Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Morgunblaðið/Júlíus Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í miðbæ Reykjavíkur fyrsta laugardaginn í ágúst þegar gleðiganga Hinsegin daga fór fram. Fólkið fylgdist með hverjum skrautlega vagninum á eftir öðrum aka hægt inn í miðbæinn. Fjöldi fylgist með gleðigöngu Lögreglunni tókst á nokkrum dögum að upplýsa vopnað rán í verslun Franks Michelsens úrsmiðs á Laugavegi í október. Einn maður var handtekinn vegna aðildar að ráninu og fannst allt þýfið í bíl hans. Þrír komust hins vegar úr landi. Tveir þeirra voru handteknir í Póllandi en sleppt aftur vegna þess að ekki er í gildi framsalssamningur á milli landanna. Frank Michelsen fékk til baka þau 49 úr sem stolið var en þau voru skemmd auk þess sem innréttingar verslunarinnar skemmdust í ráninu. Morgunblaðið/Júlíus Þýfi úr vopnuðu ráni endurheimt Sinfóníuhljómsveit Íslands fékk nýtt aðsetur í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu Hörpu í vor. Gengu hljóðfæraleikararnir með hljóðfæri úr Háskólabíói, þar sem hljómsveitin hefur haft að- setur í fimmtíu ár, og niður að Austurhöfn. Fjöldi listamanna kom fram á opnunartónleikum sem haldnir voru í rauða Eldborgarsalnum í byrjun maí. Morgunblaðið/Ómar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutt í Hörpu Varðskipið Þór, nýtt skip Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í október, eftir rúmlega mánaðar siglingu frá Síle þar sem skipið var smíðað. Þór er fjórða skip Landhelg- isgæslunnar sem ber þetta nafn. Þór kom fyrst til Vestmannaeyja. Þúsundir skoðuðu skipið eftir að það kom til heimahafnar í Reykjavík. Nýja varð- skipið er mun öflugra gæslu- og björgunarskip en þau skip sem Land- helgisgæslan hefur yfir að ráða.Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr Þór kominn til landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.