Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 2
INNLENT Pétur Blöndal pebl@mbl.is Því miður eru allar línur enn uppteknar.Símtölum verður svarað í réttri röð.“Þannighljóðar vinaleg kvenmannsröddá símsvara Vinnumálastofnunar í árs- lok. Síðan tekur við lö-öng bið. Atvinnuleysi hér á landi náði nýjum hæðum eftir bankahrunið í október 2008 og hefur farið hækkandi síðan. Á þriðja ársfjórðungi 2011 var atvinnuleysi 5,9% og voru 10.700 án vinnu og í at- vinnuleit, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Segja má að tölur um atvinnuleysi hér á landi hafi nálgast það sem gengur og gerist í Evrópu og vekur það ótta hjá sumum um að atvinnuleysið verði viðvarandi. Á evrusvæðinu var atvinnuleysi 10,3% í október og vekur athygli að það var hærra en innan Evrópusambandsins, en þar var það 9,7%. Þá er það litið alvarlegum augum að langtíma- atvinnuleysi hefur aldrei verið meira hér á landi, nokkuð sem löngum var óþekkt fyrirbæri hér á landi. Enda hefur verið lögð áhersla á það af stjórnvöldum í gegnum tíðina að halda háu at- vinnustigi, jafnvel þó að það kosti verðbólguskot. Það segir sína sögu að þeir sem glíma við lang- tímaatvinnuleysi og hafa verið frá störfum í tólf mánuði eða lengur voru framan af þessum áratug Atvinnuleysi eftir aldri og ársfjórðungi 2007-2011 Atvinnuleysi á Íslandi 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% A N A N A N A N A N A N A N A N A N A N A N A N 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 1 2 3 4 2003 1 2 3 4 2004 1 2 3 4 2005 1 2 3 4 2006 1 2 3 4 2007 1 2 3 4 2008 1 2 3 4 2009 1 2 3 4 2010 1 2 3 2011 M.v. apríl og nóvember frá 1991 til 2002 M.v. hvern ársfjórðung 2003 til 2011 1,9% 5,9% 9,1% 1,8% 4,1% 5,8% Hlutfall 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1 2 3 4 2007 1 2 3 4 2008 1 2 3 4 2009 1 2 3 4 2010 1 2 3 2011 16-24 ára 25-54 ára 55-74 ára Atvinnulausir eftir lengd atvinnuleitar 2007-2011 Fjöldi (þús.) 14 12 10 8 6 4 2 0 1 2 3 4 2007 1 2 3 4 2008 1 2 3 4 2009 1 2 3 4 2010 1 2 3 2011 Ár eða lengur 6-11 mán. 3-5 mán. 1-2 mán. um 200 manns ár frá ári, en sú tala var komin í 3.100 eða 29,1% atvinnulausra á þriðja ársfjórð- ungi 2011. Lengi vel var mælikvarðinn á lang- tímaatvinnuleysi hér á landi að vera án vinnu í sex mánuði, þar sem þeim var ekki til að dreifa sem höfðu verið lengur án vinnu. Ef það fólk er talið með, þá hækkar talan í 42,5% eða 4.500 manns. Fólksflótti og fleiri í hlutastörfum Ef rýnt er í tölur frá Hagstofunni er greinilegt að atvinnuleysið er að nokkru leyti falið. Það spil- ar til að mynda inn í að fleiri hafa flust af landi brott en til landsins undanfarin ár. Árið 2009 fluttust 4.835 fleiri til útlanda, í fyrra munaði 2.134 og þegar á þriðja ársfjórðungi þessa árs höfðu 2.210 umfram aðflutta horfið frá Íslandi. Ekki er óvarlegt að álykta að fólksflóttinn sé að miklu leyti sprottinn af þrengingum á íslenskum vinnumarkaði. Á móti kemur að það er einn kost- urinn við frjálst flæði vinnuafls að það leitar þangað sem verkefnin eru, en auðvitað er það óæskileg þróun að geta ekki haldið fólki sem er eftirsótt utan landsteinanna. Atvinnuþátttaka á Íslandi hefur sögulega alltaf verið í kringum 80% og þrátt fyrir að hún hafi dregist saman, þá er hún enn mun meiri en al- mennt í Evrópu. Fyrirtæki hafa hinsvegar brugð- ist við samdrætti með því að draga úr yfirvinnu eða fella hana alveg niður og minnka við fólk vinnu og komast þannig hjá uppsögnum. Einn mælikvarðinn á atvinnuleysi, sem æ meira er horft til í vinnumarkaðskönnunum, er fólk sem er þvingað til að vera í hlutastarfi, þrátt fyrir að það vilji vinna meira. Skýr vísbending um þessa þróun hér á landi er að hlutfall starfsmanna í fullu starfi hefur lækkað verulega og hlutastörfum fjölgað á móti. Þá hefur vinnustundum í hverri viku fækkað að meðaltali um þrjár á hvern starfsmann frá því sem áður tíðkaðist og haldist þannig árin 2009 til 2011. 4.100 til viðbótar atvinnulaus Síðasta ársfjórðung fyrir hrun árið 2008 voru 183.800 starfandi á vinnumarkaði en sá fjöldi hef- ur farið niður í 171.800 á sama fjórðungi þessa árs. Þegar rýnt er í tölur um atvinnuþátttöku má ekki gleyma því að fólki fjölgar í landinu, þó að flutningsjöfnuðurinn sé óhagstæður. Af fólki sem er utan vinnumarkaðar hér á landi og fellur ekki undir skilgreiningu Hagstofunnar á atvinnuleysi er athyglisvert að á fjórða fjórðungi þessa árs skilgreindu um 9,6% eða 4.100 manns sjálf sig sem atvinnulaus. Ástæðurnar geta verið margþættar, ef til vill geta þau ekki hafið störf innan tveggja vikna eða eru ekki í virkri leit að at- vinnu. Fjölgað hefur verulega í þessum hópi á undanförnum árum, árið 2008 voru það 1.100, árið 2009 hafði fjöldinn tvöfaldast í 2.300 og árið 2010 fór hann aftur nálægt því eða í 3.900. Skýtur atvinnuleysið rótum?  10.700 án atvinnu  3.100 til langs tíma  4.100 í viðbót segjast atvinnulaus 2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Vinsælt á Sigurjón Brink bráðkvaddur Týnd stúlka finnst eftir 25 ár Brjóstin héldust varla í kjólnum 29 ára afi Lést eftir fyrsta kossinn 17 ára en klædd eins og fatafella Janúar 3. Færa verksmiðju í heilu lagi Stefnt er að því að ljúka fjármögnun innan þriggja mánaða á kaplaverk- smiðju, sem flytja á frá Noregi og reisa á Seyðisfirði. 6. Mesta viðurkenningin Alexander Petersson, landsliðs- maður í handknattleik, var kjörinn íþróttamaður ársins með 307 stig af 420 mögulegum. Helstu fréttir ársins 2011 Hildur og Linda umVIP- partíið - Lilja bakkar út 11. Enn tekist á hjá VG Engin niðurstaða um helstu ágreiningsmál Vinstri grænna varð á sjö og hálfrar klukkustundar löngum fundi þingflokks VG. 12. Óttast ekki að allt verði í rusli Breytingar á sorphirðu í Reykjavík eiga að skila 115 til 116 milljónum króna á ári. Eftir 1. apríl verða tunnur aðeins sóttar 15 metra frá sorpbíl gegn árlegri greiðslu. 14. Sigurjón handtekinn Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var yfirheyrður ásamt fjórum öðrum.Var jafnframt farið fram á gæsluvarðhald yfir Sigurjóni og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi yfirmanni í bankanum. 15. Upplausn í Túnisborg Forseti Túnis hrökklaðist frá völdum eftir götumótmæli, sem hafa kostað tugi manna lífið. 18. „Þetta er mikið reiðarslag“ Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi á Flateyri var lýst gjaldþrota. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar kvaðst vonast til að fiskvinnsla hæfist á Flateyri að nýju. 19. Biðin lengist á BUGL Bráðamálum fjölgar og biðlistar lengjast á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. 20. Grunsemdir um njósnir Fartölvu var komið fyrir í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis í Austurstræti. Tölvan var útbúin til að geta brotist inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. 26.Ógild kosning Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka á framkvæmd. 28.Unga fólkið rís upp Tugir þúsunda Egypta nota sér sam- skiptavefi á netinu til að skipuleggja mestu götumómtæli í landinu frá „brauðóeirðunum“ árið 1977. Febrúar 3. Telja samninga til góðs Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd styðja fyrirliggjandi samninga í Icesave-deilunni. 4. Ólga vegna Icesave Óánægja er innan Sjálfstæðis- flokksins með afstöðu þingmanna flokksins sem styðja Icesave- frumvarpið. 7. 67milljarðar króna fyrir jólin Samkvæmt opinberum tölum Seðlabankans, var heildarkorta- veltan nærri 67 milljarðar króna í desember. 8. Skipulögð þjófagengi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér nú fleiri dæmi en áður um skipulagða þjófaflokka sem vinna saman að innbrotum. 10. Flytja til útlanda Skattahækkanir og skattalaga- breytingar hafa áhrif á hegðun fólks og eru dæmi um að fólk og fyrirtæki flytji úr landi til að minnka skattbyrðina. 11. Elsti umsækjandinn 95 ára 1. febrúar höfðu borist alls 1.986 umsóknir til umboðsmanns skuldara. Flestir eru á miðjum aldri, en 95 reyndust 65 ára eða eldri og sá elsti 95 ára gamall. 12. Fólkið fagnaði Egypski þjóðfáninn var áberandi í mannfjöldanum sem fagnaði afsögn Hosni Mubaraks sem sagði af sér sem forseti Egyptalands eftir 30 ára valdatíð. Mótmælendur höfðu krafist afsagnar hans í 18 daga. Ekki er hægt að alhæfa um áhrif langtímaatvinnuleysis á fólk sem í því lendir, að sögn Hrafnhildar Tómasdóttur, sviðsstjóra yfir ráðgjafar- og vinnumiðl- unarsviði Vinnu- málastofnunar. „Auðvitað er það einstakl- ingsbundið og fer eftir því hvað fólk gerir á þessum tíma,“ segir hún. „Maður skyldi því var- ast að draga of sterkar ályktanir.“ En Hrafnhildur segir þó fulla ástæðu til að bregðast við þeim aðstæðum sem upp eru komnar, þar sem Íslendingar horfast í fyrsta skipti í augu við langtíma- atvinnuleysi, þ.e. að hópur fólks hafi verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur. Mýtan að allir fái vinnu „Það er þekkt að algjört að- gerða- eða sinnuleysi, sem leiðir oft af langtímaatvinnuleysi, getur haft í för með sér alvarlegar af- leiðingar, bæði andlega og lík- amlega. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á virkniúrræði. Það er grundvallaratriði að fólk nýti tím- ann á uppbyggilegan hátt, hafi verkefnum að sinna.“ Hrafnhildur segir að það mögu- lega hjálpa fólki að atvinnuleysið sé aðstæðubundið, það sé ekki bundið við það sjálft eða atgervi þess, heldur hafi hrunið hafi haft þessar afleiðingar í för með sér. Sú mýta að allir getir fengið vinnu sem vilja sem hefur lifað ótrúlega lengi með okkur Íslend- ingum og gert þeim erfitt fyrir sem leita að vinnu er nú að hverfa. Sá fjöldi einstaklinga sem misst hefur vinnu í skemmri og lengri tíma er slíkur að það er farið að snerta ótrúlegar margar fjölskyldur.“ Týnda kynslóðin Rannsóknir sýna að langtíma- atvinnuleysi er einkum varasamt fyrir ungt fólk, sem byrjar starfs- ferilinn ef svo má segja atvinnu- laust, en þá eru meiri líkur á að sá hópur verði aftur atvinnulaus einhvern tíma síðar á lífsleiðinni. „Reynsla Finna var einnig sú að ákveðinn hópur skilaði sér aldrei út á vinnumarkaðinn,“ segir hún og vísar til „týndu kynslóð- arinnar“. „Ef þú hefur enga reynslu af öðru, þá getur aðlögunarhæfni unga fólksins stuðlað að því að það að vera á bótum getur orðið lærð hegðun.“ Það sem einkennir þennan hóp ungs fólks oft er að það hefur ekki lokið formlegri menntun eftir grunnskóla. Hér á landi á það við um 75% af því unga fólki sem verið hefur lengst án atvinnu. „Mikilvægt er að það fari í nám, byggi sig upp og standi sterkara eftir,“ segir hún. „Við höfum lagt áherslu á að veita þessu fólki nýtt tækifæri til náms.“ Nýtt tækifæri til náms mikilvægt Hrafnhildur Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.