Morgunblaðið - 17.01.2012, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
✝ Þóra KristínKristjánsdóttir
fæddist á Ísafirði
28. júní 1922. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 6. jan-
úar 2012. Faðir
hennar var Krist-
ján Gíslason sjó-
maður á Ísafirði,
fæddur í Mið-
hvammi í Dýrafirði
1887. Hann lést á Ísafirði 1963.
Móðir hennar var Margrét Jó-
hanna Magnúsdóttir húsfreyja
frá Kleifum í Skötufirði, f.
1899. Hún lést 1979 í Reykja-
vík. Systkini: 1) Magnús Jó-
hann Kristjánsson, f. 1918, d.
2004. 2) Gísli Sveinbjörn Krist-
jánsson, f. 1920, d. 1981. 3)
Hjörtur Kristjánsson, f. 1925,
d. 1992. 4) Sveinbjörg Krist-
jánsdóttir, f. 1927, d. 2010. 5)
Ólöf Emma Kristjánsdóttir, f.
1928. 6) Svava Sigríður Krist-
jánsdóttir, f. 1929, d. 2001. 7)
Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson, f. 1935, d. 2006.
Eiginmaður Þóru Kristínar
var Steingrímur Bjarnason
fisksali úr Bolungarvík, f. 1918,
d. 1994. Foreldrar hans voru
Bjarni Jón Bárðarson útvegs-
bóndi frá Hóli í Bolungarvík og
Kristín Salóme Ingimundar-
dóttir húsfreyja frá Vogum í
Ísafirði. Börn þeirra eru: 1)
Steinunn Arnsteinsdóttir, skil-
in. Börn: a) Hafdís, f. 1977,
Hjalti, f. 1984. Sambýliskona:
Þorbjörg Erla Jensdóttir, f.
1966. 7) Kristín Salome, f.
1954, maki Jóhann Pétur Jóns-
son. Börn: a) Soffia Guðrún, f.
1973, b) Rebekka, f. 1978, c)
Gunnar Örn, f. 1982, d) Hörður
Þór, f. 1991. 8) Þórhallur, f.
1955, d. 2009. Maki: Þorgerður
Halldórsdóttir, f. 1958, börn: a)
Þóra Kristín, f. 1979, b) Rakel
Ósk, f. 1980, c) Berglind Björk,
f. 1985, d) Helga María, f. 1987.
9) Gunnar Örn, f. 1956. Maki
Margrét Björk Magnúsdóttir, f.
1960. Barn: Bjarklind Björk, f.
1996. 10) Hörður, f. 1957, d.
1984 . Sambýliskona: Anna
Jónsdóttir, f. 1957 Barn: Jón
Hjörtur, f. 1975. 11) Lilja, f.
1960. Barnsfaðir: Kjartan
Bjargmundsson. Barn: Ragn-
heiður Ólína, f. 1985. Sambýlis-
kona: Anna Cicilia Inghammar.
12) Dóttir Þóru Kristínar er Ól-
ína, f. 1941, faðir: Óli Pétur
Kjartansson, d. 1941. Maki
Ólínu er Terrence Lee Ermert.
Börn: a) Margrét Jóhanna, f.
1964, b) Terrence Lee Jr., f.
1969, d. 1988. 13) Dóttir Stein-
gríms er Svandís Bára, f. 1943.
Móðir hennar var Jónína Krist-
ín Sigurjónsdóttir, d. 1976.
Börn: a) Hilmar, f. 1963, b)
Kristín Halla, f. 1973.
Árið 1944 fluttu Kristín og
Steingrímur á Sogaveg 158 og
þar bjó Kristín í hartnær 70 ár.
Hvergi leið henni betur en ein-
mitt þar.
Útför Kristínar verður frá
Bústaðakirkju í dag, 17. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Bárður Árni, f.
1945, maki Ásta
Birna Bjarnadótt-
ir, skildu. Börn: a)
Bjarni Jón, f. 1966,
b) Ásta Kristín, f.
1968. Seinni maki:
Judy Ásthildur
Wesley, skildu.
Börn: Benedikt
Þór, f. 1976, Stein-
grímur, f. 1978.
Hálfsystir þeirra
og dóttir Judyar er Svava
Björk Jónsdóttir, f. 1968. 2)
Kristján Steingrímsson, f. 1946,
maki: Steinunn Kristjana Þor-
steinsdóttir, skilin. Börn: a)
Sigursteinn, f. 1979, b) Þóra
Kristín, f. 1982, maki Hólm-
fríður Birna Sigurðardóttir.
Hún á soninn Sigurð Hólmfríð-
arson. 3) Bjarni Jón, f. 1947, d.
1968. Sambýliskona Ragnheið-
ur Árný Magnúsdóttir, f. 1947,
d. 1993. Barn: Linda Björk, f.
1965, d. 1988. 4) Laufey, f.
1948, maki Hannes Einarsson.
Börn: a) Ína Björk, f. 1972, b)
Einar, f. 1974, c) Brynja Huld,
f. 1978, d) Ellert, f. 1980. 5) Er-
lingur Rúnar, f. 1949, maki Vil-
borg Sigurjónsdóttir, skildu.
Börn: a) Steingrímur Bjarni, f.
1970, b) Úlfar, f. 1972, c) Ernir,
f. 1979, maki Elín Þorvalds-
dóttir, skilin. Barn: Kristín Sal-
óme, f. 1992. 6) Steinþór Stein-
grímsson, f. 1951. Maki: Hulda
Hún mamma var ekki sopin
upp með soðinu eins og sagt er.
Hún var ekki einfaldrar gerðar
heldur persónuleiki ofinn úr öll-
um litum regnbogans. Fyrir okk-
ur börnin hennar var hún Klettur
í ölduróti lífsins en samtímis dún-
mjúk og hlý. Hún veitti okkur
bæði öryggi og hlýju.
Það var ótrúlegt hve mikinn
tíma þessi kona hafði fyrir okkur
börnin sín sem fjölgaði með
hverju ári og voru ekki öll fyr-
irferðarlítil. Oft sofnuðum við út
frá hljóðunum í saumavélinni
sem var stigin af krafti langt
fram á kvöld enda mörg flíkin
sem þurfti að bæta eða sauma frá
grunni. Enginn sofnaði þó án
þess að fyrst væri farið með bæn-
ir og oft bætti mamma um betur
og söng fyrir okkur „Kvöldið er
fagurt“, „Jesú bróðir besti“ eða
eitthvað annað sem var í uppá-
haldi hjá okkur krökkunum.
Mamma var góður uppalandi.
Hún lagði grunninn að mörgu því
besta í persónum okkar systkin-
anna. Hún var líka afar góð sögu-
manneskja og talaði vandaða og
blæbrigðaríka íslensku lærða
vestur við Djúp. Hún talaði á
skemmtilegan hátt um menn og
málefni án þess að halla á nokk-
urn mann. Aldrei heyrðum við
systkinin foreldra okkar tala illa
um nokkurn mann. Sá siður var
tekinn upp á heimilinu að heim-
ilisfólkið kom saman og drakk
„kvöldkaffi“ og spjallaði saman.
Yngstu börnin voru ekki gjald-
geng á þessar samkomur enda
regla á svefntímanum í þá daga.
Það gat verið erfitt að liggja kyrr
í rúminu sínu þegar hlátrar eldri
systkinanna heyrðust framan úr
eldhúsi. En okkar tími átti líka
eftir að koma.
Mamma hlaut engar verald-
legar vegtyllur á ævi sinni en
mörg blessunarorð fékk hún frá
þeim sem nutu gæsku hennar á
eigin skinni. Foreldrar okkar
bjuggu rausnarbúi og aldrei var
horft í það sem rann til þeirra
sem þurftu einhvers með. Engan
vin átti mamma betri en hann
Jesú. Hann var hennar maður.
Við systkinin viljum trúa því að
hann hafi beðið með óþreyju eftir
því að fá hana elskulegu móður
okkar í sitt lið. Guð blessi minn-
ingu þína, mamma.
F.h. systkinanna af Sogavegi
158,
Steinþór Steingrímsson.
Í dag kveðjum við merkiskon-
una og móður mína Þóru Krist-
ínu Kristjánsdóttur. Í huga mér
þarf ég að fara aftur til kvenhetja
fornsagna til að finna samjöfnuð
með henni, aldrei nokkur upp-
gjafatónn í henni sama hvað gaf á
bátinn. Mamma var Vestfirðing-
ur í húð og hár, Skötfirðingur í
móðurætt og Dýrfirðingur í föð-
urætt.
Mamma eignaðist tólf börn á
lífsleið sinni, fjórar stúlkur og
átta drengi, virtist ekkert muna
um þetta og fríkkaði með hverju
barni. Þrír bræðra minna eru
látnir fullvaxta, Bjarni 1968,
Hörður 1984 og Þórhallur 2009.
Þegar börnunum fór að fjölga
sagði mamma mér eitt sinn að
hún hefði litið á heimsóknir sínar
á fæðingardeildina sem hvíldar-
innlögn þegar hún hafði einungis
einn hnoðra að stússast í.
Þegar hugur minn reikar til
uppvaxtarára minna skipar
mamma tvímælalaust æðsta
sessinn. Ég minnist þess þegar
við fjórir elstu bræðurnir vorum
saman í herbergi, þótti okkur
ómögulegt að fara að sofa fyrr
enn mamma kæmi og færi með
bænir með okkur og syngi
nokkrar rökkurvísur. Ég man
það líka að þegar allur þessi
barnahópur var kominn í ró hófst
mamma handa við að dytta að
fötum morgundagsins á okkur
börnin, að ógleymdu að sníða og
sauma vasa á vinnubuxur pabba
en hann eyðilagði alla vasa með
þungum og stórum lyklakippum.
Sumarið 1960 fékk ég að vera
elsta barn á bæ með mömmu
uppi í bústað okkar við Rauða-
vatn sem þá var töluvert út úr
bænum. Þessi sumarpartur var
okkur báðum ógleymanlegur.
Mamma var heilsuhraust
mestalla sína tíð, fjörkálfur,
meistarakokkur og mikill gest-
gjafi. Þó ég sé farinn að reskjast
gat ég aldrei vanið mig af að
kíkja í ísskápinn hjá mömmu
þegar ég átti leið um.
Eftir að pabbi dó 1994 tók hún
upp þann sið að halda jólaball
fyrir stórfjölskylduna á hverju
ári sem alla tíð hefur verið vel
sótt, Ég sé það á mynd sem tekin
var við það tilefni 2010 að hóp-
urinn hennar mömmu er á við lít-
ið sjávarþorp fyrir vestan. Þegar
við vorum öll flogin úr hreiðrinu
langaði mömmu að hleypa heim-
draganum og skellti sér til sjós
sem þerna á Stuðlafossi sem þá
var í langsiglingum. Mamma var
í siglingum fjarri okkur í yfir ár
og get ég fullyrt að okkur fannst
Sogavegurinn heldur bragðlítill í
fjarveru hennar.
Þessi örfáu minningabrot eru
tilraun mín til að þakka mömmu
minni alla fyrirhöfnina sem hún
hafði af mér, þó henni virtist ekk-
ert muna um það. Ég bið þér
guðsblessunar og að trúarsann-
færing þín verði þitt veganesti að
fótskör frelsarans.
Hvíl í friði og takk fyrir mig.
Erlingur Steingrímsson.
Þessa dagana þegar ég hef
verið að hugsa um hvað ég á að
skrifa um mömmu hafa minning-
arnar þotið um huga minn.
Mamma var mikilhæfur persónu-
leiki, örlát og skemmtileg. Kær-
leiksríkur mannþekkjari sem
alltaf hafði pláss í hjarta sínu til
að veita huggun og glæða von.
Mamma hafði einstakt lag á að
koma miklu til skila í einni setn-
ingu. Ég man eftir mörgum
fleygum gullkornum sem
mamma kom með áreynslulaust
sem hittu algerlega í mark og
gera enn sitt gagn. Hún hafði
einstaklega líflega frásagnargáfu
og mér fannst fátt skemmtilegra
en að hlusta á hana rifja upp sög-
ur af sjálfri sér og samferðafólki
sínu. Það var ótrúlegt hversu vel
hún mundi æsku sína og hversu
lifandi fólk og atburðir urðu í frá-
sögn hennar. Ég sá æskuár
mömmu í ævintýraljóma þar sem
hún var aðalhetjan, hugrökk, úr-
ræðagóð, uppátækjasöm og
skemmtileg.
Ég man aldrei eftir því að hafa
heyrt hana hæðast, hún var húm-
oristi en ekki kaldhæðin, ekki tal-
aði hún heldur illa um fólk, allir
áttu sína sögu og það var orsök
til allra hluta eins og hún orðaði
það. Hún sá fljótt hvaða mann
fólk hafði að geyma, sá í gegnum
yfirborð og orðskrúð. Mamma
vildi að við systkinin kæmum
með vini okkar heim, hún vildi
kynnast þeim og sagði: „Sýndu
mér vini þína og ég veit hver þú
ert.“ Þar sem nóg er hjartarýmið
þar er nóg pláss. Það var gott að
vera nálægt mömmu og alltaf
skemmtilegt, hún sat vel í eigin
skinni og var aldrei með látalæti,
allt var hreint og beint og núið
„hið eilífa nú“ svo lifandi og stórt
í kringum hana.
Annað sem einkenndi mömmu
var rík sannfæring og sterk trú.
Hún hafði ótæmandi andlegan
innri brunn sem hún gat alltaf
leitað í eftir styrk og huggun, úr
þessum brunni veitti hún líka
öðrum af örlæti. Þegar hún var
ung kona um tvítugt varð hún
fyrir sterkri og áhrifaríkri and-
legri reynslu sem gaf henni
trúarsannfæringu sem ekkert
mótlæti gat haggað.
Ég er yngsta barnið af tólf
sem mamma fæddi í heiminn, í
dag á hún um hundrað og tíu
beina afkomendur auk maka
þeirra og fóstur- og stjúpbarna.
Mamma þekkti alla sem eitthvað
voru komnir á legg ekki bara
með nafni heldur líka hvað ein-
kenndi hvern, hvað hann hafði
fyrir stafni og hvert hugurinn
stefndi. Hún hafði lag á að finna
hvað væri einstakt við hvern og
einn og mynda sérstaka teng-
ingu. Við erum svo mörg sem
eigum dýrmætar minningar og
geymum ómetanlega visku í
hjartanu frá mömmu. Ég þakka
þér elsku mamma fyrir að hafa
alltaf verið sjálfri þér trú, fyrir
mannkærleikann og örlætið og
hvað það var alltaf gefandi og
skemmtilegt að vera nálægt þér.
Þú ert og varst mikilvægasta og
stærsta fyrirmyndin. Með ást og
þakklæti þangað til við sjáumst á
himnum,
Lilja.
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann þegar
Kristínar tengdamóður minnar
er minnst. Ég fluttist ungur á
Sogaveginn þegar við Stína
stofnuðum okkar fyrsta heimili
þar og upplifði ég þar líflegra
fjölskyldulíf en ég átti að venjast
á mínu heimili. Þá þegar höfðu
margir hleypt heimdraganum af
Sogaveginum en mér varð oft
hugsað til þess á þessum árum úr
hverju sú manneskja væri gerð
sem staðið gæti af sér að ala upp
11 börn þar sem ár skildi á milli
þeirra flestra, og halda þetta
stóra heimili. Það hlyti að vera
næstum ofurmannlegt en með
umvefjandi væntumþykju og
dugnaði sigldi Kristín í gegnum
þann ólgusjó af festu og þraut-
seigju þó að mig gruni nú að
stundum hafi hún lagst þreytt á
koddann að kveldi eftir erilsam-
an dag.
Eins og oft gerist fá tengda-
synir ákveðinn sess hjá tengda-
mæðrum sínum og þar var ég
engin undantekning og var hún
tengdamóðir mín óþreytandi að
útskýra fyrir dóttur sinni hvað
kæmi manni hennar best. Sem
dæmi taldi tengdamóðir mín það
vera algjörlega nauðsynlegt að til
væri kalt kjöt í ísskápnum sem
ég gæti gripið til þegar ég kæmi
svangur heim því eins og hún
sagði: „Honum Jóa mínum þykir
þetta svo gott.“ Reynsla hennar á
stóru heimili hafði auðvitað
kennt henni nauðsyn þess að eiga
alltaf nóg að borða og hafa alltaf
eitthvað tilbúið í ísskápnum ef
einhverjir birtust óvænt. Það
þurfti ekki að kvarta undan þeim
heimsóknum því það var ótrúlega
gestkvæmt á Sogaveginum.
Tengdamóður minni féll
sjaldnast verk úr hendi og á góð-
um stundum þegar hún kom í
heimsókn átti hún það til að
grípa í að strauja af tengdasyn-
inum skyrtur ef henni þótti verk-
efnastaðan þar ekki hagstæð
honum, því eins og hún benti á
„þá þarf hann Jói minn að eiga
nóg af straujuðum skyrtum“.
Kristín átti skemmtilegar hlið-
ar og sögumanneskja gat hún
verið þegar sá gállinn var á henni
og það var oft kátt á hjalla í
kringum hana og mikið hlegið
þegar hún sagði sögur frá upp-
vaxtarárum sínum á Ísafirði og
undraðist ég oft hversu margar
sögur hún gat sagt og virtist allt-
af geta bætt í.
Á ættarmóti afkomenda Stein-
gríms Bjarnasonar og systkina
hans sem haldið var á Hóli í Bol-
ungarvík árið 2010 vakti hún
mikla aðdáun mína þegar hún
kom þar sem heiðursgestur og
sat eins og drottning fyrir fram-
an allan hópinn og sagði frá lífs-
hlaupi þeirra Steingríms og
kynnum sínum af hans fjöl-
skyldu. Þessi mynd af tengda-
móður minni er svo skýr þar sem
hún sat í stól með hljóðnema og
sagði frá á svo yfirvegaðan og
skemmtilegan hátt að margir
sem hafa af því atvinnu að ávarpa
stóra hópa hefðu margt getað
lært af henni þennan dag.
En nú hefur Kristín fengið
hvíldina sem hún var farin að þrá
og hefur nú vonandi hitt Stein-
grím sinn aftur sem hún elskaði
allt sitt líf, og þau börn og barna-
börn sem hún hafði þurft að
syrgja í sínu lífi en með styrk frá
vini sinum Jesú tókst henni að
vinna sig í gegnum þá sorg en
það var henni ekki alltaf auðvelt.
Blessuð sé minning minnar kæru
tengdamóður og afkomendum
hennar öllum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Jóhann P. Jónsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdamóður minnar og
vinar í yfir 40 ár, hennar Stínu
eins og hún var ávallt kölluð.
Kristín var vel gerð manneskja,
glaðlynd og glæsileg, jákvæð og
sannkallaður höfðingi heim að
sækja. Gestrisin og gjafmild
enda heimili hennar að Sogaveg-
inum alla tíð opið fyrir hennar
stóra afkomendahóp sem og
gesti og gangandi. Á heimili
hennar og Steingríms hefur
hjarta fjölskyldunnar slegið og
fastur punktur að koma þar við
ef fólk var á ferðinni. Henni
auðnaðist að búa þar alla tíð, síð-
ustu árin undir verndarvæng og
umönnun Þórhalls sonar hennar,
sem lést í júlí 2009, og Þorgerðar
konu hans.
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um, mannmargt heimili, börnin
mörg á stuttum tíma, sum fyr-
irferðarmeiri en önnur. Stein-
grímur var fisksali og hún þurfti
fyrstu árin oft að létta undir með
honum í fiskbúðinni sem þá var á
hlaðinu. Þá voru lágmarks þæg-
indi og verkaskipting hjóna með
öðrum hætti en í dag. Steingrím-
ur var ávallt að byggja meðfram
fisksölunni, stórt og smátt, og
það var oft komið með aukamenn
í mat og mikill erill. Kristín var
vestfirsk alþýðukona, kjarna-
kona og lundarfarið með þeim
hætti að hún bara tók hlutunum
eins og þeir komu fyrir, var
æðrulaus og lagðist ekki í neitt
volæði þrátt fyrir áföll á lífsleið-
inni. Það kom oft fram að hún var
trúuð og leitaði sér huggunar í
trúnni, en um leið var hún afar
umburðarlynd, talaði aldrei illa
um neinn, var víðsýn og dæmdi
engan. Fyrir henni voru allir
eins.
Við fjölskyldan vorum svo lán-
söm að hafa hana sem ferða-
félaga til Spánar í nokkuð mörg
skipti og eigum þaðan margar
góðar minningar. Hún var þægi-
legur ferðafélagi, hafsjór af fróð-
leik um fyrri tíma og hafði ekkert
á móti því að segja frá. Mér er
minnisstætt að einn sólríkan
morgun ákvað hún að fara labb-
andi til næsta samliggjandi bæj-
ar og kíkja í búðir. Svo líður og
bíður, það fer að líða á daginn,
við farin að hafa áhyggjur af
henni, hún án málakunnáttu og
orðin veil fyrir hjarta. Seint og
um síðir kemur leigubíll og út úr
honum stígur Stína hlaðin pinkl-
um og pokum með gullskóm í og
flottum fötum sem hún hafði val-
ið á sig. Í ljós kom að hún hafði
farið í öfuga átt og labbað fleiri
kílómetra meðfram gangstéttar-
lausum þjóðveginum. Og hvað ef
eitthvað hefði komið fyrir?
spurðum við. Hún átti til að vera
snögg uppá lagið og svaraði.
„Hmm, farið hefur fé betra, er
ekki sama hvar maður liggur.“
Nokkrum dögum eftir heimkom-
una skrapp ég til hennar og
spurði hana hvort hún væri ekki
farin að punta sig. Þá var hún bú-
in að gefa allt sem hún hafði
keypt á sig. En þetta lýsir henni
afar vel.
Síðustu mánuðina hrakaði
heilsu hennar mjög og naut hún
góðrar aðhlynningar starfsfólks
og aðstandenda sinna á hjúkrun-
arheimilinu Eir og kvaddi í full-
vissu um hvert ferðinni væri heit-
ið.
Hannes Einarsson.
Elsku amma Stína mín.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir hvað þú varst mér góð og
mikil vinkona og svo sannarlega
sú sterkasta og yndislegasta
manneskja sem ég hef kynnst og
ég sagði þér það oft en það mátti
aldrei hæla þér því þú eyddir
þeim umræðum alltaf undir eins.
Það var alltaf svo skemmtilegt
að tala við þig og við gátum
spjallað tímunum saman. Þú
sagðir svo skemmtilega frá öllu
Þóra Kristín
Kristjánsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð ömmu Stínu
með þakklæti. Hennar
kærleiksríka bros og örláta
hjarta létu mér alltaf finn-
ast ég vera velkomin. Ég
get séð hana fyrir mér í eld-
húsinu að drekka kaffi mitt
á meðal barna, barnabarna
og barnabarnabarna sem
komu til þess að spjalla og
finna kærleika hennar.
Stelpurnar mínar minnast
þess hvað amma eldaði og
bakaði alltaf eitthvað gott
fyrir okkur öll.
Guð blessi þig, amma
mín.
Þín dótturdóttir,
Margrét og dæturnar
Kristin Lee og
Kelly Margret.
Elsku besta amma mín,
ég vil að þú vitir að ég elska
þig rosaleg mikið og ég vil
að þú vakir yfir mér þegar
ég fer út í lífið og ég vona að
afi Steini og afi Tobbi taki á
móti þér þarna uppi og þeg-
ar ég dey vona ég að þú tak-
ir á móti mér, elsku amma.
Takk kærlega fyrir að hafa
alið mig upp með mömmu
minni.
Ég elska þig, amma.
Þinn
Þórhallur Darri.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
24 tíma vakt
Davíð H. Ósvaldsson
S: 896 8284
Óli Pétur Friðþjófsson
S: 892 8947
Sími 551 3485
ÞEKKING –REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA