Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 MENNING Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Loftið á tónleikunum virtist nánast titra ílifandi þrívídd,“ skrifaði tónlistar-gagnrýnandi Morgunblaðsins, Rík-arður Örn Pálsson, um hljómburðinn og flutninginn á fyrstu tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí í vor. Rík- arður var djúpt snortinn eins og aðrir gestir á tón- leikunum, loksins hafði Sinfóníuhljómsveitin eignast boðlegt heimili, loksins hafði ræst draum- urinn um tónlistarhús þjóðarinnar, draumurinn sem hafði verið svo fjarlægur árum saman. Umsögn sína um tónleikana, þar sem hljóm- sveitin undir stjórn Vladimirs Ashkenazy fór á kostum, rétt eins og einleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, endar Ríkarður Örn á þeim orðum sem hann segir hafa leikið á vörum tónleikagesta í hléi: Til hamingju! Það var ógleymanlegt að vera viðstaddur þessa fyrstu tónleika í Hörpu, viðstaddur það sem gestir höfðu á tilfinningunni að væri nýtt upphaf fyrir ís- lenskt tónlistarlíf. Vissulega má segja að Harpa sé allt of stór, og hún er dýr. En hún er komin til að vera, glerhjúpurinn er að sanna sig nú í skammdeginu sem sannkölluð gersemi – en mestu máli skiptir að Eldborg er frábær tónleika- salur. Ekki bara fyrir klassík, heldur hljómaði fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar líka vel (þótt skortur á sviðsdyrum og sviðsbúnaði þrengi verulega að möguleikum í uppfærslum). Og rokk- ið fyllir líka glæsilega upp í eldrauðan salinn. Það sýndi Mugison eftirminnilega fram á fyrir jól. Íslenskar bókmenntir í útrás Opnun Hörpu var stór viðburður í íslensku menningarlífi og mun án efa hafa jákvæð áhrif á tónlistarlífið hér um komandi ár. Að sama skapi var þátttaka Íslands, sem gestaþjóð á bóka- kaupstefnunni í Frankfurt í haust, merkilegur viðburður í íslensku menningarlífi. Sú þátttaka var ákveðin staðfesting á stöðu íslenskra bók- mennta í víðara samhengi en við sjáum alla jafna hér heima; íslenskir rithöfundar eru nefnilega í vaðandi útrás, og henni jákvæðri hvernig sem á er litið. Sú útrás getur ekki gert annað er styrkt ímynd landsins og íslenskrar sköpunar. Sá hópur fólks sem stóð að undirbúningi þátt- tökunnar í Frankfurt, undir stjórn Halldórs Guð- mundssonar, vann auðsýnilega þrekvirki. Fyrir utan að stuðla að sýningum á íslenskri myndlist, leikritum og dansi í sölum borgarinnar komu út á þýsku um 200 bækur eftir íslenska höfunda eða um Ísland á einn eða annan hátt. Þar á meðal eru nýjar þýðingar á Íslendingasögunum og á verkum flestra mikilvægustu samtímahöfunda okkar. Þessar bækur voru í kastljósinu á bókasýning- unni, á glæsilega hönnuðu sýningasvæði Íslands. Þessi innrás á þýska bókamarkaðinn hefur áhrif víðar; í kjölfarið hefur verið samið um þýðingar á mörgum bókanna á önnur tungumál en þýsku. Svo er líka spurning hvort jákvæður krafturinn og spennan, sem byggðist upp í íslenskum bók- menntaheimi fyrir þátttökuna í Frankfurt, hafi ekki haft jákvæð áhrif á bókaútgáfuna hér á landi í ár. Að minnsta kosti virðast gagnrýnendur sam- mála um að flóðið hafi skilað fleiri góðum bókum til lesenda að þessu sinni en mörg síðustu ár. Stefnur í myndlistinni útskýrðar Þriðji stóri viðburðurinn í íslensku menningar- lífi á árinu sem er að líða og nauðsynlegt er að minnast á er útgáfa Íslenskrar listasögu í fimm bindum. Eftir fjórtán ára vinnu fjórtán höfunda kom þetta stórvirki loks út, í ritstjórn Ólafs Kvar- an, og var orðin mikil þörf á. Óhætt er að fullyrða að almenningur sé grátlega illa að sér um stefnur og strauma í íslenskri myndlist og jafnvel um helstu myndlistamenn þjóðarinnar. Það hefur op- inberast ítrekað á liðnum árum þegar meint gáfnaljós mæta til leiks í spurningakeppnum í sjónvarpi og eru vel að sér í öllu – nema myndlist. Þar gata þeir á einföldustu spurningum um lista- menn eins og Kristján Davíðsson, Gunnlaug Scheving og Helga Þorgils, mikilvægt fólk sem mótar menningu okkar og bregst við henni, á meðan gáfnaljósin leggja á sig að þekkja embætt- ismenn sem mæta í vinnu sína, eins og þeim ber. Þótt gallar séu á hluta fjórða bindis Listasög- unnar og því fimmta, enda umfjöllunin of nálægt okkur í tíma til að vera „saga“ í hefðbundinni merkinu heldur frekar viðbrögð við hræringum í núinu, þá er þetta vandað og vel skrifað verk um strauma og stefnur sem almenningur, sem fræði- menn, ættu að lesa og njóta. Tónahöll, útrás bókmennta og listasaga – loksins  Loksins eignaðist þjóðin tónlistarhús  Listasaga ætti að bæta úr þekkingarskorti Morgunblaðið/Kristinn Á bókasýningunni Um 200 bækur eftir íslenska höfunda eða um Ísland komu út á þýsku í haust. Vígslutónleikar Víkingur Heiðar Ólafsson lék undir stjórn Vladimirs Ashkenazys á opnunartónleikum í Hörpu. Morgunblaðið/Ómar Vinsælt á Segir að Jón hafi verið klæddur eins og gömul kona Ól barn hlekkjuð við rúm Einkaþjálfari Halle Berry leysir frá skjóðunni Glerhjúpur Hörpu tendraður Salma Hayek í hjólastól Átti 14 ára kærustu! 5. Hundruð mála í athugun Átak gegn svartri atvinnu sýnir að of margir eru ekki á staðgreiðsluskrá. Svört vinna virðist vera vaxandi vandamál. 8. Norðurlandameistarar Íslenska U-17 ára landsliðið í knattspyrnu karla tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn þegar það lagði Dani í úrslitaleik á Þórsvelli. 9. Eins og ef Clapton héldi gítarnámskeið á Íslandi Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark, einn virtasti heimildamynda- ljósmyndari samtímans með ljósmyndanámskeið í Myndlistar- skóla Reykjavíkur. 10. Glæpahópar og skríll Yfirvöld stórfjölga lögreglumönnum Helstu fréttir ársins 2011 Beraði brjóst í beinni á götunum til að binda enda á óeirðir sem hófust í London en hafa breiðst út til annarra borga í Bretlandi. 15. Fyrstur Íslendinga Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, fyrstur Íslendinga til að spila á bandarísku PGA-mótaröð- inni í golfi. 20. Metfjöldi í maraþoni Alls höfðu 12.128 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu þegar skráningu lauk. 22. Torfhildur Torfadóttir Torfhildur sem þá var elsti núlifandi Íslendingurinn, lést 107 ára að aldri,. 23. Klettaskóli settur í fyrsta sinn Klettaskóli settur formlega í Perlunni, eini skóli landsins ætlaður þroskahömluðum. 26. Hilmar hættur sem rektor Hilmar Oddsson hættir sem rektor Kvikmyndaskóla Íslands. 29. Kaþólska kirkjan skipar rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd skipuð til að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana á hendur starfsmönnum um kynferðisbrot og önnur ofbeldisbrot. 30. Stjarnanmeistari í fyrsta sinn Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu 2011, fyrsti titill félagsins í meistaraflokki. 31. Lögreglan beitti valdi Lögreglan beitti valdi við að koma um 20-30 liðsmönnum Heimavarn- arliðsins frá húsi við Breiðagerði í Reykjavík þar sem reynt var að koma í veg fyrir útburð íbúa. September 2. Af þingi í heimspeki Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþing- ismaður og fv. ráðherra, ákveður að hætta á þingi. 2. Nýtt athvarf opnað Nýtt kvennaathvarf fyrir konur á leið úr vændi ogmansali opnað í Reykjavík. 4 Stjórnvöld beygðu sig Íslensk stjórnvöld beygðu sig fyrir ofbeldi af hálfu Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í viðtali á RÚV. 9. Deilt um tilgátuhús Deilur spretta upp vegna byggingar Þorláksbúðar í Skálholti, tilgátuhúss við hlið Skálholtskirkju. 17. Glæsilegur sigur Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu vinnur glæsilegan sigur, 3:1, á sterku liði Noregs í undanriðli Evrópumótsins á Laugardalsvelli. Þetta er einn merkilegasti sigur liðsins frá upphafi. 20. Skák en ekki og mát Tíu erlendir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar ganga til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. 23. Manngerðir jarðskjálftar Á annað hundrað manngerðir jarðskjálftar í dag í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. 23. Lögreglumenn reiðir Lögreglumenn eru gríðarlega óánægðir með niðurstöðu gerðar- dóms í launadeilu þeirra við ríkið. Opnun Hörpu var stórviðburður, og í raun og veru ekki seinna vænna. Við þurftum á þessu húsi að halda til að bæta geð okk- ar aftur,“ segir Guðmundur W. Vilhjálmsson, for- maður Kamm- ermúsíkklúbbs- ins. Barátta hans og annarra áhugamanna fyr- ir tónlistarhúsi í Reykjavík var orðin löng. „Eldborg hefur svo sannarlega staðist alla drauma. Þar er maður eiginlega inni í tón- unum þegar þeir berast.“ Hann seg- ir að með þessum tónleikasal hafi draumarnir ræst, og gott betur, „því fæst okkar hafa heyrt svona full- komnum. Aðsóknin á tónleika í Eldborg virðist hafa verið framar öllum von- um; aukningin hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni mun vera um sjötíu pró- sent. Þetta veitir fleiri aðgang að dýrðinni“. Tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins eru vanalega í Bústaðakirkju, verða þeir fluttir í Hörpu? „Lokatónleikar þessa starfsárs verða í Hörpu,“ segir Guðmundur. „Það verða einir tónleikar til prufu og eftir það verður ákvörðun tekin, hvort framhald verður á.“ „Eldborg hefur svo sannarlega staðist alla drauma“ Guðmundur W. Vilhjálmsson Mér finnst hafa tekist afskaplega vel til með þátttöku okkar í Frankfurt,“ segir Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfunda- sambandsins, en bókum hennar hefur verið tekið fagnandi í Þýska- landi, eins og verkum annarra íslenskra höf- unda. „Við vorum innilega glöð yfir því hve allt gekk vel. Þetta var eins og vikulöng þjóðhátíð – mikill sigur. Rithöfundasambandið mætti vel undirbúið til leiks. Kynnti öflugt starf íslenskra höfunda og svaraði spurningum. Það var kærkomið tækifæri og skemmtilegt.“ Fyrirfram átti Kristín ekki von á því að svona margar íslenskar bæk- ur og rit tengd Íslandi kæmu út ytra. „Við bjuggumst kannski við rúmum helmingi, en aldrei í lífinu svona góðum viðbrögðum. Það eina sem olli mér vonbrigðum var hve fáar íslenskar barnabækur voru gefnar út, samt var unnið að því hörðum höndum. Nú eru þó teikn á lofti um að messan hafi kom- ið hreyfingu á og Guð láti gott á vita!“ Þýskalandsmarkaður er afar mikilvægur hvað varðar útgáfu bóka í öðrum löndum. „Ef höfundar komast inn á Þýskalandsmarkað þá komast þeir inn víðar,“ segir Kristín vongóð. „Var eins og viku- löng þjóðhátíð“ Kristín Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.