Morgunblaðið - 17.01.2012, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
og varst svo hreinskilin, orð-
heppin og mikill húmoristi. Vin-
konur mínar elskuðu að koma í
kaffi og kósý á Sogaveginn og ég
er svo þakklát því að allir í kring-
um mig fengu að kynnast þeim
gullmola sem þú geymdir.
Þú bjóst líka yfir þeim kosti að
það var hægt að leita til þín með
allt. Ef erfiðleikar komu upp
gastu ráðlagt mér og hvatt mig
til dáða en á sama tíma sam-
gladdist þú innilega ef vel gekk
og hafðir alltaf óbilandi trú á
mér.
Þegar við Elmar vorum að
byrja að hittast þá sátum við að
spjalla saman og þú spurðir mig
hvort hann gæti dansað og væri
duglegur að vinna. Ekki varstu
nú glöð yfir því að hann kynni
ekki að dansa en það gladdi þig
mikið að hann væri duglegur í
vinnu. Með tímanum urðuð þið
Elmar svo bestu vinir svo ekki sé
nú talað um harðfiskstundirnar
ykkar.
Þú barst hag minn alltaf í
brjósti þínu og þegar við keypt-
um okkar fyrstu íbúð þá hafðir
þú miklar áhyggjur af því að ekki
væri gluggi á baðinu. Þér fannst
það alveg fráleitt að flytja inn í
íbúð án glugga á baðinu og þú
gast lýst áhyggjum þínum af
þessu tímunum saman.
Ég man þegar elsta lang-
ömmubarnið þitt fæddist, þá von-
aðist þú til þess að börnin yrðu
enn fleiri þegar þú myndir falla
frá því þig langaði til að lang-
ömmubörnin yrðu í fleirtölu á
þeim tíma. Við hlógum oft að því
að þú skyldir virkilega hafa haft
áhyggjur af því að eignast ekki
fleiri en eitt langömmubarn því
hópurinn stækkaði svo ört og tel-
ur nú 55.
Þú varst hin fullkomna amma
og hafðir alla þá þætti sem prýða
góða ömmu. Börn vinkvenna
minna kölluðu þig líka ömmu
Stínu, því þú varst amma í húð og
hár og allir vildu eiga hlut í þér.
Elsku amma, það er sárt að
horfa á eftir þér því þú varst svo
stór hluti af lífi mínu. Við bjugg-
um saman í 24 ár og höfum haldið
öll mín jól saman fyrir utan ein.
Ég er svo þakklát fyrir það að
hafa alist upp í sama húsi og þú
þar sem öll fjölskyldan hittist alla
sunnudaga og borðaði saman
okkar fræga muskukjöt. Alltaf
var fullt hús af fólki og Sogaveg-
urinn var gjarnan nefndur BSÍ.
Við töluðum um að mitt heimili
myndi taka við sem BSÍ og Selju-
gerði hefur svo sannarlega stað-
ist þær væntingar.
Elsku yndislega og fallega
amma mín. Takk fyrir öll 32 árin
sem ég átti með þér. Ég á aldrei
eftir að gleyma öllum yndislegu
stundunum og öllu því sem þú
hefur kennt mér. Ég mun geyma
minninguna um þig á vísum stað í
hjarta mér og miðla áfram til
strákanna minna. Það yljar mér
að vita að nú séuð þið pabbi sam-
einuð á ný, hann gefur þér morg-
ungrautinn þinn með miða í skál-
inni og ég veit að þið munuð hlúa
hvort að öðru, hlæja saman og
vaka yfir okkur.
Elska þig meira en allt, elsku
amma.
Þín
Rakel.
Elsku besta amma mín og
nafna, mér finnst svo erfitt að
vita til þess að geta ekki lengur
spjallað við þig, kysst þig og
knúsað. Núna ertu komin til fal-
legu englanna þinna, afa, elsku
besta pabba míns, Bjarna,
Hödda, Lindu og Terry. Veit ég
að þau taka vel á móti þér á nýj-
um stað. Við erum svo rík að hafa
átt þig sem ömmu og þú varst ein
ríkasta amma landsins, áttir 12
börn, 31 barnabarn, 60 barna-
barnabörn, 2 barnabarnabarna-
börn og 19 stjúpbarna- og barna-
barnabörn og þú lifðir fyrir
okkur öll. Það eru forréttindi að
hafa búið og alist upp undir sama
þaki og þú. Þú varst eins og
mamma nr. 2 fyrir okkur systr-
unum. Ég á svo óteljandi margar
góðar minningar um þig, elsku
amma mín. Elskaði þegar amma
Stína var að passa okkur systur
ef mamma og pabbi skruppu út,
þá fengum við alltaf gott að
borða áður en við fórum að sofa,
því þú sagðir alltaf að maður ætti
ekki að fara svangur í rúmið. Ég
elskaði líka að koma heim úr
skólanum á köldum degi, þá vissi
ég að amma Stína væri tilbúin
með heitt kakó og ristað brauð.
Svo var eitt sem við barnabörnin
fengum bara hjá ömmu Stínu,
það var rúgbrauð með smjöri og
sykri. Þú bjóst til heimsins besta
grjónagraut og heimsins bestu
pönnsur. Þegar ég var 1 árs fórst
þú í frí til Benidorm og komst
heim með svarta dúkku fyrir mig
sem heitir Stína dúkka sem var
og verður alltaf uppáhalds dúkk-
an mín, ég á hana ennþá hér hjá
mér 32 árum seinna.
Strákunum mínum fannst allt-
af svo gott að koma til ömmu
Stínu sinnar og þér fannst svo
gaman að fá þá til þín. Alltaf
varstu líka að spyrja mig „hvern-
ig hefur hann Addi minn það, er
hann ekki duglegur að borða og
hvíla sig vel?“ Þú hugsaðir til
allra. Við fjölskyldan fluttum til
Noregs fyrir einu og hálfu ári
síðan og þér fannst það hræðilegt
alveg, vildir bara hafa okkur hjá
þér. Áður en við fórum sagðir þú
við Jóel að hann yrði að passa
það að gleyma ekki íslenskunni
og hann talar ennþá um það hvað
amma Stína hafi sagt við sig. Um
jólin í fyrra varst þú með svo
miklar áhyggjur af mér því það
var svo kalt hér í Noregi að þú
hringdir í mig til að segja mér að
þú vildir kaupa fyrir mig hlýjar
buxur úr 66° norður því ég yrði
að passa það að fá ekki blöðru-
bólgu. Elska ég þessar buxur svo
mikið, elsku amma mín.
Þú hefur alltaf verið svo
skemmtileg og með góðan húm-
or, varst yndisleg í alla staði og
alltaf hægt að hlæja að þér og
með þér, t.d. þegar ég var búin
að vera lengi að leita að ferming-
arskyrtunni minni kom ég til þín
og spurði „Amma, veist þú um
fermingarskyrtuna mína?“ „Já,“
svaraðir þú „ég henti henni, hún
var svo hryllilega ljót“ sagðir þú,
he,he. Þú varst með alveg sama
húmor og ég.
Fyrir 25 árum varst þú 65 ára
og man ég eftir afmælinu eins og
það hefði gerst gær, þar sem lag-
ið „Amma Stína, Amma Stína 65
ára í dag“ var tekið og það hljóm-
ar enn í hausnum á mér eins og
brosið og hlýjan sem þú veittir
mér alla tíð, elsku amma mín. Ég
sakna þín svo mikið og bið ég þig
um að passa vel upp á elsku
pabba. Elska þig endalaust.
Þín nafna,
Þóra Kristín Þórhallsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma mín.
Nú þegar þú hefur kvatt þenn-
an heim hefur myndast stórt
skarð sem verður rosalega erfitt
að fylla upp í. Ef það væru til of-
urhetjur í raunveruleikanum, þá
varst þú svo sannarlega mín of-
urhetja, „súperamma“. Þú gafst
svo mikið af þér og tókst alltaf á
móti manni með þínu góða skapi
og skemmtilegu sögum. Það kom
sjaldan fyrir að maður færi tóm-
hentur heim eftir heimsókn á
Sogaveginn. Góðu minningarnar
um þig eru óteljandi og ef ég ætti
að rifja þær allar upp núna, þá
þyrfti að gefa út sérblað, bara um
þig.
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín mikið, hvíl í friði.
Þóra Kristín
Kristjánsdóttir.
Elsku amma mín, lífið er ald-
eilis að breytast. Þú varst svo
stór og mikill partur af okkar lífi
og fyllist ég af hamingju þegar
ég hugsa til baka, hversu heppin
ég var að fá að kynnast þér svona
vel. Þú varst stórmerkileg og
góðhjörtuð kona með frábæran
húmor og vildir að öllum liði vel.
Oftar en ekki eftir að mamma og
pabbi voru búin að setja okkur í
rúmið þegar við vorum litlar og
við ekkert á því að fara að sofa,
þá læddumst við oft fram hjá
mömmu og pabba og tókum til-
hlaup niður stigann til þín því
þegar við vorum komnar niður
og sögðumst vera svangar varð
ekki aftur snúið, mamma kom þá
kannski nokkrum sekúndum á
eftir okkur en þá sagðir þú:
„Maður á aldrei að fara svangur í
rúmið“ og gafst okkur í ófá skipt-
in rúgbrauð með smjöri og sykri
(sem við þurftum nú stundum að
fela).
Ég þakka svo mikið fyrir allar
þær innilegu samræður sem við
áttum saman og alltaf gastu gefið
þér tíma til að spjalla um lífið og
tilveruna eins og í gamla daga,
þér þótti gaman að tala um þá
tíma þegar þú varst yngri fyrir
vestan og sagðir mér margar
sögurnar. Eitt áttum við sameig-
inlegt og það var að vilja skoða
allt í búðunum svo við vorum
góðar saman á þeim vettvangi.
Ég vona að staðurinn sem þú ert
komin á sé stór og fallegur með
risastórri sundlaug þar sem þú
getur synt fram og tilbaka því þú
sást alltaf eftir því að hafa ekki
lært að synda, ég veit að þú lærir
það núna.
Nú ertu komin til strákanna
þinna þriggja og afa Steina og
veit ég að þeir hafa allir tekið vel
á móti þér. Amma, eins og ég
sagði alltaf við þig þá elska ég þig
alveg svakalega mikið. Takk fyr-
ir allt það sem þú hefur gefið
mér, Sigga og Viktori.
Berglind, Sigurður og
Viktor Valur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við systkinin ömmu,
þökkum henni samfylgdina, kær-
leikann og innblásturinn sem hún
blés okkur í brjóst.
Amma Stína, Þóra Kristín
Kristjánsdóttir, var kærleiksríkt
og leiðbeinandi afl, átti auðvelt
með að hlusta og gefa ráð af fag-
mennsku, húmor og reynslu.
Hún var með sterkan og fal-
legan líkama, vestfirska krafta-
verkahúð og ól og fæddi tólf
börn.
Hún lyktaði alltaf vel og bjó til
góðan mat.
Hún reykti og elskaði sykur
og var sátt við breyskleika sína.
Hún var dáð og elskuð af
fjölda sem eingöngu nokkrir
þora að láta sig dreyma um.
Var ættmóðir, stór persóna og
vinsældir hennar það miklar að
hún náði á seinni árum að verða
að vörumerkinu Amma Stína líkt
og Apple, Google og Björk.
Helstu einkenni ömmu voru
kærleikur, umburðarlyndi, og
víðsýni. Hún var sagnamann-
eskja og sagði sögur á skemmti-
legan hátt, rifjaði upp sjónrænt
atburði frá Ísafirði.
Þannig kynntumst við systk-
inin lífinu, fólkinu, matnum og
heimilishaldinu á uppvaxtarárum
hennar á Vestfjörðum.
Amma var æði – algjört æði,
krúttleg á margan hátt en fyrst
og fremst sterk og merkileg
kona.
Við elskuðum hana öll heitt og
söknum útgeislunar og orku, við
munum halda anda ömmu í hjört-
um okkar og gerum minningu
hennar enn goðsagnakenndari en
hún er.
Systkinin
Soffía, Rebekka, Gunnar
og Hörður.
Langri jarðvist er lokið. Hún
amma Stína er látin, 89 ára að
aldri. Ég drúpi höfði í þökk fyrir
allt sem hún var mér og mínum
og hennar maður Steingrímur,
en hann lést í október 1994. Öll
þeirra umhyggja, ástúð og elska
var einstök. Að ógleymdu örlæt-
inu, en þau voru höfðingjar heim
að sækja. Einnig ber að þakka
fyrir öll skemmtilegheitin, en
Þóra Kristín var einstaklega
skemmtileg og orðheppin kona.
Hann hógvær og hljóður, en
húmorinn kom berlega í ljós í
ótal vísum og ljóðum sem hann
orti. Ég kveð þau með þessu ljóði
eftir Magnús Markússon:
Börn og frændur falla
fram í þakkargjörð
fyrir ástúð alla
árin þín á jörð;
fyrir andans auðinn,
arf, sem vísar leið,
þegar dapur dauðinn
dagsins endar skeið.
Hvíl, þín braut er búin.
Burt með hryggð og tár!
Launað traust og trúin,
talið sérhvert ár.
Fögrum vinarfundi
friðarsunna skín;
hlý að hinsta blundi
helgast minning þín.
Blessuð sé minning hjónanna
Þóru Kristínar Kristjánsdóttur
og Steingríms Bjarnasonar,
Sogavegi 158, Reykjavík.
Vilborg St. Sigurjónsdóttir,
fyrrum tengdadóttir.
Sogamýrin var sveit í borg
þegar ég var að alast þar upp
laust fyrir og eftir miðja síðustu
öld. Í Sogamýrinni var unnt að
komast yfir ódýrar leigulóðir
þótt leigutíminn væri stuttur.
Þarna varð til barnmargt hverfi,
Smáíbúðahverfið, lengi vel
„týnda“ hverfið í skipulagi
Reykjavíkur, umvafið óspilltri
náttúru. Þar var gott að alast
upp. Frumbyggjarnir voru efna-
lítið en harðduglegt og heiðarlegt
fólk. Inn í þetta samfélag kom
einnig fólk sem átti erfitt upp-
dráttar af félagslegum og á
stundum andlegum ástæðum.
Meðal frumbyggjanna voru
hún Kristín mín og Steingrímur
fisksali Bjarnason, bæði ættuð af
Vestfjörðum. Kristín, Steingrím-
ur og börn þeirra á Sogavegi 158
voru og eru rótgróin og sæll hluti
af lífi okkar systkinanna sem
bjuggum á Sogavegi 126. Þær
Kristín og mamma Ingibjörg
voru sagðar vera í kappi í barn-
eignum. Mamma eignaðist sex
börn á árunum 1943 til 1954 en
Kristín gerði gott betur og þau
Steingrímur eignuðust ellefu
börn á árunum 1944 til 1960 en
áttu bæði eitt barn fyrir. Börnin
á Sogavegi 126 og 158 urðu náin.
Brandur og Bárður fæddir 1944
og 1945, Guðmundur og Kristján
fæddir 1946, ég og Bjarni fæddir
1947, óaðskiljanlegir vinir, Ás-
mundur og Steinþór fæddir 1951
og Guðrún og Kristín fæddar
1954. Það var sannarlega líf og
fjör á þessum stóru heimilum og
gekk á ýmsu. Kristín var akkerið
á Sogavegi 158. Hún var falleg í
öllum skilningi þess orðs. Sér-
staklega lýstu augu hennar af
ástúð og umhyggju fyrir okkur
öllum. Um leið var hún hrein-
skiptin, öguð og ákveðin. Þvílík-
ur dugnaðarforkur. Þær voru
fleiri sístarfandi heimavinnandi
kvenalþýðuhetjur á Sogavegin-
um. Mér er í bernskuminni að
þær komu nær daglega saman á
heimilum sínum, oft tvisvar á
dag, fyrst að loknum morgun-
verkum um tíuleytið og svo síð-
degis fyrir kvöldverkin. Sátu
saman, ræddu málin, ráðslöguðu
og studdu og styrktu hver aðra í
blíðu og stríðu.
Kletturinn hún Kristín með
sinn umvefjandi faðm hvatning-
ar, gæsku, gleði og huggunar
verður mér ógleymanleg. Minn-
ingin um hana er mér dýrmæt.
Ég dáðist og mun ætíð dást að
þeim ótrúlega styrk sem hún bjó
yfir. Kristín var trúuð kona og
trú sína ræktaði hún með
breytni sinni gagnvart samferða-
mönnum sínum af eðlislægum
náungakærleika og umburðar-
lyndi. Kristín fór ekki varhluta
af mótlæti í lífi sínu sem hún
mætti með aðdáunarverðri reisn.
Bjarni, æskuvinur minn, dó af
slysförum rúmlega tvítugur. Það
var erfitt og sorgin nísti. Kristín,
sem missti mest, gaf okkur
ómælda og ómetanlega huggun
og styrk. Einkadóttir Bjarna dó
einnig af slysförum rétt tvítug.
Hörður og Þórhallur synir Krist-
ínar létust báðir fyrir aldur
fram. Alltaf var Kristín sami
kletturinn, æðrulaus gefandi
kona.
Ég kveð Kristínu með virð-
ingu og af djúpu þakklæti fyrir
allt og allt eins og mamma hefði
sagt. Við systkinin af Sogavegi
126 sendum börnum hennar,
tengdabörnum, barna- og barna-
börnum, já allri fjölskyldu henn-
ar hjartans samúðar- og þakk-
arkveðjur. Blessuð sé björt og
falleg minning Kristínar.
Atli Gíslason.
Meira: mbl.is/minningar
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Ferðalög
Spánn
Íbúð í Exsample í Barcelona.
Vikuleiga í sumar.
starplus.is - starplus.info á ensku.
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar-
húsa við Akureyri og á Akureyri.
Upplýsingar á www.orlofshus.is.
Leó, sími 897 5300.
Tómstundir
Fjarstýrðar þyrlur í úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
þyrlum. Nýjasta tækni. Tilbúin til
flugs beint úr kassanum.
Netlagerinn slf / Tactical.is
Dugguvogur 17-19 2. hæð.
S. 517-8878
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og
endurvinnslu.
Fannar verðlaunagripir, Smiðju-
vegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s. 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
N.P. þjónusta. Annast bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörf.
Hafið samband í síma 861 6164.
Þjónusta
Er matur og þyngd vandamál?
Nýir byrjendahópar að hefjast!
„Fráhald í forgang“: Sérstakur
stuðningshópur fyrir þá sem eru að
hrasa í fráhaldi!
Upplýsingar í síma 568-3868,
www.matarfikn.is.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílaþjónusta Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
og tek að mér ýmis smærri
verkefni
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
DC TIG/MMA rafsuðuvélar
- 2 í einni Tig/MMA 200 pinna-
suðuvélar á lager, barkar fylgja. Af-
burðarverð. Eigum MIG vélar og
pinnasuður og fl. Auto dark og Shine
rafsuðuhjálmar.
www.holt1.is S 435 6662
Vélar & tæki