Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Árið er liðið og allt það og gott að líta aðeinsyfir síðustu tólf mánuði og sjá hvort ein-hverju markverðu hafi nú ekki skolað tilokkar tónlistarunnendanna. Árið markaðist af nokkrum stórsigrum ef svo mætti segja. Tveir af okkar fremstu dægurtónlist- armönnum fóru í nýjar hæðir með list sína á meðan sá þriðji tók heila þjóð inn á gafl til sín og tókst að bræða steinrunnustu hjörtu – eins og ekkert væri. Ung og efnileg hljómsveit gerði þá samning við er- lendan útgáfurisa og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með því hvernig henni reiðir af á því ári sem nú gengur í garð. Í febrúar gerðust þau tíðindi að Jónsi okkar, söngvari og gítarleikari Sigur Rósar, varð fyrstur manna til að vinna til Norrænu tónlistarverðlauna- nnna eða Nordic Music Prize. Það var plata hans, Go, sem var þar til grundvallar. Um ný verðlaun er að ræða sem sækja fyrirmynd í bresku Merc- uryverðlaunin og voru þau afhent í Osló með pomp og prakt. Jónsi lagði ellefu aðra norræna tónlist- armenn og hljómsveitir með sigrinum, m.a. Ólöfu okkar Arnalds sem var einnig tilnefnd fyrir plötu sína Innundir skinni. Síðar á þessu ári kom svo út plata með tónlist Jónsa við nýjustu mynd stórleik- stjórans Camerons Crowes, We bought a Zoo. Að leiksjóri af þessari stærðargráðu falist eftir kröft- um Jónsa (og láti leikarana hlusta á tónlist Sigur Rósar til að koma sér í gírinn á milli taka) segir ým- islegt um hversu mikla virðingu Jónsi og sveit hans hafa áunnið sér á mögnuðum ferli. Tvær merkar plötur komu svo út um vorið, Arabian Horse með GusGus og Summer Echoes með Sin Fang. Þeim síðarnefnda tókst að gera enn betur en hann gerði á hinni ótrúlegu Clangour frá 2008 og Arabian Horse er líkast til það besta sem GusGus hefur gert á gervöllum ferlinum. Að þessu sögðu var plötuárið í ár einstaklega gott, það besta sem ég hef upplifað í mörg ár. Skoðum þetta bara aðeins. Sólstafir gáfu út bestu plötu sína til þessa, Svarta sanda, og eru að gera strandhögg mikil á er- lendum öfgarokksströndum. Fyrsta plata Sóleyjar, We Sink, sannaði þá að hin stórgóða stuttskífa hennar frá 2010, Theater Island, var engin hunda- heppni. Megas gaf út frábæra plötu með end- urreistum Senuþjófum, (Hugboð um) Vandræði, Mugison gaf út Haglél, sem er eins og í tilfelli Gus- Gus líklega það besta sem hann hefur gert, hin óg- urlega Ham gaf út enn ógurlegri rokkplötu eftir 22 ára bið og svo má lengi telja. Einar Scheving var líka einn þeirra sem bættu um betur með annarri sólóplötu sinni, hinni kynngimögnuðu Land míns föður, og var fyrri plata hans, Cycles, þó ekkert slor. Það kom óvenjulega mikið út af framúrskar- andi plötum í ár og er þetta eigi skrifað í einhverri hysteríu, ég er með listann yfir fyrri ár hérna beint fyrir framan mig. Fleiri afrek voru unnin. Hljómsveitin Of Monst- ers and Men landaði t.d. samningi við Universal Music Group í október, hin goðumlíka Quarashi kom aftur saman í sumar og var tekið opnum örm- um af aðdáendum, gömlum sem nýjum, og vík- ingarokkararnir í Skálmöld skálmuðu um Evrópu í haust á vegum farandhátíðarinnar Heidenfest þar sem hún lék á tugum tónleika fyrir tugi þúsunda rokkþyrstra. Björk okkar Guðmundsdóttir opnaði svo í júlí tónleikaröð í Manchester sem tengdist inn í Bio- philiu-verkefni hennar sem er allt í senn; plata/ „app“/tónleikar/skóli/hugmyndafræði. Á tónleik- unum var spilað á sérstaklega hönnuð hljóðfæri m.a. og Björk hugsaði svo langt út fyrir boxið að fræðimenn eru svona rétt að byrja að átta sig á hverju hún er að koma á braut með þessu einstaka verkefni sínu. Með því hefur hún skipað sér á bekk með helstu byltingarmönnum tónlistarsögunnar, nokkuð sem tíminn mun óhikað leiða í ljós. Íslend- ingar og Bretar hafa nú fengið Bíófílíuna beint í æð, afgangurinn af heiminum bíður með öndina í háls- inum og verður honum sinnt á næstu misserum. Það er þó hann Mugison „okkar“ sem á þetta ár, ekki lengur sonur Súðavíkur heldur sonur alls landsins. Plata hans Haglél hefur hitt gervalla þjóðina í hjartastað og líkt og Björk kann þessi drengur svo sannarlega að hugsa út fyrir boxið. Tónleikar hans í Hörpu, þar sem fólki var boðið að berja hann, sveit hans og vini augum án endur- gjalds, hafa hrært hressilega upp í hugmyndum manna um hvernig hægt sé að lifa á því að vera tón- listarmaður. Heiðarleiki, ástríða, velvild og þjón- usta við tónlistargyðjuna fremur en hinn sívinsæla Mammon borgar sig eftir allt saman. Það sannaði okkar maður í ár með eftirminnilegum hætti. Upp- lífgandi endir á stórgóðu og hreint út sagt æv- intýralegu tónlistarári. „Syngjum lag, spilum spil … þá er gott að vera til“  Íslenska dægurtónlistarárið einkenndist af nokkrum stórsigrum, heima og heiman Tímamót Biophiliutónleikaröð Bjarkar markaði tímamót í tónlistarsögunni að mati sérfróðra. Eining Mugison hélt þrenna tónleika í Hörpu í desember. Hér er hann ásamt konu sinni, Rúnu Esradóttur. Morgunblaðið/Einar Falur Vinsælt á Ólafur Ragnar skipti um skoðun Maður skorinn á háls í Mosfellsbæ Logi gerir sig að fífli Leigðu vændiskonu handa eiginmanninum Dó er hún varð undir legsteini Sjokkerandi myndir af Christinu Aguilera 25. KR-ingar meistarar KR-ingar Íslandsmeistarar í knatt- spyrnu karla í 25. skipti. Þeir urðu líka meistarar á fyrstamótinu 1912. 27. Samúð með löggunni Ríkislögreglustjóri lýsir samúð með lögreglumönnum í launadeilu við ríkið. Um 40 lögreglumenn hafa sagt sig úr óeirðasveitum. 29. Fjölmenn kröfuganga Um 300 lögreglumenn taka þátt í kröfugöngu í til að leggja áherslu á óánægju með úrskurð gerðardóms í launadeilu við ríkið. 29. Stutt stopp Birgir Jónsson hættir eftir 10 daga í starfi forstjóra Iceland Express. 30. Gaf fyrsta sellóið Erling Blöndal Bengtsson sellóleik- Helstu fréttir ársins 2011 Hlegið að Íslendingum ari afhendir Tónlistarsafni Íslands til varðveislu fyrsta sellóið sem hann eignaðist sem barn. Október 1. Árni Þór vankaðist Mikil mótmæli við setningu Alþingis. Ýmsu matarkyns rigndi yfir þingmenn þegar þeir gengu frá Alþingishúsinu að Dómkirkjunni. 3. Tvennu vísað frá Landsdómur vísar frá fyrstu tveimur ákæruliðum af sex í máli saksóknara Alþingis gegn Geir H. Haarde. 3. Söguleg stund í Danmörku Helle Thorning-Schmidt, 44 ára gamall leiðtogi jafnaðarmanna, tekur við embætti forsætisráðherra í Danmörku, fyrst kvenna. 5. Frumkvöðull fellur frá Steve Jobs, stjórnarformaður og einn af stofnendum tölvufyrirtæk- isins Apple, er allur eftir baráttu við krabbamein. 8. Anna benti á Bulger Anna Björnsdóttir, fegurðar- drottning og leikkona, benti FBI, á dvalarstað eins alræmdasta glæpamanns Bandaríkjanna, James „Whitey“ Bulger frá Boston. 9. Segir frá kynferðisofbeldi Sjónvarpsviðtal við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur vekur mikla athygli. Þar segir hún frá kynferðisofbeldi föður síns, Ólafs Skúlasonar biskups. 11. Flautað til leiks í Frankfurt Bókastefnan í Frankfurt, sú þekktasta í heimi, opnuð. Ísland er heiðursgestur á sýningunni í ár. 12. Tvö banaslys Tvö banaslys á Austurlandi; 17 ára stúlka lætur lífið í umferðarslysi á Fagradal og rúmlega fertugur karlmaður í vinnuslysi við höfnina á Djúpavogi. 13. Sextán ára fangelsi Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar Sigurþórsson í 16 ára fangelsi fyrir að verða Hannesi Þór Helgasyni að bana fyrr á árinu. 14. Lagerbäck ráðinn Svíinn Lars Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu. 16. Margrét Lára á toppinn Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðsmiðherji í knattspyrnu á leið til þýsku meistaranna Turbine Potsdam, eins besta liðs heims. 17. Hætta við álver Alcoa tilkynnir að það sé hætt við áform um að reisa álver á Bakka. 17. Vopnað rán Þrír ræningjar ráðast inn í úraversl- unina Michelsen við Laugaveg og tæma skáp sem var fullur af dýrum úrum. 18. Stóra systir stígur fram Neðanjarðarhreyfingin „Stóra systir” afhendir lögreglu höfuðborgarsvæðisins lista með 56 nöfnum, 117 símanúmerum og 29 netföngum karlmanna sem föluðust eftir vændi. 19. Alvarlegt umferðarslys Mjög alvarlegt slys við endur- vinnslustöð Sorpu á Dalvegi í Kópavogi. Gámaflutningabíll tók ólöglega beygju gegn einstefnu og ók yfir hjólreiðarmann. Unfanfarin ár hefur maður merkt vissa þróun hvað Iceland Airwa- ves-hátíðina varðar. Hún er farin að renna fum- lausar og af meiri krafti en áður, allt sem hægt væri að kalla óöruggt krafl þess sem veit ekki alveg upp á hár hvað hann er að gera er fyrir löngu á bak og burt. Þetta er alvöru- dæmi, hátíðin að fullu sambærileg við aðrar viðlíka úti í heimi en um leið er hún með tvö tromp á hendi sem skýra hina miklu ásókn, ekki síst erlendra tónlistaráhugamanna, í hátíðina. Við erum með tónlistina (já, Íslendingar eru einfaldlega að gera frábæra hluti í tónlist) og svo þetta magnaða umhverfi okkar, blessaða náttúruna sem er einstök eins og við öll vitum. Airwaves-hátíðin er óhikað há- punktur ársins hér á landi hvað viðkemur dægurtónlistarmenning- unni og í ár kom Harpan okkar sterk inn í tilkomumikla dagskrá Airwaves. Þar barði blaðamaður t.a.m. augum hina stórgóðu Guðrið Hansdóttur frá Færeyjum og hinn magnaða John Grant frá Banda- ríkjunum. Að samkeyra Bíófílíuna hennar Bjarkar við hátíðina var þá snilldarútspil. Iceland Airwaves aldrei verið betri Frábær John Grant heillaði áheyrendur. Hversu greindan eða smekkvísan sem maður telur sig vera, þá losna fáir við að lenda í hremmingum Evróvisjónfárs- ins. Í ár sendum við út Vini Sjonna, og kom það reyndar ekki til af góðu. Höfundur sig- urlagsins, Sig- urjón Brink, eða Sjonni Brink, varð bráð- kvaddur þann 17. janúar, aðeins 36 ára að aldri. Í stað þess að draga lagið úr keppni ákváðu vinir hans úr tón- listarheimum að flytja lagið. Eftir útsetningaryfirhalningu varð lagið hið burðugasta og flutningur sveitarinnar á laginu var í senn glaðvær, styrkjandi og einlægur. Þjóðin var því komin í mikinn keppnisgír þegar lagið var loks flutt í Þýskalandi í maí. Fleiri en Frónbúar heilluðust af Vinum Sjonna og fór svo að lagið komst upp úr undanriðlinum og í úrslit og var það seinasta lagið sem var lesið upp. „Sjonni stríddi okkur alveg hrikalega þarna í lokin, með því að láta draga okkur upp úr síðasta umslaginu, þegar allt átti að vera búið! Þetta var Sjonni,“ sagði Matthías Matthíasson forsöngvari í fréttaspjalli við Morgunblaðið. Hið alíslenska Evróvisjónfár Gleði Matthías Matthíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.