Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Jólasveinar? Spurningar vakna um hvað þessir ágætu sveinar séu að bauka uppi á þaki og það svona nálægt skorsteininum. Golli Hver var af- staða Íslendinga til upptöku kvóta- og veiðileyfakerf- is árið 1984 eða til aðildar að Evr- ópska efnahags- svæðinu árið 1994? Vildu ís- lenskir kjósendur kosta til Fljóts- dalsvirkunar í þeim tilgangi að stóriðja gæti risið á Austfjörðum í lok síðasta árþúsunds? Hver var afstaða Íslendinga til einkavæðingar bankanna svo og þeirrar hugmyndar að fjármálastarfsemi yrði ein helsta uppspretta þjóð- artekna við upphaf nýrrar aldar? Var það vilji þjóð- arinnar að auka skuldir rík- isins um tugi hundraðshluta í því skyni að bjarga fjár- mála- og tryggingafyr- irtækjum landsins eftir bankahrunið á haustdögum árið 2008? Svarið við öllum þessum spurningum er hið sama: Við vitum ekki hver afstaða þjóðarinnar var því hún kom aldrei fram. Undanfari þessara ákvarðana, sem hafði áhrif á líf okkar allra, var hvorki umræða á vettvangi stjórn- málaflokka, almenn þjóð- málaumræða eða kosninga- barátta og kosningaúrslit. Um þessi mál var tekin ákvörðun af þröngum hópi manna, líklega ráðherra og hagsmunaaðila, sem að því loknu var lögð fram fyrir Alþingi til afgreiðslu án þess að ætlunin væri að þar færi fram raunveruleg umræða eða ákvörðunartaka. Nýrðið „ráðherraræði“, sem oft er vísað til sem samnefnara stjórnskipulegrar kreppu Ís- lendinga, virðist þannig eiga betur við allar fram- angreindar ákvarðanir en hugtakið lýðræði. Í Stjórn- skipun Íslands segir Ólafur Jóhannesson: Íslenzk stjórn- skipun er lýðræðisleg. Allir þegnar þjóðfélagsins, er full- nægja tilteknum almennum skilyrðum kjósa æðstu vald- hafana, þ.e. þá, sem fara með löggjafarvaldið og æðsta framkvæmdavaldið (forseta). Kosningar eru leynilegar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á gerðum sínum og er undir eftirliti af hálfu þjóðfulltrúasamkomunnar, Alþingis. Handhöfum fram- kvæmdavalds ber í hvívetna að fara að lögum og eru bundnir af þeim. Þegnarnir hafa rétt til að láta í ljós skoðun sína og þeim eru í stjórnarskránni tryggð til- tekin réttindi. Dómstólarnir eru sjálfstæðir og eiga ein- ungis að dæma eftir lög- unum, en eru ekki bundnir við nein fyrirmæli af hálfu framkvæmdavaldshafa. Allt eru þetta óræk lýðræð- iseinkenni. (Útgf. 1978, bls. 96.) Ekki er annað hægt en að taka undir með Ólafi um að tilgreind atriði séu „óræk lýðræðiseinkenni, a.m.k. að því gefnu að fulltrúalýðræði sé grundvöllur lýðræðislegra stjórnarhátta. Því miður eru lýðræðisleg einkenni laga- lega gildandi stjórnskipunar ekki sönnun þess að lýðræð- ið standi undir nafni. Nú þegar hafist hefur verið handa við heildarend- urskoðun stjórnarskrár lýð- veldisins er brýnt að fara yfir reynslu Íslendinga af stjórnarháttum sínum síðustu áratugi, þ.á.m. fulltrúalýðræðinu. Í núgildandi stjórnarskrá er með ýmsum hætti litið á þjóðar- atkvæðagreiðslur sem aðhalds- og öryggistæki gagn- vart stofnunum ríkisins, einkum Alþingi sem aðal handhafa löggjafarvalds. Ekki síst er lýðræðislega kjörnum forseta ætlað það hlutverk að vísa málum til þjóðarinnar ef hann telur ástæðu til þess. Í hug- myndum stjórnlaganefndar (sbr. skýrslu stjórnlaga- nefndar útg. 2011) kemur fram sama meginhugmynd til þjóðaratkvæðagreiðslna þótt þar séu lagðar til víð- tækar heimildir í þessu efni. Þannig má leiða að því lík- um að stjórnlaganefnd hafi talið að víðtækari heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna gætu leitt til aukinnar ábyrgðar stjórnmálamanna gagnvart kjósendum, lagt grundvöll að lýðræðislegri umræðu og e.t.v. meiri sátt um meiriháttar ákvarðanir. Í tillögum stjórnlagaráðs er hins vegar gengið lengra, raunar svo langt að spyrja má hvort þjóðaratkvæða- greiðslum (svokölluðu beinu lýðræði) sé ætlað að leysa núverandi fulltrúalýðræði af hólmi að einhverju leyti? Tillögur stjórnlagaráðs gera hins vegar einnig ráð fyrir gerbreyttri kosninga- og kjördæmaskipan, breyt- ingum á myndun og störfum ríkisstjórnar og samspili rík- isstjórnar þings. Þjóð- aratkvæðagreiðslur eru ekki töfralausn á lýðræðislegri slagsíðu. Raunar má leiða að því líkur að þjóðaratkvæða- greiðslur geti verið ein af birtingarmyndum harð- stjórnar ef ákveðnar for- sendur skortir. Tillögur stjórnlagaráðs eru óneit- anlega til marks um von- brigði um hvernig tekist hefur til með framkvæmd ís- lensks lýðræðis eftir stofnun lýðveldisins. Þessi vonbrigði ber að mínu mati að taka al- varlega. Eftir stendur hins vegar spurningin hvort sú stjórnskipun sem stjórnlag- aráð leggur til muni, í heild sinni, hvetja til eða tryggja lýðræðislega stjórnarhætti. Sú spurning þarfnast ekki aðeins yfirvegaðrar og sér- fræðilegrar úrlausnar held- ur einnig lýðræðislegrar málsmeðferðar. Að öðrum kosti er hætti við því að ný stjórnarskrá bætist við í flokk þeirra mála sem af- greidd hafa verið með lýð- ræðislegri slagsíðu. Eftir Ágúst Þór Árnason »Eftir stendur hins vegar spurningin hvort sú stjórnskipun sem stjórnlagaráð legg- ur til muni, í heild sinni, hvetja til eða tryggja lýðræð- islega stjórnar- hætti. Ágúst Þór Árnason Höfundur er brautarstjóri lagadeildar Háskólans á Akureyri. Hvers konar lýðræði? Þann 2. júní 2010 kvað dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur upp ellefu samhljóða úrskurði um lok- un réttarhalda í svonefndu Catal- inu-máli, en sak- borningar voru allir ákærðir fyr- ir kaup á vændi. Þetta var í fyrsta sinn sem reyndi á nýja löggjöf, að sænskri fyrirmynd, um bann við kaupum á vændi en sú lög- gjöf er í samræmi við aukna þekkingu á orsökum og afleið- ingum vændis. Meginregla í íslensku sakamálaréttarfari er að þinghöld skuli haldin í heyranda hljóði, líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá. Dóm- ara er hins vegar fengin heim- ild til að loka réttarhöldum „til að gæta velsæmis, allsherj- arreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.“ Ákvörðun sína rökstuddi dóm- arinn við Héraðsdóm Reykja- víkur með vísan til velsæmis og til þess að vernda þyrfti sakborningana og aðstand- endur þeirra. Hvorki fylgdi frekari útlistun á velsæm- ishugtakinu né útskýring á hvers vegna sakborningar í þessum málum þyrftu vernd- ar við umfram aðra sakborn- inga. Rétt er að taka fram að í kynferðisbrotamálum eru réttarhöld öllu jafna lokuð. Er það réttlætanlegt til verndar brotaþola, enda búum við því miður í samfélagi þar sem ábyrgð á kynferðisofbeldi er enn að hluta til varpað á þann sem fyrir ofbeldinu verður, fremur en einvörðungu þann sem beitir því, líkt og rétt væri. Þótt staða þolenda í vændismálum sé lagalega ólík stöðu brotaþola í öðrum kyn- ferðisbrotum hefði getað komið til álita að loka vitna- leiðslum yfir vændiskon- unum sem um ræddi þeim til verndar. Það sjónarmið var hins vegar fyr- irferðarlítið í ákvörðun dóm- arans. Blaðamaður, en ekki blaðamaður Samkvæmt sakamálalögum getur sá sem sættir sig ekki við ákvörðun dómara um lok- að þinghald krafist þess að kveðinn verði upp úrskurður um lokunina, sem síðan er kæranlegur til Hæstaréttar. Ekki er nánar tilgreint hverjir geti krafist þess að slíkur úr- skurður sé upp kveðinn en í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að úrræðið geti ekki aðeins nýst brotaþola heldur einnig öðrum. Frétta- menn eru nefndir þar í dæma- skyni, með vísan í dóm Hæsta- réttar frá árinu 2000 þar sem fréttamaðurinn Þór Jónsson fór fram á opnun réttarhalds yfir manni sem var ákærður fyrir nauðgun og morð. Hæstiréttur tók málið fyrir en staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um lokuð þing- höld. Með vísan í ofangreint kærði sú sem þetta ritar ákvörðun héraðsdómarans til Hæstaréttar og gerði það sem blaðamaður, talskona Fem- ínistafélags Íslands og al- mennur borgari. Var í grein- argerð með kærunni m.a. vísað til þess markmiðs lag- anna um vændi að sporna gegn eftirspurn og bent á að „óþægindi einstaklings“ gætu ekki vegið þyngra en sjón- armið um að treysta réttarör- yggi aðila, styrkja tiltrú al- mennings á réttarkerfinu og veita dómurum aðhald í störf- um sínum. Þriggja manna dómur Hæstaréttar klofnaði í afstöðu sinni til málsins en meirihlutinn ákvað að vísa málinu frá á þeirri forsendu að kærandi hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Í nið- urstöðu meirihluta Hæsta- réttar er hvergi rökstutt hvers vegna ég, sem þá hafði haft blaðamennsku að aðalstarfi í sex ár, hlaut aðra meðferð en kollegi minn tíu árum fyrr. Af sératkvæði minnihluta rétt- arins má draga þá ályktun að það hafi m.a. verið vegna þess að í greinargerð með kærunni var ekki vísað til sérstaks fjöl- miðils. Það er ótrúlegt – og al- farið á skjön við veruleikann í íslenskri blaðamannastétt þar sem fjöldi fólks starfar sem lausapennar – að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið sér það vald að ákveða að blaðamenn teljist aðeins blaðamenn fyrir réttinum að þeir starfi fyrir ákveðinn miðil. Minnihluti Hæstaréttar var á annarri skoðun hvað þetta varðar og taldi jafnframt rétt að taka málið fyrir á grund- velli þess að það var sett fram í nafni Femínistafélags Ís- lands en félagið hafði allt frá stofnun árið 2003 barist fyrir því að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Í stuttu máli er hin þrönga túlkun meirihluta Hæsta- réttar á annars víðu laga- ákvæði sakamálalaganna afar illa rökstudd. Vernd fyrir hverja? Nú bregður svo við, rúmu ári eftir ákvörðun um hin lok- uðu réttarhöld yfir vænd- iskaupendunum, að beiðni lög- manns konu sem ákærð er fyrir að hafa banað nýfæddu barni sínu er synjað. Í rök- stuðningi dómara Héraðs- dóms Reykjavíkur segir m.a: „Það þurfa að vera ríkar ástæður til þess að víkja frá meginreglunni um að þing- höld í sakamálum séu opin. Nær öllum sakborningum er það erfitt, og sumum mikil raun, að sitja í þinghaldi þar sem fjallað er um ákærur á hendur þeim.“ Ekki nóg um að þessi úrskurður sé kveðinn upp af sama dómstóli og lok- aði réttarhöldum í málefnum vændiskaupendanna, heldur einnig af sama dómara. Í stað- festingu á úrskurðinum vísar Hæstiréttur til þess að þar sem lokun réttarhalda sé und- antekning frá meginreglu þá skuli skýra ákvæðið þröngt! Þessi ólíka málsmeðferð hlýt- ur að vekja upp spurningar. Hvaða sjónarmið ráða för? Hagsmuni hverra vilja dóm- stólar vernda? Að lokum set ég í auðmýkt fram örlitla hvatningu til þeirra sem þetta lesa og kunna að vera á öndverðum meiði að gera formið ekki að aðalatriði heldur innihaldið. Sanngjörn gagnrýni og samtal getur aldrei verið af hinu illa. Eftir Höllu Gunnarsdóttur » Það er ótrúlegt… að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið sér það vald að ákveða að blaða- menn teljist aðeins blaðamenn fyrir réttinum að þeir starfi fyrir ákveð- inn miðil.Halla Gunnarsdóttir Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Opin og lokuð þinghöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.