Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 EFNAHAGSLÍF Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íupphafi ársins sem nú er að líða, birtist fréttí Morgunblaðinu af fundi ríkisstjórnarinnarmeð forystumönnum atvinnulífsins, semvoru að hefja undirbúning að gerð kjara- samninga. „Númer eitt, tvö og þrjú er að koma fjárfestingum aftur af stað,“ sögðu þeir að loknum fundi og bættu við að brýnt væri að ná sátt um stjórn fiskveiða. Ekki þarf djúpa spákunnáttu til að sjá fyrir sér að þessi ársgamla frétt gangi í end- urnýjun lífdaganna eftir áramótin. Innan þriggja vikna ræðst hvort kjarasamn- ingar, sem náðust við nær allt launafólk landsins á árinu, halda eða falla. Þeir hvíla á yfirlýsingu stjórnvalda, sem gaf stór fyrirheit um að örva fjár- festingar, sem nái 350 milljörðum í lok samnings- tímans. Ekki bólar enn á stóru fjárfestingarverk- efnunum. Enn liggur engin sátt fyrir í sjávarútvegsmálinu. Flestum ber saman um að stærsta viðfangsefnið í efnahagslífinu er að liðka fyrir svo fjárfestingar atvinnuveganna fari í gang af alvöru. Undir lok ársins mælist atvinnuleysi yfir 7% og langtíma- atvinnuleysi virðist hafa fest sig í sessi. Útlit er fyr- ir að árið sem er að líða hafi verið næstmesta brott- flutningsár Íslendinga í sögunni. Doði og vantraust er ekki björguleg blanda í samfélagi, sem reynir að rétta úr kútnum eftir áföll kreppunnar. Svartsýni er enn áberandi við upphaf fjórða almanaksársins frá bankahruninu. Könnun sem gerð var í lok október og byrjun nóvember sýndi að aðeins tæpur fjórðungur stjórnenda fyr- irtækja gerði ráð fyrir því að fjárfestingar yrðu meiri í ár en í fyrra. Mörgum hnykkti við þegar lífskjararannsókn Hagstofunnar leiddi í ljós á árinu að 52% heimila sögðust eiga erfitt með að ná endum saman og hafði þeim þá fjölgað frá árinu á undan. Þó vísbendingar hafi komið fram um viðsnúning til hins betra á sumum sviðum, t.a.m. hafi erlend- um ferðamönnum fjölgað um 20% á þessu ári og af- koma sjávarútvegsfyrirtækja sé almennt góð, glíma fyrirtæki og heimili enn við alvarlegustu vandamálin; ofurþungar skuldabyrðar og hindr- anir, sem standa í vegi fyrir því að stórtækar fjár- festingar fari í gang, svo skapa megi ný störf. Ekki bætir úr skák að stjórnvöld og forsvars- menn í atvinnulífinu eru á öndverðum meiði um lykiltölur hagkerfisins, s.s. um hvort hér hafi átt sér stað fjölgun starfa. Ráðherrar halda því fram að til hafi orðið fimm þúsund ný störf frá því að at- vinnuleysið náði hámarki sínu í fyrra. En Samtök atvinnulífsins vísa á Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar, sem sýnir svart á hvítu að störfum fjölg- aði aðeins um 167 á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Öllu jákvæðara er þó að þeim sem eru í fullu starfi fjölgaði um 1.400 og fækkun varð í hópi fólks í hlutastarfi. Samkeppniseftirlitið kynnti sér málin hjá 120 stórum fyrirtækjum á árinu og komst að raun um, að sá vandi sem blasti við atvinnulífinu væri kerf- islægur og djúpstæðari en svo að skemmri tíma hagtölur næðu að endurspegla hann. Í ljós kom að fjárhagsstaða tæplega helmings stærri fyrirtækja var mjög slæm. Nú undir lok ársins standa samanlagðar skuldir heimila og fyrirtækja í 314% af landsframleiðslu. Þær hafa vissulega lækkað en atvinnulífið er enn í viðjum hafta. Fyrstu varfærnu skrefin voru stigin í átt að losun gjaldeyrishafta á árinu og samstarfinu lauk við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Stjórnvöld boða að nú hilli undir efnahagsbata. Spáð er að þegar upp er staðið hafi orðið 2,6% hagvöxtur á árinu. Þetta er þó allt of lítill vöxtur til að standa undir nauðsynlegri fjölgun starfa. Þegar málin eru skoð- uð betur kemur á daginn að einkaneysla er helsti drifkraftur hagvaxtarins. Það er áhyggjuefni ef á bak við aukin útgjöld er ekki varanleg kaupmátt- araukning heldur neyslubóla. Fólk hefur meira fé milli handanna eftir útgreiðslur séreignarsparn- aðar, sem náðu hámarki á árinu og nálgast 67 millj- arða frá mars 2009, vaxtaniðurgreiðslur, ein- greiðslur og kauphækkanir, sem samið var um á vinnumarkaði. Fjárlög næsta árs voru afgreidd með liðlega 20 milljarða halla en markmiðið er dýrkeypt og því aðeins náð með sársaukafullum niðurskurði og fyr- irferðarmikilli skattheimtu. Á seinustu fjórum ár- um voru gerðar vel á annað hundrað breytingar á sköttum atvinnulífs og heimila skv. samantekt Við- skiptaráðs. Sjávarútvegurinn er sem fyrr þýðingarmesta bjargræði þjóðarinnar. Aflaverðmæti jókst um ell- efu milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins en fyr- irtækin í sjávarútvegi lifa í óvissu um framtíð fisk- veiðistjórnunar og treysta sér ekki í fjárfestingar við svo búið. Beðið eftir innspýtingu en einkaneysla dregur vagninn  Árið leið án þess að ráðist yrði í stærsta verkefnið – að örva fjárfestingar og skapa störf Morgunblaðið/Ómar Óvissa Kjarasamningar náðust fyrir allan vinnu- markaðinn en óvissa er þó um framtíð þeirra. Á ís Langtímaatvinnuleysi virðist hafa fest sig í sessi. Enn bólar ekki á stóru fjár- festingarverkefnunum. Morgunblaðið/Golli Vinsælt á AmyWine- house er látin Féll úr rússí- bana og lést Glæsihýsi Lilju Pálma- dóttur í NYTimes Sífellt fleiri risakettir finnast á Íslandi Hvítabjörn skotinn í sumarhúsabyggð Mikil umræða um orð Páls Óskars 6. Mikill halli Tekjujöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 27 milljarða króna á fyrstu fimmmánuðum ársins. 11. Vanda verður til verka Brúnni yfir Múlakvísl var sópað í burtu í öflugu hlaupi og segir vegamálastjóri það taka 2-3 vikur að reisa bráðabirgðabrú. Helstu fréttir ársins 2011 Kynlíf á skrif- stofu OECD 13. Litlu mátti muna í Múlakvísl Nítján manns voru hætt komnir þegar sérútbúin rúta sem notuð var til að ferja fólk yfir Múlakvísl festist í ánni. 13. Magnið var yfirþyrmandi Betur fór en á horfðist þegar gríðarlegur dekkjabruni kom upp í athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. 16. Heilsugæsla nálgast hrun Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur áhyggjur af stöðu mála. Heil kynslóð lækna kann að tapast. 16. Þungt haldinn Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir hnífstungu. 18. Risaköttum fjölgar Sífellt fleiri Íslendingar velja sér ketti af tegundinni Maine coon en þeir verða allt að 10 til 12 kíló að þyngd. 20. Verslunareigendur ósáttir Skiptar skoðanir eru meðal verslun- areigenda í miðbænum þegar kemur að framkvæmd Reykjavíkurborgar á lokun hluta Laugavegar. 23. Martröð í Noregi Þjóðarsorg er nú í Noregi eftir aðminnst sautján féllu í tveimur árásum síðdegis í gær. Ódæðismað- urinn hefur verið nafngreindur sem Anders Behring Breivik. 23. Eldurinn öskraði á fólkið Gífurlegt eignartjón varð þegar Eden brann nánast til kaldra kola en engin slys urðu á fólki. 25. Margra enn saknað Í gær, tveimur dögum eftir að Anders Behring Breivik skaut að minnsta kosti 86 til bana á eyjunni Útey í Noregi, er margra enn saknað. Þegar Breivík hóf skothríð á sumar- búðir ungmennahreyfingar norska Verkamannaflokksins reyndu mörg ungmennanna að synda frá eyjunni og er óttast að mörg þeirra hafi ekki náð í land. Þá féllu að minnsta kosti sjö í sprengingunni í Ósló. 26. Sameinast í sorginni Um tvö hundruð þúsundÓslóarbúar mættu í göngu ímiðborginni til að minnast fórnarlamba Breiviks.Tala hinna föllnu lækkaði eftir að lögreglan tilkynnti að búið væri að staðfesta 68 dauðsföll í og við Útey og í heildina er búið að staðfesta 76 dauðsföll. Enn er fjölmargra þó saknað. 26. Innbúið í Eden ótryggt Innbúið í Eden var ótryggt og rekstrarfyrirtækið hafði ekki rekstrarstöðvunartryggingu. Talsmaður þess telur tjónið hlaupa á tugummilljóna króna. 26.Listaverki stolið Listaverki eftir Steinunni Þórarinsdóttur var stolið í hafnarborginni Hull í Bretlandi. Verkið nefnist För og er tveggja metra há bronsstytta sem vegur yfir 300 kíló. 29.Lést eftir hnífstungu Karlmaður á fimmtugsaldri, sem hlaut lífshættulega áverka þegar hann var stunginn í hálsinn, lést af sárum sínum. Ágúst 1. Ég gæti ekki verið ánægðari Annie Mist Þórisdóttir, 21 árs, vann heimsbikarmótið í crossfit í kvennaflokki, sem haldið var í Los Angeles. 2. Gæslan til bjargar ÁhöfnÆgis, varðskips Landhelgis- gæslunnar, bjargaði 58 flóttamönn- um sem skildir höfðu verið eftir á Radopos-skaga á Krít. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að fjárfest- ingar hafi í heild verið 155 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Atvinnu- vegafjárfest- ingar námu 103 milljörðum króna, skv. töl- um Hagstof- unnar. „Fjárfestingar í heild jukust vissulega frá sama tíma í fyrra, einkum fjárfestingar atvinnuveganna. Þær jukust um 15 milljarða í krónum talið eða um 13%. En þær voru samt helm- ingi minni að raungildi en árið 2008,“ segir Hannes. Hlutfall fjárfestinga í heild af landsframleiðslu var 12,7% á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sem er sama hlutfall og fyrstu níu mánuðina 2010. Hlutfallið er því enn í því sögulega lágmarki sem það náði í fyrra, samkvæmt þessum tölum, og svo lágt hlutfall fjárfestinga sést vart meðal þeirra þjóða sem við berum okk- ur saman við,“ segir hann og minnir á að í viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sl. vor voru menn almennt sam- mála um að fjárfestingar þyrftu að aukast verulega. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki Hannes G. Sigurðsson „Auknar fjárfestingar eru lykillinn að bættum lífskjörum,“ segir Ólaf- ur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. „Til skamms tíma skapa þær aukna atvinnu við fjárfesting- arnar sjálfar og til framtíðar leggja þær grunninn að hag- vexti. Það er því mikið áhyggju- efni að fjárfest- ingar eru í sögulegu lágmarki. Í fyrra námu fjárfestingar aðeins um 13% af landsframleiðslunni og hef- ur þetta hlutfall ekki verið lægra frá lokum seinni heimstyrjaldar. Frá hruni hafa nýjar fjárfestingar ekki náð að halda í við afskriftir,“ segir hann. „Samkvæmt tölum Hagstofunnar hafa fjárfestingar aukist nokkuð það sem af er árinu og er það fagn- aðarefni. Hér verður þó að hafa í huga að um bráðabirgðatölur er að ræða sem gætu breyst og einnig að fjárfestingarnar eru í dag rétt um helmingur af því sem þær voru fyr- ir hrun og í því samhengi er magn- aukningin ekki mikil. Fjárfestingar munu ráða því hversu hratt okkur tekst að vinna okkur út úr efna- hagsvandanum. Það er því for- gangsmál að stuðla að auknum fjár- festingum.“ Hafa ekki náð að halda í við afskriftir Ólafur Darri Andrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.