Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
Það vita allir sem
eitt sinn hafa komið til
Akureyrar að hið fal-
lega bæjarstæði er hin
mesta prýði bæjarins.
Ef horft er á bæinn úr
Vaðlaheiði má rekja
sögu bæjarins með-
fram strandlengjunni,
en hún er ekki síst
fólgin í þeim töfrum
sem hin fallegu gömlu
timbur- og bárujárnshús setja á
þessa einstöku bæjarmynd. Þessu
eru ráðamenn á Akureyri alltof
gjarnir og það liggur við að maður
segi viljugir til þess að gleyma. Þar
virðist vinnubrögðum þannig háttað
að einfaldast sé að semja deiliskipu-
lög án þess að taka tillit til þátta á
borð við sögu og ímynd bæjarins eða
hvaða áhrif þau gætu hugsanlega
haft á heildarmyndina.
Nú liggur fyrir hjá Akureyrarbæ
deiliskipulag sem gerir ráð fyrir
blandaðri byggð fyrir framan mörg
af elstu og glæsilegustu húsum bæj-
arins við Hafnarstræti. Þessar nýju
byggingar koma til með að skyggja á
þessi gömlu og glæstu hús og stela
þeim ómetanlega sessi sem þau hafa
átt í bæjarmynd Akureyrar um ára-
tuga skeið. Úr þeim skaða verður
hvorki breytt eða bætt þegar hann
er skeður. Í umræddum tillögum að
deiliskipulagi er mikið talað um að
viðhalda götumynd Hafnarstrætis,
en þau spjöll sem þetta vinnur á
sögulegri bæjarmynd Akureyrar eru
látin sem vind um eyru
þjóta.
Það sem dæmir
þessar tillögur órétt-
mætar öðru fremur er
sú staðreynd að það
mat sem lauslega er
stuðst við á gildi
húsanna sem skyggt
verður á, var unnið árið
1979. Það eitt og sér að
það sé látið viðgangast
segir manni hversu lítil
virðing er borin fyrir
sögu og ímynd bæj-
arins á meðal yfirvalda.
Í þessum tillögum að deiliskipu-
lagi er einnig talað um að þessar ný-
byggingar eigi að vera í samhengi
við eldri byggð á svæðinu, hvort sem
þær séu í eldri eða nútímalegum
byggingarstíl. Það er augljós þver-
sögn fólgin í því að fara fram á að
samhengis sé gætt á sama tíma og
byggingarstíll er gefinn algjörlega
frjáls. Því miður gefa margar fyrri
skipulagsákvarðanir bæjaryfirvalda
ekki tilefni til mikils trausts í þeirra
garð og í raun ætti ekki að leggja
jafn afdrifaríkt deiliskipulag, upp á
ímynd bæjarins að gera, fyrir nema
teikningar af öllum þeim húsum sem
eiga rísa lægju fyrir. Þá virðingu eru
bæjaryfirvöld ekki tilbúin að sýna
íbúum bæjarins.
Þá kann maður einnig að spyrja
sig hvað gera eigi við öll þau bíla-
stæði sem nú eru á þessum fyrirhug-
aða byggingarreit, sér í lagi þegar
haft er í huga að annað deiliskipulag
gerir ráð fyrir fækkun bílastæða í
miðbænum sjálfum. Þessi stæði er
vel nýtt af fólki sem sækir vinnu í
miðbæinn, svo ekki sé minnst á sum-
arið eða aðra stórviðburði í bænum
þegar færri komast að en vilja. Það
er því ljóst að þetta er hrein og klár
atlaga að miðbæ Akureyrar, sem
stendur nú þegar völtum fótum eftir
að hörmungar á borð við Glerártorg
hafa nú þegar nánast gert út af við
hann. Og það má vel vera að yfirvöld
hyggist leysa þetta bílastæðamál
með niðurgröfnum bílakjöllurum, en
það hlýtur hver maður að sjá hversu
góð og framsýn hugmynd það er að
hafa niðurgrafna bílakjallara á upp-
fyllingu niður við sjó, ekki síst í ljósi
þess að sjávaryfirborð mun fara
hækkandi eftir því sem líður á öld-
ina.
Nú er það ekki svo að Akureyr-
arbær sé svo rúinn af plássi að það
hafi komið á daginn að þetta sé eini
óbyggði bletturinn í öllu bæjarfélag-
inu. Og sennilega er það ekki eft-
irspurn sem ræður þessum tillögum,
þar sem húsnæði er auðkeypt nú
þegar í mið- og innbæ Akureyrar.
Staðreyndin er sú að það er engin
þörf á að þétta byggðina á þessum
slóðum og það er engin raunveruleg
þörf eða eftirspurn sem ræður þess-
um tillögum. Þá sér það hver heilvita
maður að það að bæta við þriðja
hundrað herbergja hótelinu í þenn-
an bæ er hreint og klárt glapræði.
Þessi reitur á að fá að halda sér
óbyggður og væri bæjaryfirvöldum
nær að gera aðstöðu betri við um-
ferðarmiðstöðina, svo að þessi stóri
og fallegi bær státi þá í það minnsta
af umferðarmiðstöð í miðbænum,
sem er eitthvað annað en núverandi
hugmyndir gera ráð fyrir.
Sem stoltur íbúi Akureyrarbæjar
skora ég á bæjarbúa sem og alla
unnendur Akureyrar að mótmæla
þessum tillögum. Það er hægt að
gera með því að skrá nafn sitt í und-
irskriftasöfnun sem fer fram raf-
rænt á slóðinni: http://www.ipeti-
tions.com/petition/deiliskipulag-
vidhafnarstraeti eða með því að
senda athugasemdir beint til bæj-
arins.
Söguleg bæjarmynd
Akureyrar eyðilögð
Eftir Vilhjálm
Bergmann
Bragason
» Sem stoltur íbúi
Akureyrarbæjar
skora ég á bæjarbúa
sem og alla unnendur
Akureyrar að mótmæla
þessum tillögum.
Vilhjálmur Bergmann
Bragason
Höfundur stundar nám í Lundúnum.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 15/1 var spilaður
eins kvölds tvímenningur Úrslit
urðu þessi í N-S:
Garðar V. Jónsson – Björn Arnarson 270
Karólína Sveinsd. – Sveinn Sveinsson 238
Jórunn Kristinsd. – Stefán Óskarss. 234
Austur-Vestur
Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss.
263
Bernhard Linn – Ragnar Haraldss.245
Hörður Einarss. – Björn Sigurbjörnss. 236
Næsta sunnudag, 22.1., hefst
fimm kvölda tvímenningskeppni
þar sem fjögur bestu kvöldin gilda
til verlauna.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukk-
an 19.
Svæðamót Norðurlands eystra
Dagana 14.-15. janúar fór fram
svæðamót Norðurlands eysta í
sveitakeppni þar sem sex sveitir
kepptu um fjögur sæti í undan-
úrslitum Íslandsmótsins í sveita-
keppni 2012. Baráttan var hörð en
sveit Stefáns Vilhjálmssonar leiddi
lengst af og vann mótið en með
honum léku Örlygur Már Örlygs-
son, Haukur Harðarson og Grétar
Örlygsson. Þær sveitir sem komust
áfram voru:
Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 183
Sv. Sagaplasts 170
Sv. Gylfa Pálssonar 160
Sv. Ólínu Sigurjónsdóttur 144
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
12. janúar. Spilað var á 15 borðum.
Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S:
Jón Þór Karlss. – Birgir Sigurðsson 390
Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss.
377
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 356
Árangur A-V:
Bjarnar Ingimars – Albert Þorsteinss.
381
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgas. 364
Oddur Jónsson – Óskar Ólafsson 359
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Með lögum nr. 142/
2008 var rannsókn-
arnefnd á vegum Al-
þingis farið að leita
„sannleikans um að-
draganda og orsök falls
íslensku bankanna 2008
auk tengdra atburða“.
Rannsóknarnefndin
samdi ítarlega skýrslu
um þetta dagsetta 12.
apríl 2010. Í framhaldi
af því fjallaði sérstök nefnd níu þing-
manna um skýrsluna en nefndinni
var m.a. falið að móta tillögur að við-
brögðum Alþingis við niðurstöðum í
skýrslu rannsóknarnefndar. Meiri-
hluti þingmannanefndarinnar lagði á
þessum grunni fram tillögu til þings-
ályktunar um málshöfðun gegn fjór-
um fyrrverandi ráðherrum.
Við atkvæðagreiðslu á Alþingi 28.
september 2010 var þessi tillaga sam-
þykkt að því er varðar málshöfðun á
hendur ákærða en að öðru leyti fékk
hún ekki framgang.
Samkvæmt 14. gr. stjórnarskrár-
innar getur Alþingi kært ráðherra
fyrir embættisrekstur
þeirra og dæmir lands-
dómur í þeim málum.
Alþingi fer með ákæru-
vald í málum sem það
ákveður að höfða gegn
ráðherra.
Þegar metið er við
venjulega meðferð
sakamála hvort ákæra
skuli gefin út, hvers
efnis hún eigi að vera
og hverjir skuli ákærð-
ir, fellur það í hlut sér-
fræðingar (ákærenda)
að kanna hvort grundvöllur sé til
hennar miðað við þau gögn sem aflað
hefur verið. Ríkissaksóknari hefur
auk þess eftirlit með málsmeðferð
standist allar lagakröfur. Komi fleiri
en einn við sögu sem hugsanlegir
brotamenn við tiltekin brot ber ákær-
anda að kanna hvort sami eða svip-
aður grundvöllur sé fyrir hendi að því
er einn eða fleiri varðar. Meti ákær-
andi atvik þannig að staða hinna
grunuðu sé sambærileg ber honum
að gefa út ákæru á hendur þeim öll-
um. Ákærandi hefur því ekki frjálst
val um það hverja hann ákærir held-
ur ber honum að meta þátt hvers og
eins þeirra á hlutlægum grunni enda
standa allir jafnt fyrir lögunum að
þessu leyti. Meginreglan er að telji
ákærandi það sem fram er komið
ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis
lætur hann við svo búið standa en ella
ber honum að höfða mál á hendur
sakborningi. Þetta þýðir með öðrum
orðum að ákæranda ber að höfða mál
gegn öllum þeim sem koma við sögu í
tilteknu brotamáli ef hann telur það
sem fram er komið nægilegt eða lík-
legt til sakfellis en ella ber honum að
fella það niður. Þessar reglur end-
urspegla viðurkennd sjónarmið í nú-
tíma sakamálaréttarfi.
Í fyrrgreindu landsdómsmáli má
ætla að tilgangurinn með skipun sér-
stakrar þingmannanefndar hafi m.a.
verið sá að fela henni að vinna nauð-
synlega sérfræðivinnu við að kanna
hvort skilyrði fyrir útgáfu ákæru
væru fyrir hendi, hvers efnis hún ætti
að vera og hverjir skyldu ákærðir ef
til kæmi. Svo tókst til í framhaldinu
að Alþingi átti ekki aðeins þess kost
að samþykkja tillögur þingmanna-
nefndarinnar eða hafna þeim i heild
sinni heldur einnig endurskoða nið-
urstöðu hennar. Það var gert og
ákvörðun tekin um að höfða mál gegn
einum ráðherra í stað fjögurra sem
þingmannanefndin hafði lagt til. Af
því leiddi tvenns konar ágalla:
Í fyrsta lagi að niðurstaða kosn-
ingar á Alþingi um það hverjir skyldu
ákærðir kann að hafa orðið tilvilj-
unarkennd. Forsenda sumra þing-
manna kann t.d. að hafa verið sú að
þeir samþykktu því aðeins ákæruna
að allir yrðu ákærðir líkt og þing-
mannanefndin lagði til. Heildarnið-
urstaðan gæti því hafa orðið önnur en
meirihluti þingmanna reiknaði með
og gerði ráð fyrir. Það er illa stætt á
því að tilviljanir geti ráðið því hverjir
skuli sæta ákæru.
Í öðru lagi má ætla að skort hafi á
fagleg vinnubrögð við ákvörðun um
málshöfðun. Þingmannanefndin hafði
faglegu hlutverki að gegna sem áður
sagði. Að því leyti má jafna verk-
efnum hennar til þess faglega mats
sem jafnan liggur til grundvallar út-
gáfu ákæru í venjulegum sakamálum.
Með því hins vegar að gefa Alþingi
kost á að kjósa um hvort mál skyldi
höfða á hendur hverjum og einum
sakborninga var þessu faglega mati
vikið til hliðar og fært í hendur ein-
stakra þingmanna. Leiða má líkum að
því að sú sérfræðiþekking sem þing-
mannanefndin hafði yfir að ráða hafi
ekki verið fyrir hendi hjá sérhverjum
þingmanni að sama skapi. Þetta á al-
veg sérstaklega við þar sem sak-
arefnið beindist að ýmsum meintum
athafnaleysisbrotum. Einmitt í slík-
um málum eru öll matsatriði um sekt
eða sýknu sérstaklega vandasöm.
Af framansögðu má leiða líkum að
því að umrædd málsmeðferð Alþingis
hafi í þýðingarmiklum atriðum vikið
frá almennum og viðurkenndum
reglum um höfðun sakamála. Sé það
rétt dregur það mjög úr trúverð-
ugleika ákærunnar.
Eftir Stefán Má
Stefánsson »Komi fleiri en einn
við sögu sem hugs-
anlegir brotamenn við
tiltekin brot ber ákær-
anda að kanna hvort
sami eða svipaður
grundvöllur sé fyrir
hendi að því er einn eða
fleiri varðar.
Stefán Már Stefánsson
Höfundur er prófessor.
Um ákæru í landsdómsmálinu
Brynjar Níelsson,
hinn umdeildi formað-
ur Lögmannafélags Ís-
lands, víkur að mér
pillu með lævísum per-
sónulegum óþverra-
skap í grein í Morg-
unblaðinu á
fimmtudag. Ástæðan
er grein sem ég reit um
álit setts umboðsmanns
Alþingis sem segir að
lögreglu sé óheimilt að rækja for-
varnastarf gegn fíkniefnasölum í
framhaldsskólum. Í greininni gefur
Brynjar í skyn, og tekur þar með
undir álit Róberts Spanó, að lögregla
hafi ekki farið að lögum í þessu máli.
Fyrst vil ég segja um þetta álit Ró-
berts Spanó, að það er mín skoðun að
þetta sé samtíningur á rökum til þess
að styðja við álitið, þ.e. það er mín
skoðun að hann hafi alltaf ætlað sér
að komast að þessari niðurstöðu.
Þessa rökstuddu þvælu má lesa á vef
umboðsmanns Alþingis, hafi menn
nennu á annað borð að tyrfa sig í
gegnum álitið.
Ég bendi á að það er Róbert
Spanó sem kemst að þessari nið-
urstöðu vegna þess að ég ætla ekki
að leyfa manninum að fela sig á bak
við embættið og finnst það dónalegt
að hann skuli reyna
það. Það fer fyrir
brjóstið á Brynjari sem
kann að koma orðum að
hlutunum enda margan
höfuðpaurinn varið.
Brynjar segir að það
verði að fara eftir lög-
um og stjórnarskrá
sama hversu vitlaus
okkur kann að þykja
lögin og reglurnar. En
það er einmitt kjarni
málsins! Það er verið að
fara eftir lögum og stjórnarskrá. Það
er a.m.k. álit annarra sem fjallað
hafa um málið. Fyrir utan hin aug-
ljósu skynsemisrök fyrir þessum að-
gerðum.
Lýðræði eða frelsi er ekki eitthvað
sem kom með stórahvelli. Lýðræði
og frelsi þrífast ekki án laga og
reglna. Því meir sem við umberum
fíkniefnasala og aðra glæpamenn því
meir gröfum við undan lýðræðinu og
frelsinu. Þetta ætti „háskólamennt-
uðum“ manni eins og Brynjari Níels-
syni að vera ljóst.
Um álit umboðs-
manns: Það er ver-
ið að fara að lögum
Eftir Helga
Helgason
»En það er einmitt
kjarni málsins! Það
er verið að fara eftir lög-
um og stjórnarskrá.
Helgi Helgason
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og foreldri menntaskólanema.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is