Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 43
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
„Við deilum ekki við
dómarann“ er löngum
sagt. Því verður einnig
sleppt hér en fram hjá
því kemst ég ekki, að
gera nokkrar aths. við
vinnslu dómara í
ákveðnu landamerkja-
máli mér tengdu. Var
málinu ítrekað vísað
frá dómi vegna skorts
á fullnægjandi gögn-
um. Þetta tel ég sé alrangt. Nægj-
anleg gögn voru lögð fyrir dóminn, en
úr gögnunum þurfti að vinna í stað
þess að víkja staðreyndum að því er
virðist alfarið frá dómnum, eins og
hér virðist hafa verið gert. Getur það
verið að dómstólar séu svo málum
hlaðnir að hinum „ómerkari“ málum
sé einfaldlega vikið frá efnislegri
meðferð vegna anna?
Ég vil ekki trúa því að einhver ann-
arleg sjónarmið hafi hér legið að
baki. Nefni ég nokkur atriði til stuðn-
ings mínu áliti á niðurstöðu dómsins.
Í fyrsta lagi samkvæmt úrskurði
dómara, þá hefur jörðin V. Sviðholt
hvergi átt sitt bæjarstæði og þar af
leiðandi ekkert þak né aðra aðstöðu
fyrir íbúa eða búpening kotsins.
Verður slíkt að teljast mjög fátítt um
flest ef ekki öll kotbýli landsins. Á
gömlum uppdrætti, sem lagður var
fyrir dóminn koma fram glögg landa-
merki jarðarinnar ásamt staðsetn-
ingu gamla bæjarins. Fyrir dóminn
komu fjögur vitni sem mundu gamla
bæinn og íbúa hans. Lögð voru fram
gögn Örnefnastofnunar sem studd
voru uppl. frá mjög nánum ætti-
mennum stefndu, m.a. föður eins auk
afa og föðurbróður annarra m.a.
Þessir tveir aðilar, Jóhann Guð-
laugur Jónsson og Kristján Eyjólfs-
son, voru báðir fæddir og uppaldir á
Sviðholtstorfunni, en nú látnir. Stað-
festu þeir á sínum tíma við Örnefna-
stofnun hvort tveggja bæjarstæðið
og svonefndan sameignargarð til-
heyrandi V. Sviðholti. Einmitt þá tvo
af þremur landskikum sem dómurinn
fjallaði um. Þurfti frekari vitna við?
Öllum þessum vitnisspurðum var
vísað frá, að því er virðist. Auk þessa
voru lagðar fram gaml-
ar landamerkjalýs-
ingar. Stefnandi, þ.e.
undirritaður, lagði fram
við lögmann sinn auk
gagna Örnefnastofn-
unar, tvær gamlar ljós-
myndir sem sýna ótví-
rætt nýtingu hans á
þriðja landskikanum –
fólk við heyskap – og
hafði sá skiki verið seld-
ur án vitneskju eiganda
þ.e. undirritaðs. Það
skal þó tekið fram hér og fært dóm-
ara til málsbótar, að lögmanni und-
irritaðs yfirsást með téðar myndir,
sem ekki voru lagðar fram við dóm-
inn og komu þær því ekki til álita.
Ein málsgrein kom fram í gögnum
stefndu og hefur trúlega átt að vera
til varnar í málinu. Hnaut ég sér-
staklega um greinina, en þar sagði
orðrétt. „Það verði sérstaklega að
telja ólíklegt að kröfur stefnanda
eigi við rök að styðjast þar sem faðir
stefnanda hafi verið málglaður mað-
ur og rakin hafi verið nokkur dóms-
mál um eignarréttindi í sveitarfé-
laginu sem tengdust Vestra
Sviðholti.“ Ég læt liggja á milli hluta
málgleði þess gamla, enda hann lát-
inn fyrir 56 árum síðan og aðilar mér
yngri kunna að vita hér betur. En
það skyldi þó ekki vera að málgleðin
hafi að hluta ráðið niðurstöðum
dóms?
Hitt er alvarlegra, þegar komið er
fram með tómar lygar, þegar talað er
um nokkur dómsmál tengdum V.
Sviðholti. Eitt dómsmál mér vitandi
var rekið fyrir u.þ.b. 60 árum síðan.
Mál tengt vegarlagningu um land
Vestra Sviðholts að býlinu Þórukoti
m.a. Réttlátur dómur að áliti undirrit-
aðs, sem ekki þarf frekar um að fjalla.
Hafi stefndu vitneskju um frekari
málarekstur varðandi kotið þætti mér
vænt um það að vita. Hlýt ég að krefj-
ast svara þar sem þessu hefur verið
haldið fram í rituðu máli, á opinberum
vettvangi. Ég mun ekki að sinni
hreyfa frekar við máli þessu á þessum
vettvangi því nú hefur Hæstiréttur
Íslands staðfest dóm Héraðsdóm
Reykjaness, eftir að mér virðist frek-
ar slælega efnismeðferð málsins.
Þrátt fyrir niðurstöður dóms læt ég
mér þær svo sem í léttu rúmi liggja.
En ekki vildi ég helga mér nokkuð
það sem orkað gæti tvímælis um að
mér bæri með réttu, jafnvel þó ég
hefði til þess stuðning dómstóla. Því
grunur minn er sá, að slíkt komi
manni ætíð í koll og kæmi mér ekki á
óvart að slíkt gæti hent ýmsa í þessu
máli, þó e.t.v. síðar verði.
Síðan í lokin, til voru undirrituð
gögn varðandi þetta mál, sem og
munnlegt samkomulag. Einn þeirra
stefndu kvað gögn til og væru þau
geymd „í gömlum skókassa uppi á
lofti“ En skyndilega þegar á reyndi
var ekkert sagt til. Einhver ráðagóð-
ur hefur trúlega gefið góð ráð. Í
tveggja manna munnlegt sam-
komulag vísa ég ekki, þar sem mót-
aðilinn, Jóhann Guðlaugur, er nú lát-
inn. Slíkt hafði engan tilgang, að
fenginni reynslu. Lengi skal manninn
reyna, eða öllu heldur lengi skal
reyna afkomendur gamalla góðra ná-
granna.
Taki málgagnið mitt þennan grein-
arstúf til birtingar og einhver af þeim
stefndu lesi þessar línur, þá ítreka ég,
vísið mér á hin „nokkur dómsmál“ um
eignarréttindi í sveitarfélaginu sem
tengdust Vestra Sviðholti.
Eftir Einar
Ólafsson
Einar Ólafsson
»Ekki vildi ég helga
mér nokkuð það,
sem orkað gæti tvímælis
um að mér bæri með
réttu, jafnvel þótt ég
hefði til þess stuðning
dómstóla
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Við deilum ekki
við dómarann
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Mokkaskinnsjakkar
úr Toscana lambi
Hlýleg jól