Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 64
Tilnefningar til bandarísku Golden
Globe verðlaunanna liggja nú fyr-
ir og í flokki kvikmynda hlýtur
The Artist flestar, eða sex talsins.
Myndin er m.a. tilnefnd sem besta
gamanmynd eða söngvamynd, fyr-
ir besta leikarann í aðalhlutverki,
Jean Dujardin, bestu aukaleikkon-
una, Bérénice Bejo og besta leik-
stjórann, Michel Hazanavicius.
The Descendants og The Help
hlutu fimm tilnefningar hvor.
George Clooney er tilnefndur sem
besti aðalleikari fyrir leik sinn í
The Descendants og leikstjóri
myndarinnar, Alexander Payne,
sem besti leikstjórinn og leikkonur
úr The Help, þær Viola Davis, Oc-
tavia Spencer og Jessica Chastain
hlutu tilnefningar fyrir The Help.
Í flokki bestu dramatísku
kvikmyndanna voru til-
nefndar Hugo, The Ides of
March, Moneyball og War Horse.
Leikkonurnar Kate Winslet og Jo-
die Foster eru tilnefndar sem
bestu aðalleikkonur í gaman- eða
söngvamynd, fyrir leik sinn í Car-
nage og leikarinn Ryan Gosling er
tilnefndur fyrir leik sinn í tveimur
kvikmyndum, Ides of March og
Crazy, Stupid, Love. Af öðrum
kvikmyndum í flokki gaman- eða
söngvamynda eru tilnefndar 50/
50, Midnight in Paris, Bridesmaids
og My Week With Marilyn. Í
flokki sjónvarpsefnis eru m.a. til-
nefndar þáttaraðirnar Homeland,
American Horror Story og Boss í
flokki dramatískra þátta og í
flokki gamanþátta Enlightened og
New Girl.
Verðlaunin verða afhent 15.
janúar og verður gaman-
leikarinn Ricky Gervais
kynnir.
The Artist hlaut sex
tilnefningar til Golden
Globe verðlauna
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Sex hljómplötur hafa verið valdar á
Kraumslistann og fá þar með við-
urkenningu frá Kraumi tón-
listarsjóði í formi kynningar,
plötukaupa og -dreifingar.
Markmið Kraumslistans er að
kynna og styðja við plötuút-
gáfu íslenskra hljómsveita og
listamanna með sérstöku tilliti til
þeirra sem yngri eru og við-
urkenna og vekja sérstaka athygli
á þeim verkum sem skarað hafa
fram úr í gæðum, metnaði og frum-
leika á árinu.
Eftirfarandi plötur eru á listanum
í ár, nafn tónlistarmanns og hljóm-
sveitar birt á undan plötutitli:
ADHD - ADHD2, Lay Low - Brost-
inn Strengur, Reykjavík! - Locust
Sounds, Samaris - Hljóma þú (EP),
Sin Fang - Summer Echoes og Sóley
- We Sink.
Listinn var kynntur við hátíðlega
athöfn í höfuðstöðvum Kraums í gær
að viðstöddum fyrrnefndum tónlist-
armönnum og hljómsveitum.
„Ég kaupi diska af listamanninum
fyrir ákveðna upphæð, þetta hefur
verið upphæð í kringum hundrað
þúsund krónur, og dreifi þessum
plötum áfram, til fólks í bransanum.
Það kemur fólk á Airwaves sem
maður þekkir og hittir og ég er með
mína kontakta eftir að hafa verið að
vinna í plötuútgáfu og síðan er
stjórnin með sína kontakta,“ segir
Jóhann Ágúst Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Kraums, spurður að
því hvað viðurkenningin feli í sér.
Jóhann segir að plötunum sé komið
til fólks erlendis í bransanum, m.a.
skipuleggjenda tónlistarhátíða og
plötuútgáfna og það kynningarstarf
hafi skilað sér.
20 manna dómnefnd valdi plöt-
urnar sex af 20 platna úrvalslista en
dómnefndina skipar fólk sem hefur
mikla reynslu af því að hlusta á og
fjalla um íslenska tónlist á ýmsum
sviðum fjölmiðla.
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Viðurkenning Tónlistarmennirnir sem verk eiga á Kraumslistanum í höfuðstöðvum Kraums í gær.
Kynning erlendis á framúr-
skarandi, íslenskum plötum
Sex hljómplatna Kraumslisti var kynntur í gær Listamaðurinn Úrþöglu kvikmynd-
inni The Artist
sem hlýtur flestar
tilnefningar til
Golden Globe verð-
launanna. Þau
verða afhent 15.
janúar nk.
100/100
„MERRILY OUTRAGEOUS,
OVER-THE-TOP FUN“
-ENTERTAINMENT WEEKLY
88/100
„FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ
HASARATRIÐUM SEM MINNA
EINNA HELST Á LJÓÐLIST“
-CHICAGO SUN TIMES
80/100
„MISSION: IMPOSSIBLE 4 ER SVO VEL
GERÐ AÐ ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HANA
OFTAR EN EINU SINNI TIL AÐ NÁ AÐ
META HANA AÐ FULLNUSTU“
-BOXOFFICE MAGAZINE
NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á S
á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 1.000 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
3D
MÖGNUÐ
ÞRÍVÍDDARMYND
KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
"BESTA MYND SERÍUNNAR."
"SVONA EIGA
HASARMYNDIR AÐ VERA."
H.V.A. - FBL
HHHH
"FLOTTUR HASAR."
H.S.S. - MBL
HHH
"HLÝTUR AÐ TELJAST SÚ
BESTA HINGAÐ TIL"
"FJÖRUGASTA OG
SKEMMTILEGASTA
HASARMYND ÁRSINS"
Þ.Þ. - FT.
HHH