, sýna fram á að þegar öllu er á botninn hvolft stjórn- ast maðurinn af sjálfselsku og hé- góma. Allir hugsa um sig, nema ég, sagði einhver og bætti við: Ég hugsa um mig. Þetta gæti verið undirtitill bók- arinnar. Sú aðferð Ragnars að stökkva á milli persóna og afhjúpa leyndarmál þeirra gefur bókinni ákveðna spennu. Lesandinn leitar að vísbend- ingum. Stundum er hann dreginn inn í blindgötu, en stundum koma fram nýtilegar upplýsingar. Morðið kemur inn á borð hjá Ara Þór Arasyni, landsbyggðarlöggu í reiðileysi, sem hefur flosnað upp úr háskólanámi. Ari var einnig persóna í glæpasögunni Snjóblindu, sem Ragnar sendi frá sér fyrir ári. Öllu atkvæðameiri er þó fréttakonan Ís- rún, sem grípur til sinna ráða til að geta verið fyrst með fréttirnar. Ragnar setur slíkt púður í að kynna hana til sögunnar að ætla má að hún muni eiga framhaldslíf í bókum hans síðar meir. Framan af virtist hegðun Ísrúnar ótrúverðug og vinnubrögð hennar ósannfærandi. Hún er látin nálgast viðmælendur sína án þess að segja á sér deili og beita óhefð- bundnum brögðum, sem ekki tíðkast í íslenskri blaðamennsku, til að ná í upplýsingar. Það er ekki fyrr en langt er komið bókar að kemur í ljós hegðun hennar á sér sínar skýringar. Ragnar Jónasson sýnir í þessari bók að hann er efnilegur höfundur. Hann byggir söguna upp af vand- virkni og býr til ágæta fléttu. Honum liggur hins vegar fullmikið á að ljúka bókinni og setja endapunktinn. Fyrir vikið vanrækir hann suma þá þræði sögunnar, sem hann áður hafði lagt á sig að búa til. Þegar á allt er litið er Myrknætti þó prýðileg afþreying. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæpasaga Ragnar Jónasson býr til haganlega fléttu í Myrknætti. Af myrkum hvötum sjálfselsku Myrknætti bbbnn Eftir Ragnar Jónasson. Veröld. 290 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Í kvöld halda fjórir kórar góð- gerðartónleika í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Gleði- og frið- arjól. Auk kóranna koma fram fé- lagar úr Kammerkór Reykjavíkur og rappararnir Ástþór Óðinn og Ká Eff Bé, en Ká Eff Bé, sá síð- arnefndi, er í hipphoppsveitinni Stjörnuryki. Heiðursgestur tónleikanna verður tónlistarmaðurinn og laga- smiðurinn góðkunni Magnús Ei- ríksson. Allur ágóði af tónleik- unum mun renna til Fjölskylduhjálpar Íslands sem og Rauða krossins. Elín Halldórsdóttir skipuleggur tónleikana, en hún hefur stofnað og stýrt kórum heima og erlendis. Á haustdögum stofnaði hún Barnakór Háteigsskóla, sem fram kemur á tónleikunum, en einnig syngja aðrir kórar sem Elín starf- ar með eða tengist: Kvennatríóið Femmes Fatales, sem skipað er Elínu, Steingerði Þorgilsdóttur og Kristínu Ragnhildi Sigurð- ardóttur, Vocal Project, sem er blandaður poppkór úr Kópavogi sem Matthías V. Baldursson stýr- ir, kvennakórinn Valkyrjurnar úr Breiðholti, sem Kristín Ragnhild- ur Sigurðardóttir stýrir, og fé- lagar úr Kammerkór Reykjavík- ur, sem Sigurður Pétur Bragason óperusöngvari og tónskáld stofn- aði og stýrir, en á tónleikunum mun Elín stjórna félögum úr röð- um Kammerkórsins. Alls eru flytj- endur um 150 talsins. Kynnir á tónleikunum verður Guðrún Þórð- ardóttir. Morgunblaðið/Kristinn Jólatónleikar Frá æfingu í gærkvöldi fyrir góðgerðartónleika fjögurra kóra í Hallgrímskirkju sem haldnir verða í kvöld undir yfirskriftinni Gleði- og friðarjól. Alls verða flytjendur um 150 talsins. Gleði- og friðarjólatón- leikar í Hallgrímskirkju Vilborg Dagbjartsdóttir erum margt einstök kona.Hún hefur markað djúpspor sem ljóðskáld, barnakennari, barnabókahöfundur, femínisti, herstöðvaandstæðingur og kommúnisti og hvarvetna hefur sópað að henni. Útgáfa ævisögu hennar er tímabær og það sem meira er, hún er frábærlega vel heppnuð. Þegar áberandi einstaklingar eiga í hlut sem eru óhræddir við að láta að sér kveða hlýtur að vakna sú spurning hjá samferðamönnum hvað það sé sem drífi viðkomandi áfram. Hvaðan kemur þeim eld- móðurinn sem býr að baki? Í bók þessari er með skýrum hætti dreg- in upp svo heildstæð mynd af lífs- hlaupi Vilborgar að við blasir hvaðan henni kom krafturinn og kynngin. Æskuárin á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, í þann mund sem þorpið er að leggjast í eyði af völd- um nýrra tíma og hagsmuna ann- arra, skelfileg blóðtaka í stórum systkinahóp vegna sjúkdóma og nöturleg meðhöndlun á Vilborgu sem veiktist en lifði; brotin skóla- ganga í byrjun einmitt þess vegna og misjöfn kjör fólksins í landinu – allt markar Vilborgu fyrir lífstíð og gerir í framhaldinu lífshlaup hennar rökrétta atburðarás bar- áttukonu sem lifir líðandi stund í ljósi – og skuggum – liðinna daga. Vilborg nefnir oftar en einu sinni að lífi sínu hafi hún lifað í hólfum, og má það til sanns vegar færa. Samt hefur henni auðnast að snúa andstreymi fortíðar upp í meðbyr og innblástur; bakgrunnurinn út- skýrir lífshlaupið ákaflega vel og því kemur bókin ljómandi vel til skila. Kímni og orðheppni Vilborg- ar segir þetta best þegar hún út- skýrir að af því að hún fór sjálf á mis við kennslu í barnaskóla helg- aði hún sig barnakennslu langa starfsævi til að hefna fyrir það! Öðrum þræði er lífshlaup Vil- borgar kapítuli í listasögu Íslands á tuttugustu öld og sá þráður bók- arinnar er ekki síður vel heppn- aður. Það er að mörgu leyti ótrú- legt til þess að hugsa að nokkur maður skuli hafa getað helgað sig listum hér á landi á öldinni sem leið, svo kröpp voru kjör lista- manna. Tíðarandalýsingar Vilborg- ar eru magnaðar aflestrar, þegar óheppilegar skoðanir gátu hæglega gert með öllu út af við möguleika á því að koma sér á framfæri. Starfsumhverfi listamanna um og upp úr miðri síðustu öld eru gerð prýðileg skil og sú sagnfræði sem felst í frásögn Vilborgar gefur henni enn meira vægi. Þegar allt kemur til alls er hér í senn rífandi skemmtilesning, feiki- vel heppnuð frásögn af við- burðaríkri ævi. Söguhetjan kemur lesandnum fyrir sjónir frá fyrstu tíð sem djúpspök og vís, um leið og hún er á efri árum ennþá upp- reisnargjörn og barnslega hrein- skilin. Ómótstæðileg bók um ein- stakan persónuleika. Vilborg Dagbjartsdóttir „Útgáfa ævisögu hennar er tímabær og það sem meira er, hún er frábærlega vel heppnuð.“ Líf og list hugsjónakonu Úr þagnarhyl bbbbm Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur, eft- ir Þorleif Hauksson. Mál og menning gefur út. 299 bls. JÓN AGNAR ÓLASON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.