Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Arabíska vorið svonefnda hófst í janúar og varð til þess að fjórir einræðisherrar í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hrökkluðust frá völdum. Mót- mælaaldan hófst í Túnis og varð fyrst til þess að forseti landsins, Zine El Abidine Ben Ali, flúði þaðan 14. janúar eftir að hafa verið við völd í 23 ár. Um 300 manns biðu bana í mótmælunum í Túnis. Fjöldamótmæli á Tahrir-torgi í Kaíró urðu síð- an til þess að Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði af sér 11. febrúar eftir að hafa verið við völd í 30 ár. Herinn tók völdin í sínar hendur og réttarhöld hófust yfir Mubarak í ágúst. Uppreisn hófst í borginni Benghazi í austan- verðri Líbíu 15.-16. febrúar. Árásir öryggissveita einræðisherrans Muammars Gaddafis á óbreytta borgara urðu til þess að Frakkar, Bandaríkja- menn og Bretar hófu lofthernað í Líbíu 19. mars til að framfylgja flugbanni sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hafði sett. Atlantshafsbandalagið tók við stjórn lofthernaðarins 31. mars. Uppreisnarmenn drápu Gaddafi í heimaborg hans, Sirte, 20. október eftir að hafa náð landinu á sitt vald. Gaddafi hafði verið við völd í 42 ár. Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, samþykkti 23. nóvember að láta af embætti eftir margra mánaða mannskæð átök milli öryggissveita og mótmælenda. Hann hafði þá stjórnað landinu í 33 ár. Mótmæli voru kveðin niður í Barein með hjálp sádiarabíska hersins um miðjan mars. Um 30 mót- mælendur biðu bana í aðgerðum öryggissveita. Ekkert lát er á átökum sem hófust í Sýrlandi gegn einræðisstjórn Bashars al-Assads forseta 15. mars. Talið er að minnst 5.000 manns hafi beðið bana í árásum sýrlenskra öryggissveita, þeirra á meðal 300 börn. Mikil óvissa er um hvað tekur við í þessum lönd- um. Íslamski flokkurinn Ennahda fékk mest fylgi í þingkosningum í Túnis 23. október, fékk 89 þing- sæti af 217. Íslamskir flokkar fóru einnig með sig- ur af hólmi í fyrsta áfanga þingkosninga sem hóf- ust í Egyptalandi í desember. Sigur Líbískir uppreisnarmenn fagna eftir að hafa náð Sirte, heimaborg Muammars Gaddafis, á sitt vald í október. Skömmu síðar var Gaddafi drepinn eftir að hafa reynt að flýja frá borginni. Hann var við völd í 23 ár. Reuters Arabíska vorið varð fjórum einvöldum að falli Fallinn Mótmælendur á Tahrir-torgi í Kaíró fagna afsögn Hosnis Mubaraks í febrúar. Ólga Mótmælandi kastar táragashylki sem lögreglumenn höfðu kastað að Egyptum sem efndu til mótmæla í Kaíró gegn egypska hernum í nóvember. Reuters Talið er að um milljón manns hafi safnast saman við götur í nágrenni Westminster Abbey-kirkjunnar í London 29. apríl þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton gengu í hjónaband. Fólkið fylgdist með at- höfninni af skjám utan dyra og fagnaði gríðarlega þeg- ar parið sagði já við altarið. Herflugvélar flugu yfir svæðið og efnt var til mörg þúsund götuteita í tilefni dagsins sem var almennur frí- dagur í Bretlandi. Tugir milljóna manna um allan heim fylgdust með í sjónvarpi og er gert ráð fyrir að um 600.000 erlendir ferðamenn hafi komið til London fyrst og fremst vegna brúðkaupsins. Kjóll Kate þótti mjög glæsilegur og fallegur, en hann var hannaður af Söruh Burton sem starfar hjá Alex- ander McQueen. Vilhjálmur þótti einnig glæsilegur í hárauðum ofurstabúningi. Að sögn varalesara BBC hvíslaði Vilhjálmur að brúðinni á leiðinni að altarinu að hún væri „falleg“. Rómantík Vilhjálmur Bretaprins kyssir Kate sína á svölum Buckingham-hallar eftir að þau voru gefin saman. Reuters Konunglegt brúðkaup í London Tilkynnt var í Norður-Kóreu 19.desember að Kim Jong-il, leiðtogi landsins, hefði dáið tveimur dögum áður vegna „gríðarlegs vinnuálags“. Þessi tíðindi vöktu mikinn ugg í grannríkjunum vegna óvissunnar um hvað tæki við í Norður-Kóreu sem er með fjórða fjölmennasta her heims og ræður yfir kjarnavopnum. Stjórnvöld í grannríkjunum settu heri sína í viðbragðsstöðu og bjuggu sig undir hugsanlega valdabaráttu í klíkunni sem hefur stjórnað Norður- Kóreu í rúma hálfa öld og haldið íbú- unum í einangrun, eymd og volæði. Kim hafði valið yngsta son sinn, Kim Jong-un, sem arftaka sinn. Sérfræð- ingar í málefnum landsins telja að ráðandi öfl fylki sér um arftakann fyrst í stað þar sem þau hafi hag af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Kim Jong-un er þó óreyndur og ekki víst að hann nái fullum tökum á hernum. Grátur og kveinstafir Íbúar Pjongjang virðast vera bugaðir af sorg eftir að tilkynnt var í Norður-Kóreu í desember að Kim Jong-il væri allur. Reuters Dauði Kims Jong-Ils vakti ugg í grannríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.