Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 „Þetta var fyrst og fremst mjög góð reynsla, mikill lærdómur fyrir mig og ég sá hversu mikla vinnu ráðamenn leggja á sig,“ segir Amal Tamimi en hún var fyrsta konan af er- lendum uppruna til þess að taka sæti á Alþingi. Gegndi hún þingmennsku fyrir Samfylkinguna í fjarveru Lúðvíks Geirssonar. Amal flutti hingað til lands fyrir sextán árum og gerðist ís- lenskur ríkisborgari árið 2002. Upplýst ákvörðun mikilvæg Eftir að á þing var komið segir Amal mikla vinnu hafa farið í að setja sig inn í þau málefni sem til umræðu voru en einnig tók tíma að læra inn á starfshætti þingsins. Finnst henni það miður að hafa verið tímabundið á þingi, m.a. sökum þess að starfið vakti hjá henni áhuga. „Mér finnst þetta rosalega mikilvæg vinna og maður þarf að vera í góðum tengslum við fólk til þess að vita hvað brennur á því,“ segir Amal og bætir við að margt hafi komið sér á óvart. Nefnir hún í því samhengi stöðugt ósætti milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við vitum að stjórnmál eru stjórnmál en ef við er- um að hugsa um að endurreisa Ísland þurfum við að vinna saman og hætta að rugla almenn- ing,“ segir Amal. Að auki finnst henni nokkuð bera á skorti þegar kemur að upplýstri ákvarð- anatöku meðal almennings í ýmsum málefnum. Segir hún afar brýnt að einstaklingar setji sig vel inn í viðkomandi málaflokk áður en end- anleg afstaða er tekin. Hvetur hún fólk til þess að fylgjast betur með þeim umræðum sem fram fara. „Fólk getur fylgst með umræðum á þingi og sumir nefndarfundir eru opnir al- menningi, svo fólk getur fylgst með.“ Vil tækifæri til að komast aftur á þing Málefni innflytjenda á Íslandi eru Amal of- arlega í huga en hún segir þau hafa setið á hak- anum allt frá hruni. Markmiðin eru skýr; nauð- synlegt er að efla íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna og mikilvægt er að sú kennsla verði niðurgreidd af ríkinu. Að auki er brýnt að efla samheldni milli Íslendinga og út- lendinga sem búsettir eru hér á landi. „Þetta er fyrir okkar samfélag, ekki greiði við útlend- inga. Við erum að byggja betra samfélag.“ Ennfremur bendir hún á að viss upplýs- ingaskortur til innflytjenda virðist ríkja hér á landi þar sem nokkuð beri á því að fólk viti lítt um réttindi sín og skyldur. khj@mbl.is Vinnum að sameig- inlegri lausn mála Morgunblaðið/RAX Réttindi Amal Tamimi vil fá tækifæri til þess að komast aftur á þing svo málefni innflytjenda á Íslandi fái aukið vægi. Hún telur mikilvægt að efla samvinnu og upplýsta ákvarðanatöku. Amal Tamimi, fyrrverandi alþingismaður „Okkur líður í raun og veru ágætlega. Við reyn- um bara að hafa þetta að baki því maður breyt- ir ekki fortíðinni en framtíðin er í okkar hönd- um,“ segir Frank Michelsen úrsmíðameistari nú ríflega tveimur mánuðum eftir að vopnað rán var framið af grímuklæddum mönnum í verslun hans við Laugaveg hinn 17. október síð- astliðinn. Ránsfengurinn, 49 verðmæt úr, end- urheimtist en úrsmíðameistarinn segir það traust sem áður ríkti í garð náungans hafa glat- ast í kjölfar ránsins. Lært verður af reynslunni „Það er verið að vinna í því að gera þær varn- ir sem þarf að gera. Þetta er gerbreytt um- hverfi. Því miður er sakleysið horfið og það að geta treyst náunganum, það traust er brotið í dag,“ segir Frank og bætir við að bæði hann og samstarfsfólk séu nú meira á varðbergi eftir ránið en áður. „Við ætlum ekki að velta okkur upp úr þessu, þetta er búið og gert. En við ætl- um að læra af reynslunni,“ segir Frank. Sem stendur er nú unnið að því, í samráði við höfuðstöðvar Rolex í Sviss og öryggisfyrirtæki hér á landi, að herða eftirlit og öryggisráðstaf- anir í versluninni. Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir en að sögn Franks verður hvergi til sparað. Að sama skapi segir hann það mjög miður að þurfa að grípa til þessara ráðstafana í verslun sinni. „Ég ætla að reyna að komast hjá því að setja upp tvöfaldar dyr eða bjöllu líkt og tíðkast víða erlendis. Ég vil helst vera laus við það en ætli það verði ekki útbúið herbergi þar sem dýrustu vörurnar verða sýndar og enginn kemst þangað inn nema með kóða.“ Að auki hefur verið tekin sú ákvörðun að stilla ekki upp dýrum varningi, á borð við Rolex-úr, með sama hætti og áður. Stórum hluta þess varnings hef- ur nú verið komið fyrir í nýjum og öflugum ör- yggisskáp sem útbúinn er tímalási. Ránsfengurinn vinsæl söluvara Frank segist hafa orðið var við ákveðna eft- irspurn eftir þeim úrum sem tengjast ráninu og hafa sumir kaupendanna sérstaklega beðið um vottun sem staðfestir að viðkomandi úr tengist því. „Ég hef útbúið yfirlýsingu og ef menn vilja þá geta þeir fengið hana. Þar er vottað að þetta úr sé úr þessu ráni. Það eru sumir sem kaupa þetta sem safngrip og ætla að geyma það því þeir telja að þetta geti aukið verðgildi úrsins.“ khj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Úrsmíðameistari Frank Michelsen stendur við sýningarskáp sem brotinn var upp og tæmdur í ráninu. Sjálfur heldur Frank á úrum sem ræningjarnir höfðu á brott með sér. „Framtíðin er í okkar höndum“ Frank Michelsen úrsmíðameistari „Þegar ég hugsa til baka þá eru nokkur atriði sem standa upp úr. Fyrst og fremst er það allur stuðningurinn sem við fundum og hann var gíf- urlegur,“ segir Signý Gunnarsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Benedikt Rögn- valdsson ásamt Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Guðmundi Guðnasyni hlupu hringinn í kring- um landið til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna í sumar. „Stuðningurinn lýsti sér í fallegum orðum og gjörðum og frá fólki sem við þekktum ekki neitt. Það stendur alveg upp úr. Eins og það var yndislegt að koma inn í bæjarfélögin þar sem var rosalega vel tekið á móti okkur þá fannst mér dásamlegt að vera á Möðrudal hinn 10. júní í snjókomu, með kindur í garðinum og að gista í bjálkakofa. Það var ynd- isleg stund. Sá dagur sem við komum inn á Ak- ureyri stendur líka upp úr því þar hittum við börnin en þá höfðum við ekki hitt þau í viku.“ Eitthvað stærra og meira Sonur Signýjar og Sveins greindist með bráðahvítblæði í byrjun árs 2010 og Signý segir að þau hafi langað að gera eitthvað fyrir SKB því félagið hafi staðið svo þétt að baki þeim. „Okkur langaði því að gera eitthvað þegar sonur okkar yrði kominn í ágætisform. Í Reykjavík- urmaraþoninu árið 2010 hljóp ég tíu kílómetra fyrir SKB og það söfnuðust ótrúlega miklir pen- ingar á skömmum tíma, tæplega fjögur hundr- uð þúsund. Þá hugsaði ég með mér að þetta gerðist bara með því að hlaupa og vekja athygli á málinu og gæti ég þá ekki gert eitthvað stærra og meira. Í kjölfarið fékk ég þessa hugmynd og í fyrstu sópaði Svenni þessari hugmynd út af borðinu. Svo nefndi hann þetta við systur sína og manninn hennar sem tóku vel í þetta og verkefnið þróaðist út frá því. Þegar upp var staðið sá Svenni um nánast alla skipulagningu sem kom að hlaupinu þannig að vantrú hans í byrjun var fljót að hverfa,“ segir Signý og við- urkennir að hún hafi ekki búist við því að söfn- unin fengi eins mikla athygli og hún fékk. „Við vonuðumst til að þetta fengi einhverja umfjöllun en myndi ekki drukkna í slæmum fréttum. Um- fjöllunin varð hins vegar miklu meiri en við höfðum búist við og söfnunin gekk miklu betur. Við sögðum það aldrei þá en við vildum ekki gera þetta fyrir minna en tvær milljónir. Við værum að leggja of mikið á okkur og þetta væri of mikill kostnaður fyrir styrktaraðila fyrir minna en tvær milljónir. Draumurinn var að ná fimm milljónum og niðurstaðan var að við náð- um 15 milljónum.“ Góð tilfinning Signý viðurkennir að hlaupið hafi verið erfitt enda er hún ekki vön hlaupakona. „Það sem var erfiðast var að koma sér út aftur og aftur. Að koma sér af stað en svo var þetta allt í lagi þeg- ar maður var farinn af stað. Veðrið og annað hækkaði líka erfiðleikaþröskuldinn en við reyndum að líta þannig á að söfnunin fengi meiri umfjöllun ef við lentum í mótlæti. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig tilfinn- ing það var að koma í mark. Það er svolítið eins og að eignast börn, erfitt að lýsa því hvernig manni leið en það var tvímælalaust góð tilfinn- ing. Ég hélt hins vegar að ég kæmist ekki síð- ustu fimm hundruð metrana. Hásinin á mér hafði verið slæm og það var það mikið að gera síðasta daginn að ég náði lítið að kæla fótinn. Ég þurfti alltaf að kæla um leið og ég var búin að hlaupa til að geta jaskast meira á fætinum.“ Signý segist líta björtum augum til fram- tíðar. Sonur hennar er í eftirmeðferð sem hann klárar í sumar og verður þá vonandi heill heilsu. „Þó að það sé klisjukennt kenna svona veikindi manni að horfa öðrum augum á lífið. Að eiga veikt barn breytir manni mjög mikið, lífssýnin og lífsskoðunin breytist og líka hegðunar- mynstrið hjá fjölskyldunni,“ segir Signý sem hljóp 23,4 km á dag flesta þá fimmtán daga sem söfnunin stóð yfir. svanhvit@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan Signý og Sveinn með börnum sínum tveimur, Gunnari Hrafni og Regínu Sjöfn. Mikill stuðningur frá ókunnugu fólki Signý Gunnarsdóttir hljóp hringinn í kringum landið til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.