Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012
✝ Svandís Ott-ósdóttir fædd-
ist á Skólavörðu-
stíg 4 30.
september 1947.
Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 21.
janúar 2012.
Foreldrar Svan-
dísar voru Ottó
Eðvard Guðjónsson
sjómaður í Reykja-
vík f. 10. okt. 1904, d. 16. mars
1971 og Svanhvít Guðmunds-
dóttir húsmóðir f. 8. sept. 1907,
d. 21. des. 1977. Svandís giftist
þann 9. nóv. 1968 eftirlifandi
eiginmanni sínum Pétri Guð-
mundssyni f. 17. ágúst 1945.
Foreldrar Péturs voru Guð-
mundur Sigfússon bóndi á Ei-
ríksstöðum í Svartárdal f. 20.
maí 1906, d. 27. mars 1993 og
Sólborg Þorbjarnardóttir hús-
móðir f. 25. júlí 1914, d. 15. sept.
1963. Systkini Svandísar eru:
Guðjón Árni f. 8. des. 1928, Sig-
ríður Unnur f. 19. jan. 1930, d.
23. okt. 2010, Guðrún Erla f. 4.
júní 1934 og Sjöfn f. 26. nóv.
1940. Auk þeirra tvö systkini
sem dóu í barnæsku. Börn Svan-
dísar:
1) Birgir Rafn Þráinsson f. 11.
jan. 1966, framkvæmdastjóri í
16 apríl 1968 og á hún eina dótt-
ur, Kristínu Leu f. 1988. Svandís
bjó á Skólavörðustígnum til 6
ára aldurs er fjölskyldan byggði
sér hús að Mosgerði 18. Svandís
gekk í Breiðagerðisskóla og síð-
an í Réttarholtsskóla þaðan sem
hún lauk verslunarprófi. Árið
1991 lauk Svandís námi sem
læknaritari. Fyrstu störf Svan-
dísar voru skrifstofustörf og
verslunarrekstur í Reykjavík.
Þáttaskil urðu í lífi hennar vorið
1975 þegar fjölskyldan flutti
austur í Biskupstungur og sett-
ist þar að í Laugarási. Þar
gegndi Svandís húsmóð-
ursstörfum og vann við versl-
unar- og skrifstofustörf. Árið
1987 flutti fjölskyldan til Hafn-
arfjarðar og hóf Svandís þá
störf sem læknaritari á geðdeild
Landspítalans og starfaði þar til
ársins 2010 á meðan hún hafði
heilsu til. Svandís var mikill
náttúruunnandi og hafði gaman
af gönguferðum. Hjónin áttu
góðan félagsskap í göngu-
klúbbnum Görpum og á sumrin
dvöldu þau löngum stundum í
sumarbústað sínum í landi Ása í
Gnúpverjahreppi. Áhugi Svan-
dísar á tónlist var mikill, hún
söng í kórum og sat um tíma í
stjórn Tónal. Svandís hafði mik-
ið yndi af ferðalögum til útlanda
og fóru þau ófáar ferðirnar til
Kanaríeyja og Spánar. Síðasta
ferðin var til Tenerife um nýlið-
in jól og áramót.
Útför Svandísar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 30. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Reykjavík. Börn
hans með fyrrver-
andi eiginkonu
Guðrúnu Björk
Þrastardóttir eru:
Ívar Þór, andvana
f. 1991, Bjarki Við-
ar f. 1992, Linda
Sóley f. 1995 og
Dagný Fjóla f.
1998. 2) Eva Hrund
Pétursdóttir f. 13.
jan. 1969, lyfja-
tæknir á Blönduósi, gift Kára
Kárasyni framkvæmdastjóra.
Börn þeirra: Sandra Dís f. 1988,
Hilmar Þór f. 1993, Ástrós, and-
vana f. 1996, Karen Sól f. 1999
og Pétur Arnar f. 1999. 3) Sól-
rún Edda Pétursdóttir f. 27. feb.
1975, snyrtifræðingur í Reykja-
vík. Börn með Árna Árnasyni:
Aron Pétur f. 1995, Áróra Lind
f. 1995 og Anita Ýr f. 1998. Barn
með Þorgils Ólafi Einarssyni:
Hafrún Lilja f. 2009. 4) Óskar
Freyr Pétursson f. 9. des.1976,
sölumaður í Reykjavík. Sam-
býliskona hans er Ása Björg Ás-
geirsdóttir. Barn með fyrrver-
andi eiginkonu, Helenu Björk
Rúnarsdóttur: Yngvi Freyr f.
1998. Börn með Maríu Ösp
Karlsdóttur: Birnir Smári f.
2007 og Svandís Katla f. 2008.
Þá á Pétur dótturina Sigríði f.
Elsku fallega mamman mín,
það er ósköp erfitt að sitja og
skrifa minningargrein um þig.
Ég á svo erfitt með að sætta mig
við að þú sért farin, en ég ætla að
hugga mig við það að núna ert þú
kvalalaus. Og ég vil trúa því að þú
sért á betri stað, heilbrigð og
njótir þess að geta dansað, geng-
ið og gert allt það sem þú varst
vön að gera og hafðir svo
mikla gleði af áður en þú
varðst svona veik.
Þú varst ótrúlega sterk í veik-
indum þínum og ákveðin, þú ætl-
aðir þér svo margt og barðist til
hinstu stundar. Síðasta verk þitt
var að fara með pabba til Te-
nerife yfir síðustu jól og áramót,
þar sem þú áttir ótrúlega góðan
tíma og þér leið svo miklu betur í
hlýjunni og sólinni. Ég sem aldrei
hafði án ykkar pabba verið yfir
jólin sagði í gríni að þú værir að
venja mig af þér, jólin voru sér-
stök en við vorum svo glöð fyrir
þína hönd að þú hefðir það gott
úti í sólinni. Þú komst heim brún
og sælleg og sagðir mér sögur úr
ferðinni, við hlógum saman og
það var svo gott að fá þig til baka.
En nú svo stuttu síðar þá ert þú
farin og það fyrir fullt og allt. Ég
lofa að hugsa um og hlúa vel að
klettinum okkar honum pabba.
Pabba sem gerði allt sem hann
gat til þess að auðvelda þér lífið
og þú náðir að gera svo ótrúlega
margt í veikindum þínum með
hans hjálp. Alltaf var pabbi þér
við hlið. Hann ber sko nafn með
rentu hann pabbi minn, enda þýð-
ir nafnið Pétur, klettur og hann
var kletturinn þinn.
Elsku mamma, ég gæti skrifað
svo ósköp margt og hefði getað
fyllt heilu blaðsíðurnar af minn-
ingum um þig. En það er erfitt að
ætla að koma öllu því sem mig
langar að skrifa um þig frá mér í
fáum orðum. Ég vil frekar segja
fólki sögur af þér og þær eru
margar til og verða sagðar við
hvert tækifæri.
Því langar mig að segja við þig:
Ég þakka þér fyrir það að vera
mamma mín, þakka þér allt það
góða sem þú kenndir mér og
gerðir fyrir mig, einnig fyrir allar
rökræðurnar, tilsögnina, skamm-
irnar og bara allt sem okkar fór á
milli. Ég lærði af þessu öllu og
mun búa að því í framtíðinni. Ég
elska þig svo ótrúlega heitt, elsku
mamma mín, og mun segja henni
Hafrúnu Lilju okkar sögur af þér
og sýna henni myndir af þér og
ykkur saman. Yndislegar mynd-
irnar sem ég á af ykkur tveimur
þar sem hún kúrir uppi í rúmi hjá
þér og þið lesið saman tímarit,
svo niðursokknar báðar tvær.
Bara fallegastar.
Við sjáumst síðar, elsku
mamma mín, knúsaðu Krúsa frá
mér og klóraðu honum smá fyrir
mig. Ég veit nefnilega að hann
var einn af þeim fyrstu sem tóku
á móti þér fagnandi. Kveðja til
mömmu,
Ég kveð þig elsku mamma
þú fórst allt of fljótt.
En barðist svo hatrammlega
við illvígan gest.
Þú gafst ekki upp
og sýndir þinn styrk.
Þú barðist elsku mamma
fram að síðustu stundu.
Þú gafst mér svo mikið
með styrk þínum og ráðum.
ég leitað gat til þín
þú studdir mig ætíð.
Ég trúa því vil
að þú sofir nú rótt.
laus við kvöl og sársauka
mín vitjaðir í nótt.
Þú nú dansar að nýju
og gengur um allt
heilbrigð og falleg
vakir okkur yfir.
Þegar minn tími kemur
við sjáumst á ný
elsku mamma
ég trúi því.
Elska þig endalaust.
Þín
Sólrún.
Elsku fallega mamma mín. Ég
er svo óendanlega þakklát fyrir
allan þann tíma sem við áttum
saman. Sérstaklega þegar ég bjó
hjá ykkur pabba síðastliðinn vet-
ur. Við vorum ekkert alltaf að
spjalla heldur sast þú í stólnum
þínum og prjónaðir og ég sat við
borðstofuborðið og lærði. Báðar
töluðum við um að það væri svo
notalegt að vita af hvor annarri.
Þetta var góður tími, mamma.
Það gladdi mig mikið að þú gast
komið í útskriftina mína í desem-
ber en meira gladdi það mig að
þið pabbi gátuð eytt saman síð-
ustu jólum á Tenerife, þrátt fyrir
að þú værir orðin svona veik.
Þú varst svo glæsileg kona,
elsku mamma mín. Ég fékk oft að
fara í fataskápinn þinn og fá lán-
uð föt hjá þér og alltaf var úr
nægu að velja. Hvort sem það
voru föt, skór eða skart sem mig
vantaði. Þú varst ótrúleg hann-
yrðakona, peysurnar og kjólarnir
sem þú prjónaðir á börnin þín og
barnabörnin eru sennilega vel á
fjórða tug og á meðan heilsan
leyfði saumaðir þú heilu dressin.
Þú reyndist mér svo vel þegar ég
var með Hilmar og síðan Karenu
og Pétur á vökudeildinni, komst
til okkar eftir vinnu á hverjum
degi. Hjálpaðir til við að gefa
þeim, eða bara sitja hjá þeim og
tala fallega til þeirra.
Þeir sem þekktu þig, mamma
mín, vissu hvílík baráttukona þú
varst. Þú varst þrjósk og neitaðir
að gefast upp. Ég kveð þig, elsku
mamma, með þakklæti fyrir allt
sem þú kenndir mér. Þú sagðir
alltaf að stundvísi og heiðarleiki
væru gildi sem við ættum að hafa
að leiðarljósi í lífinu. Þau sömu
gildi mun ég kenna börnum mín-
um.
Þú varst svo heppin að eiga
pabba að, hann bar þig á höndum
sér allt þar til yfir lauk og með
hans hjálp gastu verið sem lengst
heima.
Elsku pabbi, þú átt heiður skil-
inn fyrir hversu þétt þú hefur
staðið við hlið mömmu í hennar
veikindum. Ég veit að hún verður
þér ævarandi þakklát fyrir og
það er ég líka. Ég á eftir að sakna
þín. Ég veit að nú ertu laus við
veikindin og getur dansað og
knúsað barnabörnin þín tvö sem
farin voru á undan þér.
Hér er lítið ljóð sem ég gerði
og sendi þér á afmælinu þínu fyr-
ir rúmu ári.
Þér ég þakka móðir mín
þá gleði og tíma alla.
Er þú hefur fært til mín
um ævi mína alla.
Þín dóttir,
Eva Hrund.
Elsku mamma mín. Þú ert far-
in og ég sit hérna og reyni að
finna orð til að lýsa þeim missi
sem ég finn fyrir. Þeim missi sem
börnin mín finna fyrir. Ég vissi
allan tímann að þú hefðir fengið
þennan þunga dóm. Þó svo að þú
hafir staðið þessi veikindi af þér
mun lengur en nokkur gerði ráð
fyrir þá var eins og ég hefði verið
sleginn í andlitið með sleggju
þegar ég sá það loks með eigin
augum að þú varst lögð af stað í
ferðalag á annan og betri stað. Þú
varst tilbúin að fara og skilja við
hann pabba minn í bili. Ég veit
þig hefur verið farið að langa til
að ganga aftur um og kannski
ertu að gera það sem Birnir minn
telur þig vera að gera.
Ég held reyndar að þú sért
núna í rólegheitunum með Fúsa
mági þínum og Sissu systur þinni
og þið sötrið á góðum bjór sem
fæst ekki í mínum heimi. Þú situr
með þeim og mömmu þinni og þið
njótið góðra stunda. Þið njótið
þess að vera laus undan verkjum
og veikindum og þið eigið það svo
skilið. Ég skal viðurkenna það að
ég er ekki tilbúinn að kveðja þig,
og ég hefði líklegast aldrei orðið
það, en ég get skilið það að þú
vildir losna undan þessum sjúk-
dómi sem var búinn að kvelja þig
svo mikið, en söknuðurinn er gíf-
urlegur.
Eins lítið og þú varst fyrir það
að tjá tilfinningar þínar þá varst
þú snögg að bregðast við ef ein-
hverjum leið illa. Ég get ekki tal-
ið hve oft þú hefur rétt mig af eft-
ir mistök og komið mér aftur á
beinu brautina, eða hve oft þú
hefur stoppað mig af í þeim fjöl-
mörgu vitleysum sem ég hef lagt
af stað í. Sama hve illa mér varð á
í messunni þá tókstu alltaf á því
án þess að gera lítið úr mér held-
ur sýndir þú mér fram á hve röng
mín leið var og vísaðir mér rétta
leið. Án þín væri ég ekki sá mað-
ur sem ég er í dag. Þú kenndir
mér hver hin raunverulegu verð-
mæti í lífinu eru. Án þín væri ég
ekki sá faðir sem ég er í dag, sá
maki eða sá vinur sem ég tel mig
vera.
Svandís og Birnir vildu senda
þér kveðju líka með sínum hugs-
unum.
Kveðja frá Birni Smára: Ég
elska þig, amma mín, í alvöru.
Amma mín, ég elska þig alltaf.
Ég ætla að passa pabba fyrir þig.
Ég ætla alltaf að knúsa pabba
minn frá þér. Ég elska þig, amma
mín besta. Ég sakna þín svo mik-
ið og ég er sorgmæddur núna.
Núna getur þú, amma, hoppað á
milli skýjanna með öllum englun-
um. Núna get ég talað við þig í
skýjunum og í huganum og í
draumunum mínum. Amma mín,
ég elska þig svo mikið að ég ætla
að tala við þig í draumunum í nótt
Kveðja frá Svandísi Kötlu: Ég
elska þig, af hverju er amma
Svandís dáin? Af hverju var hún
lasin? Ég vil knúsa hana ömmu
og kyssa hana. Ég vil leika við
hana ömmu en það má ekki stíga
á tærnar á þér, amma mín, af því
nú ertu dáin og hætt að vera las-
in. Þegar þú kemur í drauminn
minn í nóttina ætla ég að segja
„Ég elska þig.“
Þessi kveðja er ekki mín hinsta
kveðja til þín, mamma mín. Ég á
eftir að tala oft við þig og ég á eft-
ir að eyða mörgum stundum við
leiði þitt og leita ráða hjá þér. Ég
er þér svo óendanlega þakklátur
fyrir allt það sem þú hefur gefið
mér.
Guð geymi þig, mamma mín,
alltaf.
Þinn sonur,
Óskar Freyr.
Elsku Svandís mín.
Það er þyngra en tárum taki að
skrifa mína hinstu kveðju til þín
kæra tengdamamma, kveðju sem
skrifuð er allt of snemma á lífs-
leiðinni. Í þau 26 ár sem leiðir
okkar hafa legið saman hefur þú
ætíð reynst mér og minni fjöl-
skyldu vel og staðið þétt við bak
okkar. Þú varst mér góður vinur
og gátum við alltaf gantast við
hvort annað. Ég sagðist alltaf
vera besti tengdasonurinn enda
var ég sá eini lengst framan af.
Ætíð varst þú boðin og búin að
aðstoða ef þú mögulega gætir.
Efst í huga mér koma þeir tímar
þar sem fæðingar barna okkar
Evu báru við. Bæði í gleði og
sorg. Ég veit að þú munt fylgja
börnum þínum, því morguninn
eftir að þú kvaddir hið jarðneska
líf, vakti yngsta dóttir okkar Evu
mig með þeim orðum að þú hafir
komið til hennar í draumi og
kysst sig á kinnina. Það var henni
huggun að þú hefðir komið að
kveðja hana. Takk fyrir að vera
stoð okkar og stytta.
Í kveðju sem barnabörn þín
skrifuðu til þín, kemst eitt
barnanna þannig að orði að ömm-
ur séu englar í dulargervi. Betri
lýsingu á ég ekki til og tek undir
með barninu því betri ömmu er
erfitt að finna. Þín verður sárt
saknað af sérhverju ömmubarni
þínu.
Kæri Pétur. Þú hefur staðið
sem klettur við hlið Svandísar og
reynst henni vel í þeim veikind-
um sem hún barðist svo hetjulega
við. Það er mín von að minning
um góða konu verði þér ljós í
myrkri söknuðar.
Kári Kárason.
Elsku amma.
Ég trúi ekki að þú sért farin,
ég trúi því bara ekki. Þú varst
alltaf svo sterk og hraust og svo
þurftir þú af öllum að veikjast.
En núna ertu farin. Það var
hræðilegt að sjá þér hraka svona.
Þú náðir samt lengra en hægt var
að vona, það kemur náttúrulega
ekkert á óvart þar sem þetta
varst þú. Flestir sem væru í þín-
um sporum hefðu ekki náð einum
þriðja af því sem þú náðir. En
núna ertu farin og þótt ég hafi
vitað að það myndi koma að þessu
þá er þetta samt óendanlega sárt.
Maður er aldrei undir þetta bú-
inn.
Þú varst alltaf til staðar ef eitt-
hvað var að, ef það voru einhverj-
ir erfiðleikar, þá varst þú þar. Og
svo er það Pétursborg. Vá,
hversu margar minningar á ég
þaðan? Ég veit ekki, en þær eru
allavega mjög margar, þær
myndu fylla bækur. Þú naust þín
svo vel þar, þar var svo friðsælt
og rólegt.
Ein minning situr mér þó of-
arlega í huga. Það var sumarið
2011 og þið afi buðuð mér að
koma með ykkur í bústaðinn og
auðvitað sagði ég já. Við stopp-
uðum í Hveragerði og keyptum
snakk og fleira gotterí fyrir
helgina. Svo keyrðum við restina
án stopps.
Við komum svo seint á föstu-
dagskvöldi að við fórum bara að
lesa og svo í rúmið. Næsta dag
hjálpaði ég afa fyrst að sinna
verkunum sem vanalega þurfti að
sinna og eftir það fór ég inn til
þín, amma, og við spiluðum. Við
spiluðum í svolítið langan tíma,
en þótt við hefðum bara spilað þá
var þetta mér mjög kærkomið.
En núna verða engar fleiri
þannig ferðir með þér, en minn-
ing þín mun lifa eins lengi og ég
get haldið henni á lofti.
Hvíl í friði, elsku besta amma
mín. Ég mun ætíð sakna þín.
Ég elska þig rosalega mikið.
Ástarkveðja,
Yngvi Freyr.
Elsku yndislega amma mín.
Það er erfitt að hugsa til þess að
þú sért farin, en ég hugga mig við
það að þú kvelst ekki lengur. Ég
hef alltaf litið upp til þín, þú ert
hetjan mín og fyrirmynd mín. Þú
kenndir mér svo margt sem ég
kann núna. Ég byrjaði að sauma
vegna þín og núna elska ég að
sauma. Og ég ætla að halda því
áfram og verða jafnklár að sauma
og þú varst.
Ég á svo margar rosalega góð-
ar minningar um okkur saman.
Ég man þegar ég var yngri þá
vilduð þið afi alltaf fá okkur
krakkana með ykkur í afasveit.
Svo eftir útiveruna í afasveit fór-
um við alltaf í sveitabað, þar sem
við sátum uppi á borði og busl-
uðum með fæturna ofan í vask-
inum. Það fannst okkur alltaf svo
spennandi. Á hverju sumri fórum
við með ykkur upp í sumarbústað
og við munum vera dugleg að
kíkja í afasveit og hugsa um
brekkuna þína elsku amma.
Brekkuna sem þú gerðir alltaf
svo fína á meðan þú gast.
Svo er líka ferðin sem við fór-
um til Spánar með allri stórfjöl-
skyldunni. Þar voru þið afi, börn-
in ykkar og fjölskyldur þeirra,
þetta var stór hópur og mikið
fjör. Það var ein besta ferðin sem
ég hef farið í og á dýrmætar
minningar frá. Skemmti mér
mjög vel þarna úti með ykkur
enda gerðum við svo margt
skemmtilegt saman.
Og á hverjum jólum komuð þið
afi alltaf annaðhvort til okkar eða
við til ykkar. Það var skrítið um
síðustu jól að hafa ykkur afa ekki
hjá okkur þar sem þið voruð úti á
Tenerife. Og fullt af fleiri
skemmtilegum minningum sem
ég gæti skrifað hér niður.
Mér finnst alltaf mjög gaman
að heyra frá fólki hvað ég sé lík
þér. Þú sagðir alltaf að ég væri
nákvæmlega eins og þú varst á
mínum aldri og varst líka svo
ánægð með það að við systurnar
værum ljóshærðar og bláeygðar
eins og þú. Fólk hefur sagt við
mig að ég sé mjög ákveðin og
skipulögð alveg eins og þú, og á
svo margan annan hátt. Svo var
alltaf gaman að heyra þig segja
að styttan sem þú áttir væri alveg
eins og ég, og þú sagðir við alla
sem komu í heimsókn að þetta
væri ég. Og þú sast oft og horfðir
á styttuna.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú kenndir mér og gerðir fyrir
mig. Þú verður alltaf hetjan mín
og fyrirmynd. Ég elska þig rosa-
lega mikið og á eftir að sakna þín
mjög mikið. Ég ætla að vera dug-
leg að segja Hafrúnu Lilju
skemmtilegar sögur af þér og
sýna henni myndir, þar sem hún
fékk að kynnast þér svo lítið.
Við sjáumst elsku amma mín.
Þín ömmustelpa,
Áróra Lind.
Elsku fallega amma mín var
sterkasta manneskja sem ég hef
þekkt. Hún var alltaf svo hlý og
góð. Ég á mjög margar og
skemmtilegar minningar um allt
það skemmtilega sem við gerðum
saman. Margar skemmtilegar
verslunarmannahelgar á Flúðum
og ferðalög upp í bústað. Þú varst
alltaf að prjóna, þannig að við
barnabörnin eigum flestöll eitt-
hvað fallegt prjónað frá þér. Þú
varst alltaf svo falleg og góð og
hafðir svo gaman af því að vera
fín. Alltaf svo snyrt og falleg.
Þú varst og ert hetjan mín og
fyrirmynd mín og okkar allra. Ég
mun alltaf reyna eins og ég get að
vera eins góð og sterk og þú
amma mín.
Ég sakna þín svo mikið.
Þín ömmustelpa,
Aníta Ýr.
Amma mín, þú varst alltaf svo
góð og þegar maður kom í heim-
sókn til þín sá ég alltaf glitta í
bros hjá þér, sama hversu veik þú
varst. Þú varst sterkasta mann-
eskjan sem ég veit um og þú
barðist ótrúlega við veikindi þín.
Ég fann alltaf fyrir hlýju og
umhyggju frá þér og þú vildir
alltaf vera að gera eitthvað fyrir
okkur krakkana. Helst vildir þú
baka kökur ef þú vissir að við
værum að koma í heimsókn eða
kaupa ís handa okkur. Þú prjón-
aðir svo fallegar lopapeysur og ég
nota mína lopapeysu mjög mikið,
hún lætur mig finnast að þú sért
hjá mér.
Takk elsku amma mín fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur og
fyrir allar góðu minningarnar
sem ég á um þig. Ég mun aldrei
gleyma þér amma hetja.
Kveðja.
Þinn ömmustrákur,
Aron Pétur.
Elsku amma mín. Þú varst svo
góð og falleg. Ég hitti þig síðast í
desember þegar mamma var að
útskrifast og við fórum út að
borða. Þú varst svo sterk og dug-
leg, borðaðir alltaf hafragraut
með rúsínum á morgnana og
gafst mér líka hafragraut þegar
ég gisti hjá þér. Það var svo gam-
an þegar við fórum öll saman til
Svandís
Ottósdóttir