Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 ÍÞRÓTTIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir nokkrum árum kom þýskur blaða-maður hingað til lands til þess að viða aðsér efni í grein um íþróttir á Íslandi. Eft-ir að hafa fylgst með mörgum íslenskum íþróttamönnum gera það gott í heimalandi sínu ákvað hann að leggja land undir fót og skoða þetta fyrirbæri á norðurhjara veraldar. Land með um 300 þúsund íbúa sem gæfi af sér endalausan straum afreksfólks í hinum og þessum íþrótta- greinum, og um þetta fjallaði hann á mörgum síð- um í sínu blaði. Þar tók hann m.a. Ísland og bar saman við borg í Þýskalandi með svipaðan fólksfjölda. Fyrrverandi höfuðborgin Bonn varð fyrir valinu og kom ekki sérlega vel út. Blaðamanninum tókst með herkjum að finna tvo til þrjá íþróttamenn frá Bonn sem eitt- hvað höfðu getað á landsvísu í Þýskalandi, en taldi upp á móti tugi Íslendinga sem væru vel þekktir í Þýskalandi fyrir íþróttaafrek sín. Glöggt er gests augað. Við áttum okkur ekki allt- af á því sjálf hversu vel þessi fámenna þjóð okkar stendur að vígi í alþjóðlegri samkeppni. Upptaln- ingin í greinunum tveimur hér til vinstri, þar sem aðeins er tæpt á því helsta sem íslenskt íþróttafólk gerði á árinu 2011, myndi sóma þjóð með tíu sinn- um fleiri íbúa. En við erum orðin svo vön þessu og teljum svo sjálfsagt að okkar fólk standi uppi í hárinu á þeim bestu í heiminum að margt af okkar afreksfólki nýtur ekki sannmælis dags daglega. Hvorki hjá al- menningi né hjá þeim sem með valdið fara og fjár- munina. Hér í Morgunblaðinu og fleiri fjölmiðlum hefur að undanförnu verið fjallað mikið um bágan fjárhag íslensks afreksfólks sem fórnar öllu fyrir sína íþrótt og til að koma sér og Íslandi á kortið á al- þjóðavettvangi. Margir hrukku við þegar Hrafn- hildur Skúladóttir, landsliðsfyrirliði í handbolta, fussaði yfir árnaðaróskum frá ríkisstjórn Íslands og sagðist taka við þeim um leið og peningar fylgdu með. Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir lifir á pakkanúðlum í keppnisferðum og fer um allt ein og óstudd í baráttu sinni fyrir því að ná settu marki. Borðtennismaðurinn Guðmundur E. Stephensen er miklu nær þeim bestu í heiminum en staða hans á heimslista segir, en vegna mikils kostnaðar á hann ekki möguleika á að ná þangað sem hann ætti að geta. Skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson, sem var kominn í hóp 50 bestu í heiminum í sinni grein, hætti keppni af fjárhagsástæðum. Júdó- kappinn Þormóður Árni Jónsson er með þrjár milljónir króna á ári í ferðakostnað vegna æfinga og móta erlendis. Þannig mætti lengi telja. Íslenska íþróttahreyfingin hefur skilað óend- anlegu sjálfboðastarfi í gegnum árin og byggist á því að langmestu leyti. Það er sjálfboðavinnan sem hefur lagt hornsteininn að þeim afrekum sem ís- lenskt íþróttafólk hefur unnið fyrr og nú. Hvort sem er innan félaga eða sérsambanda. Öll sú upp- bygging sem þar hefur átt sér stað er landi og þjóð ómetanleg. Hún hefur skilað okkur afreksfólki í íþróttum en það er aðeins toppurinn á ísjakanum. Hún hefur beint gífurlegum fjölda ungmenna á rétta braut í lífinu og veitt þeim uppeldi sem mótað þau og hjálpað til við að gera þau að nýtum þjóð- félagsþegnum. Ekkert slíkt gerist hinsvegar að neinu marki ef ekki er til staðar afreksfólk, íþróttafólk sem nær árangri, ryður brautina og sýnir hve langt er hægt að komast með eljunni og heilbrigðu líferni. Þar eru fyrirmyndir æskunnar. Þess vegna hefur verið dapurlegt síðustu daga og vikur að heyra og lesa frásagnir afreksfólks sem berst í bökkum við að reyna að ná langt í sinni íþrótt, og heyr þar ójafna baráttu við erlenda andstæðinga sem ekkert þurfa fyrir lífinu annað að hafa en að æfa og standa sig. Þetta hvetur ekki íslensku börnin og unglingana til dáða. Þessar frásagnir eru ekki til þess fallnar að auka metnað þeirra og áhuga á að komast á topp- inn. En þær endurspegla raunveruleikann sem af- reksfólkið okkar horfist í augu við á hverjum degi. Hugsjónirnar einar duga ekki lengur þó þær hafi áður fyrr verið allt sem þurfti. Íþróttafólkið þarf líka að eiga fyrir salti í grautinn. Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því hversu mikl- um fjármunum okkar fámenna þjóð getur varið til hinna ýmsu málaflokka. Við höfum séð niðurskurð og sparnað á öllum sviðum, enda oft ekki um annað að ræða. En hvað stuðning við afreksfólkið varðar snýst þetta ekki um viðbótarkostnað, heldur skyn- semi og forgangsröðun. Nú þarf að stokka spilin upp á nýtt og gefa rétt. Nú þarf að stokka spilin upp á nýtt og gefa rétt  Staða íslensks afreksfólks í samkeppninni á alþjóðavettvangi fer stöðugt versnandi Morgunblaðið/Golli Góðar Framganga landsliðskvennanna í hand- bolta vakti athygli á erfiðri stöðu íslensks afreks- fólks í íþróttum. Dýrt Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson er með gíf- urlegan ferðakostnað. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vinsælt á Játar frjálslegt kynlíf „Ég svaf hjá fram- leiðandanum“ Anna Mjöll óskar eftir skilnaði Bannað að búa saman og stunda kynlíf Ólafur Þórðarson látinn Deitar kvennagull en drekkur ekki 29. Breivik ósakhæfur Fjöldamorðinginn Breivik, sem myrti 77 manns í Noregi 22. júlí er ósakhæfur vegna ofsóknar- geðklofa að mati tveggja norskra réttarsálfræðinga. Desember 1. Þrír í gæsluvarðhald LárusWelding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Helstu fréttir ársins 2011 Hópkaupin ekki allra hagur markaðsviðskipta hjá Glitni, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði í verðbréfamiðlun Glitnis, úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. 2. Ekkert dregið úr neyðinni Um 1.400 manns hafa óskað eftir aðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands en meirihluti þess fólks hefur ekki leitað hjálpar áður. 3. Ólga vegna ráðherraskipta Hugmyndir eru á borðinu að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og færa valdsviðið undir fjármálaráðherra. 5. Andlát: Ólafur Þórðarson Ólafur Þórðarson, tónlistar- og útvarpsmaður, lést á Grensásdeild Landspítalans 4. desember, 62 ára að aldri. 10. Vítisenglar stefna ráðherra Vítisenglar hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir meiðyrði en auk hans hafa samtökin stefnt Haraldi Johannessen ríkislög- reglustjóra og íslenska ríkinu. 10. Dæmdseken refsingu frestað Dómur féll í skattahluta Baugs- málsins en í málinu voru Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk fleiri brota. Öll voru þau sakfelld í einhverjum liðum ákærunnar en einnig sýknuð í öðrum. Niðurstaðan; að fresta refsingu og falli hún niður haldi þau almennt skilorð í eitt ár. 12. Milljónatjón hjá RSK Mikið magn vatns tók að flæða um húsakynni Ríkisskattstjóra eftir að loki í brunalögn gaf sig. 13. Fjárhagsleg áhrif óljós Bandormurinn afgreiddur til 2. umræðu úr efnahags- og viðskiptanefnd. Minnihluti gagnrýnir afgreiðsluna og segir tillögur unnar á hlaupum. 14. 523 án atvinnu í þrjú ár Langtímaatvinnulausum fjölgar stöðugt og í lok nóvembermánaðar höfðu alls 523 verið atvinnulausir í þrjú ár eða lengur. 14.Móðirin hvarf í eldhafið Sautján ára piltur brást hárrétt við þegar hann kommóður sinni til bjargar eftir að sprenging varð í etanól-eldstæði á heimili þeirra í Kópavogi. 15. Stefnt vegna Icesave Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið þá ákvörðun að stefna íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum vegna meintra brota gegn EES- samningn- um vegna Icesave-deilunnar. 17. Tillagan rædd á nýju ári Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um niðurfellingu málshöfðunar Alþingis á hendur Geir H. Haarde verður tekin fyrir ekki síðar en 20. janúar næstkomandi. 19. Lárus Welding ákærður Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og einum öðrummanni sem tengist bankanum. Grunur um stórfelld umboðssvik. 29. Drógu úr útgjöldum Hjón með börn drógu úr útgjöldum heimilisins að meðaltali um tæplega 1,9 milljónir á ári á árunum 2008 til 2010. Þetta er samdráttur upp á 22,4%. 30. Mesti snjór í Reykjavík í 27 ár Snjódýpt hefur ekki verið jafnmikil í desembermánuði í Reykjavík frá því að veðurmælingar hófust árið 1921. Klukkan níu í gærmorgun mældist dýptin 33 cm.Til að finna meiri snjó í Reykjavík þarf að fara allt aftur til 5. febrúar 1984 þegar dýpt mældist 43 cm. Árið 2011 var tvímælalaust ár landsliðanna í íslensku íþróttalífi því fimm landslið í knattspyrnu og handknattleik náðu mjög eft- irtektarverðum árangri á al- þjóðavettvangi. Handbolta- landslið karla, undir stjórn Guð- mundar Þ. Guð- mundssonar, hafnaði í sjötta sæti á HM í Sví- þjóð. Til skamms tíma hefðu landsmenn verið í skýj- unum með þann árangur en hann hverfur nú aðeins í skuggann vegna verðlaunasæta liðsins árin á undan. Handboltalandslið kvenna náði 12. sæti í frumraun sinni á HM í Brasilíu og vakti mikla athygli. Stúlknalandsliðið í knattspyrnu, 17 ára og yngri, endaði í fjórða sæti Evrópumótsins sem er besti árang- ur íslensks liðs í fótbolta frá upp- hafi. Piltalandsliðið í knattspyrnu, 21 árs og yngri, var skammt undan og hafnaði í 5. sæti Evrópukeppn- innar. Það var einu marki frá því að fara í undanúrslit og spila um Ól- ympíusæti. Kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk silfurverðlaun á einu sterkasta móti heims, Algarve-bikarnum, stendur vel að vígi í undankeppni EM, og er 15. besta lið heims sam- kvæmt heimslista. vs@mbl.is Fimm landslið gerðu það gott á árinu Guðmundur Þ. Guðmundsson Þó ekkert eitt afrek standi uppúr á árinu 2011 gerðu margir íslenskir íþróttamenn það gott í einstaklings- greinum. Ásdís Hjálms- dóttir hafnaði í þrettánda sæti í spjótkasti á heimsmeist- aramótinu og var örskammt frá því að komast í úr- slit. Kári Steinn Karlsson náði Ól- ympíulágmarki í maraþoni í fyrstu tilraun og tryggði sér keppnisrétt á leikunum í London, eins og Ásdís. Keilumaðurinn Hafþór Harð- arson sló í gegn á Evrópumóti landsmeistara þar sem hann krækti sér í bronsverðlaun. Þormóður Árni Jónsson fékk silf- urverðlaun á mjög sterku heimsbik- armóti í júdó. Ragna Ingólfsdóttir vann eitt al- þjóðlegt mót í badminton og fékk silfur á öðru, og stendur vel að vígi í baráttu um sæti á Ólympíu- leikunum. Íslenskt sundfólk setti fjölda meta og þar er margt ungt og efni- legt afreksfólk að hasla sér völl. Guðmundur E. Stephensen er ósigrandi í borðtennis, jafnt í Hol- landi sem á Íslandi, og er líka með Ólympíuleikana í sigtinu. Fullt af góðum afrekum á árinu Ásdís Hjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.