Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Vinsælt á Var Harrý prins með leynivasa? 59 flugmönnum sagt upp störfum Ónýt húð ofurfyrirsætu Vann 26 milljónir Eru Kardashian-systurnar búnar að missa það? Sævar Ciesielski látinn 20.Mögulega stjórnarskrárbrot Fjárlagaskrifstofa segir fiskveiði- frumvörp kunna að fara í bága við stjórnarskrá. 21. Jákvætt hugarfar er lykillinn 105 ára og fer með 84 erinda kvæði eftir minni. 23.Grímsvötnin gretta sig Tífalt öflugra eldgos en það sem varð í Eyjafjallajökli á síðasta ári. Helstu fréttir ársins 2011 Súkkulaði frá Jóa Fel innkallað 24.Öskuskýið breiðir úr sér Talið var að öskuskýið næði til Skotlands undir morgun. 27. Kostnaðurinn 406 milljarðar Sala ríkisins á Íslandsbanka og Arion til þrotabúanna hafði í för með sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð en áætlunin um að ríkið fjármagnaði og eignaðist bankana. 28. Ágreiningur um kvóta vex Forsætisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra í hálfopinberu stríði. Júní 1. „VG eins og gólfmotta“ Óeining innan ríkisstjórnarinnar um stuðning við aðgerðir Nató í Líbíu. 2. Metnir á 200 milljarða Skilanefndir Glitnis og Kaupþings meta eignarhluti sína í Íslandsbanka ogArion banka á 200milljarða króna. 4. Í kapphlaupi við tímann Ekki náðist samkomulag um afgreiðslu stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða. 8. Tilboð um tilslakanir Meirihlutinn lagði fram tilslakanir á litla fiskveiðifrumvarpinu í gær. 11. Eignir frystar í Lúxemborg Rannsóknardómari gaf lögreglunni í Lúxemborg fyrirmæli um að hefjast handa. 14. Skriða hækkana vofir yfir Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að forsendur kjarasamninga kunni að bresta. 17. Áhrif breytinga til hins verra Sérfræðihópur sjávarútvegs- ráðherra gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar í fiskveiðistjórnun. 18. Milljarða framúrkeyrsla Velferðarráðuneytið milljarða umfram fjárheimildir fyrstu þrjá mánuðina. 21. Þolmörkum náð fyrir löngu Þröskuldur olíuverðs við 200 krónur. 22. „Hér hefur vantað lækna árum saman“ Ríkisendurskoðun telur að sjúkling- um á FSA kunni að vera ógnað. 24. Illa ígrundaðar sorpreglur Reykjavíkurborg hefur frestað gildistöku skrefareglunnar þar til í ágúst. 25. Svört staða á bráðadeild Álagsmælir sýnir rautt og svart álagsstig á bráðadeild LSH langtímum saman. 30. Þingið eyði óvissunni Óumdeild mál viku fyrir umræðum um kvótamálin á lokametrum þingsins. Júlí 1. Þriðji hver læknir erlendis Tölur frá Læknafélagi Íslands sýna að 617 íslenskir læknar starfa erlendis á meðan um 1.060 læknar starfa hér á landi. 2. Kjarvalsteikningar finnast Einar sex teikningar eða skissur eftir Kjarval fundust í fornri veiðibók. 4. Ung móðir í gæsluvarðhaldi Ung kona frá Litháen var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Konan sem er 21 árs er talin hafa alið barn sem fannst látið í ruslagámi við hótel á Laugaveginum. 5. Ellefu fluttir á slysadeild Tveir slösuðust alvarlega eftir þriggja bíla árekstur við bæinn Miðhóp í Vestur-Húnavatnssýslu. Í Bandaríkjunum er fjárlagahallinn sem fyrr gífurlegur en allt er í hnút á þingi. Repúblikanar og demókrat- ar ná varla traustu samkomulagi um ríkisfjármál á næstunni en forseta- kosningar verða næsta haust. Hetjur sem aldrei víkja eru þá oft taldar sigurstranglegar en fyrir jól virtust repúblikanar þó reiðubúnir að slaka á ítrustu kröfum sínum. Ríkisskuldirnar eru himinháar en það sjást vonarglætur. Hagvöxtur er mun meiri en í Evrópu, fasteigna- viðskipti hafa aukist eitthvað og at- vinnuleysi minnkar þótt deilt sé um túlkun á öllum tölum og gögnum. Bandarískir bankar eru líka mun betur fjármagnaðir en evrópskir eft- ir rausnarlega aðstoð skattgreið- enda. En útistandandi skuldir þeirra við evrópska banka munu vera alls um 780 milljarðar dollara. Það yrði því reiðarslag fyrir marga þeirra ef evrusvæðið liðaðist í sundur, evr- ópskir risabankar færu á hliðina og heilu þjóðríkin yrðu í reynd gjald- þrota. Vandi Evrópu er sprunga í hagkerfi alls heimsins. kjon@mbl.is Skárra ástand en alls ekki gott Sigurviss? Barack Obama Banda- ríkjaforseti í ræðustól í Washington. Efnahagslegu pólarnir í heim- inum eru enn tveir, Norður- Ameríka og Evr- ópa en Kína sæk- ir í sig veðrið, er nú m.a. stærsti vöruútflytjandi heims. Og verg landsframleiðsla Kína er nú sú næstmesta í veröldinni. ESB-löndin hafa á árinu biðlað ákaft til Kín- verja um aðstoð í hremmingunum, lán og ríkiskuldabréfakaup. Svörin eru stundum blíðleg og uppörvandi - en síðan draga liðsmenn seðla- bankans í Peking úr væntingunum. Gríðarlegu erlendur gjaldeyr- isforði Kínverja (talinn vera yfir 2000 milljarðar Bandaríkjadollara), er að mestu bandarískir dollarar og ríkisskuldabréf. Þeir eiga því enn meira undir því að Bandaríkin komist klakklaust út úr erfiðleik- unum. Annað sem Kínverjar verða að hafa í huga eru merki um vax- andi erfiðleika heima fyrir sem hafa ýtt undir verkföll og aðra ókyrrð. Mikil fasteignabóla gæti sprungið með látum og stöðnun og samdráttur í Evrópu veldur því að allmargar kínverskar verksmiðjur draga nú saman seglin. Lendingin gæti orðið nokkuð hörð þótt fáir spái hruni. kjon@mbl.is Kína varla riddarinn á hvíta hestinum Hu Jintao Kína- forseti. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kreppunni lauk á árinu – eða það héldumargir að myndi gerast, nú biði okkarallra betri tíð með blóm í haga. Öðrunær, við árslok er óvissan vegna rík- isskuldakreppu evruríkjanna 17 og efnahagsmál- anna almennt svo mikil að varað er við enn alvar- legri samdrætti í sumum öflugum Evrópulöndum næsta ár en 2008. Nýrri kreppu. Enn er hlustað á orð Frakkans aldna, Jacques Delors, sem árum saman var forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og hafði geysileg áhrif, hann segir sjálft sambandið vera í hættu. De- lors húðskammaði nýlega leiðtoga þess fyrir að hafa ýtt evrunni úr vör á sínum tíma án þess að koma fyrst á valdamikilli, sameiginlegri yfirstjórn fjár- og efnahagsmála. Í reynd efnahagslegu risa- veldi. En hvað með lýðræðið, vilja kjósendur þessa leið? Bent er á að draumurinn gamli um sameinaða Evrópu í einu stórríki verði varla hespaður af án þess að almenningur í ríkjunum segi já. Eitt sinn var sagt að menn gætu ekki búið til ómelettu úr soðnum eggjum. Þess vegna gætu Evrópuþjóð- irnar, með sín fornu sérkenni og fjölmörgu tungu- mál, ekki fetað sömu slóð og Bandaríkjamenn, blandast og orðið eitt ríki. Hvers vegna klúðruðust efnahagsmálin? Sumir hagfræðingar segja að um sefasýki sé að ræða, úti- lokað sé að skilja viðbrögð markaðanna þessi árin. Hræðsla og hjarðhvöt ráði án þess að raunveruleg- ar forsendur séu fyrir óttanum. Aðrir segja að sviptingar síðustu árin stafi að nokkru leyti af því að búið sé að gera háþróuð verðbréfaforrit að drottnurum markaðanna. Og þau geri oft óskilj- anleg mistök en allir elti þau samt. Enn aðrir fullyrða að evran hafi verið frumhlaup, hún hefði átt að verða síðasta skrefið í sameining- arferlinu. Hagsmunir þjóðanna séu of ólíkir. Og framleiðni á mann og vinnuagi í Þýskalandi séu miklu meiri en á Ítalíu, samkeppnistaðan miklu betri. En ekki megi gleyma að hinir iðjusömu Þjóð- verjar hafi ráðið mestu um gengi evrunnar. Það hafi fyrst og fremst miðast við stöðu þýskra iðnfyr- irtækja en margar aðrar evruþjóðir þurfi lægra gengi til að vera samkeppnisfærar. Fjarstæða sé að Grikkir geti notað sama gjald- miðil og Þjóðverjar og nú sé verið af ganga af þeim dauðum með skuldaklafa og niðurskurði sem þeir geti aldrei risið undir. Um tíundi hver Grikki flutti úr landi 2010, að vísu komu álíka margir innflytj- endur frá bláfátækum grannríkjum til landsins en ljóst er að örvæntingin er mikil. Breski hagfræð- ingurinn Robert Skidelsky segir auk þess að í reynd hafi það ekki verið hallarekstur ríkisins í sumum evrulöndum sem hafi valdið skuldavand- anum heldur ábyrgðarlaust lánafyllirí af hálfu stór- banka. Þar sé rótin. Ríkin hafi svo þurft að skuld- setja sig til að bregðast við samdrætti sem hafi minnkað skatttekjur og aukin opinber útgjöld. Fleira kom auðvitað til í Grikklandi, samstaða var m.a. um að svindla á margvíslegan hátt og fegra bókhaldið, fáir voru því viðbúnir högginu. Vandi Grikkja var þegar orðinn alvarlegur 2010, gríðarleg lán hinna evruríkjanna, sem áttu að tryggja að landið gæti staðið við skuldbindingar sínar, dugðu ekki til. Upplausn varð í stjórnmálum landsins þegar leið á 2011, verkföll lama nú allt at- vinnulífið. Sósíalistinn George Papandreou varð að víkja og loks náðist samkomulag um að reyndur hagfræðingur, sem nýtur trausts hjá ESB- leiðtogum, myndaði samsteypustjórn. Fleiri evrulönd en Grikkland berjast í bökkum og Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, missti völdin í febrúar eftir afhroð í þingkosningum, í mars fór forsætisráðherra Portúgals sömu leið. Enn varð mannfall í nóvember, þá sagði Silvio Ber- lusconi af sér á Ítalíu. Enn engin samstaða um lausnir Mál margra er að í reynd sé fyrst og fremst um að ræða pólitískt ráðleysi Evrópu, ekki efnahags- legan vanda. Þjóðverjar hafni stöðugt kröfum Frakka og fleiri þjóða um að seðlabanki Evrópu gefi út sameiginleg ríkisskuldabréf til að aðstoða ríki í vanda, þ.e. prenti meira af peningum. En hræðsla Þjóðverja við óðaverðbólgu lami alla við- leitni til að leysa málin í stað þess að beita smá- skammtalækningum og Bretar virðist vera á leið úr Evrópusamstarfinu. Hver höndin sé upp á móti annarri. Auk þess vofi stöðugt yfir hætta á að einn eða fleiri af stærstu bönkum álfunnar hrynji en þeir hafa margir lánað ótæpilega til Grikklands og fleiri Suður-Evrópulanda. Undir áramótin ákvað seðlabanki ESB að lána bönkum peninga á afar lágum vöxtum. Bankarnir fengu alls nær 500 millj- arða evra, eftirspurnin var miklu meira en búist hafði verið við. En skuldavandi evrulanda er óleyst- ur og líklega er öruggasta fjárfestingin núna dýr hótel í Brussel; neyðarfundunum er alls ekki lokið. Skipið að sökkva og allir í bátana – en eru þeir til?  Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur yfirgnæft önnur efnahagsmál og fátt um lausnir Reuters Áhyggjur Neglur hafa verið nagaðar á mörk- uðum í London og fleiri fjármálamiðstöðvum. Deilt Barroso (tv.), forseti framkvæmdastjórnar ESB og Cameron, forsætisráð- herra Bretlands. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.