Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Árborg keppti í Útsvari í gær ogbarðist af hörku, sem dugði að
vísu ekki til. En jafn hörð og sú bar-
átta var má segja að útsvar sé
nokkuð sérkennilegt nafn á þætti
þar sem sveitar-
félög keppa, því að
langflest þeirra eru
hætt að keppa í út-
svari. Þau hafa nær
öll valið að fara þá
þægilegu leið að
nýta sér leyfilegt
hámarksútsvar. Þar
er Árborg ekki undanskilin.
Væri keppt í einhverju öðru semlýtur að fjármálum sveitarfé-
laga gæti Árborg á hinn bóginn átt
allgóða sigurmöguleika.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsinssem samþykkt var í gær sýnir
að vel hefur verið haldið á fjár-
málum þess á kjörtímabilinu.
Skuldirnar hafa til að mynda lækk-
að umtalsvert og útlit er fyrir
myndarlega lækkun og góðan
rekstrarafgang á næstu misserum.
Og þótt útsvarið lækki ekki hef-ur fasteignaskattur íbúanna
lækkað úr 0,350% í 0,325%. Að sögn
Eyþórs Arnalds, oddvita meirihlut-
ans, er ætlunin að lækka þennan
skatt árlega út kjörtímabilið.
Bókanir minnihlutans við af-greiðslu fjárhagsáætlunar-
innar benda til að allgóð sátt sé um
fjármálastjórn sveitarfélagsins.
Slíkri sátt mætti eflaust ná víðast
hvar ef jafn fast væri haldið um
fjármálin og jafn sýnilegum ár-
angri náð.
Og ef sveitarfélög færu raun-verulega að keppa í útsvari er
víst að ekki aðeins sveitarstjórnar-
mennirnir gætu verið sáttir, heldur
yrðu íbúarnir stórum sáttari við
kjörna fulltrúa sína.
Eyþór Arnalds
Sigurstranglegur,
nema í útsvari
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.12., kl. 18.00
Reykjavík -3 heiðskírt
Bolungarvík -1 snjókoma
Akureyri -5 skýjað
Kirkjubæjarkl. -2 léttskýjað
Vestmannaeyjar -2 heiðskírt
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 2 snjókoma
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 2 alskýjað
Lúxemborg 2 skúrir
Brussel 2 skúrir
Dublin 2 skýjað
Glasgow -2 heiðskírt
London 5 léttskýjað
París 5 léttskýjað
Amsterdam 5 skúrir
Hamborg 1 skýjað
Berlín 3 skúrir
Vín 5 skýjað
Moskva 2 skúrir
Algarve 17 skýjað
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -13 snjókoma
Montreal 3 léttskýjað
New York 6 heiðskírt
Chicago -2 léttskýjað
Orlando 22 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:19 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:05 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 11:50 14:34
DJÚPIVOGUR 10:57 14:50
Átta stórmeist-
arar taka þátt í
Friðriksmóti
Landsbankans –
Íslandsmótinu í
hraðskák, sem
fer fram í útibúi
Landsbankans
við Austurstræti
11 sunnudaginn
18. desember.
Mótið er langsterkasta innlenda
skákmót ársins og er haldið Frið-
riki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara
Íslendinga til heiðurs.
Meðal skráðra keppenda má
nefna Jóhann Hjartarson, Helga
Ólafsson, Jón L. Árnason og Ís-
landsmeistarann í skák, Héðin
Steingrímsson. Einnig tekur þátt
okkar nýjasti stórmeistari Stefán
Kristjánsson og hinn ungi og efni-
legi Hjörvar Steinn Grétarsson,
sem náði sínum fyrsta stórmeist-
araáfanga á EM landsliða fyrir
skemmstu þar sem hann lagði m.a.
sjálfan Alexei Shirov að velli. Flest-
ir okkar sterkustu skákmenn af
yngri kynslóðinni taka þátt og má
þar nefna þau Vigni Vatnar Stef-
ánsson (8 ára) og Nansý Davíðs-
dóttir (9 ára) sem þarna fá tæki-
færi til að kljást við sterkustu
skákmenn þjóðarinnar. 80 skák-
menn taka þátt og komust færri að
en vildu.
Tefldar verða 11 umferðir með 7
mínútna umhugsunartíma á mann
og er reiknað með að mótið standi
á milli 13.00 og 16.30. Gestir og
gangandi eru velkomnir á staðinn
og er boðið upp á kaffi og með því.
Hægt verður að fylgjast með helstu
skák hverrar umferðar á risatjaldi.
Núverandi Íslandsmeistari í
hraðskák er Jón Viktor Gunnars-
son en hann sigraði á mótinu í
fyrra ásamt Þresti Þórhallssyni.
Þetta er áttunda árið í röð sem
Landsbankinn og Skáksamband Ís-
lands standa fyrir Friðriksmótinu í
skák.
Átta stórmeistarar
tefla á Friðriks-
mótinu í hraðskák
Friðrik Ólafsson
Við úthlutun styrkja úr menn-
ingasjóði Kaupfélags Skagfirðinga –
sem styrkir sóknir héraðsins til að
efla barna- og unglingastarf – í gær
var kynntur nýr afreksbikar til
minningar um Stefán Guðmundsson,
fyrrverandi stjórnarformann KS, og
Hrafnhildi Stefánsdóttur konu hans.
Börn þeirra ákveða hver hlýtur
bikarinn hverju sinni og varð ungur
Sauðkrækingur, Atli Arnarson, fyrir
valinu, en hann hefur getið sér góðs
orðspors á knattspyrnuvellinum.
Þá hlutu Sauðárkróksprestakall,
Glaumbæjar-, Reynistaðar-, og Víði-
mýrasóknir, Miklabæjar- og Mæli-
fellssóknir, Hofsós- og Hólasóknir
sérstakan styrk upp á tvær milljónir
króna sem renna á til barna og
æskulýðsstarfs í Skagafirði.
Afreksbikar
afhentur
40% afmælisafsláttur
af innfluttum
töskum til jóla
www.atson.is
Laugavegi 82
101 Reykjavík
S: 527 0060
Hágæða gólfbón fyrir flest gólfefni
- einfalt og fljótlegt í notkun!
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar - Vélaleiga Húsavíkur - Nesbakki -
Skipavík - SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin - Óskaþrif Hólmavík -
Pottar og prik - Núpur - Litaver - Byggt og búið
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is
JÓLAMARKAÐURINN INGÓLFSTORGI
VERÐUR OPINN FRÁ KL.14 til 20
VERSLANIR Í MIÐBORGINNI VERÐA
OPNAR LAUGARDAGINN 17. DESEMBER
FRÁ KL. 10 til 22
OG SUNNDAGINN 18.DESEMBER
FRÁ KL. 13 - 22
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á BLS 19
OG Á MIÐBORGIN.IS