Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 40
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Í áliti Skipulags- stofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, Reykhólahreppi og Vesturbyggð, sem stofnunin auglýsti í Morgunblaðinu fyrir helgi, er umhugs- unarverð umfjöllun um erni. Álit stofnunarinnar um áhrif framkvæmdarinnar á viðkomu arna hljómar eins og hvert annað svarta- gallsraus. Telur stofnunin að til að koma í veg fyrir að hávaði frá vega- vinnuframkvæmdum styggi erni frá varpi þurfi að setja skilyrði í fram- kvæmdaleyfi um að vinna við vega- framkvæmdir verði bönnuð nærri virkum varpstöðum arna á þeim tíma sem varp stendur yfir. Hvað með hávaðann frá flugvél Náttúrufræðistofnunar sem flýgur lágflug yfir arnarhreiðrin til að telja egg og unga? Hvað með hávaðann frá utanborðsmótorum báta þeirra sem fara á vegum Náttúrufræði- stofnunar í hreiðrin sjálf til að merkja arnarungana? Hvað með há- vaðann frá allri venjulegri umferð um Vestfjarðaveg gegnum árin? Hvað með hávaðann frá bátum sjó- farenda t.d. vegna veiða, þang- sláttar, hlunnindanytja eða sports? Þrátt fyrir alla þessa umferð með tilheyrandi umferðarhávaða hafa ernir við Vestfjarðaveg komið upp ungum ár eftir ár. Þessi vegagerð- arhávaði sem Skipulagsstofnun virð- ist hafa uppgötvað hlýtur að vera al- veg sérstakt fyrirbæri og sætir furðu að ekki hafi verið birtar um þetta lærðar greinar. Arnarsetur er nokkurs konar „fasteign“ hvers arnarpars. Á hverju setri er aðeins eitt arnarpar hverju sinni, en varpstaðir (hreið- urstæði) hvers seturs geta verið nokkrir. Á jörðum sem liggja að Vestfjarðavegi frá Gilsfirði vestur í Vatnsfjörð eru þekkt sex arnarsetur á sam- tals átta jörðum. Þekktir varpstaðir í þessum sex arn- arsetrum eru samtals 31, þar af 27 sem telj- ast öruggir varpstaðir. Í þremur af þessum sex arnarsetrum eru nokkrir varpstaðir, sem allir teljast örugg- ir, í 2-300 metra fjar- lægð frá Vest- fjarðavegi, sem er vel innan þess 500 metra radíuss frá arn- arhreiðrum sem umferð er óheimil um á tímabilinu 15. mars til 15. ágúst nema brýna nauðsyn beri til, svo sem vegna lögmætra nytja sem ekki er hægt að stunda á öðrum árs- tíma, eins og segir í 19. gr. „villi- dýralaga“ nr. 64/1994. Í þessu sam- bandi skal vakin athygli á að tekið er fram í lögunum að veita megi und- anþágu frá þessu banni í sérstökum tilvikum, svo sem vegna lagningar þjóðvega eða annarrar mann- virkjagerðar í almannaþágu. Nýlokið er vegagerð á Vest- fjarðavegi frá Þverá í Kjálkafirði fyrir Hjarðarnes og Hörgsnes vest- ur í Vatnsfjörð. Arnarpar sem verp- ir þar í u.þ.b. 200 metra fjarlægð frá veginum lét framkvæmdirnar ekki trufla sig og kom þar upp ungum, sem fyrr. Þessir ernir eru þarna enn, vegfarendum til gleði og ynd- isauka. Sama var upp á teningnum við þverun Gilsfjarðar hjá arnarpari sem þar verpir í námunda. Skipulagsstofnun telur „að lagn- ing vegar samkvæmt veglínu A geti valdið truflun yfir varptíma arna og leitt til þess að varp misfarist og ítrekaðar truflanir leitt til langvinns misbrests. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar verði áhrif vegagerðar um viðkomandi veg- arkafla verulega neikvæð og hætta sé á að þau verði varanleg.“ Þarna hrópar Skipulagsstofnun úlfur, úlf- ur, og kærir sig kollótta um rök- stuðning að því er virðist. En bíðum við; Skipulagsstofnun ætlar jú bara að banna vegafram- kvæmdir nærri „virkum“ varp- stöðum arna, þannig að hún hlýtur að vita nú þegar hvaða einn varps- tað af átta arnarparið í námunda við veglínu A ætlar að nota vorin 2012 og 2013. Er kannski spákona í vinnu hjá Skipulagsstofnun? Ætli ernirnir viti af þessu líka? Barðstrendingar búa því miður ekki svo vel að þar hafi staðið yfir vegaframkvæmdir um áraraðir. En þau fáu dæmi sem þó eru til af vega- framkvæmdum á Vestfjarðavegi, og að framan eru rakin, gefa ekki til- efni til að hafa áhyggjur af því að vegaframkvæmdir spilli arnarvarpi. Dæmin gefa hins vegar fullt tilefni til þess að krefjast þess af Skipu- lagsstofnun að hún rökstyðji álit sitt með dæmum. Ekki dugar að taka dæmi af varpi sem hefur misfarist af öðrum ástæðum en vegafram- kvæmdum. Heimamenn á slóðum Vestfjarða- vegar vita að það stendur ekki steinn yfir steini í þeirri rökleysu Skipulagsstofnunar sem birtist í þessu áliti. Breiðfirðingar þekkja örninn betur en aðrir landsmenn, þeir hlífðu erninum þegar hann var stráfelldur annars staðar á landinu. Það er áhyggjuefni að Skipulags- stofnun virði ekki heimamenn eða staðarþekkingu viðlits, og telji sig ávallt vita allt betur. Það er einnig áhyggjuefni að stofnunin virðist sömu skoðunar og Náttúrufræði- stofnun Íslands um að ástæðulaust sé að þessi vegur uppfylli sömu kröf- ur um umferðaröryggi og greið- færni og aðrir þjóðvegir landsins. Eftir Þórólf Halldórsson »Heimamenn á slóðum Vestfjarða- vegar vita að það stendur ekki steinn yfir steini í þeirri rökleysu Skipulagsstofnunar sem birtist í þessu áliti. Þórólfur Halldórsson Höfundur á sæti í Breiðafjarðarnefnd fyrir hönd Vestur-Barðstrendinga. Ernir við VestfjarðavegMunið að slökkva á kertunum Fyrir börn hefur kertaljós sérstakt aðdráttarafl. Brýnið fyrir börnunum að fara ætíð varlega með eld og gætið þess að börn leiki sér ekki án umsjónar nálægt logandi kertum. Slökkvilið höfuborgasvæðisins Í Morgunblaðinu sl. fimmtudag skrifaði Guðríður Arnardóttir, fyrir hönd fjórflokka- meirihlutans, grein sem gekk út á að rétt- læta skatta- og gjald- skrárhækkanir sem samþykktar voru í fjár- hagsáætlun fyrir árið 2012. Ekki ætla ég að elta ólar við þá réttlæt- ingu og afsakanir að öðru leyti en því að fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld eru að hækka umfram almenn- ar verðlagshækkanir. Því fær út- úrsnúningur og skrúðmælgi ekki breytt. Það munu íbúar Kópavogs finna á eigin skinni rétt eins og fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hitt er að í greininni koma fram staðhæfingar varðandi fjárhags- áætlun Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi sem ekki verður hjá komist að svara. Fullyrt var að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætluðu að selja lóðir í þeim tilgangi að lækka fast- eignaskatta og halda gjaldskrám óbreyttum. Þar segir jafnframt orð- rétt „þannig ætluðu þeir að láta óreglulegar tekjur standa undir föst- um rekstrargjöldum“. Hið sanna er að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram 56 sparn- aðartillögur í rekstri og nam upp- hæðin um 450 milljónum króna lækkun kostnaðar auk annarra tillagna sem gáfu 800 og 900 millj- ónir króna til viðbótar. Með rekstrarsparnaði átti að lækka skatta, lækka gjaldskrár og skila meiri rekstr- arafgangi. Þetta má sjá á bls. 2 í fjárhags- áætlun Sjálfstæð- isflokksins en þar kem- ur m.a. fram að rekstrarafgangur er 437 milljónir króna eða 3% í hlutfalli við skatttekjur, á móti 115 m. kr. eða 1% eins og fram kem- ur á bls. 2 í fjárhagsáætlun meiri- hlutans. Þá má sjá á öftustu síðu beggja áætlana (bls. 11) að skuldir á hvern íbúa lækka um 28.000 á hvern einstakling samkvæmt tillögum Sjálfstæðisflokksins. Íbúafjöldinn í Kópavogi er 31.498 sem þýðir að heildarskuldir lækka um 882 millj- ónir króna árið 2012. Þá lækka fast- eignaskattar, sorphirðugjald, hol- ræsa- og vatnsskattur ásamt lækkun lóðarleigu í tillögum Sjálfstæð- isflokksins. Hvað varðar fullyrðingar Guðríðar um sparnað í grunn- og leikskólum þá er hann um 150 milljónir króna í áætluninni en ekki 300 milljónir eins og skilja má á orðum Guðríðar. Ég tók það hins vegar fram að horft væri til 3% sparnaðar miðað við heilt ár hjá grunnskólunum en 2% hjá leikskólunum en sá sparnaður kæmi hraðar til skjalanna. Með vilja má segja að þetta þýddi 210-220 millj- ónir króna á ársgrundvelli af lið sem hljóðar upp á 8 milljarða. Að tala um 300 milljónir króna er því alveg út úr kortinu en í takt við annað sem í grein hennar stendur. Fjárhagsáætlun Sjálfstæð- isflokksins gengur út á það að sporna við skattahækkunum og sífellt hærri rekstrarkostnaði með raunsæjum aðgerðum. Ef það er gert á hverju ári þá batnar hagur bæjarsjóðs hægt og bítandi en versnar hratt ef slegið er slöku við eins og hjá meirihlut- anum. Á síðasta ári hjálpuðu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meirihlutanum að vinna fjárhags- áætlun ársins 2011. Markmiðið var að leggja grunn að bættum hag bæj- arins. Slök vinnubrögð meirihlutans á árinu sem er að líða og áætlun árs- ins 2012 hafa gert árangur þeirrar vinnu að engu, því miður. Skatta- og útgjaldaþensla í Kópavogi 2012 Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins gengur út á það að sporna við skattahækk- unum og sífellt hærri rekstrarkostnaði með raunsæjum aðgerðum. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.