Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 33
Bíólistinn 13.-15. janúar 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Sherlock Holmes 2
The Muppets
Mission Impossible : Ghost Protocol
The Iron Lady
Alvin og íkornarnir 3
50/50
Puss In Boots
Sitter, The
Tinker, Tailor, Soldier, Spy
New Year’s Eve
1
Ný
2
Ný
3
Ný
4
7
6
5
3
1
5
1
5
1
6
3
2
4
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Þeir félagar Sherlock Holmes og
dr. Watson eru fastheldnir á fyrsta
sæti bíólistans og sitja þar nú þriðju
vikuna í röð með mynd sína A Game
of Shadows. Góður árangur það en
yfir 20.000 manns hafa séð myndina
um nýjasta ævintýri þeirra félaga.
Þrjár nýjar myndir koma þá inn á
listann og fljúga gömlu góðu
Prúðuleikararnir hæst eða alla leið-
ina í annað sætið. Myndin sú hefur
fengið mjög góðar viðtökur gagn-
rýnenda og ekki að undra, hér er á
ferðinni vel heppnuð fjölskyldu-
mynd sem tengir saman kynslóð-
irnar. The Iron Lady, mynd sem
fjallar um Margaret Thatcher og
skartar Meryl Streep í burðarrull-
unni. Sú mynd situr í fjórða sæti.
Þriðja nýja myndin á topp tíu er 50/
50, gamandrama með þeim Seth
Rogen og Joseph Gordon-Levitt í
aðalhlutverkum. Myndin atarna
nær að klófesta sjötta sætið. Líkt og
með Prúðuleikarana eru gagnrýn-
endur á eitt sáttir með gæðin og
stendur hún í 93% á gagnrýnis-
safnvefnum RottenTomates.
Bíóaðsókn helgarinnar
Sherlock enn
á toppnum
Þeir tveir Þeir Jude Law og Robert Downey Jr. fara með aðalhlutverkin í
Sherlock Holmes 2. Myndin situr á toppi bíólistans, þriðju vikuna í röð.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
Það hefur eflaust ekki farið framhjá
neinum að Contraband, mynd Balt-
asars Kormáks sem var frumsýnd á
föstudaginn í Bandaríkjunum, var
tekjuhæsta mynd kvikmyndahús-
anna þar í landi um helgina. Hún
halaði inn alls 24,1 milljón Banda-
ríkjadala sem samsvarar rétt rúm-
um þremur milljörðum króna.
Myndin kostaði um 25 milljónir doll-
ara í framleiðslu og borgaði hún sig
því sem næst upp fyrstu sýningar-
helgina sem verður að teljast afar
góður árangur.
Fríða og Mission Impossible
Í viðtali á mbl.is um helgina sagði
Baltasar að því væri spáð að myndin
hefði úthald, sem þýddi að hún gæti
átt góðu gengi og mikilli aðsókn að
fagna um nokkurn tíma, frekar en að
hún hali mikið inn fyrstu helgina en
aðsóknin detti síðan fljótlega niður.
Næst á eftir Contraband á lista
yfir tekjuhæstu kvikmyndir helgar-
innar er önnur ný mynd, Fríða og
dýrið (3D), ef nýja má kalla þar sem
í raun er um að ræða þrívíddar-
útgáfu af myndinni sem kom fyrst út
árið 1991. Miðar á hana seldust fyrir
rétt tæpar 18,5 milljónir dollara eða
rúma 2,3 milljarða króna.
Næst á eftir henni kemur Mission:
Impossible – Ghost Protocol sem
þénaði 11,5 milljónir dollara, tæpa
1,5 milljarða kr., þrátt fyrir að um
væri að ræða fimmtu sýningarhelgi
myndarinnar. Hún fellur niður um
eitt sæti, var næstvinsælasta mynd-
in helgina á undan. Alls hefur mynd-
in halað inn 186,7 milljónir dollara,
23,5 milljarða króna, en hún kostaði
145 milljónir dollara í framleiðslu,
rúma 18 milljarða króna.
Mission Impossible er einnig í
þriðja sæti hér á landi en ekki er
byrjað að sýna Contraband og Fríðu
og dýrið (3D). Þó styttist í það,
Contraband verður frumsýnd næstu
helgi og Fríða og dýrið verður tekin
í sýningar 17. febrúar. ylfa@mbl.is
Contraband borgaði sig
nær upp fyrstu helgina
Halaði meira inn
en þrívíddarútgáfa
af Fríðu og dýrinu
Farsæl Contraband borgaði sig upp nánast að fullu fyrstu sýningarhelgina.
Hljómsveitin Turin Brakes er á
leiðinni til Íslands og spilar í Frí-
kirkjunni á föstudaginn, en nú þeg-
ar aðeins örfáir miðar eru eftir ætl-
ar sveitin að troða upp
aukatónleikum á Faktorý laugar-
dagskvöldið 21. janúar. Leikið
verður nýtt og gamalt efni í bland.
Engin forsala verður á tón-
leikana og er fólk því hvatt til þess
að mæta tímanlega en miðasalan
hefst kl. 22 og hefjast tónleikarnir
kl. 23.
Upphitun verður í höndum Lay
Low og Ameríkanans Jason Dodson
úr The Maldives.
Miðaverð er 2.500 kr.
Það er hins vegar Jón Jónsson
sem sér um upphitun á fyrri tón-
leikunum. Valþór Sverrisson, einn
tónleikahaldara, hefur látið hafa
það eftir sér að það hafi verið
draumur að flytja þessa þekktu
sveit hingað til landsins.
Turin Brakes heldur aukatónleika á Faktorý
Sem í draumi Meðlimir Turin Brakes
leika á tvennum tónleikum á Íslandi.
Tónlistarhátíðin by:Larm er haldin
í Osló og er Airwaves þeirra Norð-
manna. Mikil áhersla er á norræna
tónlist og Íslendingar sem spila þar
í ár eru GusGus, Helgi Hrafn Jóns-
son, Mugison, Prinspóló, Sóley,
Sykur og Snorri Helgason. Þetta er
talsverð aukning frá því sem verið
hefur. Nordic Music Prize-
verðlaunin verða afhent á hátíðinni.
Gestir GusGus verða á by:Larm
Íslendingar spila á
by:Larm
JOSEPH GORDON-LEVITT,
SETH ROGEN OG ANNA
KENDRICK FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND
2 BESTA MYNDBESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI
JOSEPH GORDON-LEVITT
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 750kr. - 3D 1.000kr.
50/50 kl. 8 - 10:30 2D 12
50/50 kl. 5:40 - 10:40 2D VIP
PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:50 - 8 - 10:30 2D L
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:10 - 10:40 2D 12
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 2D VIP
NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L
/ ÁLFABAKKA
50/50 kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12
PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 - 8 2D L
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:45 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 10:20 2D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:40 2D L
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ KEFLAVÍK
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:50 2D L
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D L
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHHH.V.A. - FBL
HHHH
HHHH
„STÆRRI, BETRI
OG FYNDNARI.“
- EMPIRE
HHHH
- KVIKMYNDIR.IS/
SÉÐ OG HEYRT
PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L
50/50 kl. 8 - 10:20 2D 12
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10 2D 12
THE SITTER kl. 8 2D L
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 6 2D L
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
50/50 kl. 8 2D 12
PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 6 2D L
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:30 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:30 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 6 2D L
„EIN BESTA MYND ÁRSINS - PUNKTUR“
-JAKE HAMILTON, FOX-TV
ÍSLENSKUR
TEXTI
HHHHH
„EVERY
PERFORMANCE
IN THE FILM
IS FLAWLESS“
- USA TODAY
HHHHH
„TREMENDOUS MOVIE.
IT´S ALSO A REALLY
FUNNY ONE“
- ARIZONA REPUBLIC
PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 6 - 8 2D L
50/50 kl. 10:10 2D 12
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:30 2D 12
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 6 2D L
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA,
EGILSHÖLL OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
Tilboð
750 kr.
Tilboð
750 kr.
Tilboð
750 kr.
Tilboð
750 kr.
Tilboð
750 kr.
Tilboð
750 kr.
Tilboð
750 kr.
á 3D sýning
ar1000
kr.