Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samhjálp stendur fyrir svokölluðum Litlujólatónleikum næstkomandi þriðjudag kl. 20 en þeir eru haldnir til styrktar Samhjálparstarfinu, sem er bæði umfangsmikið og fjölbreytt. Samtökin hafa þrátt fyrir erfiða fjár- hagsstöðu haldið allri starfsemi ótrauð ófram og treysta á að lánar- drottnar þeirra muni reynast jafn- miskunsamir samverjar og margir velunnarar félagsins. Samhjálp rekur og sér um meðferð- ar- og áfangaúrræði fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, búsetuúrræði, neyðarskýli fyrir heimilislausa karla og kaffistofu Samhjálpar, en þar borða daglega um 100 manns. Að auki er rekin göngudeild, félagsmiðstöð og nytjamarkaður í höfuðstöðvum sam- takanna í Háborg. „Alkóhólismi er ekki eigingirni, alkóhólismi er sjúkdómur sem rífur fólk frá öllu sem það elskar,“ segir Karl V. Matthíasson, framkvæmda- stjóri Samhjálpar. Hann segist sjá betur og betur hversu umkomulausir þeir eru sem taka á sínum málum, fara í meðferð og lifa það af en standa svo einir á móti heiminum. „Það sem mér finnst vanta til að við getum lokað hringnum er starfsstöð þar sem færi fram skipulögð endur- hæfing. Það þarf að vera til skjól, þangað sem fólk getur leitað eftir meðferð og haldið áfram sinni vinnu í öruggu umhverfi. Síðan smám saman á það að geta stigið skrefið út,“ segir Karl. Langt virðist þó í land þar til af þessu getur orðið. Skuldir hvíla á sam- tökunum vegna fasteignagjalda og fasteignaláns, sem tekið var fyrir höf- uðstöðvum félagsins við Stangarhyl. „Við erum í samningaviðræðum við Landsbankann og treystum á að þær fari vel,“ segir Karl og segist vongóð- ur um að bankinn standi við yfirlýsta stefnu sína um samfélagslega ábyrgð. Karl segir stóran hluta tekna Sam- hjálpar koma frá rekstri nytjamark- aðarins í Stangarhyl en að auki hafi samtökin ýmislegt til sölu í fjáröflun- arskyni, s.s. happdrættismiða, sjúkrakassa og dagbækur. Þá eru ótalin frjáls framlög frá velunnurum og velgjörðarmönnum. „Við tókum t.d. við hálfri milljón króna frá Oddfellow-reglunni um daginn og ríkisstjórnin sendi okkur 800 þúsund krónur í stað þess að senda jólakort,“ segir Karl. „En síðan kom líka til okkar kona í fyrradag með tíu þúsund krónur og sokka og einnig höfum við notið velvildar ým- issa birgja og matvælaframleiðenda.“ Samhjálp verður með jólamat í Hlaðgerðarkoti fyrir þá skjólstæð- inga sína sem ekki eiga í önnur hús að venda en Karl segir alkóhólismann hafa gert marga þeirra að einstæð- ingum. Jafnvel þegar fólk sé í bata reynist fyrirgefningin því erfið. Karl segir öllum gott að hafa í huga orðin sem einkenna starf Samhjálpar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður Morgunblaðið/RAX Samhjálp Um 100 manns sækja kaffistofu Samhjálpar daglega.  Fjárhagsörðugleikar hamla ekki Samhjálp Samhjálp á jólum » Litlu jólatónleikarnir verða haldnir í samkomusalnum í Stangarhyl 3a þriðjudaginn 20. desember kl. 20. Miðaverð 2.000 krónur, 500 fyrir börn. » Þeir sem vilja styðja Sam- hjálp geta lagt inn á reikning nr. 115-26-2377, kt. 551173- 0389. SMÁRATOGI 1 KÓPAVOGI Partývörur Gjafavörur Bílavörur Snyrtivörur Skófatnaður Leikföng Heimilisvörur Búsáhöld Gæludýravörur Húfur og vetlingar Garn Barnavörur Nærföt Ilmvötn Og margt fl. TILBOÐ TIL JÓLA 3 FYRIR 2 Á ÖLLUM VÖRUM ÚTSALA ÖLL LEIKFÖNG OG JÓLASKRAUT Á 50% AFSLÆTTI 10. DES 10-20 11 DES. 12-20 12-16 DES. 11-18 17 – 22 DES 11-22 23 DES 10-23 24 LOKAÐ OPNUNARTÍMI WWW.DOMTI.IS Greniskreytingarnar vinsælu frá 690 kr Reynt hefur verið að stilla hækkun- um á lendingar- og farþegagjöldum á Reykjavíkurflugvelli í hóf eins og kostur er og að fara bil beggja. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra. Í samgönguáætlun fyrir árin 2011- 2014 kemur fram að gjöldin verði hækkuð til jafns við gjöld á Keflavík- urflugvelli og það geti leitt til 250 milljóna króna árlegrar tekjuaukn- ingar í innanlandsfluginu eftir tvö ár. Ögmundur segir að Isavia, sem sér um rekstur flugvallanna, segi að þetta sé hins vegar ekki nóg til að byggja flugvellina upp eða að stuðla að lágmarksvið- haldi. Talið sé að til þess þurfi um einn milljarð aukalega á ári. Sá milljarður sé hins vegar ekki fyrir hendi. „Við þurfum að horfa til þess að ef við ætlum að ráðast í nauðsynlegt viðhald á flugvöllunum þá er um tvennt að ræða. Annars vegar að hækka skatta eða við getum tekið upp notendagjöld. Við erum að reyna að fara bil beggja og stilla hækkunum í hóf eins og hægt er,“ segir Ögmundur. Það hafi ekki verið talið forsvar- anlegt að hækka gjöldin meira þótt þörf stæði til. Þær 250 milljónir sem fáist með hækkun gjaldanna á Reykjavíkurflugvelli séu sú lág- marksupphæð sem talið hafi verið að þyrfti til að sinna lágmarksviðhaldi við flugvellina. kjartan@mbl.is Ögmundur Jónasson Óforsvaranlegt að hækka meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.