Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 62
Eskimóar Félagarnir í tríóinu Hot Eskimos með teiknuðum hljóðfærum. Songs from the top of the world er fyrsta plata tríósins. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hot Eskimos nefnist djasstríó, nýtt af nálinni, skipað þeim Karli Olgeirs- syni píanóleikara, Kristni Snæ Agn- arssyni trommuleikara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Tríó- ið sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu, Songs from the top of the world, sem hefur að geyma djassaðar útgáfur af íslenskum lög- um og það afar ólíkum innbyrðis. Má þar nefna „Rúdolf“ með hljómsveit- inni Þey, Evróvisjónlagið „Is It True?“ sem Jóhanna Guðrún flutti, „Army of Me“ með Björk og „Stolt siglir fleyið mitt“ með Áhöfninni á Halastjörnunni. „Þetta var gömul hugmynd frá mér að taka svolítið óvenjuleg lög og ólíkleg til djass- flutnings,“ segir Karl um plötuna. Tekíla, Brennivín og súraldin – Hvaðan er nafnið komið, Hot Eskimos? „Það var nú þannig að kærastan mín var árið 1998 að vinna á bar og hana dreymdi drykk, hún vaknaði með uppskrift í kollinum að drykk sem var gjörsamlega viðbjóðslegur, ég var látinn prófa hann. Í honum var tekíla, Brennivín og lime í jöfn- um hlutföllum og við gáfum þessum drykk nafnið Hot Eskimo af því það var bæði Brennivín og tekíla í hon- um. Nafnið fannst mér skemmtilegt þannig að ég nefndi fyrirtækið mitt Hot Eskimo Music og núna þegar við stofnuðum þetta tríó fannst mér upplagt að setja þetta á hljómsveit- ina.“ – Þið eruð ekki hræddir um að þeir sem sækja tónleika ykkar eigi von á kynþokkafullum eskimóum? „Ef við náum að selja fleiri miða út á nafnið er það bara frábært,“ svarar Karl kíminn. Þeir félagar stefni að tónleikahaldi á næsta ári, hér á landi sem og erlendis og muni þá flytja lögin á plötunni auk ann- arra. Áhugasamir geta fylgst með Hot Eskimos á fésbókarsíðu tríósins. Heitir eskimóar flytja óvenjulegar djassábreiður  Tríó sem dregur nafn sitt af viðbjóðslegum drykk 62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Danslistafólkið Sissel M. Björkli og Erlend Samnöen hafa bæði skapað sér nafn og mikla sérstöðu í heima- landi sínu Noregi á undanförnum árum. Þau eru nú komin hingað til lands og munu sýna í Norræna hús- inu nú á sunnudaginn kl. 20.00 og það endurgjaldslaust. Auk Björkli og Samnöen kemur fram óp- erusöngkonan Jorunn Torsheim. Í sameiningu flytur þetta fólk okkur sýninguna Gisela and Orlando’s fantastic account of The Beautiful Helena. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum kemur eftirfarandi fram: „Gisela og Orlando flökta á milli þess hátíðlega, hversdagslega, fal- lega og ljóta. Innblásin af grísku goðsögninni um Helenu fögru, hverfa þau í óhlutbundið landslag þar sem þau reyna að útskýra feg- urðina og upplifa hið fullkomna sem ekki verður fangað. Í sýningunni eru mörkin milli fegurðar og þess ljóta könnuð; mörk sem flæða hvor inn í önnur þannig að áhorfandinn á erfitt með að aðgreina annað frá hinu. Gisela and Orlando flytja sög- una í hefðbundnum dansstíl sem er byggður á frönsku barokkleikhúsi og hirðdansi.“ Sissel M. Björkli er Íslendingum ekki ókunn þar sem hún starfar með Ernu Ómarsdóttur í dansverk- inu Teach Us To Outgrow Our Mad- ness sem m.a. var sýnt í Þjóðleik- húsinu á síðasta ári og hefur verið sýnt víða um Evrópu á undan- förnum tveimur árum. Jákvæð ögrun Tinna Grétarsdóttir, dansari, er hérlendur talsmaður parsins. „Það er mikill húmor í þessu hjá þeim,“ segir hún. „Þau sækja m.a. innblástur í barokkdansa og flétta þeim saman við nútímadans sem þykir mjög óvenjulegt.“ Tinna segir að Sissel og Erlend séu dansarar sem vinni með leik- hús, þetta sé í raun réttu það sem kallað er dansleikhús. „Það er oft mikill texti í gangi t.d. Ferill þeirra beggja hefur verið á hraðri uppleið að undanförnu, þau eru orðin mjög þekkt í Noregi en hafa og ferðast nokkuð um Evrópu. Þau starfa þó ekki saman alla jafna, eru með eigin feril. Erlend er t.d. mjög virkur í heimalandi sínu, sem- ur mikið og vinnur náið með hinum og þessum leikhúsum.“ Aðspurð hvort nálgun þeirra við nútímadansformið hafi vakið ein- hverja úlfúð í dansheiminum segir hún svo ekki vera. „Þau eru ekki í því að ganga fram af fólki með því að sjokkera eða eitthvað slíkt. En þau leika sér mik- ið með stílinn og eru óhrædd við til- raunastarfsemi. En þau eru alls ekki að ögra á neikvæðan hátt, get- um við sagt.“ Tinna segir að ástæða þess að þau séu komin til Íslands með þetta stykki séu vinatengsl. Hún starfaði sjálf um nokkurra ára skeið í Nor- egi og hún og Valgerður Rúnars- dóttir dansari séu að sjá um þennan innflutning ef svo má kalla. „Sissel er orðin mikill Íslands- vinur og hún ætlar að dvelja hérna um jólin. Þá kom þessi hugmynd upp, að nýta tækifærið og setja upp eina jólasýningu. Við bárum hug- myndina undir Norræna húsið og fólk þar á bæ tók afskaplega vel í þetta.“ Að hrista hressilega upp í forminu  Einstakt dansleikhús í Norræna húsinu á sunnudaginn Samhræringur Sissel M. Björkli og Erlend Samnöen skeyta óhikað saman barrokkdansi og nútímadansi. kerskni. Djúpur bassahljómurinn fól í sér bæði helgi og þægilega höfgi og maður datt í dágóða – og einkar ljúfa – jólastemningu. Tónlistin, eðlis síns vegna, var hreinlega afstressandi, um það sáu mjúkar, feitar og þægi- legar línur hins geðþekka bassa- skálds. Hugmyndinni er fram haldið hér og er árangurinn sá sami. Betri ef eitthvað er. Fyrir það fyrsta er hljómur til muna betri, bassinn er ríkur og hljómmikill og það var stór- kostlegt að keyra um í gærkvöldi í bíl sem nötraði af ágengum en um- faðmandi jólabassahljómi! Jakob beitir þá oft sniðugum lausnum ef ég má kalla það svo, bandalausi bassinn setur t.d. ákveðna áferð á lögin, sumum lögum er lyft með áslætti og Jakobi er lagið að beita smekklegum og oft á tíðum óvæntum brögðum í þessu verkefni sínu. Hvað get ég annað sagt en: Hafið það nú djúpt um jólin! Jakob Smári Magnússon,bassaskáldið eina og sanna(líkt og hann titlar sig ísímaskránni), fylgir hér eftir plötu sinni frá 2003, Bassajól. Á henni var að finna hin og þessi jóla- lög, eingöngu leikin á ýmsa bassa. Það sem leit hálffáránlega út á papp- írunum reyndist svo vera hið merki- legasta verk. Að klæða lögin í þenn- an búning fól í sér eitthvað meira en nett flipp eða athyglisverða tilraun. Hátíðleg lög eins og „Heims um ból“, „Guðs kristni í heimi“ („O Come All Ye Faithfull“), „Hvít jól“ („White Christmas“) og „Bjart er yf- ir Betlehem“ öðluðust nýtt og ann- ars konar líf, svo sannarlega „dýpra“ líf svo ég leyfi mér smávegis Allt í botni um jólin Jakob Smári Magnússon – Annar í bassajólum bbbbn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST stund með völd- um hópi áhorfenda í Stúd- íó Sýrlandi/ Benzín og hljóð- færi fá, þ.e. hrista, gítar, ukulele, orgel og munnharpa. Kristjana hefur spreytt sig á margs konar söng, þekkt af fanta- góðum djasssöng og hún er einnig prýðileg í blúsnum, eins og hún sýnir í lagi eftir sjálfa sig á plötunni, „You left me crying“. Lagavalið á plötunni er fjölbreytt og virkar dálítið und- arlegt við fyrstu hlustun, t.d. rólega- heitaútgáfa af „Vorkvöldi í Reykja- vík“ á eftir „Sin City“, kántrílagi Flying Burrito Brothers (!) en venst þó furðufljótt. „Boat on the river“ og „One of Us“ eru svo algjört eyrna- konfekt, svo einstök ágætislög séu nefnd. Kristjana Stefánsdóttir ogSvavar Knútur eru prýði-legt söngtvíeyki. Á plöt-unni Glæður flytja þau 14 lög, íslensk (þar af þrjú frumsamin) og erlend í bland. Kennir þar ýmissa grasa, „Við gengum tvö“ og ABBA- slagarinn „One of us“ á sama diski, svo dæmi sé tekið. Útsetningar eru einfaldar enda platan tónleika- upptaka, hljóðrituð á einni kvöld- Dúó Kristjana Stefáns og Svavar Knútur blása í glæðurnar. Músíkalskt par Geisladiskur Kristjana Stefáns og Svavar Knútur – Glæður bbbbn HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.