Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 28

Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 ✝ SigurðurNjálsson fædd- ist á Siglufirði 27. mars 1922. Hann lést á Landspít- alanum 23. janúar 2012. Foreldrar hans voru Njáll Jón- asson, f. 5.2. 1891, d. 25.11. 1976, og Ólöf Þorkelsdóttir, f. 25.11. 1889, d. 2.11. 1925. Bróðir hans var Guðjón Njálsson, f. 1917, d. 1989, kvæntur Heiðdísi Ey- steinsdóttur, f. 1921, d. 2006 og systir hans var Sigurlaug Njálsdóttir, f. 1924, d. 2008, gift Óskari Friðjóni Jónssyni, f. 1921, d. 1991. Sigurður missti móður sína þegar hann var þriggja ára og leystist fjöl- skyldan þá upp og var systk- inum hans komið fyrir á Ak- ureyri en hann varð eftir á Siglufirði og ólst upp hjá föður sínum. Sigurður kvæntist árið 1948 Guðnýju Þorsteinsdóttur, f. 1925. Guðný er einnig Siglfirð- gjaldkeri útibús Útvegsbanka Íslands hf., Siglufirði, 1941-44, aðalbókari og gjaldkeri Síld- arverksmiðja ríkisins, Siglu- firði 1944 og skrifstofustjóri sama fyrirtækis 1945-1958. Hann var framkvæmdastjóri fyrir Hafskip hf. frá stofnun 1959 til 1970 og var einnig stjórnarformaður í Versl- unarfélagi Siglufjarðar hf. um árabil. Árið 1970 keypti hann Alþjóða líftryggingarfélagið og var forstjóri þess til 1989. Í mörg ár flutti hann inn stál frá Póllandi og aðstoðaði Pólverja á margan hátt á Íslandi. Var hann sæmdur heiðursorðu Pól- lands árið 1988. Hann hlaut ennfremur Melvin Jones við- urkenningu frá Lionshreyfing- unni en hann var félagi í Lions- klúbbnum Ægi. Fyrir utan Verslunarskólaárin átti hann heima á Siglufirði uns fjöl- skyldan flutti suður 1958 og settist að á Rauðalæk í Laug- arneshverfi í Reykjavík. Árið 1966 fluttu þau í Mávanes í Garðabæ og þaðan 1992 í Efstaleiti. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. ingur, dóttir Hall- dóru Sigurð- ardóttur og Þorsteins Péturs- sonar. Þau eign- uðust þrjú börn, Halldóru, f. 1949, Önnu Sjöfn, f. 1952 og Ólaf Njál, f. 1958. Halldóra er gift Viðari Sím- onarsyni, f. 1945. Þeirra börn eru Sigurður, f. 1976 og Dóra, f. 1981. Sigurður er kvæntur Sig- urbjörgu Ólafsdóttur og eru börn þeirra Ólafur Viðar og Halldóra Sól. Anna Sjöfn er gift Guðmundi Páli Ásgeirs- syni, f. 1947, og eiga þau dótt- urina Guðnýju, f. 1980. Ólafur Njáll er kvæntur Birnu Hildi Bergsdóttur, f. 1959, og eiga þau börnin Signýju, f. 1984, Kristínu, f. 1988, og Daníel, f. 1993. Signý er í sambúð með Leon Má Hafsteinssyni og eiga þau dæturnar Natalíu Rán og Emilíu Brá. Sigurður braut- skráðist frá Verslunarskóla Ís- lands 1941. Hann var bókari og Í dag kveð ég tengdaföður minn Sigurð Njálsson eftir tæp- lega fjörutíu ára samneyti. Þeg- ar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti og orðin „hann var höfðingi heim að sækja“ fá dýpra innihald í merkingu sinni. Hefðir og samheldni var nokkuð sem hann mat mikils sennilega vegna þess að sjálfur missti hann móður sína ungur og í uppvexti sínum upplifði hann lítið fjöldskyldulíf í kringum sig. Fjölskyldan var honum kærust allra og aldrei kom maður í hús- ið öðruvísi en hann innti eftir því hvar barnabörnin væru og nú seinni árin hvað langafa- börnin væru að gera og hvernig þau hefðu það. Að vera saman, að gleðjast saman og að eiga hvort annað að en nokkuð sem honum fannst best. Þær eru ófáar þær gleði- stundir sem við höfum átt og hann stóð fyrir veiði, sumarbú- staðaferðir eða utanlandsferðir. Oft á tíðum var fundið tilefni til að allir færu út að borða og þá sérstaklega þegar barnabörnin luku ákveðnum áföngum í lífi sínu, því þá var stund til fagn- aðar. Sunnudagskaffið var fast- ur liður og púrtvínið var fram- reitt á sunnudögum þegar klukkan sló fimm og jafnvel oft- ar nú í seinni tíð ef tilefnið var. Alltaf stóð hann fremstur til að fullvissa sig um að allir væru með og hefðu það sem allra best. Allt sem hann vann að gerði hann af metnaði og óskaði þess að svo væri einnig hjá sínu fólki því hann var sannfærður um að það skilaði sér til baka. Sigurður átti gersemi í lífi sínu sem er tengdamóðir mín og sér hún nú á eftir lífsföru- nauti sínum í yfir sextíu ár. Samneyti þeirra var einstakt og má segja að það er okkur hinum það besta veganesti sem þau gátu gefið okkur, að geta spegl- að sig í þeirri virðingu og um- hyggju sem hann sýndi er mik- ils virði. Tímarnir framundan verða henni eflaust ekki auðveldir og vona ég að fjölskyldan komi til með að létta undir með henni, þess hefði hann óskað. Ég kveð með söknuði og vil þakka samfylgdina Birna Bergsdóttir. Þegar ég minnist tengdaföð- ur míns Sigurðar Njálssonar sé ég hann fyrir mér ásamt Guð- nýju konu sinni heima hjá þeim við stofuborðið á sunnudegi. Börn, tengdabörn og barnabörn ræða um daginn og veginn, þjóðmálin eða heimsmálin og Sigurður fylgist íhugull með og skýtur inn orði ef hann telur ástæðu til. Fjölskyldan og heim- ilið var þungamiðjan í lífi Sig- urður Njálssonar, þess mikla heimsborgara sem hann annars var. Sigurður ferðaðist mikið vegna starfa sinna en þau Guðný ferðuðust einnig víða um framandi lönd, á meðan slík ferðalög voru ekki algeng meðal Íslendinga. Sigurður ólst upp á Siglufirði hjá föður sínum Njáli eftir að móðir hans lést úr berklum. Þar stofnaði hann ásamt Guðnýju konu sinni sitt fyrsta heimili. Á uppgangstímum Siglufjarðar breyttist plássið í önnum kafið heimsþorp á hverju sumri og umsvifin náðu langt út fyrir landsteinana. Þarna nýttist menntun Sigurðar frá Verslun- arskólanum vel og hann tók strax að sér ábyrgðar- og stjórnunarstörf í öflugustu fyr- irtækjum á staðnum. Hann trúði því að framtak einstak- lingsins og öflugt atvinnulíf gætu skapað öllum gott sam- félag og breytti samkvæmt því allt sitt líf. Ef hann minntist á gamla tíma, þá var það helst til að undirstrika hvað samfélaginu hefði farið fram síðan þá og hve velsæld hefði aukist. Sigurður Njálsson var mikl- um mannkostum búinn. Hann var skarpgreindur og kunni fram á síðasta dag skil á flestu sem gerðist í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi og stjórnmálum. Hann var jafnan með hugann við það sem var að gerast allt um kring og við það sem fram- undan var. Hann hafði mun meiri áhuga á að ræða stjórn- mál og atvinnulíf heima og er- lendis en að rifja upp gamla daga. Í veikindum sínum núna síðustu mánuðina ræddi hann hvað hann gæti gert til að ná bata og einbeitti sér að því. Ég held að Sigurður hafi nálgast öll verkefni með því að horfa á lausnina en ekki vandann, fram- tíðina en ekki hið liðna. Hann var bjartsýnn og hvetjandi og góð fyrirmynd. Sigurður og Guðný höfðu ein- stakt lag á að tengja börn sín, tengdabörn og þeirra börn sam- an og skapa aðstæður þar sem allir nutu lífsins. Hátt ber minn- ingar frá árlegri veiðiferð fjöl- skyldunnar í Gljúfurá sem Sig- urður bauð fjölskyldunni í allt frá árinu 1985. Sigurður fylgd- ist mjög ákveðinn með því und- anfarnar vikur að við sæktum tímanlega um hjá Stangveiði- félaginu fyrir ferðina næsta sumar. Þegar litið er til baka er eins og við í fjölskyldu Sigurðar og Guðnýjar höfum sífellt haft tilefni til að eiga skemmtilegar samverustundir að þeirra frum- kvæði. Sigurður var hinn fasti og öruggi hornsteinn þessarar fjölskyldu og verður hans sárt saknað af okkur öllum. Guðmundur Páll Ásgeirsson. Tengdafaðir minn, Sigurður Njálsson, var einstaklega vand- aður maður. Hann var hjarta- hlýr, skapgóður og traustur sem klettur. Trygglyndi ein- kenndi hann alla tíð og var hann sannur vinur vina sinna. Frá fyrstu tíð fann ég hversu mikill fjölskyldumaður hann var. Hann bar hag fjölskyld- unnar öðru fremur fyrir brjósti. Hann hafði þægilega og góða nærveru. Hann var einstakur afi og langafi og var afkom- endum sínum góð fyrirmynd. Hann var aðeins þriggja ára þegar hann missti móður sína og ólst hann upp hjá föður sín- um, Njáli Jónassyni. Hann var afar lánsamur mað- ur í sínu einkalífi. Hann hitti draumadísina, hana Guðnýju Þorsteins, á Siglufirði. Samband þeirra var einstaklega fallegt og hamingjuríkt. Sigurður og Guðný höfðu yndi af að ferðast, bæði innanlands og utan. Við Dóra vorum svo heppin að vera með þeim á Ítalíu og Frakk- landi og voru þau sérlega skemmtilegir ferðafélagar. Hér heima voru þeirra sælureitir sumarhús við Þingvallavatn og í Kjarnaskógi norðan heiða. Árlega buðu þau allri fjöl- skyldunni í veiði að Gljúfurá í Borgarfirði. Þetta hafa verið sannkallaðar fjölskylduferðir, allir skemmt sér vel, veitt og útiverunnar notið í yndislegu umhverfi. Í júlí 2011 var haldið ætt- armót á Siglufirði fyrir afkom- endur Guðnýjar. Á þeim tíma var heilsu hans farið að hraka, en hann ætlaði norður og hon- um tókst það. Hann gladdist mjög yfir því hvað ungir at- hafnamenn á Siglufirði höfðu breytt gömlu húsunum við höfn- ina og gert þau sem ný. Hann var ánægður með gamla bæinn sinn og sá hann ný tækifæri fyrir Siglfirðinga með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Hann naut þess að horfa á íþróttir og fylgdist vel með öll- um landsleikjum í handbolta og fótbolta. Þar náðum við vel saman. Að leiðarlokum kveð ég minn kæra tengdaföður með virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina og vináttuna í 40 ár. Viðar Símonarson. Elsku afi, það er mjög skrítið að vera svona langt í burtu þeg- ar kallið kom. Að upplifa þau ævintýri sem þú varst svo spenntur að heyra um þegar ég kæmi heim, ævintýri sem þú varst sjálfur búinn að upplifa. Nú fæ ég ekki tækifæri til að segja þér frá ævintýrum mínum eins og þú sagðir mér frá þínum og öllu því sem þú hafðir upp- lifað. En ég veit að það er í lagi því núna getur þú komið og fylgst með mér á meðan ég er að upplifa þetta allt. Ég kveð þig með söknuði, ást og loforði um að njóta þess sem ég er að gera því ég veit að það er það sem þú hefðir viljað. Þín Kristín. Elsku afi minn. Nú kveður þú þennan heim eftir langa og far- sæla ævi. Eftir sitja ljúfar og góðar minningar sem mér þykir óendanlega vænt um. Allar góðu stundirnar í Mávanesinu, á Þingvöllum og síðar í Kjarna- skógi munu ylja mér um hjarta- ræturnar um ókomna tíð. Þú varst mér alltaf mikil fyrirmynd og berð að stærstum hluta ábyrgð á þeirra leið sem ég ákvað að feta í lífinu. Það er vart hægt að hugsa sér betri fyrirmynd. Yfirvegun þína og kurteisi hef ég haft að leiðarljósi alla tíð. Ég gleymi því aldrei þegar þú sagðir mér að kurteisi kostaði ekkert. Þetta hljómaði ekki merkilega á þeim tíma en þetta er líklega eitt mikilvægasta heilræði sem ég hef fengið um ævina. Undir þessari miklu yf- irvegun leyndist gríðarlegt keppnisskap. Það var gaman að fylgjast með hversu vel þú lifðir þig inn í íþróttakappleiki þegar lands- liðið var að spila. Þá sastu yf- irleitt fyrir framan útvarp eða sjónvarp, kófsveittur og iðulega kominn úr skyrtunni af æsingi. Það eru þessar minningar og dýrmæt augnablik sem ég mun aldrei gleyma og mér þykir svo vænt um. Takk fyrir öll heil- ræðin, hlýjuna og samveruna öll þessi ár. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Sigurður Viðarsson. Þegar kær fjölskylduvinur okkar er kvaddur koma upp í hugann ótal góðar minningar um samskipti við Sigurð Njáls- son frá því að hann giftist Guð- nýju Þorsteinsdóttur föðursyst- ur okkar á Siglufirði fyrir rúmum 60 árum, en miklir kær- leikar hafa verið með þeim frá fyrstu tíð og góð samheldni inn- an þeirra fjölskyldu svo að eftir var tekið. Sigurður og Guðný ferðuðust mikið sem var ekki algengt í lok heimsstyrjaldarinnar 1939-1945. Þau hjón fóru í ferðalög til út- landa og nutum við systkinin í æsku góðs af því, en þau tóku ávallt glaðning með fyrir okkur eins og aðra. Þegar Sigurður var á Siglu- firði vann hann hjá Óla Tynes síldarsaltanda og kunni hann margar skemmtilegar sögur af samskiptum Óla og starfsmanna hans, en Óli var norskur og tal- aði bjagaða íslensku og var auk þess fljótmæltur, svo menn skildu hann illa og komu þeir því oft til Sigurðar sem túlkaði fyrir þá tilskipanir Óla þannig að menn vissu hvað átti að gera. Hafði Sigurður mikinn húmor fyrir þessu og hermdi vel eftir Óla Tynes þegar hann sagði frá. Sigurður reyndist góður og gegn maður og duglegur að koma sér áfram, en hann var ráðinn fyrsti forstjóri skipa- félagsins Hafskips og óx félagið undir hans stjórn hægt og bít- andi þar til hann lét af störfum til að stofna eigið fyrirtæki – Alþjóðalíftryggingafélagið, sem hann lagði alla krafta sína í og gekk það félag mjög vel. Ég minnist þess þegar ég átti leið fram hjá skrifstofu hans og datt í hug að heimsækja hann og var hann ekki við, þá hringdi starfsmaður hans í hann og til- kynnti honum komu mína, kom þá Sigurður eins og skot þar sem hann var að sinna málum úti í bæ, bara til að hitta mig þó að erindi mitt væri bara að spjalla við hann. Þannig virtist Sigurður hafa ótakmarkaðan tíma fyrir vini sína og fjölskyldu þó að mikið væri hjá honum að gera. Þannig var þessi maður, hátt- prúður í alla staði, kurteis og orðvar, það held ég að komi frá föður hans Njáli, sem var grandvar og strangheiðarlegur maður. Móður sína missti Sig- urður í frumbernsku. Sigurður var íþróttamaður í æsku og bar sig alla tíð vel og hélt sér ávalt vel í klæðaburði svo að af bar. Guðný og Sig- urður áttu barnaláni að fagna og er fjölskyldan ákaflega sam- rýnd og ferðuðust þau öll mikið saman og nutu náttúru og veiði- skapar og þegar barnabörnin komu fóru þau ekki varhluta af gæðum afa og ömmu, öll elskuð og virt af þeim. Voru þau hjón einstaklega gestrisin og eru fjölskyldu- og vinaveislur þeirra sérstaklega eftirminnilegar fyrir frábærar móttökur og var létt yfir þeim svo að allir nutu sín vel, eldri sem yngri enda hjónin spaug- söm og glaðlynd. Með Sigurði er genginn heil- steyptur maður og vinsæll og er ég ekki í neinum vafa um að vel sé tekið á móti honum í æðri heimi af látnum vinum og ætt- ingjum. Honum fylgja góðar fyrirbænir frá okkur öllum í fjölskyldu Péturs mágs hans og Sigríðar ekkju hans og börnum þeirra og barnabörnum. Við biðjum góðan Guð að blessa Sigurð og fjölskyldu hans, sem hann lifði og starfaði fyrir af mikilli væntumþykju. Far þú í eilífðina, kæri vinur, í Guðs friði. Fyrir hönd fjölskyldu Péturs og Sigríðar, Ásgeir Pétursson. Meira: mbl.is/minningar Látinn er öðlingurinn Sigurð- ur Njálsson, samferðarmaður okkar hjóna um hálfrar aldar skeið. Þó eru kynni okkar raun- ar heldur eldri vegna þess að honum hlaust sú gæfa að eign- ast fyrir eiginkonu sveitunga sinn Guðnýju Þorsteinsdóttur. Hún var bekkjarsystir okkar Bentu úr Verslunarskólanum, árgangi 1943. Við þessi tímamót koma mörg atvik upp í hugann. Sum brosleg, öll ánægjuleg. Ferðalög utan lands sem inn- an skipa þar drjúgan sess. Ber þá einna hæst árlegar veiðiferð- ir. Rennt var í Haffjarðará og Haukadalsá, Gljúfurá og Grímsá og fleirum. Úti við á og eftir veiði var spjallað og notið samvista. Það leiddist engum í návist Sigurðar og Guðnýjar. Sigurður var kappsamur við veiðarnar eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur og í minnum er haft þegar hann var kominn út í á og búinn að setja í fisk meðan aðrir voru enn að setja saman. Í öðrum ferðalögum var hann óþreytandi að gera okkur til geðs. Austur í Fljótshlíð, norður í Fljót og út í Fjörðu lá leið okkar og á marga aðra staði. Það voru unaðs- stundir. Við bættust svo ótal utan- ferðir. Af þeim er ef til vill minnisstæðust skíðaferð til Austurríkis. Voru þá áratugir síðan Sigurður hafði unnið til verðlauna á skíðamótum á Siglufirði en ekki að sjá að hann hefði nokkru gleymt. Sigurður minntist oft æsku- stöðva sinna á Siglufirði, síld- aráranna þegar brætt var og saltað nær allan sólarhringinn. Þar var vettvangur athafna og uppspretta auðs. Ungur tók hann þátt í hringiðu fram- kvæmdanna, var ráðinn skrif- stofustjóri Síldarverksmiðja rík- isins og gegndi því starfi uns honum þótti athafnaþrá sinni þar fullþröngur stakkur skorinn og hélt suður til að leita sér stærri verkefna. Hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Hafskipa og í hans höndum stækkaði félagið og dafnaði í harðri samkeppni við risana tvo Eimskip og Sam- bandið. Hann fann þrótt sinn og getu og keypti hlut í líftryggingar- félagi og síðan það allt. Í hans höndum óx Alþjóða líftrygg- ingafélagið og dafnaði meðan hann stóð þar í stafni. Ein veigamikil ástæða fyrir velgengni hans í viðskiptum var hve reikningsglöggur hann var og átti létt með að fara með töl- ur.Vinir hans nutu þessara kosta og þáðu af honum góð ráð þegar fjármál voru annars veg- ar. Vafalaust hefur hrunið valdið Sigurði tjóni eins og svo mörg- um öðrum en þegar það bar á góma, dreifði hann talinu og vildi sem minnst úr því gera. Hann var í eðli sínu íþrótta- maður og tók jafnt sigri sem tapi. Sigurður var einlægur sjálf- stæðismaður en fylgdi ekki flokknum í blindni, heldur með opin augu og gagnrýni á forystu hans eftir því sem við átti hverju sinni. Við hjónin minnumst ótal ánægjustunda með Sigurði og Guðnýju. Gestrisni þeirra voru engin takmörk sett, Sigurður vildi jafnan veita betur í mat og drykk en gestum þótti nóg. Þegar við nú kveðjum Sigurð Njálsson hinsta sinni og vottum Guðnýju og börnunum Hall- dóru, Önnu Sjöfn og Ólafi Njáli innilega samúð, hugleiðum við hve óskaplega dýrmætt það er að hafa átt vináttu þeirra svo langan veg. Benta og Valgarð. Sigurður Njálsson var í sveit hinna vösku skíðamanna frá Siglufirði er settu mark sitt á skíðaíþróttina í upphafi. Siglu- fjörður var þekktur fyrir tvennt, framúrskarandi skíða- menn, síld og meiri síld. Við þetta ólst Sigurður upp sem og fleiri Siglfirðingar, kornungur starfaði hann við öll þau verk er til falla við síldarverkun. Sig- urður fór til náms í Verzlunar- skóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1941. Á þessum árum treystu námsmenn á sumar- vinnu við síldina og eru þeir ófáir sem miðuðu nám sitt við þær tekjur. Að loknu námi starfaði Sigurður hjá Sparisjóði Siglufjarðar og Síldarverk- smiðjum ríkisins. Siglufjörður þess tíma var einkennilegur bær, um leið og síldin kom tí- faldaðist fjöldi bæjarbúa, þar ið- aði allt af lífi. Þetta voru tímar þess að eiga allt eða ekkert, samanber Íslands-Bessa. Árið 1958 flytja þau Sigurður og Guðný til Reykjavíkur, nokkru síðar er Sigurður ráðinn fyrsti forstjóri nýstofnaðs skipafélags, Hafskip hf., þetta var krefjandi starf þar sem um nýtt skipa- félag var að ræða og nýtt skip í smíðum er hentaði slíku félagi. Þegar félagið var komið vel á legg fóru utanaðkomandi aðilar að ásælast hið ágæta félag, sem þá var selt. Upp úr þessu keypti Sigurður tryggingafélag sem hann rak af miklum krafti í fjölda ára en seldi síðan til SPRON og tengdra aðila. Sig- urður og Guðný hafa ferðast mjög mikið bæði innanlands og utan, þeim tíma fannst þeim vel varið. Síðasta ferð þeirra var þátttaka í niðjamóti á Siglufirði síðastliðið sumar. Þessi ferð var þeim mjög gefandi, að hafa all- an niðjahópinn samankominn í fæðingarbæ þeirra. Við þetta tækifæri afhentu Sigurður og Guðný safni Bjarna Þorsteins- Sigurður Njálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.