Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er það aðvísu ekkisvo að
hægt sé að full-
yrða með öruggri
vissu að loforð
sem Jóhanna Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra og Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra
gáfu Alþýðusambandi Íslands
og Samtökum atvinnulífsins í
vikunni verði svikið. Hitt er
annað mál að engum dettur í
hug að taka því loforði með
þeim hætti sem loforðum al-
mennt er tekið, það er að
segja að þeir sem það veita
hafi fullan hug á að halda það.
Í bréfi sem þau Jóhanna og
Steingrímur sendu þessum
tveimur samtökum segir að
þau heiti því að taka tillit til
greiðslu lífeyrissjóðanna á
sérstökum vaxtaniður-
greiðslum þegar ákvarðanir
verði teknar um jöfnun lífeyr-
isréttinda.
Allt of mörg dæmi eru um
svikin loforð þessarar rík-
isstjórnar til að orð af þessu
tagi hafi nokkra merkingu.
Snemma á ferli sínum gabbaði
ríkisstjórnin þessa sömu aðila
til að taka þátt í stöðugleika-
sáttmála, en svo fór að svik-
semi ríkisstjórnarinnar við
sáttmálann varð til þess að
bæði ASÍ og SA neyddust til
að segja sig frá honum.
Ríkisstjórnin lofaði einnig
að vinna að sátt í sjávarútvegi
og í trausti þess að eitthvað
væri að marka loforðið var
unnið að sátt og út
úr miklu nefnd-
arstarfi kom sam-
eiginlegt álit þar
sem allir höfðu
gert sitt ýtrasta til
að sátt gæti náðst.
Ríkisstjórnin
gerði ekkert með þá sátt og
ákvað að fara allt aðra leið og
hefur allar götur síðan haldið
þessum undirstöðuatvinnu-
vegi í fullkominni óvissu um
framtíðina.
Ennfremur má nefna að
Samtök atvinnulífsins og Al-
þýðusamband Íslands töldu
sig hafa loforð ríkisstjórn-
arinnar um tiltekna hækkun
bóta, en eins og nýlega hefur
komið fram fór eins fyrir því
loforði og mörgum öðrum.
Velferðarráðherra gaf þá
skýringu að menn yrðu að
ganga betur frá orðalagi
samninga og augljóst var að
ríkisstjórnin taldi klækja-
brögð í orðalagi sleppa henni
frá því að standa við þetta lof-
orð sitt. Bætur voru því ekki
hækkaðar eins og um hafði
verið samið.
Og nú hafa forystumenn
ríkisstjórnarinnar sem sagt
eina ferðina enn gefið þessum
sömu aðilum loforð. Og þetta
loforð er ofan á allt annað með
afar óskýru og óljósu orða-
lagi. Dettur einhverjum í hug
að ætlunin sé að standa við
þetta loforð? Og dettur for-
sætisráðherra og fjár-
málaráðherra í hug að einhver
telji að sú sé í raun ætlunin?
Hversu oft halda
ráðamenn
þjóðarinnar að
þeir geti gengið
á bak orða sinna?}
Loforð forsætisráðherra
og fjármálaráðherra
Allt frá því at-kvæði voru
greidd um ákærur
Alþingis á hendur
fyrrverandi ráð-
herrum hefur ver-
ið augljóst að um
pólitísk réttarhöld yrði að
ræða. Nokkrir þingmenn
Samfylkingarinnar tryggðu
að þetta færi ekki á milli
mála þegar þeir höguðu at-
kvæðum sínum þannig að ein-
ungis ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins en ekki
Samfylkingarinnar yrði
ákærður.
Fyrir þá sem voru þrátt
fyrir þetta í vafa og trúðu því
enn að eðlileg sjónarmið rétt-
arríkisins hefðu haft eitthvað
með ákæruna að gera hafa nú
fengið staðfestingu á hverrar
gerðar ákæran er.
Þegar fram kemur einföld
tillaga um að hætta mála-
rekstrinum gegn fyrrverandi
forsætisráðherra
ætlar allt vitlaust
að verða á Al-
þingi. Forystu-
menn ríkisstjórn-
arinnar ólmast við
að koma í veg fyr-
ir að málið fái efnislega með-
ferð og þeir ásamt áköfustu
talsmönnum sínum telja að
ríkisstjórnarsamstarfinu eða
jafnvel flokkum þeirra kunni
að stafa ógn af því ef málið
fæst afgreitt.
Stóryrðin eru ekki spöruð
og ekki heldur rangfærsl-
urnar. Forsætisráðherra
heldur því fram að málið hafi
verið dómtekið þegar svo er
ekki og til viðbótar er þeirri
fjarstæðu haldið fram að Al-
þingi hafi ekki heimild til að
hætta málarekstrinum.
Hvaðan kemur sú heift sem
fær menn til að leggja allt í
sölurnar svo draga megi póli-
tískan andstæðing fyrir dóm?
Viðbrögð ýmissa
stjórnarliða stað-
festa að réttar-
höldin eru pólitísk}
Pólitísk réttarhöld afhjúpuð
N
etið er orðið stór hluti af lífi okk-
ar allra og líklega stærri en
mann grunar eða telur að heil-
brigt sé. Nú eru rúm tíu ár liðin
frá því að Napster-forritið leit
dagsins ljós og gerbylti neyslu og hlutverki
tónlistar í okkar samfélagi. Helstu neyt-
endahópar gátu nú nálgast efnið án þess að
þurfa að borga fyrir það með tilheyrandi tekju-
tapi fyrir framleiðendur og útgefendur. Með
bættum nettengingum og auknum hraða fylgdi
framleitt kvikmynda- og sjónvarpsefni sömu
leið.
Reglulega hafa borist fregnir af því að tón-
listariðnaðurinn hafi beðið mikinn skaða af og
að tekjur tónlistarmanna berist þeim ekki.
Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað með
miklum harmkvælum er þó athyglisvert að hugsa til að á
þessum tíu árum sem liðin eru hefur fjölbreytni í grein-
inni aukist gríðarlega og erfitt væri að halda því fram að
tónlistin sjálf liði fyrir þróunina. Í raun er það mín skoðun
að tónlist lifi góðu lífi þótt innviðir greinarinnar hafi
breyst og segja megi að búið sé að skera mikið af óþarfri
og bragðvondri fitu sem fylgdi iðnaðinum. Sérstaklega er
það athyglisvert að sókn íslenskra tónlistarmanna á er-
lenda markaði hafi haldist í hendur við þessa þróun. Ef
dreifing og miðlun tónlistar hefði haldist í heljargreipum
alþjóðlegra fyrirtækjasamsteypna er ólíklegt að margir
af okkar áhugaverðustu tónlistarmönnum hefðu náð eyr-
um fólks fyrir utan landsteinana. Netið hefur snúið tón-
listariðnaðinum á hvolf sem snýst nú um sköp-
un og hugmyndavinnu í stað sambanda og
einokunarstöðu. Í raun er það eina sem ég sé
dapurlegt við meint hrun tónlistariðnaðarins
það bragð sem iðnaðurinn hefur gripið til í við-
leitni sinni til að bjarga sér frá falli, en það er
að halda risavaxnar karókí-keppnir þar sem
góðum lögum er ósjaldan misþyrmt þótt yf-
irleitt sé engin þörf á að túlka þau upp á nýtt.
Hér á landi hafa hagsmunasamtök tónlistar-
manna gripið til þess ráðs að fá greitt gjald af
brennanlegum geisladiskum sem hefur runnið
til útvalinna tónlistarmanna til að bæta þeim
tekjutapið. Þó er mér til mikils efs að þeir sem
hafa tekið við þessum bótum hafi í raun orðið
fyrir miklu tekjutapi, þar sem það eru jú ung-
lingar sem brenna diska og ég efast um að þeir séu að
brenna diska miðaldra íslenskra tónlistarmanna. Nú eru
náttúrlega allir hættir að brenna diska og því er dæmið í
raun úrelt en það sýnir þá hugsun sem hefur verið
ríkjandi við þessi umskipti. En nú eru blikur á lofti þar
sem bandarísk stórfyrirtæki nota nú arðinn af karókíinu
til að reyna að koma löggjöf í gegnum þingið vestra sem á
að snúa þessari þróun við. Lögunum sem heita SOPA
(Stop Online Piracy Act) er ætlað að vernda hugverka-
smíð og stöðva tekjutap í tónlistar- og kvikmyndaiðn-
aðnum. Þó hefur verið bent á að þau muni veita stjórn-
völdum og fyrirtækjum tækifæri til að ritskoða netið og
séu mikil ógn við fyrirbærið eins og við þekkjum það sem
er ekki lítið mál þó að lítið hafi verið um það fjallað.
Hallur Már
Pistill
Hver græðir á að ritskoða netið?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
S
ú ákvörðun þings Evr-
ópusambandsins á mið-
vikudag að neita að
framlengja fiskveiði-
samning við Marokkó
vegna miðanna við hernámssvæðið
Vestur-Sahara skiptir miklu máli
fyrir sjávarútveg í sambandinu.
Liðlega hundrað skip, með um 74%
af veiðigetu sambandsins, mælt í
tonnatölu, hafa veitt á umræddum
miðum en nú hafa bálreiðir Mar-
okkómenn vísað þeim á brott. Ljóst
er að tugir togara verða í kjölfarið
bundnir við bryggju á Spáni.
Framkvæmdastjórn ESB vildi
framlengja samning sem frá 2006
hefur gefið Marokkó sem svarar
um 5,7 milljörðum króna í aðra
hönd árlega. En þingið benti á
traustar upplýsingar um að stunduð
væri ofveiði á svæðinu, auk þess
sem ekki væri sannað að tekjurnar
af samningnum kæmu íbúum V-
Sahara að gagni. Þeir hefðu aldrei
fengið tækifæri til að leggja blessun
sína yfir samninginn, ekki verið
spurðir ráða.
ESB-þingið vill enn fremur að
fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, sem
fylgjast með vopnahléi milli Mar-
okkós og útlagastjórnar frelsis-
samtakanna Polisario, fylgist með
því hvort mannréttindi séu brotin á
innfæddum íbúum. Þeir kvarta und-
an því að innfluttir Marokkómenn
njóti forgangs, mikil fjárfesting á
svæðinu gagnist lítið innfæddum.
Engin þjóð hefur formlega við-
urkennt yfirráð Marokkó í V-
Sahara og Sameinuðu þjóðirnar
hafa yfir 100 sinnum fordæmt her-
námið. Mannréttindavaktin og Am-
nesty International hafa sakað her-
námsstjórnina um pyntingar og
önnur gróf mannréttindabrot.
Sigur fyrir V-Saharamenn
og frelsisbaráttu þeirra
Samþykkt þingsins í Strass-
borg á miðvikudag markar tímamót
í frelsisbaráttu Vestur-Sahara-
manna: þetta er í fyrsta sinn sem
ESB lætur réttindakröfur þeirra
hafa forgang á beinharða peninga-
hagsmuni sambandsríkja sem hlut
eiga að máli, einkum Spánar.
Málið hefur lengi verið vand-
ræðalegt fyrir sambandið. Makkið
við Marokkó, sem selt hefur fisk-
veiðiréttindi V-Saharamanna án
þess að ráðgast við þá, hefur árum
saman sætt harðri gagnrýni. Menn
væru í reynd að samþykkja ólöglegt
hernám Marokkómanna og ránið á
auðlindum smáþjóðarinnar undir
oki þeirra. Sem fer illa saman við
hástemmd fyrirheit lýðræðisríkja
um að virða mannréttindi.
En hvernig hefur fram-
kvæmdastjórn ESB rökstutt af-
stöðu sína? Maria Damanaki, sem
fer með sjávarútvegsmálin, fullyrti
fyrr á árinu að samningurinn væri
ekki brot á alþjóðalögum og vitnaði
m.a. í álit Hans Corells, sérfræð-
ings SÞ, sem samdi greinargerð ár-
ið 2002. Hann hefði fullyrt að at-
vinnustarfsemi framandi aðila á
svæði eins og V-Sahara, undir
stjórn annars ríkis, væri „í lagi
nema hún hunsaði þarfir og hags-
muni“ íbúanna á svæðinu. En
Damanaki virðist hafa breytt
ummælunum, tekið hluta úr
samhengi. Niðurstaða Corrells
var einfaldlega að ef íbúar
V-Sahara væru andvígir nýt-
ingu auðlinda á svæðinu
væri hún ólögmæt. Og
hann sagði sjálfur árið
2009 að umræddar
veiðar ESB-ríkja, þar
sem ekki væri skilið á
milli fiskveiðilögsögu
Marokkó og
V-Sahara, væru „brot
á alþjóðalögum“.
Smáþjóð aftur að
vinna fiskveiðistríð?
Hafnarborg Frá Laayoune, helstu borginni í Vestur-Sahara. Þar er mikil
fiskvinnsla og útgerð, einnig er þar lestað fosfat til útflutnings.
Vestur-Sahara er geysilega auð-
ugt af fosfati og líklegt að þar
finnist mikið af ýmiss konar
málmum, einnig eru fiskimiðin
mjög göful og vísbendingar um
olíu og gas á hafsbotni innan
lögsögunnar. Íbúarnir eru alls
um hálf milljón, þar af er helm-
ingurinn í útlegð. En hundruð
þúsunda innfluttra Marokkó-
manna hafa sest að í landinu
síðustu áratugina.
Þegar Spánverjar yfirgáfu
Vestur-Sahara á áttunda ára-
tugnum gripu Marokkómenn
tækifærið og lögðu svæð-
ið undir sig, þrátt fyrir
mótspyrnu landsmanna
sem háðu
blóðugt stríð
gegn ofureflinu
fram undir 1990.
Hernámið er
ólöglegt,
Alþjóða-
dómstóllinn í
Haag komst
að þeirri nið-
urstöðu 1975.
Síðasta ný-
lenda Afríku
HERNUMIÐ LAND FRÁ 1975
Polisario-
hermaður.