Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Liturgy - Aesthethica Frammistaða Liturgy á Iceland Airwaves í haust verður lengi í minnum höfð - svartmálms- keyrsla án farða og furðufata, bara grimmdrokk, vísindaleg nákvæmni í frasauppröðun og hraðaskiptingum. Þeir Brook- lyn-félagar, með gítarleikarann og söngvarann Hunter Hunt- Hendrix fremstan í flokki, voru hér staddir til að taka upp breið- skífu í Gróðurhúsinu með Ben okkar Frost við takkana. Veit væntanlega á gott; svartmálmur vel kryddaður af óhljóðum - er hægt að hugsa sér dægilegri blöndu? Vonandi er þetta upphaf nýrrar bylgju svartmálmssveita, en hvað sem því líður þá er hér komin plata ársins. Bill Callahan - Apocalypse Bill Callahan er hættur að kalla sig Smog, en hann er ekki hættur að semja frábær lög eins og heyra má á Apoca- lypse. Textarnir eru aðal Call- ahans, depurðin drýpur af hverju strái, en hvergi er þo vottur af sjálfsvorkunn og þegar grannt er skoða er hann kannnski ekki svo dap- ur eftir allt saman, kannski er hann bara að gera grín að okkur sem hlustum, grín að öllu saman, mætir hafsjó erfiðleik- anna með glott á vör. Á síðustu skífu var mikið í gangi að segja í hverju lagi, en hér er allt lágstemmdara og innilegra fyrir vikið, hann raular, hvíslar og talsyngur. John Maus - We Must Become ... John Maus er sprottinn úr þeirri gerjun sem varð í bandarískri tilraunatónlist á síðasta áratug þegar tilrauna- tónlistarmenn áttuðu sig á því að þeir væru staddir í blindgötu, fundu flóttaleið í þjóðlagatónlist og þvældust svo þaðan í poppið. Á We Must Become the Pitiless Censors of Ourselves fer Maus óvæntar leiðir í laga- smíði sinni, tekur alltaf keld- una frekar en krókinn. Fáum er eins vel lagið að fella svo saman hið fáránlega og hið frábæra – á köflum gapir maður yfir snilld- inni og um leið og maður kímir yfir fáránleikanum. Drake - Take Care Í fyrsta laginu er tónninn gef- inn - hér verður sögð saga manns sem sífellt tekur rang- ar ákvarðanir í ástarmálum, leitar að ástinni á strípubúll- um, dettur í það á stefnumót- um og heldur framhjá við fyrsta tækifæri. Í gegnum skífuna alla glímir Drake við sjálfan sig og bíður ósgur í hverju lagi, snýr hiphophefð- inni á hvolf - í stað þessa að stæra sig og berja á brjóst opnar hann hjarta sitt og sýnir okkur vonskublettina svörtu. Út- setningar eru fjölbreyttar og lögin góð, en textarnir lyfta plötunni svo um munar og gestagangurinn gerir sitt. St. Vincent – Strange Mercy Heimsókn Sufjan Stevens hingað til lands fyrir nokkrum árum er meðal annars minn- isstæð fyrir það þá heyrðu Ís- lendingar fyrst í tónlistarkon- unni Annie Erin Clark sem notar listamannsnafnið St. Vincent. Hún var efnileg þá en á frjóðru breiðskífu sinni, Strange Mercy, er hún komin í fremstu röð sem lagasmiður og flytjandi. Platan er sam- ansafn framúrskarandi laga í skemmtilega fjölbreyttum útsetningum. Textarnir eru líka kapít- uli útaf fyrir sig; allt viðrist slétt og fellt á yfirborðinu en undir niðri kraumar reiði og örvænting sem brýst óforvarandis fram. Tim Hecker - Ravedeath, 1972 Óhljóð eru vandmeðfarin og ekki nema örfáir listamenn sem ná að gera úr þeim eft- irminnilegar tónlist. Kan- adíski tónlistarmaðurinn Tim Hecker hefur sent frá sér margar fínar óhljóðaplötur á síðustu árum, en enga eins skemmtilega og þessa sem varð til í Íslandsheimsókn hans, en þá tók hann upp orgelhljóma í Fríkirkjunni, en ekki síður það sem org- elhljómarnir skilja eftir sig, hvernig þeir hverfa inn í rýmið. Úr þessi smíðaði hann síðan draumkennda óhljóðaklasa. Vert er að geta þess að Ben Frost lagði Hecker lið á plötunni Náttfari - Töfadhd - adhd2 C. Watson - El tren fantasma Peaking Lights - 936 Megas - Hugboð um vandræði Sin Fang - Sum- mer Echoes E. Fullman - Through Glass Rustie - Glass Swords Helgi Jónsson - Big Spring Tómas R. Ein- arsson - Strengur Jay-Z & Kanye - Watch ... The Good Ones - Kigali GP! - Elabórat Þórir Georg - Af- sakið King Creosote - Diamond Mine The Weeknd - House of ... Kyst - Water- works Andy Stott - Pas- sed Me By Nolo - Nology Reykjavík - Loc- ust Sounds Erlendar Við þrösk- uldinn Innlendar The Field - Looping State Of Mind Það er líka kúnst að segja það sama aftur og aftur, að nota sömu laglínuna, sömu lykkjuna í það óendanlega líkt og sænski tónlistarmaðurinn Axel Willner gerir þegar hann setur saman músík undir nafninu The Field. Lögin eru fléttur sem styðjast jafnan við eina laglínu eða svo sem endurtekin er með til- brigðum. Inn í allt saman skýtur Willner svo inn píanói, kontrabassa og lifandi slagverki með frábærum árangri og skirr- ist líka ekki við að nota raddir og mjakar sér fyrir vikið frá hreinu technoi yfir í house- eða jafnvel diskóstemmningu á köflum. Wild Beasts – Smother Það fyrsta sem menn falla fyr- ir er stórbrotin söngrödd Hay- dens Thorpes og þar næst heillast þeir líklega af magn- aðri rödd Toms Flemings enda eru þeir besta söngpar Bretlands nú um stundir. Að- al Wild Beasts er þó tónlistin, hátimbruð og háskaleg í senn, leikhúslegt rokk í hæsta gæðaflokki með æv- intýralegum textum um firr- ingu, ást og kynlíf, kynlíf án ástar og ást án kynlífs – „þorum við að sleikja logann“ spyr Tom Fleming í einu besta lagi plötunnar. Ójá. Shabazz Palaces – Black Up Nú veit ég ekki hvað margir muna þá byltingu sem 10"- röð cLOUDDEAD boðaði á sínum tíma, hvernig sú plötu- röð hristi upp í hiphopinu, ruddi nýjar brautir í efn- istökum og útsetningum. Þótt ekki sé þessi plata eins mikil tíðindi þá fetar Shabazz Palaces sumpart sömu slóð, teygir og togar formið, brýtur það upp og reynir að skapa eitthvað nýtt. Hér er rappað um innviði hjartans og hugans, ekkert mont, engar hórur, engar byssur og ekkert dóp, og taktarnir eru snúnir og flóknir og for- vitnilegir – nýstárleg blanda og hressandi. Freddie Gibbs - Fuckin’ Wit’ Fred Freddie Gibbs hefur verið ið- inn við útgáfu en á þó enn eft- ir að senda frá sér eiginlega breiðskífu. Sú plata sem rat- ar hér inn á lista er lagasafn sem Dj Roc tók saman og dreift hefur verið frítt, níunda slíkt lagsafn sem "kemur út" með Gibbs. Hann er fínn rappari með góða rödd og góðar rímur, en honum er líka vel lagið að vinna með öðrum sem skilar sér frábærlega í hverju laginu af öðru á plötunni. Framundan á árinu 2012 er samstarfsskífa þeirra Madlib og Freddie Gibbs sem verður ef- laust með bestu plötum ársins 2012. Keyrsla Liturgy hélt magnaða tónleika á Airwaves og sendi líka frá sér frábæra breiðskífu með nútímalegum svartmálmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.