Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 64
Tilnefningar til bandarísku Golden Globe verðlaunanna liggja nú fyr- ir og í flokki kvikmynda hlýtur The Artist flestar, eða sex talsins. Myndin er m.a. tilnefnd sem besta gamanmynd eða söngvamynd, fyr- ir besta leikarann í aðalhlutverki, Jean Dujardin, bestu aukaleikkon- una, Bérénice Bejo og besta leik- stjórann, Michel Hazanavicius. The Descendants og The Help hlutu fimm tilnefningar hvor. George Clooney er tilnefndur sem besti aðalleikari fyrir leik sinn í The Descendants og leikstjóri myndarinnar, Alexander Payne, sem besti leikstjórinn og leikkonur úr The Help, þær Viola Davis, Oc- tavia Spencer og Jessica Chastain hlutu tilnefningar fyrir The Help. Í flokki bestu dramatísku kvikmyndanna voru til- nefndar Hugo, The Ides of March, Moneyball og War Horse. Leikkonurnar Kate Winslet og Jo- die Foster eru tilnefndar sem bestu aðalleikkonur í gaman- eða söngvamynd, fyrir leik sinn í Car- nage og leikarinn Ryan Gosling er tilnefndur fyrir leik sinn í tveimur kvikmyndum, Ides of March og Crazy, Stupid, Love. Af öðrum kvikmyndum í flokki gaman- eða söngvamynda eru tilnefndar 50/ 50, Midnight in Paris, Bridesmaids og My Week With Marilyn. Í flokki sjónvarpsefnis eru m.a. til- nefndar þáttaraðirnar Homeland, American Horror Story og Boss í flokki dramatískra þátta og í flokki gamanþátta Enlightened og New Girl. Verðlaunin verða afhent 15. janúar og verður gaman- leikarinn Ricky Gervais kynnir. The Artist hlaut sex tilnefningar til Golden Globe verðlauna 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Sex hljómplötur hafa verið valdar á Kraumslistann og fá þar með við- urkenningu frá Kraumi tón- listarsjóði í formi kynningar, plötukaupa og -dreifingar. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuút- gáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru og við- urkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skarað hafa fram úr í gæðum, metnaði og frum- leika á árinu. Eftirfarandi plötur eru á listanum í ár, nafn tónlistarmanns og hljóm- sveitar birt á undan plötutitli: ADHD - ADHD2, Lay Low - Brost- inn Strengur, Reykjavík! - Locust Sounds, Samaris - Hljóma þú (EP), Sin Fang - Summer Echoes og Sóley - We Sink. Listinn var kynntur við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Kraums í gær að viðstöddum fyrrnefndum tónlist- armönnum og hljómsveitum. „Ég kaupi diska af listamanninum fyrir ákveðna upphæð, þetta hefur verið upphæð í kringum hundrað þúsund krónur, og dreifi þessum plötum áfram, til fólks í bransanum. Það kemur fólk á Airwaves sem maður þekkir og hittir og ég er með mína kontakta eftir að hafa verið að vinna í plötuútgáfu og síðan er stjórnin með sína kontakta,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kraums, spurður að því hvað viðurkenningin feli í sér. Jóhann segir að plötunum sé komið til fólks erlendis í bransanum, m.a. skipuleggjenda tónlistarhátíða og plötuútgáfna og það kynningarstarf hafi skilað sér. 20 manna dómnefnd valdi plöt- urnar sex af 20 platna úrvalslista en dómnefndina skipar fólk sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðla. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Viðurkenning Tónlistarmennirnir sem verk eiga á Kraumslistanum í höfuðstöðvum Kraums í gær. Kynning erlendis á framúr- skarandi, íslenskum plötum  Sex hljómplatna Kraumslisti var kynntur í gær Listamaðurinn Úrþöglu kvikmynd- inni The Artist sem hlýtur flestar tilnefningar til Golden Globe verð- launanna. Þau verða afhent 15. janúar nk. 100/100 „MERRILY OUTRAGEOUS, OVER-THE-TOP FUN“ -ENTERTAINMENT WEEKLY 88/100 „FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HASARATRIÐUM SEM MINNA EINNA HELST Á LJÓÐLIST“ -CHICAGO SUN TIMES 80/100 „MISSION: IMPOSSIBLE 4 ER SVO VEL GERÐ AÐ ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HANA OFTAR EN EINU SINNI TIL AÐ NÁ AÐ META HANA AÐ FULLNUSTU“ -BOXOFFICE MAGAZINE NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á S á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 1.000 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI 3D MÖGNUÐ ÞRÍVÍDDARMYND KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! "BESTA MYND SERÍUNNAR." "SVONA EIGA HASARMYNDIR AÐ VERA." H.V.A. - FBL HHHH "FLOTTUR HASAR." H.S.S. - MBL HHH "HLÝTUR AÐ TELJAST SÚ BESTA HINGAÐ TIL" "FJÖRUGASTA OG SKEMMTILEGASTA HASARMYND ÁRSINS" Þ.Þ. - FT. HHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.