Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Ham - Svik, harmur og dauði Hljómsveitin Ham sneri aftur og það var eins og hún hefði aldrei farið neitt, hljómaði eins og Ham-liðar hefðu verið að árin öll, sífellt að pæla, semja og spila því Svik harm- ur og dauði er glænýtt stuð, ekki meira af því sama, og sum laganna límast svo við heilann að engið leið er að losna við þau. Í textunum birt- ist líka merkileg sýn á heim- inn, kannski óafvitandi, en Mitt líf er til að mynda stórmerkilegur texti og þarft innlegg í um- ræðu um persónufrelsi: „Það er engin lykt af mér / ég er sá sem enginn sér / láttu mig nú vera / þetta er mitt líf.“ Plötur ársins 2011 Netið færði okkur frelsi og um leið fjöl- breytni; það hefur aldrei verið auðveldara að finna sér forvitnilega tónlist til að kaupa og njóta eins og sjá má á þeim plötum sem Árni Matthíasson nefnir sem plötur ársins 2011. Morgunblaðið/Kristinn Heillandi Árið 2011 var ár Önnu Þorvaldsdóttur og plata hennar Rhízoma var plata ársins. Anna Þorvaldsdóttir - Rhízoma Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur á síð- ustu árum og því hvernig tón- smíðar hennar hafa þróast. Líklega heyrðu flestir hennar fyrst getið þegar verkið Hrím var verðlaunað á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrj- un ársins, en Sinfónían frum- flutti líka verk Önnu í Hörpu í haust og svo kom þessi frá- bæra plata út - 2011 var árið hennar Önnu. Verðlaunaverkið er á þessum diski, heillandi og kuldalegt í senn, hrímþoka á ísi lögðu stöðuvatni, en þunga- miðja plötunnar er Dreaming sem er frábærlega flutt af Sinfón- íuhljómsveitinni og Daníel Bjarnasyni. Plata ársins. Björk - Biophilia Björk Guðmundsdóttir ruddi brautir sem forðum, beitti tækni til að sýna fram á að hún getur verið brú á milli manns og náttúru. Á mögn- uðum tónleikum í Hörpunni runnu sjónræn upplifum og tónlist saman í eitt, en á plöt- unni heyrist vel hvað lögin eru góð og sum með því besta sem hún hefur gert. Platan stendur því sem framúrskar- andi verk, en dugar líka vel til að rifja upp hughrif frá tónleikunum mögnuðu í Hörpu, hvort sem það var í Norðurljósasalnum eða í Eldborginni. Þeir sem aðgang hafa að spjaldtölvu geta svo stigið inn í enn nýja vídd. Ragga Gröndal - Astrocat Lullaby Ragnheiður Gröndal hefur fetað brautina frá djass í balkan- sveiflu í þjóðlagatilraunir og er nú komin í framúrstefnulegt popp. Það er alltaf gaman þeg- ar tónlistarmenn koma á óvart og það gerir hún svo sann- arlega með einkar persónulegri plötu; á stundum er eins og maður liggi á hleri þar sem Ragnheiður er að hjala við sjálfa sig og hljómsveit sína, en síðan koma sprettir þar sem hún opn- ar faðminn og dregur okkut til sín. Á skífunni renna saman ólíkir tón- listarstraumar í magnaða móðu. Útsetningar eru framúrskarandi og spilamennska ekki síður. Mugison - Haglél Mugison er tónlistarmaður árs- ins og fáir listamenn hafa heill- að þjóðina ein rækilega upp úr skónum á síðustu áratugum. Haglél er ekki bara mögnuð metsöluplata heldur líka frábær bræðingur af blúsuðu rokki, þjóðlagastemmningu og hrein- ræktuðum rudda. Þetta er plata sem hristir upp í mönnum og huggar þá, skemmtir og fræðir, vekur og vaggar. Um leið og Mugison tók að syngja á ís- lensku fékk hann Ísland í fangið. Þeir sem fylgst hafa með honum í gegnum árin hissa sig ekki á velgengni hans, en við þá sem eru að uppgötva hann er rétt að segja: Til hamingju. Einar Scheving - Land míns föður Einar Scheving stimplaði sig rækilega inn í íslenskt tónlist- arlíf með frábærri plötu 2007, Cycles. Land míns föð- ur tileinkar hann Árna föður sínum sem lést fyrir fjórum árum, en Árni var einn af helstu tónlistarmönnum þjóð- arinnar um margra ára skeið og gat spilað á hvað sem er. Land míns föður er ekki síður metnaðarfull en Cycles, en talsvert frábugðin þó, eins- konar djass við íslensk ljóð og þjóðlög. Einari leggja lið fram- úrskarandi tónlistarmenn og söngvarar, en yfirbragð plötunnar og heildarsvipur er þó alfarið sprottið frá honum, FM Belfast - Don’t Want to Sleep Fyrsta plata FM Belfast hjlóm- aði nánast sem safnskífa bestu laga, svo oft var maður búinn að heyra lögin á tón- leikum og svo höfðu þau slíp- ast í meðförum sveitarinnar. Að því sögðu þá er Don’t Want to Sleep betri plata, heilsteyptari og fjölbreyttari, og vinnur á við hverja hlust- um. Bestu login á henni eru svo verðandi partísmellir, nefni sem dæmi American sem var eitt af lögum ársins með hárbeittum texta og ómót- stæðilegum takti. og eins upphafslag plötunnar sem gefur óvenjulega stemmningu og leiðir okkur inn í magnaða skífu. Hljómsveitin Ég - Ímynd fíflsins Það er aldrei of oft sagt: Ég er frábær. Kannski ekki allra, enda fara lögin ekki hefð- bundnar leiðir í framvindu, taka oft snúninga og sveigjur sem ekki blasa við í fyrstu hljómunum og sumir kunna ekki að meta sönginn, en Ég er einstök hljómsveit og Rób- ert Örn Hjálmtýsson ein- stakur listamaður. Platan en nokkuð frábrugðin fyrri plöt- um, músíkin lágstemmdari og yfirbragðið angurvært Inntak plötunnar er sú óhamingja sem sprettur af neysluhyggjunni og því er menn missa sjónar á því sem gefur raunverulega hamingju, en skírskotunin er þó víðari. Sóley - We Sink Með ánægjulegustu útgáfum síðasta árs var sex laga plata Sóleyjar Stefánsdóttur, Theater Island. Þó platan hafi verið frumraun Sóleyjar var hún þó sjóuð í tónfræðunum sem liðs- maður Seabear og Sing Fang Bous og kunni sitthvað fyrir sér eins og heyra mátti, Allar þær væntingar sem Theater Island vakti rætast svo á We Sink - tónlistin margslungin, dreymin og heillandi og söngurinn er frábær. Sóley sannar það á plötunni að hún er með eftirtetktarverðustu listamönnum okkar nú um stundir og óhætt að spá henni meiri frama. Það er líka rétt að lofa aðstoð- armenn hennar á skífunni. Lay Low - Brostinn strengur Það er merkilegt í sjálfu sér hvað Lovísa Elísabet Sigrún- ardóttir hefur verið lengi að, ekki eldri en hún er, en enn merkilegra hversu vel það fór henni að breyta um stíl og stefnu. Víst er þetta sú Lay Low sem við þekkjum öll en íslensku textarnir gefa henni annan svip og lögin eru frá- bær. Manni finnst eins og maður sé að kynnast Lovísu upp á nýtt á þessari plötu, að hún syngi af frábæru næmi, hún sýnir aðdáunarverða dýpt í túlk- un sinni á góðlátlegum trega í ljóðum íslenskra kvenna, ekki dimmum trega, heldur góðlátlegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.