Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
✝ Halldór Haf-steins Haf-
steinsson Brekku-
bæ 40, fæddist í
Reykjavík 5. maí
1939. Hann lést á
heimili sínu 7. des-
ember 2011.
Halldór var son-
ur hjónanna Stef-
aníu Auðbjargar
Halldórsdóttur, f.
1915, húsmóður og
verkakonu frá Mel í Stykk-
ishólmi, og Hafsteins Jónssonar
bílamálarameistara, f. 1917, frá
Hafnarfirði. Halldór var næst-
elstur átta systkina en hin eru;
Dagbjört verslunardama og hús-
móðir, gift Sveini Jónssyni bif-
reiðastjóra. Búsett í Reykjavík;
Edda húsmóðir og verkakona,
gift Jóni Hjörleifssyni rafvirkja
sem er látinn. Búsett í Reykjavík;
Svanhvít húsmóðir gift Níelsi
Ingólfssyni fyrrum skrif-
stofustjóra. Búsett í Hafnarfirði;
Kristján Jón bílamálarameistari
kvæntur Rósu Gestsdóttur hús-
móður. Búsett í Mosfellsbæ; Vil-
tvö börn. Fyrir átti Björn stúlku
með Jónínu Freydísi Jóhann-
esdóttur lyfjafræðingi. Sverrir
Daníel líffræðingur hjá Hafrann-
sóknarstofnun, kvæntur Elinóru
Friðriksdóttur hjúkrunarfræð-
ingi og sölufulltrúa hjá Lund-
beck, þau eiga tvær dætur. Bú-
sett í Kópavogi.
Eftirlifandi kona Halldórs er
G. Lilja Hannibalsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og eiga þau þrjú
börn sem lifa, en yngsti sonur
þeirra, Heimir Snær, lést árið
1979 á sjötta ári. Hin börnin eru;
Guðmundur Smári (fóstursonur
Halldórs) ráðgjafi hjá Hugur/
Ax, kvæntur Ingveldi Sæmunds-
dóttur viðskiptafræðingi hjá Há-
tækni og eiga þau tvær dætur.
Búsett í Reykjavík. Stefanía Auð-
björg, félagsliði, flokksstjóri fé-
lagslegrar heimaþjónustu hjá
Reykjavíkurborg. Sambýlis-
maður Guðni B. Guðnason bif-
reiðastjóri (slitu samvistir), þau
eiga tvær dætur. Búsett í
Reykjavík. Lilja Jóna stuðnings-
fulltrúi á Selfossi en sambýlis-
maður hennar er Skúli Frans
Hjaltason framkvæmdastjóri
upplýsinga- og tæknisviðs hjá Ís-
lenska gámafélaginu og eiga þau
tvær dætur.
Útför Halldórs fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 17. desember
2011, og hefst athöfnin kl. 13.30.
hjálmur bílamál-
arameistari
kvæntur Þórdísi
Guðmundsdóttur
skólaliða. Búsett í
Mosfellsbæ; Hilmar
vaktstjóri hjá
Strætó, kvæntur
Guðbjörgu Há-
konardóttur hús-
móður. Búsett í
Reykjavík, og Ingi-
björg sjúkraliði gift
Bjarna Ágústssyni múrarameist-
ara. Búsett í Reykjavík.
Börn Halldórs eru; Sæunn
snyrti- og fótaaðgerðafræð-
ingur, gift Gunnari Helga Stef-
ánssyni lögreglumanni og eiga
þau tvo syni og eitt barnabarn.
Búsett í Reykjavík. Móðir Sæ-
unnar er Sigríður Guðmunds-
dóttir í Reykjavík.
Fyrri kona Halldórs (skildu)
Hrafnhildur Stella Stephens hús-
móðir búsett í Reykjavík, þau
eiga tvo syni; Björn Hafstein
framkvæmdastjóra Sorpu, sem
kvæntur er Kristbjörgu Steph-
ensen borgarlögmanni, þau eiga
Það er mikið áfall að greinast
með illvígan sjúkdóm og það er
stór biti fyrir tvær afastelpur að
kyngja að „afi Dóri“ verði ekki
lengur meðal okkar. Haustið og
veturinn gekk í garð og heimilið
okkar var hálflamað af sorg. Mikið
grátið og rætt um lífið og til-
veruna, þær vildu hafa afa hjá sér
þegar stórir viðburðir væru á
næstu árum, ferming, stúdents-
próf og fleira en sáu að það var
óraunsætt að óska þess.
Leiðir okkar Halldórs lágu
saman árið 1988 þegar Dalli
kynnti þau Lilju og Dóra fyrir
mér, hún afskaplega hógvær og
brosti blíðu brosi, hann með glott
á vör og opinn, fór að spyrja
hvurra manna ég væri eins og
honum var lagið. Þetta var byrjun
á góðum kynnum sem urðu bara
betri með árunum.
Það er margs að minnast en
efst í huga mér eru ferðalögin
okkar saman um landið. Á hverju
ári var farið í fjölskylduútilegu, oft
í Berserkjahraun á Snæfellsnesi
þar sem afi Dóri og amma Lilja
mættu fyrst af öllum til að taka á
móti fólkinu sínu. Þetta voru æv-
intýraferðir fyrir okkur og börnin.
Hápunkturinn var þegar barna-
börnin fengu draugasögur fyrir
nóttina með afa og eitt skiptið
komu þau kríthvít og öskrandi út
úr draugasögutjaldinu því sagan
var svo hryllilega spennandi,
þarna var Dóri í essinu sínu að
segja sögur af tröllum og forynj-
um á Snæfellsnesi. Hann var fróð-
ur um Íslendingasögurnar og um
landið okkar. Ég minnist margra
sumarferða sem við fórum í sam-
an, afi Dóri og amma Lilja voru
ferðaklúbburinn okkar, það var
svo óendanlega gaman að ferðast
með þeim tveim, þau vissu svo
margt sem við vissum ekki, enda-
laus uppspretta af sögum og mikið
hlegið og gert grín. Ferðirnar
norður í Gröf á Höfðaströnd að
heimsækja Eddu og Hafliða þegar
þau komu til landsins var orðin
hefð á hverju ári og hlakkaði Dóri
alltaf mikið til að hitta þau heið-
urshjónin eins og hann kallaði þau
en okkur hjónin kallaði hann
„krakka“. Ég hef oft sagt að ferð-
irnar norður í Gröf lækni líkama
og sál, það var svo mikið hlegið og
skemmtilegar sögur sagðar fram
eftir kvöldi meðan við borðuðum
góðan mat. Ferðirnar verða fleiri
og amma Lilja heldur áfram að
koma með okkur í Gröf. Sögurnar
verða ekki eins fyndnar og það
verður tómlegra að hafa hann ekki
í kringum sig en minningarnar
eru margar.
Það er hægt að nefna margt
þegar maður hugsar um afa Dóra
en það læt ég aðra um. Ég vil
þakka honum fyrir allar skemmti-
legu ferðirnar sem við fórum í
saman, sérstaklega vil ég þakka
honum fyrir hvað hann var góður
við afastelpurnar sínar sem sáu
ekki sólina fyrir honum. Það var
lærdómsríkt að fylgjast með öllum
barnabörnunum þessa síðustu
mánuði sem hann lifði, hvað þau
áttu falleg samskipti við afa og
hvað afi skipti þau miklu máli, það
þótti honum vænt um.
Nú ert þú kominn til litla
drengsins þíns sem þú talaðir svo
oft um. Ég sé ykkur feðga val-
hoppa fyndna valhoppið þitt sam-
an um paradís.
Blessuð sé minning þín.
Elinóra Friðriksdóttir.
Halldór afi eða „afi brjál“ eins
og hann var alltaf kallaður af okk-
ur barnabörnunum hefur alltaf
verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Á
móti kallaði hann mig alltaf Eik-
arflísina sína eða Karen spýtu.
Hann var mikill sögumaður,
leikari, barnakarl, frekar stríðinn
og mikill húmoristi og hafði sterk-
ar skoðanir. Það er mikill missir
að missa hann úr lífinu svona
hratt.
Sumarið 2011 var mjög erfitt
fyrir marga í fjölskyldunni og þá
sérstaklega vegna veikinda afa og
ég gerði allt sem ég gat gert fyrir
afa brjál til að honum liði betur,
þótt að það hafi ekki verið mikið,
kaupa rakakrem, nudda hand-
akremi á hendurnar, heimsækja
hann oft og nýta tímann sem var
eftir og eftir stutta en erfiða bar-
áttu við krabbameinið er ég fegin
að hann þurfti ekki að berjast við
það lengur heldur hvílist hann nú
á fallegum og betri stað og einn
daginn hittumst við aftur, þótt það
verði eftir langan tíma.
Það sem mér finnst eftirminni-
legast af okkar tímum saman voru
sennilega útilegurnar og allar sög-
urnar sem hann sagði mér um
tröll, álfa og huldufólk. Sem
krakki trúði ég öllu því sem hann
sagði. Honum þótti gaman að því
að veiða og hann gaf mér fyrstu
veiðistöngina mína.
Ástæðurnar fyrir því að hann
var kallaður „afi brjál“ eru marg-
ar. Eitt skipti þegar við fórum
saman að veiða sagði hann mér að
ég ætti að passa hann rosalega vel
af því að hann væri hræddur við að
detta útí því honum þætti vatn
„voða blautt“, mikið fannst mér afi
mikill kjáni þá.
Afi reykti alltaf vindla, og núna
í dag minnir vindlalykt mig alltaf á
afa. Þegar ég var fjögurra ára var
ég að rífast í honum fyrir að vera
að reykja, þá rétti hann mér einn
vindil og sagðist bara ætla að
kenna mér að reykja, ég varð svo
hneyksluð, en þetta var allt í gríni
gert. Stundum var eins og hann
kæmi frá annarri plánetu, sagði að
ég og hann værum svo góðar vin-
konur, og sagði að vinkonur mínar
væru strákar, „hvað heitir þessi
strákur?“ spurði hann vinkonur
mínar þegar hann hitti þær og
mikið hneyksluðust þær á honum.
Minningarnar um hann eru mér
mikils virði og munu lifa með mér
það sem eftir er.
Guð geymi þig, afi minn.
Þín,
Karen Eik.
Elsku afi minn.
Afar eru englar í dulargervi
stendur á skilti heima hjá afa og
ömmu. Þú varst stríðinn og algjör
púki. Ég hló í hvert skipti sem ég
hitti þig. Allar sögurnar sem þú
sagðir okkur, draugasögurnar
voru bestar af öllum. Þú kallaðir
mig oft Dáu því langa langamma
var kölluð Dáa. Þegar ég var lítil
man ég eftir því að þú varst að
fara út að reykja og þá spurði ég
hvað þú værir að fara að gera og
þú sagðir „Ég er að fara að fá mér
einn vindil, má bjóða þér?“ Nei
nei, það er óhollt að reykja og það
er líka ógeðsleg fýla sagði ég þá.
Þú spurðir líka oft hvort við vær-
um ekki vinkonur, við getum ekki
verið vinkonur afi sagði ég, þú ert
strákur og ég er stelpa. Ég á eftir
að sakna þín óendanlega mikið og
minningin um þig mun lifa með
mér og mínum lengi, lengi, lengi.
Þín,
Dagbjört Edda.
Það var fyrir rétt tæpum tutt-
ugu árum þegar ég kom inn í Han-
hólsfjölskylduna að ég kynntist
Dóra eiginmanni Lilju mágkonu
minnar. Ég var nú ekki viss um
hvað ég átti að halda um kappann
enda átti hann til hnyttin og
stundum kaldhæðin tilsvör og lá
ekki á róttækum skoðunum sínum
sem ekki fóru alltaf saman við
mínar. Eftir því sem árin liðu og
heimsóknir Dóra og Lilju urðu
fleiri tókust þó með okkur góð
kynni og voru Dóri og Lilja au-
fúsugestir að Hanhóli og dugleg
að sækja okkur heim.
Heimsóknir þeirra voru eins og
vorboðinn enda vildi Dóri ólmur
komast út í á eða vatn í Dalnum
með veiðistöng um leið og snjóa
tók að leysa en Lilja leitaði grasa
eða berja eða hlúði að fólkinu sínu
enda með einstaka nærveru og
umhyggjusöm og hafði gert
hjúkrun að ævistarfi sínu. Naut
Dóri þessara eiginleika konu sinn-
ar er degi tók að halla í lífi hans
núna á haustmánuðum. Það var
ætíð tilhlökkun að fá Dóra karlinn
í heimsókn enda með einstaka frá-
sagnargáfu og leiklistarhæfileika.
Sögurnar lifnuðu við og ósjaldan
fléttaðar með kímni eða háði og
oftar en ekki gullu við hlátursrok-
ur við gamla eldhúsborðið frá bú-
skap tengdaforeldra okkar beggja,
Þorsteinu og Hannibals á Hanhóli.
Lífið hafði þó ekki alltaf verið dans
á rósum því að þau hjón stóðu
frammi fyrir þeirri þungbæru
raun að jarða ungan son sinn á lífs-
leiðinni. Sú reynsla tengdi okkur
betur saman þegar við hjón stóð-
um frammi fyrir svipaðri raun
þegar við áttum okkar fyrsta barn.
Listin varð ferðafélagi Dóra í
gegnum lífið. Tómstundum varði
hann í leiklistinni og eftir að hann
hætti að vinna tók hann við að
mála myndir. Fáeinum dögum fyr-
ir andlátið sóttum við mæðgur þau
hjón heim. Dóri tók á móti manni í
málningargalla og linnti ekki lát-
um fyrr en ég hafði valið mynd eft-
ir hann enda sagðist hann aldrei
hafa verið jafnduglegur á ævinni
og þessar síðustu vikur og mánuði
er hann mundaði pensilinn til að
koma hugans myndum yfir á strig-
ann. Fyrir valinu varð falleg
mynd, sólskinsblettur á friðsælum
stað en bæði birta og kyrrð ein-
kenndi myndina og manninn sem
hafði málað hana. Hann sagði mér
við það tækifæri að hann væri sátt-
ur og þakklátur fyrir þann tíma
sem hann hafði fengið með konu
sinni og þeim mannvænlegu börn-
um sem hann hafði komið á legg
enda mátti hann vera stoltur af
hópnum sínum sem nú sér á eftir
föður og afa. Það stafar birtu á
mynd og minningu Halldórs Haf-
steinssonar. Fjölskyldan á Han-
hóli sendir innilegar samúðar- og
saknaðarkveðjur til Lilju og
barnanna. Hugurinn er hjá ykkur
á þessari stund.
Guðrún Stella
Gissurardóttir.
Hér stilltu guðir streng;
hann struku dægrin blíð;
þann óm til eyrna bar
mér árblær forðum tíð.
Ég nem hann ljósar nú
er nálgast rökkrið svalt.
Svo fer einn dag að flest
mun fullnað, næstum allt.
(Þorsteinn frá Hamri.)
Þessar ljóðlínur úr nýútkominni
ljóðabók Þorsteins frá Hamri
komu í hug minn þegar ég heyrði
andlátsfregn Halldórs Hafsteins-
sonar eða Dóra eins og við köll-
uðum hann.
Ég kynntist Dóra í gegnum
Lilju mágkonu mína og við upphaf
okkar kynna varð mér ljóst að þar
fór maður með sterkar skoðanir og
sem lét þær í ljósi óhikað.
Dóri var mikill snyrtipinni, bar
sig vel, hávaxinn og teinréttur.
Hann var gæddur góðum gáfum,
snjall að koma fyrir sig orði, víðles-
inn og stálminnugur á menn og
málefni. Hann var meðvitaður um
að „hann struku dægrin blíð“ í líf-
inu eins og segir í textanum því
honum auðnaðist að ganga lífsveg-
inn með umhyggjusamri og skiln-
ingsríkri eiginkonu og góðri fjöl-
skyldu. Hann gat einnig stundað
sín áhugamál t.d. að renna fyrir
fisk, taka þátt í leiksýningum, en á
því sviði hafði hann allmikla hæfi-
leika og að stunda grúsk og lestur
áhugaverðra bókmennta. Allt
þetta kunni hann að meta og lét
það í ljósi á sinn einstaka hátt.
Hann vissi líka að hverju
stefndi. „Svo fer einn dag að flest
mun fullnað, jafnvel allt“ og á loka-
metrum lífsins fór hann að skapa
listaverk, ótrúlega góð af leik-
manni að vera.
Ég upplifði Dóra sem mikla til-
finningaveru og ég veit að hann
var trúaður. Þetta birtast mér í
samtölum okkar á síðari árum ævi
hans.
Hér var ekki ætlunin að rekja
hans æviferil heldur aðeins þakka
honum samfylgdina í gegnum lið-
lega 40 ár.
Um leið og við Haukur kveðjum
Dóra með djúpri virðingu og þökk
biðjum við Lilju, börnunum þeirra
öllum og fjölskyldum þeirra svo og
öðrum syrgjendum blessunar.
Blessuð sé minning Halldórs
Hafsteinssonar.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Nú er Dóri vinur minn allur.
Mig langar til að minnast þessa
góða drengs með nokkrum orðum.
Aðrir verða til þess að rekja ævi-
feril hans og helstu afrek í lífinu en
mig langar til að dvelja við kynni
okkar um dagana og þá ekki síst á
æskuárunum. Faðir minn festi
kaup á kjallaraíbúð á Njálsgötu
110 og fluttist þangað ásamt börn-
um sínum þremur árið 1946 en þá
vorum við Dóri sjö ára peyjar.
Bakhlið hússins sneri að Skarp-
héðinsgötu og næsta gata var
Karlagata.
Þar átti Halldór heima hjá for-
eldrum sínum ásamt stórum
systkinahópi. Við Dóri kynntumst
fljótt og urðum umsvifalaust alda-
vinir. Við vorum jafnaldrar og allt-
af saman í öllum leikjum og
prakkarastrikum ásamt öðrum
tveimur, árinu yngri. Þeir voru
Ingvar, bróðir minn, og Sigurður
Þ. Guðmundsson. Við skiptumst í
tvö lið í bófahasar og skylmingum,
við Siggi á móti Dóra og Inga. Við
vorum engir pörupiltar en fyrir
kom að við héngum aftan í bílum
þegar snjór var á jörð eða lædd-
umst á glugga með blautan kork-
tappa og strukum við rúðuna
þannig að skerandi ískur kvað við.
Þá kom sér vel að vera fljótur að
forða sér þegar bálreiðir heimilis-
feður birtust í útidyrunum.
Á stórhátíðum, jólum eða pásk-
um, unnum við stórvirki. Eitt sinn
settum við upp teiknimyndasýn-
ingu fyrir smáfólkið í hverfinu í
bílskúrnum hjá Sigga og eina
páskana smíðuðum við bát úr
spýtum og segldúk sem við drösl-
uðum suður í Nauthólsvík til að
koma á flot.
Svo komu unglingsárin og hvor
gekk sinn veg, ég til langskóla-
náms
og Halldór til iðnnáms. En sam-
bandið hélst. 17 ára eignuðumst
við bræður jeppa og á honum fór-
um við, þessir fjórir félagar, í æv-
intýralegar ferðir; í Þórsmörk og
Landmannalaugar, yfir Kjalveg
og allt austur á Seyðisfjörð.
Nokkur sumur unnum við Dóri
saman. Eitt sinn á málningarverk-
stæðinu hjá Agli Vilhjálmssyni,
sem faðir Halldórs stóð fyrir.
Annað sumar réðum við okkur á
handfærabát saman en það stóð
stutt því að ekkert fiskaðist. Síð-
asta sumarvinnan okkar saman
var á Siglufirði í síldarverksmiðju.
Svo tóku fullorðinsárin við. Við
kvæntumst og eignuðumst börn
og buru. Fundunum fækkaði eins
og von var. Alltaf héldum við þó
sambandi þótt slitrótt yrði á köfl-
um. Halldór átti sínar erfiðu
stundir í lífinu en svo kynntist
hann henni Lilju sinni sem varð
honum sú stoð og stytta í lífinu
sem hann þurfti á að halda. Þau
settust að á Selfossi og störfuðu
þar, Lilja að hjúkrunarstörfum en
Halldór fyrst við bílamálun, síðar
við uppeldismál þeirra sem minna
mega sín.
Fáa hef ég þekkt sem höfðu
jafnmikinn áhuga á íslenskum
bókmenntum og Halldór. Hann
las ósköpin öll og hann skrifaði á
netið um íslenskt mál. Hann tók
þátt í leiklistarlífi á Selfossi. Ís-
lensk náttúra, bókmenntir og
tunga voru honum hugleikin að
ógleymdu veiðieðlinu. Marga góða
stund átti hann með stöngina sína
við veiðiá. Auk þess var hann lista-
maður. Síðustu mánuðina málaði
hann hverja myndina af annarri
sem sýndu hug hans til íslenskrar
náttúrufegurðar.
Ellert Birgir
Sigurbjörnsson.
Halldór Hafsteins
Hafsteinsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELSA ESTHER VALDIMARSDÓTTIR,
Langholtsvegi 122,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
miðvikudaginn 14. desember.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 22. desember kl. 13.00.
Gissur Bachmann Bjarnason, Ingigerður Guðmundsdóttir,
Dagbjört Jóna Bjarnadóttir, Magnús Halldórsson,
Sævar Örn Bjarnason, Anna Bjarnadóttir,
Valdimar Bjarnason, Gunnhildur Björk Jónasdóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTÍN PETRÍNA GUNNARSDÓTTIR,
Didda,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis í Ásgarði 5,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn
15. desember.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Helgi Björnsson,
Þóra Kristín Helgadóttir,
Alda K. Helgadóttir, Sigurður Ottósson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ELISE KRISTINE LARSEN,
fædd Jónsdóttir,
búsett í Ósló,
lést laugardaginn 10. desember.
Minningarathöfn verður á Hótel Loftleiðum
laugardaginn 17. desember kl. 14.00.
Jarðarförin fer fram frá Haslekirkju í Ósló miðvikudaginn
21. desember kl. 12.00.
John Birger Larsen,
Sissel Larsen,
Kristbjörg Jónsdóttir,
Paula Jónsdóttir,
Jón Jónsson
og fjölskyldur.