Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Morgunblaðið/Júlíus Þingmaður fékk högg á höfuð Eggjum og öðrum matvælum var hent í alþingismenn og aðra sem gengu frá Dómkirkjunni og yfir í Alþingishúsið áð- ur en þingsetning fór fram í haust. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fékk egg í gagnaugað með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Þingmenn komu honum til aðstoðar. Tilfinningaþrungin stund var á bókastefnunni í Frankfurt þegar Sigurður Guðmundsson og Horst Koske hittust í fyrsta skipti. Þeir tóku báðir þátt í hildarleik seinni heimsstyrjald- arinnar. Koske var loftskeytamaður á þýska kafbátnum U-300 sem skaut Goðafoss niður en Sigurður var háseti á íslenska skipinu. Bókin Goðafoss eftir Óttar Sveinsson var kynnt á bókastefnunni þar sem Ísland skipaði heiðurssess. Morgunblaðið/Kristinn Táruðust á bókastefnunni í Frankfurt Fréttamyndir af innlendum vettvangi Gífurlegt eignatjón varð þegar veitingastaðurinn og verslunin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í júlí. Eldtungur og reykjarmökkur stigu til himins eins og eldgos væri í miðjum bænum. Engin slys urðu á fólki og eldurinn náði ekki að breiðast út í nærliggjandi hús. Eftir stendur svöðusár í hjarta Hveragerðis. Ljósmynd/Hafsteinn Jónasson Eden brann til kaldra kola Hringvegurinn á Mýrdalssandi rofnaði við upphaf mikilvægasta ferðamannatím- ans þegar hlaup úr Kötlu tók af brúna á Múlakvísl í byrjun júlímánaðar. Þeir veg- farendur sem höfðu aðstöðu til fóru um Fjallabaksleið og fljótlega var farið að skipuleggja flutning með stórum bílum yfir Múlakvísl. Fólksflutningum var þó hætt um tíma eftir að litlu munaði að stór- slys yrði. Rúta festist úti í ánni og fór á hliðina en farþegunum tókst að komast upp á þak og var bjargað upp í land. Brúarvinnumenn Vegagerðarinnar voru kallaðir úr sumarfríi til að reisa bráðabirgðabrú. Gerðu þeir það á fjórum sólarhringum og var brúin tekin í notkun viku eftir að sú gamla eyðilagðist. Unnið er að undirbúningi smíði nýrrar brúar. Morgunblaðið/Golli Bráðabirgðabrú fljótt í gagnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.