Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 36

Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Keypti íbúð í Ósló á krónu 2. Borðaði sig út úr starfinu 3. Þurfti að sleppa hátíðarkvöldverði 4. Henry reiður út í stuðningsmenn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Don McLean, höfundur American Pie, einnar mest seldu plötu áttunda áratugarins, er væntanlegur til lands- ins í október. Mun hann halda stór- tónleika í Háskólabíói þar sem 40 ára afmæli gripsins verður fagnað. Don McLean leikur á Íslandi í október  Söngtríóið Char- lies er komið aftur til Los Angeles. Þetta kemur fram á opinberu fésbók- arsetri sveitar- innar. Þar segir að margt sé í deigl- unni þetta árið en megnið af færsl- unni fer í að fagna því að ekki þurfi lengur tuttugu mínútur til að klæða sig, ætli maður að lifa útiveru af. Charlies aftur til Englaborgarinnar  Fyrstu tónleikarnir á vorönn tón- leikaraðarinnar Kaffi, kökur & rokk & ról fara fram í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7, í kvöld. Í þetta skiptið koma John Grant og Myrra Rós fram. Húsið verð- ur opnað kl. 20, það er talið í á slaginu kl. 20.30 og tón- leikum lýkur fyrir kl. 22. Að- gangseyrir er 500 kr. »31 John Grant leikur í Edrúhöllinni Á miðvikudag Hvöss vestanátt og snjókoma í fyrstu, síðan él. Lægir heldur síðdegis. Vægt frost. Á fimmtudag Ákveðin norðvestanátt, víða snjókoma á norðan- verðu landinu og él vestanlands. Frost 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari og úrkomuminna. Gengur í austan- og suðaustan 10-15 með slyddu eða rigningu síðdegis og í kvöld. VEÐUR „Lærdómur þessa leiks er kannski sá að enginn er ómissandi, sama hvað hann er stór eða sterkur. Það er enginn ómissandi en það var svo sannarlega áskorun fyrir liðið að það gæti leikið vel og fyllt í skörð reynslu- mikilla manna, á því leikur enginn vafi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði eftir tapið gegn Króötum á EM í Serbíu í gær- kvöldi. »1 Mikil áskorun að fylla í skörðin Ólafur Bjarki Ragnarsson er mikill markaskorari og skapandi leikmaður en ekki nógu sterkur varnarmaður. Aron Rafn Eðvarðsson er framtíð- arlandsliðsmarkvörður en vantar ennþá reynslu. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, metur kosti og galla landsliðsmannanna í handbolta. »4 Skapandi leikmaður og framtíðarmarkvörður Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram í Katar við Persaflóa árið 2015 og Katarar hafa í hyggju að krækja í þekkta leikmenn til að styrkja sitt landslið. Þeir sem ekki spila á EM í Serbíu yrðu gjaldgengir með landsliði Katar eftir þrjú ár og nokkrir sterkir leikmenn eru orðaðir við það. Nokkur forföll á EM þykja grunsamleg af þessum sökum. »4 Reynir Katar að kaupa sér landslið fyrir HM? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Upplifun kúnnans og allra þeirra sem heimsækja Aurum skiptir okk- ur miklu og við leggjum áherslu á að fólk njóti þess að koma til okkar,“ segir Guðbjörg Ingvarsdóttir, eig- andi verslunarinnar Aurum, sem hlaut Njarðarskjöldinn í liðinni viku. Markmið verðlaunanna, sem Reykjavíkurborg veitir ásamt sam- starfsaðilum, er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í höfuðborginni. Það hef- ur Aurum sannarlega tekist, því verslunin hefur frá upphafi vakið at- hygli hjá ferðamönnum. Guðbjörg segir þó að það hafi aldrei verið sér- stakt metnaðarmál í sjálfu sér að höfða til erlendra ferðamanna. „Markmiðið var frekar að gera Aurum að spennandi verslun og með það fjölbreytt vöruúrval að hún myndi höfða til allra.“ Aðspurð segir hún heimamenn og ferðamenn al- mennt kaupa það sama í Aurum og báðir hópar séu jafn hrifnir af ís- lenskri hönnun. „Erlendir ferða- menn eru auðvitað alltaf spenntir fyrir íslenskri vöru en þeir eru ekki endilega gagngert að leita að henni.“ Leita að hönnun um allan heim Guðbjörg opnaði Aurum árið 1999 þegar hún hafði nýlokið gullsmíða- og hönnunarnámi. Framan af voru þar fyrst og fremst seldir skart- gripir, hannaðir og smíðaðir af henni sjálfri, en verslunin hefur vaxið og 2009 var hún stækkuð um helming. Í dag er þar að finna, auk skart- gripanna, fjölbreyttar hönnunar- og gjafavörur frá öllum heimshornum. „Við förum sjálf út og leitum uppi spennandi og áhugaverð vörumerki og helst þau sem ekki hafa verið til á íslenskum markaði áður. Okkur finnst líka spennandi að vera með vöru frá öllum heimshornum, ekki bara Evrópu og Bandaríkjunum.“ Útkoman er sú að heimsókn í Aurum er veisla fyrir augað, enda er algeng sjón að sjá vegfarendur staldra við til að skoða gluggaútstillingarnar, sem mikill metnaður er lagður í til að skapa stemningu. „Það hefur bor- ið á því að fólk komi bara til að upp- lifa og skoða úrvalið. Við leggjum líka mikið upp úr því að endurnýja það reglulega svo alltaf sé eitthvað nýtt að skoða,“ segir Guðbjörg. Hún hefur verið að þróa sig áfram í hönnuninni, fyrir stuttu kom á markað borðbúnaður sem hún hann- aði undir merkjum Aurum og meira er í vændum enda framtíðarsýnin skýr: „Að það muni bætast í vöruúr- valið sem verður hannað undir merkjum Aurum og Aurum verði meira en skartgripir.“ Upplifun ekki síður en verslun  Aurum fær viðurkenninguna Njarðarskjöldinn Morgunblaðið/Kristinn Aurum Samkvæmt dómnefnd Njarðarskjaldarins hafa ferðamenn oft orð á því að í Aurum hafi þeir fundið betra úrval hönnunar- og gjafavöru en þeir hafi áður séð á ferðum sínum. Guðbjörg Ingvarsdóttir hönnuður er eigandi Aurum. Samhliða Njarðarskildinum var í ár í fyrsta sinn veitt viðurkenningin Freyjusómi, til þeirrar verslunar sem þykir koma með ferskan andblæ í verslunarrekstur á ferða- mannamarkaði í borginni. Nafn viðurkenningarinnar er sótt í norræna goðafræði, en Freyja var gyðja frjósemi og þykir því við hæfi að tengja nafn hennar frjórri hugsun og ferskri nálgun í verslunarþjónustu. Það var versl- unin Nostalgía við Laugaveg 32 sem hlaut fyrsta Freyjusómann en þar er seldur notaður fatnaður og mikill metnaður lagður í úrvalið. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þuríðar Hauksdóttur, er það helst ungt fólk á aldrinum 18-35 ára sem verslar í Nostalgíu og eru þar Svíar og Færeyingar áberandi en einnig Bretar og Bandaríkjamenn sem segjast margir hvergi hafa séð jafn flott úrval af vintage-fötum. Freyjusómi að Nostalgíu NÝ VIÐURKENNING FYRIR FERSKAN ANDBLÆ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.