Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Afmæli Tengdafaðir minn, Pétur Sig- urðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, er átt- ræður á morgun. Hann á að baki merkan feril sem forystumaður í ís- lenskri verkalýðs- hreyfingu um hálfrar aldar skeið. Hann leiddi „síð- asta stóra verkfallið“ sem svo hefur verið nefnt, verkfallið á Vestfjörðum 1997 sem stóð í sjö vikur og lyktaði með svoköll- uðum „Vestfjarðasamningum“. En Pétur hefur einnig markað spor í íþróttahreyfinguna sem formaður knattspyrnufélagsins Vestra í tvo áratugi. Pétur er af alþýðufólki kom- inn og íslenskri alþýðu hefur Pétur Sigurðsson hann helgað starfs- krafta sína alla ævi. Hann fæddist á Ísafirði 18. des- ember 1931, sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar vél- stjóra og Gróu Bjarneyjar Salóm- onsdóttur verka- konu. Ungur kynntist Pétur kjörum og hlutskipti verkafólks. Um ferm- ingaraldur hófust kynni hans af sjómennsku. Hann byrjaði sem hjálparkokkur á síldarbáti og stundaði síðar sjómennsku á vélbátum og togurum meðfram vélstjórnarnámi. Hann vann í Vélsmiðjunni Þór á Ísafirði og lærði þar vélvirkjun. Starfaði síðar hjá Rafmagnsveitum rík- isins á Vestfjörðum sem línu- maður og vélstjóri til 1970 og leysti þá af á sumrin stöðv- arstjórana við virkjunina í Mjólká í Arnarfirði. Pétur lék í marki með Knatt- spyrnufélaginu Vestra á Ísa- firði og einnig með úrvalsliði ÍBÍ. Hann varð formaður í Vestra aðeins 23 ára gamall og stýrði félaginu frá 1954-1977. Sérstaklega lét hann sér annt um öflugt uppbyggingarstarf við yngri flokka félagsins. Ásamt Fylki Ágústssyni byggði Pétur upp sunddeild Vestra, sem síðar varð sérstakt sund- félag og heldur nafni Vestra á lofti enn þann dag í dag. Þá hefur hann verið þátttakandi í hinu árlega Stóra púkamóti á Ísafirði frá upphafi þess árið 2005 og er fyrsti og eini „at- vinnumaður“ mótsins. Athygli vakti á fyrsta mótinu þegar Pétur, þá 74ra ára gamall, sveif milli markstanga og varði víta- skot sem margir ungir mark- verðir hefðu verið fullhertir af. Átti hann eftir að leika þá list oftar svo eftir var tekið. Pétur hafði afskipti af stjórn- málum um tíma og var vara- þingmaður Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1991-1995. Meginþunginn í ævistarfi Pét- urs hefur verið helgaður barátt- unni fyrir bættum kjörum verkafólks. Hann hóf snemma afskipti af íslenskri launþega- baráttu og hefur sett mark sitt á sögu verkalýðshreyfingarinn- ar og þróun kjarasamninga. Hann var kjörinn forseti Al- þýðusambands Vestfjarða 1970 og gegndi því starfi óslitið þar til Verkalýðsfélag Vestfirðinga var stofnað árið 2002 og leysti af hólmi hlutverk ASV. Pétur var formaður VerkVest frá stofnun og leiddi það fyrstu fimm árin, til 2007. Vorið 1997 urðu hörðustu verkfallsátök sem almenn verkalýðsfélög hafa háð á síð- ustu árum, þegar 800 fé- lagsmenn sjö verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands Vest- fjarða (ASV) fóru í sjö vikna langt verkfall. Pétur Sigurðsson var á þess- um tíma forseti ASV og for- maður stærsta félagsins innan sambandsins, Verkalýðsfélags- ins Baldurs á Ísafirði. Pétur stóð í stafni þeirra sem sættu sig ekki við að taxtar verka- lýðsfélaganna drægjust aftur úr launaþróun í landinu. Með stór- an hóp karla og kvenna starf- andi í fiskvinnslu og fleiri greinum að baki sér, steig Pét- ur ölduna í ólgusjó verkfalls- átaka. Órofa samstaða verka- fólks í félögunum sjö á Vestfjörðum vakti mikla athygli og samúð launafólks um allt land. Krafa Vestfirðinga var að lágmarkslaun miðuðust við framfærslu: 100 þúsund krónur á mánuði. Dagsbrún og Verka- mannasambandið höfðu þá sam- ið um 70 þúsund krónur en Vestfirðingar höfnuðu þeim samningi. „Topparnir treysta sér ekki í meira,“ sagði Pétur af því tilefni í blaðaviðtali og átti þar við verkalýðsforystu stóru félaganna fyrir sunnan. „Það er ábyggilegt að verkafólk hefur ekki verið spurt að þessu.“ Pétur blés til sóknar. „Í Karphúsinu skrifuðu menn und- ir ekki neitt, samninga sem hafa ekkert innihald,“ sagði hann er hann brýndi sitt fólk. „Við höfum lítinn stuðning, en eins og allir aðrir, þá verðum við að treysta á sjálfa okkur.“ Verkfallið skall á þann 21. apríl 1997 og nú fóru í hönd hörð verkfallsátök með líkam- legum ryskingum og harðorð- um yfirlýsingum á báða bóga. Þeim lauk sjö vikum síðar með umtalsvert betri samningi en þeim sem stóru félögin höfðu sætt sig við, svo til einhvers var unnið. „Menn hafa sýnt og sannað að hér er samtakamátt- ur hjá fólki, sem getur gert hvað sem er,“ sagði vestfirski verkalýðsforinginn þegar átök- in voru yfirstaðin. Pétur er nú sestur í helgan stein eftir langa og farsæla starfsævi. Hann er kvæntur Hjördísi Hjartardóttur, fv. deildarstjóra hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Þau hjónin eru búsett á Ísafirði og sinna nú hugðarefnum sínum, bóklestri, ferðalögum, garðrækt og stór- fjölskyldu. Þau hafa ævinlega verið börnum sínum og barna- börnum öruggt skjól og fyr- irmynd, ástrík og umhyggju- söm. Ég vil á þessum tímamótum þakka fyrir áratug- ina þrjá sem ég hef verið tengdadóttir þeirra hjóna um leið og ég árna þeim báðum allra heilla og blessunar. Ólína Þorvarðardóttir. ✝ Guðný ÞuríðurPétursdóttir, alltaf kölluð Þurý, fæddist í Vatnshlíð í Austur- Húnavatnssýslu 26. maí 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki 4. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Bisk- upstungum og Pétur Guð- mundsson bóndi í Vatnshlíð. Þurý átti eina systur, Kristínu, f. 9. maí 1913, d. 25. október 2001. Eiginmaður Þurýjar var Stef- án Sigurðsson skipstjóri, f. 19. mars 1920, d. 24. okt. 1966. Dætur þeirra 1) Anna Sjöfn, f. 24. júlí 1949, eiginmaður Páll A. Pálsson, f. 1946, börn Harpa, f. 1977, og Arna, f. 1980. 2) Herdís, f. 10. mars 1951, d. 8. nóv. 1999, eftirlif- andi eiginmaður Þór Sigurðsson, f. 1949, börn Stefán, f. 1974, Sig- urður, f. 1978, og Þórdís, f. 1989. Útför Þurýjar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 17. desember 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum með þér. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Blessuð sé minning þín. Harpa og Arna. Þurý móðursystir mín var óvenju glæsileg kona, björt yf- irlitum, snaggaraleg og létt í spori, brosmild og oftast kát. Hún hafði unun af tónlist, söng fram til síðasta dags og þeir eru ófáir kórarnir sem hún lagði lið sitt á lífsleiðinni. Skal engan undra að þegar hún kvaddi þennan heim var hún á leið á tónleika hjá Kirkjukór Sauðár- krókskirkju. Þurý, og eldri systir hennar, Kristín, ólust upp hjá foreldrum sínum þeim Herdísi Grímsdótt- ur og Pétri Guðmundssyni í Vatnshlíð á Vatnsskarði. Frá bernskuheimilinu kom systrun- um báðum tónlistargáfan. Ung giftist Þurý Stefáni Sigurðssyni, greindum og stórskemmtilegum sjómanni. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Hólavegi 2 á Sauðárkróki. Þar ólu þau upp dæturnar tvær, Önnu Sjöfn og Herdísi. Stefán lést langt um aldur fram eftir harða baráttu við krabbamein. Og mörgum ár- um síðar lést Herdís dóttir þeirra hjóna úr hvítblæði. Þurý var lengi styrkur að nábýlinu við foreldra sína sem brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Pétur Ólafsson bróðir minn sleit barnsskónum hjá afa og ömmu á Sauðárkróki og naut góðsemi móðursystur sinnar. Mér eru minnisstæðar sum- arheimsóknir okkar mömmu á Krókinn þegar ég var barn. Aldrei gleymist bragðið af ýs- unni sem Stebbi hafði veitt og Þurý eldað eins og henni einni var lagið. Í stofunni hjá Þurý gripu þær systur gjarnan gít- arana og sungu af hjartans list, fyrst gömlu lögin sem þær spiluðu á böllunum í sveitinni forðum daga og svo hin sem voru nýmóðins. Tónlistin var í hávegum höfð á þessum skag- firsku heimilum, Sævarstíg og Hólavegi, og hafa afkomendurn- ir svo sannarlega notið góðs af tónlistaruppeldinu og sumir spjarað sig vel á þeim vett- vangi. Þurý var harðdugleg og ósér- hlífin kona. Hún lagði sig alla fram við garðrækt og gerði þá ekki upp á milli skrautblóma og garðávaxta í garðinum sínum heldur sinnti öllu af sömu natni og virðingu. Híbýli hennar, bíll- inn og allt næsta nágrenni báru vott um einstaka smekkvísi. Lengst af vann hún við þjón- ustustörf á veitingahúsum og hjá Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. Þau störf áttu vel við hana. Hún naut sín vel í marg- menni. Þurý var heimakær en færi hún af bæ lá leiðin oftast til Akureyrar þar sem dætur hennar bjuggu með fjölskyldum sínum. Hjá fólkinu sínu leið henni vel. Blessuð sé minning Þuríðar Pétursdóttur. Margrét Björgvinsdóttir. Kveðja frá Kirkjukór Sauðárkrókskirkju Þá er komið að kveðjustund. Í dag syngjum við í síðasta sinn fyrir Þurý, heiðursfélaga Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju. Hún stóð á pöllunum hjá okkur í tugi ára. Það voru fáir sem mættu eins vel á æfingar og at- hafnir, já og ferðalög, bæði æf- ingaferðir og messuheimsóknir, það var hægt að treysta því að Þurý mætti. Félagsskapurinn og söngurinn var henni líka allt. Það voru ekki margir sálmar sem hún kunni ekki bæði milli- röddina og textann. Hún hélt starfsorkunni lengi og var komin fast að áttræðu þegar hún þurfti að hætta að vinna og var bara alls ekki sátt við það, fannst hún hafa nóg þrek. Þetta þrek notaði hún í félagsstörfin og í kórana sína, kirkjukórinn og kór eldriborg- ara hér í Skagafirði. Fyrir þremur árum varð hún fyrir því óláni að detta og lærbrotna. Þá varð mikil breyting á lífinu, hún átti erfiðara með að komast um, gat ekki lengur búið heima og varð að hætta í kórunum. Tryggð hennar við kirkjukórinn var samt takmarkalaus og hún naut þess þegar við komum á Dvalarheimili aldraðra og sung- um bæði við athafnir og héldum tónleika. Hún mætti alltaf og tók undir með okkur. Sunnu- daginn 4. desember var hún að undirbúa sig til að koma á að- ventutónleika kirkjukórsins, lagði sig til að vera vel upplögð en hennar tími var kominn og hún vaknaði ekki aftur. En við vorum sammála um það fé- lagarnir að hún hafi verið með okkur í anda þennan eftirmið- dag. Við þökkum Þurý samfylgd- ina öll árin hennar í kórnum og biðjum Guð að geyma hana. Eins vottum við aðstandend- um hennar samúð okkar. Fyrir hönd Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju, Guðbjörg Árnadóttir formaður. Guðný Þuríður Pétursdóttir Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS JÓSEFSSONAR flugvirkja, Markarflöt 10, Garðabæ. Kærar kveðjur og þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Kristín Gísladóttir, Brynja Hrönn Jónsdóttir, Hildur Edda Jónsdóttir, Bragi Smith, Sverrir Már Jónsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Helgi Hrannar og Brynjar Orri, Anna Guðrún Jósefsdóttir, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir. ✝ Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, GRÉTARS GUÐJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 4 B Hrafnistu Hafnarfirði sem sinnti honum af alúð og hlýju. Guðjón Grétarsson, Gauti Grétarsson, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Sigrún María B. Guðjónsdóttir, Hildur B. Guðjónsdóttir, Robert J. Riley, Arnold B. Cruz, Erin Y. Cruz, Aron Gauti Gautason, Krisina Nilssen, Tinna Laxdal Gautadóttir, Hjalti Friðriksson, Daði Laxdal Gautason og langafabörn. ✝ Með ríku þakklæti sendum við kærar kveðjur öllum þeim sem við andlát og útför INGIBJARGAR ÞÓRUNNAR RAFNAR hæstaréttarlögmanns heiðruðu minningu hennar með margvíslegu móti og auðsýndu okkur samúð og vináttu. Þorsteinn Pálsson, Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Skúli Fr. Malmquist, Páll Rafnar Þorsteinsson, Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, Höskuldur D. Magnússon, Halldóra Rafnar, Baldvin Tryggvason, Ásdís Rafnar, Jón B. Stefánsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar og krabbameinsdeilda Landspítalans. Dóra Thorsteinsson, Matthías Sigurðsson, Hildur Sigurðardóttir, Hjördís Smith, Ólafur Sigurðsson, Sverrir Ólafsson, Hulda Stefánsdóttir, Björk Ólafsdóttir, Hörður Már Gylfason, Geir Thorsteinsson, Halldóra Æsa Aradóttir, Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐJÓNS TÓMASSONAR, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Sigríður Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón Axel Guðjónsson, Kristín Laufey Guðjónsdóttir, Kristmann Óskarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.