Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Sushi mæðgur Rósa og dóttir hennar Margrét Lovísa Jónasdóttir dunda sér saman við sushigerðina. mikið mál. Þarna sýnir sushikokk- urinn Steven Pallet sushigerð á einfaldan hátt. Ég held að það sé mikilvægt fyrir þá sem eru að fikra sig áfram að sjá á aðgengi- legan hvernig eigi að bera sig að,“ segir Rósa. Réttu handtökin Í bókinni er farið í gegnum öll þau undirstöðuatriði sem þarf að hafa á hreinu til að sushiið verði ljúffengt. Til þess segir Rósa að þurfi að gera hlutina rétt í upphafi eins og að meðhöndla hrísgrjónin rétt. Þau þurfi að loða saman en ekki vera of klístruð. Þetta sé ekki mikið tilstand en kunna þurfi réttu handtökin. Í bókinni eru kennd ýmis til- brigði eins og hvernig eigi að gera úthverfar rúllur. Rósa segir mestu furðu hversu gott úrvalið af fiski sé hér. Einhverjar fisktegundir fáist ekki en hún fékk Sigurð Karl Guð- geirsson, eig- anda og yfir matreiðslu- mann sushi- veitingastaðarins suZushii, til að staðfæra uppskriftir að ís- lenskum aðstæðum. Þang, edik, wasabi og engiferrót fæst í mat- vöruverslunum en fólk getur síðan notað hvað það sem það vill með. Notaleg fjölskyldustund Hér á landi er laxinn mest notaður í sushi og ýmiss konar vatnafiskur, lúða, þorskur, risa- rækja og jafnvel makríl. Rósa not- ar það grænmeti sem hún á til hverju sinni og kryddjurtir. Hún segir að á sínu heimili séu í uppá- haldi hálfgerð kramarhús eða upp- rúllað sushi sem sýnt er í bókinni. Í því verði þangblöðin svo stökk og fín en þau eru í uppáhaldi hjá Rósu. „Það er líka heillandi við sushi að unga fólkið er mjög hrifið af því. Þetta er frábær leið til þess að fá þann aldurshóp til að borða meiri fisk. Á mínu heimili hefur þetta einmitt reynst vel þannig. Þau eru ekkert alltaf hrifin af því að fá fisk í matinn en þetta er al- gjört uppáhald og þeim finnst sér- staklega skemmtilegt að fá að búa það til. Það veit ég að er orðið víða á heimilum að fjölskyldan býr þetta til saman á föstudegi í stað- inn fyrir að búa til pítsu. Ég heyri mikið um svona og að 10 ára krakkar séu að panta þennan pakka í jólagjöf finnst mér mjög skemmtilegt,“ segir Rósa. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Jólin eru sannarlega komin í Hönn- unarsafni Íslands en þar eru nú þrjár sýningar í gangi fyrir jólin og tvær jólatengdar. Í fyrstu má nefna sýn- inguna Hlutirnir okkar með hlutum úr safneign safnsins. Þá er það jólasýn- ing safnsins í ár, Hvít jól, en þar má sjá borðbúnað sem framleiddur hefur verið af heimsþekkum norrænum fyr- irtækjum, eins og Royal Copenhagen, Holmegaard og Iittala. Í Svarta sal safnsins stendur síðan yfir þriðja sýningin sem er sýning á jólakúlum og jólaóróum Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Styrktar- félagið hefur frá jólunum 2003 látið gera Kærleikskúlu úr gleri en allur ágóði af sölu hennar rennur til starf- semi fatlaðra barna í Reykjadal. Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt út- lit sem skapað er af listamanni. Í ár er kúlan hönnuð af listakonunni Yoko Ono og ber titilinn Skapaðu þinn heim. Á sýningunni má einnig sjá jóla- óróa þar sem íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í að- alhlutverki í jólaóróaseríunni. Óróinn sem kemur út í ár er af Leppalúða. Hann er unninn í sameiningu af hönn- uðinum Ingibjörgu Hönnu Bjarna- dóttur og ljóðskáldinu Ingibjörgu Haraldsdóttur. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dags- ins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og Leppalúði. Það er tilvalið fyrir fjöl- skylduna að gera sér glaðan dag á aðventunni og heimsækja jólalegar sýningar Hönnunarsafnsins. Jólasýningar Hönnunarsafns Íslands Kærleikskúlan Í ár er kúlan hönnuð af listakonunni Yoko Ono. Borðbúnaður og jólakúlur Í dag er síðasti laugar- dagurinn sem Jólamark- aður á Garðatorgi er op- inn frá klukkan 11-18. Markaðurinn er haldinn í göngugötunni á Garða- torgi. En þar er hægt að kaupa fjölbreytta hand- verksmuni og nýjar vörur. Eitt af því sem til sölu er á markaðnum eru ný- stárlegar konfektskreyt- ingar Ragnhildar Krist- ínar Sigurðardóttur. Þær eru gerðar úr Macintosh konfekti og fleiri molum sem allir þekkja og eru skreyting- arnar byggðar upp á litaþema. Skreyting- arnar eru í öllum stærð- um, gerðum og út- færslum. Ein þeirra er kokteil-skreyting í löngu glasi, með röri og regn- hlíf. Sjón er sögu ríkari. Endilega… Morgunblaðið/Kristinn Skrautlegt Konfekt og sælgæti fær að njóta sín. …kíkið á Macintosh skreytingar á jólamarkaði á Garðatorgi Í frétt Matís um niðurstöður rannsóknar um viðhorf og fiskneyslu Íslendinga árið 2001 segir að jákvæðar breyt- ingar hafi átt sér stað í fisk- neyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18-26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur sé nú meira fyrir fisk og fisk- neyslutíðni hafi aukist nokkuð sem skýrist helst af auk- inni fiskneyslu ut- an heimilis. Lýsis- neysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðist hafa aukist. Í þess- um aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf- tilbúnum réttum. Fréttina og niðurstöður rannsóknarinnar má lesa á www.matis.is. Jákvæðar breytingar RANNSÓKN Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.