Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Annað árið í röð máttu Íslendingar þola eldgos með tilheyrandi öskufalli í byggð. Eldstöðin í Grímsvötnum sýndi klærnar í maí og ösku rigndi yfir stóran hluta landsins, allt frá Eyja- fjarðarsveit til Reykjaness og Reykjavíkur. Á helsta áhrifasvæði gossins, á Kirkjubæj- arklaustri og í nærsveitum, var fólk hvatt til að halda sig innandyra þegar verst lét enda sást ekki út úr augum fyrir þykkri öskunni. Þeir sem þurftu að fara út voru með rykgrímur en björg- unarsveitarmenn fóru á milli bæja og dreifðu þeim. Mest voru á annað hundrað björg- unarsveitarmanna að störfum í einu. „Við vissum að það væri að koma eldgos en ekki að það yrði svona slæmt,“ segir Sigurjóna Matthíasdóttir, bóndi á Breiðabólstað á Síðu, en á stóru svæði skall á svartamyrkur að morgni 22. maí. Sigurjóna hafði ásamt syni sínum, Þor- mari Jóhannssyni, sett lambfé út daginn áður og fyrstu viðbrögð voru að reyna að koma því inn aftur. „Fyrst í stað var ekki viðlit að gera neitt úti vegna myrkurs, þannig að við fórum í stað- inn í fjárhúsið til að undirbúa ef rofa skyldi til,“ segir Sigurjóna en það varð henni til happs að Þormar var heima vegna sauðburðarins en hann leggur stund á nám á Hvanneyri. „Það var al- gjör lukka að hafa hann heima, ég hefði lítið get- að gert ein.“ Um leið og rofa fór til hentu þau upp girð- ingum og grindum til að hafa hemil á fénu. Smám saman tókst svo að koma því inn. „Það var mjög skrýtin tilfinning að hlaupa eftir fénu um túnin og sjá sama og ekki neitt. Ég hefði aldrei getað trúað því að ég ætti eftir að upplifa neitt þessu líkt.“ Svartamyrkrið stóð ekki lengi yfir og Sigurjóna náði öllu sínu fé inn, heilu á húfi. Það var ekki alls staðar þannig. Hún segir tjón á nærliggjandi bæjum eigi að síður hafa orðið minna en menn óttuðust í fyrstu. „Sumstaðar drapst eitthvað af fé, frek- ar vegna þess að það hraktist í skurði en að það yrði fyrir ösku. Á einum bæ missti bóndi hross. Menn sluppu þó mikið til með skrekk- inn.“ Minna hey en engin aska í því Tjón varð þó víða á túnum og á sumum bæj- um lítið sem ekkert hægt að heyja vegna ösku. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Það var minna hey en við eigum að venjast en engin aska í því. Við slógum bara hærra en venjulega.“ Spurð hvort bændur í sveitinni séu farnir að búa sig undir enn eitt eldgosið á árinu 2012 svarar Sigurjóna því til að þeir séu vissulega við öllu búnir. „Maður veit hreinlega ekki hverju maður á að trúa lengur en auðvitað vonum við að þessu sé lokið, a.m.k. í bili.“ Sigurjóna er sannarlega reynslunni ríkari. „Fyrst þetta fór ekki verr hefði ég ekki viljað missa af þessari lífsreynslu. Það var merkilegt að kynnast þessu.“ Eins og svo oft þegar vá steðjar að snýr þessi þjóð bökum saman og Sigurjóna segir hjálpina sem bændum á svæðinu var veitt hafa verið ómetanlega. „Það var ótrúlegt hversu fljótt fólk var að bregðast við og samstaðan til mikillar fyrirmyndar. Þessi hjálp verður aldrei fullmetin.“ orri@mbl.is Menn sluppu mikið til með skrekkinn Morgunblaðið/Eggert Lífsreynsla Sigurjóna Matthíasdóttir var öskugrá þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hana á hlaðinu á Breiðabólsstað. „Fyrst þetta fór ekki verr hefði ég ekki viljað missa af þessari lífsreynslu.“ Sigurjóna Matthíasdóttir, bóndi á Breiðabólstað, upplifði svartamyrkur við upphaf eldgossins í Grímsvötnum Gunnar Torfi Benediktsson frá Akureyri lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í október þegar hann neyddist til þess að aka út af Grenivíkurvegi vegna þess að bíll kom á móti honum á öfugum vegarhelmingi. Eftir að bíllinn staðnæmdist á mel neðan við veginn og Gunnar steig út rann bíllinn af stað, fór fram af þverhníptum kletti og lenti í flæðarmælinu, 83 metrum neðar, gjöró- nýtur. Tveir hundar voru í bílnum og fengu ekki einu sinni skrámur! Sá sem var undir stýri á hinum bílnum stað- næmdist ekki heldur hélt sína leið og enn í dag er því ekki vitað hver var þar á ferð. Þetta var um miðjan dag og því bjart. Gunnar Torfi var á heimleið eftir að hafa svipast um eft- ir gæsum. Hann var á Grenivíkurvegi, nokkru norðan við bæinn Yztu-Vík. „Það bjargaði miklu hvað ég keyrði hægt,“ segir hann nú. „Ég varð hvumsa þegar ég sá að bíllinn kom á móti mér og til að forðast árekstur varð ég að keyra út af. Ég hefði ekki boðið í það hvernig hinn bíllinn hefði farið út úr árekstri, þetta var lítil „dós“ en ég var á Nissan pallbíl og hefði ábyggilega orðið allt í lagi.“ Vegurinn liggur um skriður á þessum kafla og neðan hans er melur. „Ef ég hefði ekki farið út af einmitt þarna hefði bíllinn líklega ekki stoppað. En hann stöðvaðist á melnum, ég steig fljótlega út og var að ná áttum þegar ég sá út- undan mér að hann rann af stað.“ Gunnar Torfi tók á rás á eftir bílnum og freistaði þess að stöðva hann með því að hanga í pallinum. „Það þýddi ekkert.“ Hann segist sjálfur ekki hafa verið í neinni hættu á að renna fram af klettinum. „Bíllinn stoppaði fimm til sex metra frá brúninni og var grafkyrr á meðan ég steig á bremsuna.“ Gunnar Torfi varð undrandi þegar hann átt- aði sig á því að hinn bíllinn fór af vettvangi. „Ég sá aldrei nein bremsuljós þannig að hann hægði ekki einu sinni á sér.“ En skyldi hinn ökumaður ekki hafa orðið Gunnars var? „Ef hann sá mig ekki hlýtur hann að hafa ver- ið steinsofandi,“ segir Gunnar en bætir við: „Kannski lá honum svona agalega á …“ Þó telur Gunnar að hinn bíllinn hafi ekki verið á mjög mikilli ferð. Tveir hundar voru með Gunnari Torfa sem fyrr segir. Þeir voru skoðaðir rækilega eftir slysið en sluppu óskaddaðir, sem eigendunum, vinafólki Gunnars, þykir með ólíkindum. Annar hundurinn var Labrador, hinn blanda af Border Collie og Doberman; tíkin Dísa sem enn er í eigu vina Gunnars Torfa. Hann hafði skiljanlega áhyggjur af hund- unum þegar hann sá á eftir bílnum. „Ég var far- inn að undirbúa hvað ég gæti sagt við eigendur þeirra þegar ég sá hundana koma hlaupandi! Lögreglan telur að bíllinn hafi lent á grjóthnull- ungi sem stóð út úr í klettinum á miðri leið, og það hafi dregið töluvert úr hraða bílsins. Við það högg finnst mér líklegt að hundarnir hafi skorð- ast á gólfinu aftan við framsætin.“ Dísa er óhrædd að ferðast með Gunnari Torfa þrátt fyrir óhappið. „Hún horfði svolítið skringilega á mig fyrst þegar ég bað hana að koma upp í annan bíl sem ég á, en stökk svo upp í. Hún treystir manni fullkomlega.“ skapti@mbl.is Horfði á eftir bílnum fram af kletti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sluppu Gunnar Torfi og tíkin Dísa. Gunnar Torfi Benediktsson slapp vel „Aðstæður voru eins slæmar fyrir hífingu í svona skip og þær geta orðið. Skipið var gal- tómt, átti erfitt með stjórn og manni stóð nú ekki á sama þegar maður sá skrúfuna koma alla upp úr,“ segir Viggó Sigurðsson, sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslu Íslands, en hann seig eftir slösuðum skipverja á litháska flutn- ingaskipinu Skalva í aftakaveðri 13. janúar sl. Skalva var statt um 115 sjómílur SV af Reykja- nestá. Mikil ölduhæð var á svæðinu sem gerði aðstæður til björgunar mjög krefjandi, einkum vegna þess hve mikill veltingur var á skipinu. Ástand skipverjans var í upphafi metið svo að kæmist hann ekki undir læknishendur hið fyrsta, kynni hann að eiga það á hættu að missa handlegginn. Síðar kom þó í ljós að meiðsl hans voru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu. Tvær þyrlur sendar Vegna þess hversu langt frá landi hjálp- arbeiðnin barst var ákveðið að senda báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF- LÍF, í verkefnið og segir Viggó þá ákvörðun hafa aukið öryggi við björgunaraðgerðir til muna. „Það sem að gerði það að verkum að manni leið miklu betur var að við vorum með hina þyrluna með okkur líka. Þannig að ef mað- ur færi [í hafið], þá hefði maður björgun. Því þeir á skipinu hefðu aldrei getað gert neitt ef þannig hefði farið,“ segir Viggó. Mjög hvasst var á svæðinu og ölduhæð mikil og telur hann flutningaskipið hafa sveiflast um 10-15 metra í ölduganginum. Til að koma sigmanni um borð þurfti flug- stjóri þyrlunnar, Benóný Ásgrímsson, að fljúga mjög nærri skipinu við hrikalegar að- stæður og segir Viggó það ómetanlegt að reynslumesti flugstjóri Gæslunnar hafi verið við stjórnvölinn. „Eina stundina virtist brúin vera alveg lengst í burtu en inni á milli horfði maður inn um brúargluggana. Þá erum við yfir dekkinu á skipinu, því þeir þurfa að fara inn á dekkið til þess að koma mér niður,“ segir Viggó og bætir við að það sé metið hverju sinni hvort senda skuli lækni niður með sigmanni en í þessari aðgerð fór Viggó einn um borð og hélt hann talstöðvarsambandi við lækni á meðan hann athugaði með ástand og líðan sjómanns- ins. „Elítu-mannskapur“ Að sögn kemst fátt annað upp í hugann en markmið leiðangursins þegar farið er í björg- un. „Ég hugsa bara um einstaklinginn sem ég er að fara að ná í. Það er ekkert flóknara en það. Maður hugsar bara um að klára það verk- efni sem maður er í.“ Þegar sigmaður er send- ur um borð í skip er unnið eftir ákveðnu verk- ferli og viss fyrirmæli gefin til skipstjóra. „Við biðjum um að siglt sé í ákveðna stefnu, helst upp í vindinn. Þyrlan vinnur best upp í vind og þarf að nota minna afl til þess að halda sér. Hann gat snúið [skipinu] upp í vindinn en það var svolítið óútreiknanlegt vegna þess að það var tómt og hann átti erfitt með að stýra. En við vorum með elítu-mannskap í þessu útkalli.“ Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar eru vel þjálfaðar til þess að takast á við krefjandi verk- efni og er óhætt að segja að fagmaður sé í hverju sæti. „Við fljúgum einu sinni á dag og það eru jafnvel tvær til þrjár skipaæfingar í viku. Þetta er það sem að við erum að æfa fyrir. Ef við vinnum ekki sem ein eining gengi þetta ekki upp. Flugstjórinn þarf að vera hárná- kvæmur, spilmaðurinn, sem sér um að slaka mér niður, þarf að vera með samskiptin í lagi til þess að hífingin gangi upp og ég þarf að vera klár á því hvernig ég á að lenda þarna niðri og vera snöggur að losa mig.“ Viggó hóf feril sinn hjá Gæslunni árið 1996 sem afleysingamaður um borð í varðskipinu Tý en síðan þá hefur hann gegnt ýmsum öðrum stöðum. Má þar nefna sem háseti, bátsmaður og innan sprengjudeildar. Þá hefur hann starf- að í þyrlusveit frá árinu 2006. „Á heildina litið held ég að þetta sé eitt besta starf sem maður getur haft.“ khj@mbl.is Sá skrúfuna koma alla upp úr hafinu Nagli Viggó Sigurðsson, sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslu Íslands, seig eftir slösuðum skip- verja á flutningaskipi sem statt var 115 sjómílur SV af Reykjanestá í aftakaveðri. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Viggó Sigurðsson, stýri- og sigmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.