Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 45
b) Þormóður Árni Jónsson
c) Þorvaldur Blöndal
d) Gunnar Nelson
16 Hvaða skóli vann Skrekkþetta árið?
a) Seljaskóli
b) Hagaskóli
c) Árbæjarskóli
d) Háteigsskóli
17 15 metra reglan svokallaðavar sett í Reykjavík á árinu.
Um hvað snýst hún?
a) Að gestir Húsdýragarðsins
megi ekki koma nær dýrunum
en 15 metrum
b) Að börn sem búi lengra en 15
metra frá sínum grunnskóla fái
ókeypis í strætó
c) Að greiða skuli gjald fyrir
ruslatunnur sem standa lengra
en 15 metra frá götu
d) Að saga skuli niður öll tré
sem eru hærri en 15 metrar
18 Sameinuðu þjóðirnar áætlaað tímamót hafi orðið í mann-
fjölguninni í heiminum 31. október.
Hversu margir er talið að íbúar jarð-
ar hafi þá verið?
a) 5 milljarðar
b) 6 milljarðar
c) 7 milljarðar
d) 8 milljarðar
19Eiður Smári Guðjohnsengekk til liðs við gríska knatt-
spyrnuliðið AEK í sumar en hefur
ekkert spilað síðan í október. Hvers
vegna?
a) Hann fær ekki tækifæri hjá
nýjum þjálfara
b) Hann fékk ekki launin sín og
neitar að spila
c) Hann fótbrotnaði í leik gegn
Olympiacos
d) Grísku deildakeppninni var
aflýst vegna ástandsins í
landinu
20Hvað kallast nýjasta Twi-light-myndin?
a) The Twilight Saga: Morning
Gory
b) The Twilight Saga: Breaking
Dawn
c) The Twilight Saga: Roses are
Red
d) The Twilight Saga: Blood
Feud
21Kínverski fjárfestirinn Hu-ang Nubo bættist í hóp Ís-
landsvina á árinu, þótt ekki tækju
allir honum fagnandi. Landnýting á
harðbýlum svæðum er ekki eina
áhugamál Huangs, því hann hefur
getið sér orð sem …
a) Ljóðskáld
b) Fallhlífarstökkvari
c) Jógameistari
d) Knapi
22 Bandarískur læknir vardæmdur sekur um mann-
dráp af gáleysi vegna dauða popp-
goðsins Michaels Jacksons. Hveru
gamall var Jackson þegar hann dó?
a) 40 ára
b) 45 ára
c) 50 ára
d) 55 ára
23 Íslensk badmintonkona er íhópi þeirra 30 bestu í Evrópu
í einliðaleik. Hvað heitir hún?
a) Elsa Nielsen
b) Ragna Ingólfsdóttir
c) Tinna Helgadóttir
d) Katrín Atladóttir
24Hver leikur Galdrakarlinn íOz í uppfærslu Borgarleik-
hússins?
a) Laddi
b) Páll Óskar
c) Sveppi
d) Auddi
25 Forseti Íslands lagði sitt afmörkum í átakinu Ísland –
allt árið. Með hvaða hætti?
a) Hann gerðist verndari Bláa
lónsins
b) Hann aflýsti öllum utan-
landsferðum sínum á árinu og
hélt sig heima
c) Hann hét því að mæta í eitt
viðtal hjá erlendum fjölmiðlum
á dag allt árið til að tala Ísland
upp
d) Hann bauð hópi ferðamanna í
pönnukökuveislu á Bessastöð-
um
26 Bandaríska geimvagninumCuriosity var skotið á loft 26.
nóvember. Hvert var ferðinni heitið?
a) Til Mars
b) Til Júpíters
c) Til tunglsins
d) Til Evrópu, tungls Júpíters
27 Íslenskur fótboltamaðurskoraði 16 mörk í hollensku
úrvalsdeildinni á árinu 2011. Hver
var það?
a) Jóhann Berg Guðmundsson
b) Alfreð Finnbogason
c) Rúrik Gíslason
d) Kolbeinn Sigþórsson
28Hvað heitir nýjasta ung-lingabók
Jónínu Leósdóttur?
a) Fimmtán ára á föstu
b) Upp á líf og dauða
c) Haltu mér, slepptu mér
d) Segðu ekki nei
29 Brotið var blað í sögu Land-helgisgæslunnar þegar nýtt
varðskip, Þór, kom til landsins í
október. Hvar var skipið smíðað?
a) Í Conception í Síle
b) Í Gdansk í Póllandi
c) Í Halifax í Kanada
d) Í Guangzhou í Kína
30 Kaþólska kirkjan tókmerka manneskju í tölu
blessaðra 1. maí. Hver var það?
a) Móðir Teresa
b) Benedikt XVI páfi
c) Stúlka sem sá Maríu mey í
bænum Fatima í Portúgal
d) Jóhannes Páll II páfi
31Hvaða leikmaður karlalands-liðsins í handknattleik var val-
inn í úrvalslið heimsmeistaramótsins
í Svíþjóð í janúar 2011?
a) Alexander Petersson
b) Björgvin Páll Gústavsson
c) Ólafur Stefánsson
d) Snorri Steinn Guðjónsson
32Harry Potter og Dauða-djásnin, 2. hluti, var frum-
sýnd í sumar. Þetta er síðasta mynd-
in í röðinni. Númer hvað er hún?
a) 9
b) 8
c) 10
d) 7
33 Aðgerð sem jarðeðlisfræðivið Háskóla Íslands gekkst
undir á Karólínska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi í sumar og íslenskur
læknir tók þátt í vakti athygli. Hvers
vegna?
a) Íslenski læknirinn fékk þre-
falt hærri laun fyrir að fram-
kvæmda aðgerðina úti en á
Landspítala
b) Aðgerðin var sýnd í beinni
útsendingu á netinu
c) Aðgerðin var sú fyrsta sinnar
tegundar í heiminum þar sem
líffæri úr gerviefnum og stofn-
frumum var grætt í mann
d) Vegna ösku úr Grímsvatna-
gosinu munaði minnstu að hann
missti af aðgerðinni
34 Jarðskjálfti og flóðbylgja íJapan olli mesta kjarn-
orkuslysi í heiminum frá Tsjernobyl-
slysinu. Hvaða ár varð Tsjernobyl-
slysið?
a) 1991
b) 1986
c) 1988
d) 1993
35 Fyrirliði kvennalandsliðs-ins í handbolta missti af
heimsmeistaramótinu í Brasilíu
vegna meiðsla. Hvað heitir hún?
a) Hrafnhildur Skúladóttir
b) Berglind Íris Hansdóttir
c) Rakel Dögg Bragadóttir
d) Sólveig Lára Kjærnested
36 Hvaða frægi sjónvarps-þáttur var tekinn upp að
hluta á Íslandi nú í haust?
a) Modern Family
b) Glee
c) Game of Thrones
d) Mad Men
37 Tveir íslenskir vélhjóla-klúbbar fengu á árinu full-
gildingu hjá alþjóðlegum vélhjóla-
samtökum sem lögregla hefur
skilgreint sem glæpasamtök. Hells
Angels voru fyrri til, en hver eru hin
samtökin?
a) Black Pistons
b) Outlaws
c) Fáfnir
d) Bandidos
38 Zine El Abidine Ben Alihrökklaðist frá völdum
vegna mótmæla sem mörkuðu upp-
haf arabíska vorsins svonefnda.
Hvaða landi stjórnaði hann?
a) Egyptalandi
b) Túnis
c) Marokkó
d) Barein
39 Íslensk körfuboltakona leik-ur með meistaraliði Slóvakíu
í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hver
er það?
a) Margrét Kara Sturludóttir
b) Hildur Sigurðardóttir
c) Helena Sverrisdóttir
d) Birna Valgarðsdóttir
40 Íslensk unglingamynd eftirþau Eyrúnu Ósk Jónsdóttur
og Helga Sverrisson var frumsýnd í
haust. Hvað heitir hún?
a) Hrafnar, rósir og kamilla
b) Mávar, steinar og tré
c) Kaffi, kökur og rokk og ról
d) Hrafnar, sóleyjar og myrra
14
19
45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
KORTIÐ GILDIR TIL
31.01.2012
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
25% AFSLÁTTUR
Á HNOTUBRJÓTINN
1. JANÚAR 2012 KL. 17:30
Í HÁSKÓLABÍÓI
MOGGAKLÚBBUR
Almennt miðaverð 2.500 kr.
Moggaklúbbsverð 1.875 kr.
ATH! Eingöngu er hægt að fá afslátt
með því að kaupa miða á midi.is
Hvernig nota ég afsláttinn?
Farðu inn á midi.is, veldu þér miða til
kaups og í auða reitinn í skrefi #3 sláðu
þá inn eftirfarandi: hnota
Smelltu á „Senda“ og þá sérðu að
afslátturinn kemur inn um leið.
ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en
afsláttur er sýnilega orðinn virkur.
Selt er í númeruð sæti.