Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
l
Bókin um Rafael - Engilinn sem valdi að koma til jarðarinnar er eftir
höfund Bínubókanna: Ásthildi Bj. Snorradóttur, talmeinafræðing.
Þetta er bók sem hjálpar börnum að takast á við erfiðar tilfinningar,
styrkir félagsfærni og vinnur gegn einelti og fordómum.
Skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri.
Bókin fæst í A4 Skrifstofu og skóla og öllum helstu bókabúðum.
Límmiðaörk með 25 límmiðum fylgir hverri bók.
Engillinn Rafael sem
allir eru að tala um!
Tilfinningar
Félagsfærni
Einelti
Haukur Guðnason hefur varið doktorsverkefni sitt í heil-
brigðisverkfræði við Tækniháskólann í Danmörku
(DTU).
Verkefnið fjallar um þróun, smíði og prófanir á örflög-
um sem notaðar eru til arfgerðagreininga með örflögu-
tækni (microarray) til greininga á frumstigum ristils-
krabbameins.
Haukur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund 1996, lauk B.Sc. -prófi í
eðlisfræði frá Háskóla Íslands 2001 og M.Sc. -prófi í verkfræði frá DTU 2005.
Foreldrar hans eru Guðni Guðnason byggingarverkfræðingur og Sigurbjörg H.
Hauksdóttir þjónustustjóri. Hann er trúlofaður Írisi Sigurbjörnsdóttur nema.
Börn þeirra eru Rakel Heba, Aron Elvar, Ísak Elí og Diljá Harpa. Haukur starfar
hjá Hjartavernd.
Doktor í heilbrigðisverkfræði
Helga Þórey Björnsdóttir hefur varið doktorsritgerð í
mannfræði við Háskóla Íslands.
Rannsóknin lýtur að menningarlegum og félagslegum
hugmyndum um karlmennsku og kyngervi eins og þær
birtist í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Lögð er áhersla
á að varpa ljósi á slíkar hugmyndir í tengslum við sköpun
kynjaðrar sjálfsmyndar hjá hópi íslenskra karlmanna
sem unnið hafa sem gæsluliðar hjá Íslensku friðargæslunni (ICRU) og
sem geta í krafti kyngervis og félagslegrar stöðu, talist hluti af ríkjandi
kynjanormi samfélagsins.
Helga Þórey Björnsdóttir er fædd árið 1956. Hún hefur sinnt rannsókn-
arstörfum og stundakennslu við HÍ samhliða námi. Eiginmaður Helgu er Hilm-
ar Hilmarsson skólastjóri og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn.
Doktor í mannfræði
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson hefur varið doktors-
ritgerð sína „Málið á Ævisögu Jóns Steingrímssonar“
við Háskóla Íslands.
Ritgerðin felur í sér rannsóknarframlag til þekk-
ingar á síðari alda málsögu og sérstaklega sögu 18.
aldar máls. Meginviðangsefni ritgerðarinnar er ýt-
arleg lýsing á hljóðum og beygingu í eiginhandarriti
sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar, sem talið er vera ritað á
árunum 1778–1783 og 1791. Ný uppskrift ævisögunnar fylgir rit-
gerðinni.
Jóhannes B. Sigtryggsson er fæddur árið 1973. Foreldrar hans eru Sig-
tryggur Sigtryggsson og Þóra Jóhannesdóttir. Eiginkona Jóhannesar er
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Synir þeirra heita Guð-
mundur, Sigtryggur og Eysteinn.
» FÓLK
Doktor í íslensku
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Veðurstofa Íslands tekur mikinn
þátt í alþjóðlegu samstarfi. Það
skýrir 94 utanlandsferðir á vegum
stofnunarinnar fyrstu níu mánuði
ársins og ferðakostnað upp á 13
milljónir króna. Upplýsingar um
það komu fram í svari umhverfis-
ráðuneytisins við fyrirspurn Ás-
mundar Einars Daðasonar alþing-
ismanns. Samstarf Veðurstofunnar
við erlendar stofnanir hefur skilað
þeim kostnaði „miklu meira en
margfalt“ til baka, að sögn Árna
Snorrasonar forstjóra.
Árni sagði að Veðurstofan væri
hlekkur í alþjóðakerfi veðurstofa
sem rekið væri af 189 þjóðum.
„Við streymum okkar gögnum
stöðugt um allan heim og fáum gögn
til okkar,“ sagði Árni. Hann sagði
mikilvægt að athuganir og gögn
Veðurstofunnar í miðju Norður-Atl-
antshafi kæmust til skila. „Við eig-
um aðild að Alþjóða veðurfræði-
stofnuninni (WMO) og höfum
gengist undir það að kerfi okkar
virki, gögnin séu af viðunandi gæð-
um og aðferðafræðin við veður- og
vatnsrannsóknir sé samkvæmt al-
þjóðlegum stöðlum. Þetta kallar á
talsvert samstarf,“ sagði Árni. Þing
WMO eru haldin á fjögurra ára
fresti og var aðalfundurinn á liðnu
vori.
Veðurstofan er hluti af innviðum
Evrópusamstarfs um veðurrann-
sóknir og -athuganir. Samtökin eiga
tvær stofnanir. Annars vegar EU-
METSAT sem útvegar veðurstofum
um allan heim einna bestu veður-
upplýsingarnar sem aflað er úr
geimnum. Hins vegar ECMWF sem
m.a. annast langtímaveðurspár. Á
þessu ári sótti Ísland um fulla aðild
að ECMWF. Stofnunin er í fremstu
röð og lykilstofnun í veðurspárgerð
hér á landi, að sögn Árna.
Evrópsku veðurstofurnar mynda
sameiginlega EUMETNET sem er
með margháttað samstarf á sviði
veðurfræði og veðurrannsókna.
„Mikilvægasti hlutinn af því er að
þétta mælikerfið á svæðinu. M.a.
leggur stofnunin fé til þess að við
getum rekið háloftastöð á Egilsstöð-
um, sett út veðurdufl á hafinu og
margt fleira í sambandi við veður-
mælikerfi,“ sagði Árni. Hann sagði
þetta samstarf kalla á nærveru Veð-
urstofunnar á reglulegum fundum.
Fyrir þremur árum voru Vatna-
mælingar Orkustofnunar og Veður-
stofa Íslands sameinaðar í nýrri
stofnun og hefur ný forysta stofn-
unarinnar þurft að kynna sér
málin, kynna sig og treysta
samstarfið.
Þá hefur mikil spurn verið
eftir sérfræðingum Veðurstof-
unnar bæði hjá alþjóðastofnun-
um og í vísindasamfélaginu til
að kynna starfsemi og hlut-
verk Veðurstofu Íslands.
Alþjóðlegar veðurathuganir
Veðurstofa Íslands er mikilvægur hlekkur í alþjóðakerfi veðurathugana Samstarf við stofnanir í
veðurfræði á alþjóðavísu hefur skilað hingað fjármagni til margvíslegra rannsókna og vöktunar
Morgunblaðið/Kristinn
Eyjafjallajökull Mikilvægi Veðurstofunnar fyrir alþjóðflugið kom vel í ljós í eldgosinu. Áhrif gossins voru mikil á
farþegaflug víða um heim. Flugferðir voru lagðar niður og fjölmargir flugfarþegar urðu strandaglópar.
Mikilvægi þjónustu Veðurstof-
unnar í við alþjóðaflugið kom
vel í ljós í Eyjafjallajökulsgos-
inu. Eftir gosið hefur Veður-
stofan sótt stuðning til al-
þjóðaflugsins til að bæta
kerfin hér svo auka meg þjón-
ustuna.
„Á tveimur árum erum við
búin að fá ákvarðanir um upp-
byggingu á radarkerfi. Við er-
um með einn fastan radar en
bætum öðrum við og fáum tvo
færanlega radara til að fylgjast
með eldgosum,“ sagði Árni.
Veðurstofan hefur fengið um
hálfan milljarð króna til upp-
byggingar á innviðum frá Al-
þjóðaflugmálstofnuninni ICAO.
Hún borgar líka rekstur kerf-
anna og hefur fjármagnað
þrjár nýjar stöður á Veður-
stofunni.
Alþjóðaflugmálastofn-
unin kallar þessa starf-
semi State Volcano Ob-
servatory sem þýða má
sem Eldfjallavöktun Ís-
lands.
500 milljóna
vöktunarkerfi
ELDFJALLAVÖKTUN
Árni Snorrason