Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 22

Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 ✝ Ragna Jó- hannsdóttir var fædd á Hrauni í Sléttuhlíð 9. maí 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 3. janúar. Foreldrar Rögnu voru Jóhann Jóns- son bóndi á Hrauni í Sléttuhlíð, f. 24.5. 1892, d. 1.3. 1969 og Stefanía Jónsdóttir húsfreyja á Hrauni í Sléttuhlíð, f. 18.8. 1898, d. 7.9. 1997. Systkini Rögnu voru Jón Þorgrímur lög- regluþjónn, f. 16.6. 1918, d. 9.3. 1971 og Helga húsfreyja á Hrauni í Sléttuhlíð, f. 12.12. 1922, d. 8.12. 1996. M. Rögnu frá 1955 var Guðni Stefán Jónsson bóndi frá Heiði í Sléttuhlíð, f. 15.5. 1920, d. 19.5. 1991. Dóttir þeirra er Stefanía Björg hjúkrunar- fræðingur, f. 25.7. 1956. Áður hafði Ragna eignast son f. 8.10. 1952, d. 8.10. 1952. Sonur Stef- aníu er Guðni Stefán Pétursson, f. 4.5. 1983. Ragna ólst upp á Hrauni með foreldrum, syst- kinum, Rannveigu móðurömmu og Þorgerði föð- urömmu. Eftir að Ragna fór að vinna fyrir sér vann hún í mörg ár á Siglu- firði, lengst af á saumaverkstæði hjá klæðskera sem sér- hæfði sig í karl- mannafatasaum. Eftir dagvinnu á saumaverkstæðinu vann hún gjarnan við síldarsöltun á kvöldin þegar vantaði mannskap á síldarplönin. Frá 1955 flyst Ragna í Heiði, varð þar húsfreyja og vann að bústörfum. Haustið 1969 hættu Ragna og Stefán búskap og fluttu til Reykjavíkur. Þau setjast að á Kleppsvegi 58 og þar býr Ragna tæplega 30 ár. Þar heldur hún áfram að sauma, tók buxur í heimasaum frá Hagkaupum, passaði börn og aðstoðaði við húshjálp á vegum Reykjavík- urborgar. Ragna verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 17. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Ragna fóstra mín kvaddi jarð- lífið þann þriðja janúar. Á nítug- asta og þriðja aldursári sveif hún yfir í aðra vídd. Ragna varð dag- fóstran mín þegar ég var rétt tveggja ára gömul eftir umleitan móður minnar sem þá var útivinn- andi í eigin fyrirtæki. Ragna og þálifandi eiginmaður hennar Stef- án voru nýflutt í borgina af jörð sinni Heiði í Skagafirði ásamt einkadóttur sinni Stefaníu. Svo mikið er víst að drottinn blessaði heimilið þeirra eins og stóð á myndinni yfir útidyrahurðinni. Hjá Rögnu var svo gott að vera að ef ég hefði verið beðin í æsku að lýsa heimilinu hefði ég eflaust líkt því við Paradís og ef sú dís er til er ég viss um að Ragna sveif einmitt þangað. Þessi fyrstu ár í lífi mínu hjá Rögnu voru fallegur tími þar sem ég var umvafin ást og kærleika. Ragna sat með mig í fanginu, talaði fallega til mín og lék og dansaði við mig, kannski engin furða að leið mín lá í leik- húsið því húsið hennar Rögnu var fullt af leik og gleði. Lengi býr að fyrstu gerð og eitt er víst að gott kemur frá góðu enda þótti mér sem Ragna væri mín önnur mamma og ég man að ég sagði móður minni að ég elskaði þær báðar janfheitt. Rögnu var margt til lista lagt. Hún var flink saumakona og bjó stundum til flíkur á mig sem ég var hæstánægð með auk þess sem hún prjónaði og heklaði. Ragna var mikil húsmóðir bæði hvað varðaði heimilisiðnaðinn og mat- argerðina. Maturinn hjá Rögnu var sér- íslenskur, jafnvel eilítið forn því hjá henni lærði ég að borða soðið hrossakjöt, rauðmaga með ediki, slátur með graut og nýjan fisk sem Stebbi dró í bátinn sem hann átti um tíma til að ná í soðið út á sundin blá. Hjá þeim var gamli tíminn enn við lýði og ég svo hepp- in að hafa fengið að lifa hann með þeim en ekki bara lesið um hann af bókum. Og svo var bakkelsið hennar Rögnu það besta sem ég komst í og fannst lítið um konfekt- kökuprjálið hjá henni móður minni í samanburði. Rögnu var gott að sækja heim og hún var félagslynd sem sýndi sig í því hversu vinsæl hún var á meðal ættingja og vina sem komu og nutu góðs af gestrisni hennar. Ragna var lífsglöð og hún hafði góða kímnigáfu. Hún brosti bara að uppátækjunum í mér og skammaði mig aldrei en sagði mér hlýlega til. Ragna passaði mig eins og gimstein og margvaraði mig við hættum og ef svo vildi til að ég datt og meiddi mig þá skammaði hún Stebba þó að hann ætti engan þátt í ofurhraðanum á mér og gatinu sem kom á hausinn minn. Og svona liðu árin á heimili Rögnu þar til ég var send í skóla um haustið þegar ég varð sex ára. Ég hélt uppteknum hætti að koma til Rögnu í gegnum árin sem var alltaf jafn dásamlegt. Ragna breiddi ávallt út faðminn og sagði með fögnuði í röddinni: „Elskan mín, ertu komin?“ Ég treysti því að Paradísin taki jafn vel á móti elsku Rögnu minni. Mamma sagði oft að Rögnu yrði aldrei fullþakkað fyrir alla hennar alúð og elskusemi í okkar garð og eins og segir í Litla prinsinum „sér maður ekki vel nema með hjartanu“. Ragna sá vel með hjartanu og þar lá ríkidæmi henn- ar. Ég votta Stefaníu og Guðna Stefáni mína innilegustu samúð. Pálína Jónsdóttir. Það er komið að kveðjustund elsku frænka okkar. Minningarnar sem við eigum um þig eru ljúfar og góðar. Þú varst amma okkar í Reykjavík og efst í huga okkar þegar við hugs- um til baka er væntumþykja þín í garð okkar systkina. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Kleppsveginn, þú tókst alltaf jafnvel á móti okkur. Á Kleppsveginum kenndi hann Stebbi þinn okkur mannganginn, við spiluðum, lögðum óteljandi kapla og fórum í margar ævin- týraferðirnar út í stóra garðinn fyrir aftan blokkina þína. Ekki eru síður sætar minningarnar um sjoppuferðirnar út á horn. Við minnumst líka jólaboðanna í litlu íbúðinni þinni þar sem Hrauns- fjölskyldan kom saman. Þessi hefð, sem þú komst á, lifir enn í dag. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með hýjum huga og þakklæti kveðjum við þig elsku frænka og sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Stefaníu og Guðna Stefáns. María, Ásta og Pétur Sólmar. Elsku hjartans frænka mín, þú varst þvílíkur gullmoli. Þú varst ekki frænka mín, heldur systir tengdamóður minnar, Helgu Jó- hannsdóttur, sem var líka gull- moli. Þið ólust upp í fátækt en ykkur var kennt að gera gott úr öllu. Þú varst flott saumakona, saumaðir jakkaföt og annað fínt. Þú saumaðir og prjónaðir fram á síðasta dag. Þið systur lærðuð líka að nota allan mat þannig að það var aldrei skortur á mat eða föt- um. Þú hafðir jákvæðnina að leið- arljósi alla tíð. Ég man fyrir rúmu ári þegar ég sat hjá þér og sagði þér að tengdapabbi væri að deyja. Þá sagðir þú: „Voðalega er ég heppin að vera svona hraust.“ Þú lást í rúminu, nýbúin að fá alvar- legt hjartaáfall og gast ekki hreyft fæturna. Þetta lýsir þér svo vel. Þú þakkaðir fyrir allt. Elsku frænka mín, þegar við eignuðumst fyrsta barnið okkar, hana Maríu, þá bað Gaui frændi þinn þig að passa hana þegar ég byrjaði að vinna. Það voru forrétt- indi. Þú dýrkaðir þetta barn og lést eins og þú ættir allt í henni. Það var notalegt að láta hana í þínar hendur. Ég var alsæl, ég fékk alltaf að heyra hvað hún væri frábær. Síðan eignuðumst við Ástu ári seinna. Auðvitað var biðl- að aftur. Stelpurnar mínar voru svo heppnar að eignast ömmu í Reykjavík þar sem báðar hinar ömmurnar bjuggu úti á landi. Hann Stebbi þinn kom heldur betur að þessu líka. Þið spiluðuð við þær og Stebbi var farinn að kenna þeim að reikna. Notaleg- heitin voru einstök. Þegar ég kom að sækja þær þá beið mín kaffi og vöfflur eða pönnukökur. Alltaf var stelpunum mínum hælt, þær voru aldrei erfiðar í þínum augum. Það var einstakt að fá þessar mót- tökur. 10 árum seinna eignuðumst við Pétur Sólmar. Þá varst þú orð- in fullorðin. Við biðluðum ekki aft- ur. Samskiptin voru þrátt fyrir það alltaf mikil og hann kynntist frænku ömmu eins og systur hans. Hann bar alltaf virðingu fyrir þér. Það var hægt að læra svo margt af þér og ég vona að við höfum gert það. Elsku frænka, takk fyrir allt. Elsku Stefanía og Guðni Stef- án. Við vitum hvað þið hafið misst mikið, en minningarnar eru margar og góðar. Við biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni. Jakobína og Guðjón (Binna og Gaui). Ragna Jóhannsdóttir ✝ SteingrímurKarl Guð- mundsson fæddist að Vífilsmýrum í Önundarfirði 22. maí 1923 og lést á LSP Hringbraut hinn 8. janúar 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur Ágúst Jónsson bóndi, fæddur í Grindavík 1. ágúst 1885, látinn 28. apríl 1963 og Guðjóna Br. N. Jónsdóttir ljósmóðir, fædd 14. júní 1890, látin 15. sept- ember 1972. Systkini hans voru: Kristinn Daníel, f. 1913, d. 1985, Kjartan, f. 1914, d. 1964, Jóhann Guðmundur Þor- kell, f. 1916, d. 1990, Sigríður Ólafía, f. 1917, d. 1999, Birgir Þórður Móses, f. 1920, d. 1998, Málfríður Guðlaug, f. 1922, d. 1995, Jón Önfjörð, f. 1926, d. 1982 og Gunnar Pétur, f. 1929, d. 1958. Steingrímur kvæntist Sigurðar frá fyrra hjónabandi eru Pétur Hrafn og Guð- mundur Ragnar. Þórir Einar Steingrímsson sölumaður, f. 5. júní 1952. Kona hans er Ás- laug Bjarnadóttir, börn þeirra eru Rannveig Björk og Matt- hías Sævar, kona hans er Hrafnhildur Guðjónsdóttir. Barnabarnabörn Steingríms eru: Dætur Steinunnar Fjólu, Sesselía Rán, Vilborg Hrönn og Eva María. Dóttir Matthías- ar er Ingveldur Birna. Sig- urður Gunnar og kona hans Svanhvít Hulda Jónsdóttir eiga 3 börn, Katrínu Maríu, Gunnar Örn og Auði Björgu. Steingrímur var tog- arasjómaður og ætlaði sér í Stýrimannaskólann, en varð fyrir alvarlegu slysi árið 1955 sem kom í veg fyrir frekari sjómennsku, en sjómaður var hann í anda alla tíð fram að andláti. Hann var 75% öryrki og gat því ekki unnið neina erfiðisvinnu en vann í mörg ár í Faxabúðinni á Granda, og síðast á skrifstofu Trésmiðj- unnar Víðis hjá Guðmundi. Steingrímur verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, 17. janúar 2012 klukkan 13. þann 9. mars 1947 Fjólu Sigurð- ardóttur frá Lauf- ási á Þingeyri við Dýrajörð, f. 12. júní 1925. For- eldrar hennar voru Sigurður Friðrik Einarson kennari, f. 1875, d, 1962 og Þórdís Jónsdóttir hús- móðir, f. 1883, d. 1952. Fyrir hjónaband átti Steingrímur einn son, Stein- grím Örn. Börn Steingríms og Fjólu eru: Matthías Sævar sjó- maður, f. 29.júlí 1947, drukkn- aði frá togaranum Karlsefni 1974. Hann lætur eftir sig einn son, Sigurð Gunnar. Hrönn Steingrímsdóttir leikkona, f. 1.janúar 1949, maður hennar er Sigurður Kristinsson, f. 6. mars 1938. Dóttir Hrannar f. hjónaband er Steinunn Fjóla Jónsdóttir, faðir hennar er Jón Steinar Gunnlaugsson. Börn Elsku pabbi minn. Komin er kveðjustundin frá kirkjunni ómar lag Enginn veit ævina sína né endalok hinsta dag Nú laus ertu úr veikindaviðjum vefur þig örmum á ný indæla ástríka sveitin er ól þig við brjóst sín hlý Loks færðu aftur að faðma fallega drenginn þinn Í bernskunni flaug hann frá þér til fundar við drottinn sinn Við kveðjum og blessunar biðjum er betri heim flytur í Englarnir yfir þér vaki aftur finnumst á ný (T.H.T.) Pabbi minn kær. Söknuður er það sárasta sem til er við ást- vinamissi. Ég ætla ekki að hafa þetta langt, bara segja þér að ég mun alltaf muna og virða það sem þú kenndir mér barnungri, að reyna að fara vel með aurinn og greiða frekar fyrir gjalddaga en eftir. Þú varst alltaf svo passa- samur í fjármálum, mér hefur ekki alveg tekist það, en gleymi aldrei þínum ráðum. Siggi kveður með virðingu, ást og þakklæti fyrir alla þína aðstoð. Við munum sjá um mömmu, þú veist það. Guð blessi þig, pabbi minn og umvefji þig sinni ástúð. Við sjáumst þegar minn tími kemur. Ástarkveðjur, pabbi minn. Þín elskandi dóttir, Hrönn Steingrímsdóttir. Dagur er kominn að kveldi. Afi minn, nú máttu sofa. Ég verð hér, gæti þess sem við eig- um saman. Lífsins sem ég skap- aði. Með aðstoð þinni afi minn. Það er satt. Enginn kemur í þinn stað. Þú átt hann einn. Þann hjartastað. Afi Steini. Þú varst mér allt í senn; faðir minn, afi minn og uppalandinn sem kenndi mér allt sem enginn annar kunni. Þú ert hetjan mín, hörkutól og ljúfmenni í senn. Ég sé þig brosa. Stóru hendurnar þínar. Þú í hægindastólnum. Þú að opna Lögbirtingablaðið, lesa Mogg- ann. Þú að grínast, við að hlæja. Þú að kenna mér að þrífa bílinn. Við fórum saman í ferðalag. Á appelsínubrúnum Sunbeam. Þú gafst mér ís í Eden. Flatköku á Litlu kaffistofunni. Þú bannaðir mér að tala lengi í símann. Þá var ég unglingur. Þú sagðir ég væri of mjó, það var rétt hjá þér. Þú varst með mér er ég fermdist, á útskrift fleiri en einni. Og þegar ég gifti mig. Ég hitti þig í haust sem leið. Mikið er ég fegin því. Vegna þín er ég stundvís. Vegna þín er ég sterk. Vegna þín er ég sú sem ég er. Þú átt tár mín sem renna. Ég mun sakna þín afi. Sem einskis ann- ars. Manstu grjónagrautinn sem við borðuðum saman. Við borðið hennar ömmu. Bitum í slátur. Manstu Nilfisk, það var besta ryksugan. Að þínu mati, þú áttir tvær. Eina í bílskúrnum. Hjá þér horfði ég á svarthvítt sjón- varp, nema á fimmtudögum. Þú og inniskórnir. Vasaklúturinn. Þú að snýta þér. Þú stækkaðir handa mér her- bergi afi minn. Ég átti heima hjá þér. Það er eitt af því góða, þess minnist ég nú. Ég gleymi því aldrei, lífinu mínu hjá þér. Þú að snyrta þig á sunnudögum, við að borða kótelettur í raspi, grænar baunir. Við að heim- sækja einhvern, því það var sunnudagur. Þú að leggja bíln- um niðri við höfn. Vildir frekar labba lengra en eiga á hættu rispu í þrengingum. Þú varst nákvæmur maður. Ég hef það frá þér. Þú og væntumþykjan. Þú vildir alltaf vel. Þú varst og ert höfðingi afi minn. Einstakur í þinni röð. Og ömmu, hana eigum við saman. Svo margt sem við eigum saman. Þið tvö afi, þú og amma, eigið heiðurinn af mörg- um minna allra bestu eiginleika. Það tekur enginn frá mér. Ég átti ykkur, á ykkur, mun eiga ykkur. Taktu mig með þér í minningu afi minn, mundu að ég elska þig. Eins og við elskum ömmu. Ég vil þakka þér afi, ég veit þú heyrir til mín. Þú heyrir það sem þú vilt heyra … eins og allt- af. Ég þakka þér allt. Ef ég loka augunum man ég faðminn þinn stóra. Sé brosið þitt blíða. Heyri þig syngja. Ég er komin til að kveðja þig – heyr mína bæn. Þitt uppá- halds … þú ert minn uppáhalds. Hvíldu þig afi minn, ég man allt sem þú sagðir. Vertu viss um það. Ég er undir þínum áhrifum í dag, og verð áfram, enginn vafi er um það. Bless afi minn. Ég elska þig. Þín Steinunn. Steingrímur Karl Guðmundsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR GUNNAR KRISTJÁNSSON, Siggi Gunni, Höskuldarvöllum 17, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 10. janúar. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 14.00. Þökkum auðsýnda samúð. Guðmundur Marvin Sigurðsson, Edda Auðardóttir, Margrét Kr. Sigurðardóttir, Róbert Henry Vogt, María Þóra Sigurðardóttir, Gísli G. Gíslason, Magnús Jenni Sigurðsson, Guðbjörg S. Gísladóttir, Sigurður J. Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir og tengdafaðir, BENEDIKT HELGASON, tónlistarkennari á Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heiltón, hollvinasamtök Tónlistarskóla Húsavíkur. Kt. 580509-1420, reikningsnr. 0567-14-400560. Anna Sigfúsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, Magnús Pétur Magnússon, Pálmi Benediktsson, Kirsten Nielsen, Jónína Benediktsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Helga Benediktsdóttir, Ingibjörg Sara Benediktsdóttir, Karl Hálfdánarson, Matthildur Rós Haraldsdóttir, Hjalti Hálfdánarson, Guðlaug Gísladóttir. ✝ Okkar hjartkæri MAGNÚS VILHJÁLMSSON skipasmiður, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 16. janúar. Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Árni Larsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.