Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Í landi Úlfarsfells Kl. 15.00 Kjalarnes við Kléberg Kl. 20.30 Suðurfell Kl. 20.30 Í Gufunesi Kl. 20.30 Geirsnef Kl. 20.30 Í Suðurhlíðum Kl. 20.30 Við Ægisíðu Kl. 20.30 Fylkisbrenna við Rauðavatn Kl. 20.30 Laugardalur Kl. 20.30 Ullarnesbrekkur Kl. 20.30 Við Tjarnarvelli Kl. 20.30 Við Skildinganes Kl. 20.30 Á Valhúsahæð Kl. 20.30 Við Sjávargrund Kl. 21.00 Við Dalsmára í Smárahvammi Kl. 20.30 R E Y K J A V Í K MOSFELLSBÆR KÓPAVOGUR GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR ÁLFTANES SELTJARNARNES Norðan við Gesthús Kl. 20.30 Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu2011 Við Gulaþing Kl. 20.30 Stór brenna Lítil brenna Munið að flugeldar eiga ekki erindi á brennurnar! F átt er erfiðara fyrir einstaklinga en að horfast í augu við sjálfa sig. Stundum tekur það fólk nánast alla ævi að ná þeim áfanga á þroskaferli sínum. Hið sama á við um þjóð- ir. Þær geta átt mjög erfitt með að takast á við það sársaukafulla ferli. Sennilega hefur engin þjóð í okkar heimshluta náð meiri árangri í þeim efnum en Þjóðverjar. Þeir hafa skipulega tekizt á við það verkefni eftir heimsstyrjöldina síð- ari að gera upp við fortíðina og þá sér- staklega sögu þriðja ríkisins. Það hefur áreiðanlega verið erfitt fyrir þá sem þjóð en þeir hafa ekki vikizt undan og gengið býsna hreint til verks. Stundum hef ég spurt sjálfan mig, hvern- ig ég hefði brugðizt við, ef ég hefði á æsku- árum alizt upp í Þýzkalandi. Hefði ég hri- árin fyrir hrun um þá stöðu, sem alla vega var byrjuð að vekja alvarlegar spurningar snemma á árinu 2006 og líka frá miðju sumri árið 2007. Hefur einhver orðið var við þær umræður á Alþingi? Finnst engum þingmanni ástæða til að þær fari fram? Ef við horfum til reynslu Þjóðverja ann- ars vegar og Svía hins vegar er því miður hægt að færa sterk rök fyrir því, að við höfum valið þá leið, sem Svíar völdu sér eftir stríð, sem er sú leið að þegja eða þagga niður umræður, hafi einhver reynt að koma þeim af stað. Afleiðingarnar eru tvíþættar. Annars vegar göngum við öll um með þá óþægilegu tilfinningu, að við höfum ekki hreinsað til í eigin ranni. Hins vegar er mikil hætta á því að leikurinn verði endurtekinn. Það mátti sjá tilhneigingu til þess í kringum útboð á hlutabréfum í Högum. Það má líka sjá hversu auðvelt er að falla fyrir freistingum í umræðum um hugmyndir Huang Nubos. Talsmenn ríkisstjórnarinnar boða betri tíð handan við hornið í stað þess að gera það þveröfuga og segja eins og satt er að hún sjáist kannski eftir áratug. Við erum ein bezt menntaða þjóð í heimi. Fáar þjóðir eru jafn vel upplýstar og við. Hvers vegna er þetta svo erfitt? Hvers vegna horfumst við ekki í augu við ástæður hrunsins, fámennið, ættartengslin, hags- munatengslin, klíkuskapinn og eiginhags- munapotið, sem allt átti þátt í að við flut- um sofandi að feigðarósi? Líklega er veruleikinn sá, að ef fram kæmu flokkar og frambjóðendur í næstu þingkosningum, sem töluðu á þennan veg yrðu þeir hinir sömu sendir út í yztu myrkur. Sjálfsblekkingin er bezt! arvíkinganna? Á tímum kommúnismans voru slíkir kallaðir nytsamir sakleysingjar. Það fer ekki á milli mála, að mikil orka hefur farið í rannsókn á hruninu í rétt- arkerfinu. Dómskerfið á eftir að verða upp- tekið af þeim þætti málsins næstu ár. Það uppgjör fer fram fyrir allra augum en hvað um allt hitt? Hafa stjórnmálaflokkarnir gert upp sinn þátt í hruninu? Ég er ekki þeirrar skoð- unar. Ég tel ekki að sá flokkur, sem ég hef fylgt frá æskuárum – Sjálfstæðisflokkkurinn – hafi horfzt í augu við sjálfan sig og sinn þátt í hruninu. Á vettvangi flokksins hafa ekki farið fram þær umræður, sem þar hefðu átt að verða. Það sama á við um aðra flokka. Þó ber að undanskilja Vinstri græna. Þeirra ábyrgð var minnst. Hafa fjölmiðlar gert upp sinn þátt í hruninu? Þar voru margir meðreiðarsveinar á ferð. Það er rík ástæða til að gerð verði ítarleg úttekt á umfjöllun fjölmiðla um alla þætti þess máls á fyrstu árum nýrrar aldar. Hefur háskólasamfélagið horfzt í augu við sjálft sig? Hefur einhver orðið var við það? Í raun og veru er stórmerkilegt að enginn af háskólum landsins hafi efnt til opinna og hreinskiptinna umræðna um þátt há- skólafólks í að móta skoðanir og almenn- ingsálit í aðdraganda hrunsins. Að ekki sé talað um tilteknar afmarkaðar álitsgerðir sem sérfræðingar háskólasamfélagsins létu frá sér fara síðustu misserin fyrir hrun og höfðu að markmiði að sannfæra bæði okkur og aðra um að allt væri með felldu í ís- lenzku bönkunum. Hefur Alþingi gert upp sína sögu í þess- um efnum? Hafa alþingismenn rætt það fyrir opnum tjöldum, hvers vegna litlar sem engar umræður urðu á Alþingi síðustu fizt af Hitler? Hefði ég flotið með straumnum? Ég get ekki fullyrt, að slíkt hefði ekki gerzt og efast um að þeir séu margir, sem geti svarað þessum spurn- ingum neitandi. Svo er önnur þjóð í Evrópu, sem fullyrða má, að hafi ekki horfzt í augu við sjálfa sig og sína fortíð á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Það eru frændur okkar, nágrannar og vinir – Svíar. Þeir voru í raun meðreið- arsveinar þriðja ríkisins. Þeir sáu her- sveitum Hitlers fyrir stáli og margvíslegum vélbúnaði í hernaðartækin, sem notuð voru til að leggja Evrópu undir Þýzkaland. Ein- hverjir kunna að segja að þeim hafi verið vorkunn. Þeir voru innilokaðir. Þeir gátu ekki komið framleiðsluvörum frá sér til annarra þjóða nema með leyfi Þjóðverja. Þeir verja sig með því, að þeir hafi hjálpað Norðmönnum og gyðingum. En þeir ráku líka til baka yfir landamærin Norðmenn sem voru á flótta undan Þjóðverjum. Hafa Svíar gert upp þessa fortíð sína? Nei. Þeir hafa þagað og stundað þöggun. Þeir hafa ekki horfzt í augu við sjálfa sig. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Svía en kannski kunna þeir vel við sjálfsblekkingu. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá hruni má velta því fyrir sér, hvort við Íslendingar höfum að nokkru marki tekizt á við það sársaukafulla verkefni að horfast í augu við sjálfa okkur og gera upp hinar dýpri ástæð- ur hrunsins. Við höfum að vísu skeytt skapi okkar á viðskiptajöfrum og bankajöfrum áranna fyrir hrun – en felst í því eitthvert uppgjör við sjálf okkur? Er kannski hægt að færa rök fyrir því að með sama hætti og Svíar gerðust meðreið- arsveinar Adolfs Hitlers hafi stórir hópar Íslendinga gerzt meðreiðarsveinar útrás- Hefur þjóðin horfzt í augu við sjálfa sig? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.