Morgunblaðið - 30.01.2012, Qupperneq 31
DAGBÓK 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012
Sudoku
Frumstig
4 9
3 6 1 7
9 2 3
1 7 5
4 2
6 7
4 1
5 7 4 6
1 2 9 7
7 4
4 2
3 9 7 6
9 2 7 1 4 3
4 2
6 3
3
5 2 9
9 4 6 2
3
2 7
4 8
6 7
3 2
4 6 9
8 1 6 5 4
3 8
1 5 7 6
4 7 9 6 2 1 3 8 5
3 6 1 5 8 4 9 2 7
5 8 2 9 3 7 6 1 4
7 1 6 8 4 5 2 3 9
9 2 5 3 1 6 7 4 8
8 4 3 2 7 9 1 5 6
6 5 4 1 9 2 8 7 3
2 3 7 4 6 8 5 9 1
1 9 8 7 5 3 4 6 2
3 4 8 1 5 6 7 9 2
7 9 6 3 8 2 4 5 1
5 1 2 4 7 9 8 6 3
2 3 1 9 6 7 5 4 8
8 6 7 5 3 4 2 1 9
9 5 4 2 1 8 3 7 6
4 8 5 6 2 1 9 3 7
6 2 3 7 9 5 1 8 4
1 7 9 8 4 3 6 2 5
7 9 3 6 1 4 5 8 2
4 6 1 2 8 5 9 7 3
2 5 8 7 3 9 6 1 4
3 4 9 1 7 2 8 6 5
1 2 6 8 5 3 7 4 9
8 7 5 4 9 6 2 3 1
6 3 4 5 2 7 1 9 8
9 1 2 3 6 8 4 5 7
5 8 7 9 4 1 3 2 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 30. janúar,
30. dagur ársins 2012
Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíld-
ar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist
þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.)
Víkverja sýnist á fréttaflutningisíðustu daga að það sé vetur.
Slíkt ætti auðvitað ekki að koma
neinum á óvart sem býr upp undir
heimskautsbaug. Eftir óvenju milda
vetur undanfarin ár er samt auðvelt
að gleyma því hvar á jarðkúlunni
við erum.
x x x
Flestir sem hringdu í morgun-útvarp Bylgjunnar á fimmtu-
daginn í síðustu viku virtust líða
fyrir snjóinn á einn eða annan hátt.
Sumir komust ekki leiðar sinnar
fyrir snjó, aðrir unnu við að moka
snjóinn og komust ekki leiðar sinn-
ar fyrir föstum fólksbílum. Þetta
var allt saman hið versta mál.
x x x
Þangað til kona hringdi fráHornafirði til að láta hlust-
endur vita að í hennar sveit væri
bara fínasta veður og varla nema föl
á jörðu. Líklega fannst henni nóg
komið af kvarti og kveini frá íbúum
suðvesturhornsins. Víkverji þykist
viss um að Hornfirðingar hafi séð
annað eins án þess að fara á líming-
unum.
x x x
Kannski finnst Hornfirðingumskrítið, eins og Víkverja, þeg-
ar tilkynningar birtast í fjölmiðlum
þess efnis að fólk eigi ekki að „vera
á ferðinni að óþörfu“. Víkverji er
ekki vanur að fara frá einum stað til
annars án þess að einhver ástæða
sé fyrir hendi. Hefur reyndar ekki
fyrir sið að flokka ferðalögin eftir
nauðsyn þeirra og veit ekki hvar
mörkin liggja. Er óþarfi að kaupa
mjólk? En að fara til vinnu? En að
komast heim til sín?
x x x
Saklaus björgunarsveitarmaðursem sinnti fyrirmælum lög-
reglu um að loka Reykjanesbraut-
inni varð fyrir barðinu á manni sem
taldi ferð sína um brautina ekki
óþarfa. Vonandi verður það ekki að
nýju viðmiði. „Vegfarendur eru
beðnir um að vera ekki á ferðinni ef
erindið réttlætir ekki líkamsárás.“
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 nytjafiskur, 8
herkvöð, 9 jarðvöðull, 10
nánös, 11 stunda, 13 koma
í veg fyrir, 15 gisið byrgi,
18 svarar, 21 greinir, 22
hræið, 23 skíma, 24 gift-
ingar.
Lóðrétt | 2 angist, 3 hljóð-
færi, 4 púði, 5 endurbót, 6
illa þefjandi, 7 drepa, 12
svali, 14 mjó, 15 handfesta,
16 gengur, 17 um garð
gengið, 18 hrella, 19
óhreint vatn, 20 kyrrir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hákur, 4 oflof, 7 mjöls, 8 lækur, 9 kló, 11 asna, 13 hatt,
14 sakka, 15 haki, 17 flet, 20 þró, 22 sigur, 23 vitur, 24 rænir, 25
tomma.
Lóðrétt: 1 hamla, 2 kvörn, 3 rösk, 4 Osló, 5 lokka, 6 fornt, 10
lúkar, 12 asi, 13 haf 15 hasar, 16 kúgun, 18 lítum, 19 terta, 20
þrír, 21 óvit.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Hinn mikli Rose.
Norður
♠92
♥K87
♦K8632
♣1052
Vestur Austur
♠6 ♠ÁK1073
♥G965 ♥432
♦D9754 ♦G
♣G84 ♣D976
Suður
♠DG854
♥ÁD10
♦Á10
♣ÁK3
Suður spilar 3G.
Haustið 1992 fóru fjórir íslenskir spil-
arar í skoðunarferð í TGR-klúbbinn í
London. Framkvæmdastjórinn, Irving
Rose (1938-96), tók kurteislega á móti
fjórmenningunum og sýndi þeim staðinn.
Hann kannaðist við einn – Jón Bald-
ursson. Hinir sögðu til nafns, en íslenskan
hljómaði torkennilega í eyrum klúbb-
stjórans og hann kynnti hópinn einfald-
lega sem „Baldursson, Son, Son and
Son“. Stórbrotinn persónuleiki og frábær
spilari, enda alltaf kallaður The Great
Rose af félögum sínum – eða bara TGR.
Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Ein-
arsson eru tvöfaldir TGR-meistarar.
Hér fékk Bjarni tígulútspil gegn 3G eftir
opnun austurs á 1♠. Bjarni drap heima
og spilaði strax aftur tígli. Af hverju? Til
að láta austur henda af sér í myrkri.
Austur fleygði spaða og Bjarni sótti þrjá
slagi á litinn.
30. janúar 1971
Frost mældist 19,7 stig í
Reykjavík, hið mesta síðan
1918. Þennan sama dag var
frostið 25,7 stig á Hólmi,
skammt fyrir utan bæinn.
30. janúar 1988
Listasafn Íslands var opnað í
nýjum húsakynnum við Frí-
kirkjuveg í Reykjavík. Safnið
var stofnað árið 1884 og hafði
verið í húsi Þjóðminjasafnsins
frá 1951.
30. janúar 1991
Margir Reykvíkingar vöknuðu
við jarðskjálfta kl. 7.45. Hann
mældist tæp 5 stig og átti upp-
tök í suðurhlíðum Skjald-
breiðar. Á sama tíma „var
mikill ljósagangur, eldingar
og þrumur“, sagði Alþýðu-
blaðið.
30. janúar 2007
Tilkynnt var að hagnaður
Glitnis, Kaupþings, Lands-
bankans og Straums-
Burðaráss árið áður hefði
numið 209 milljörðum króna,
sem var met. Þetta samsvaraði
686 þúsund krónum á hvern
Íslending. Tekjuskattur var
áætlaður um 35 milljarðar
króna.
30. janúar 2010
Þórður Guðnason frá Akra-
nesi bjargaði sjö ára dreng af
24 metra dýpi úr sprungu á
Langjökli. „Það mátti ekki
tæpara standa,“ sagði annar
björgunarsveitarmaður sem
tók þátt í aðgerðum á jökl-
inum. Móðir drengsins lést við
fallið í sprunguna.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Erla Guðfinna Jónsdóttir, leikskólasérkennari í
leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ, fagnar 35
ára afmæli sínu í dag. Hún segist þegar hafa haldið
upp á afmælið á föstudag með stelpupartíi fyrir
vinkonur og samstarfskonur. „Það voru léttar
veitingar, mjög skemmtilegt og dansað fram undir
morgun,“ segir Erla Guðfinna um kvöldið.
Í tilefni dagsins fékk hún afmæliskórónu í leik-
skólastíl frá samstarfskonum sínum sem hún
skartaði um kvöldið. Einnig fékk hún frá vinkon-
um sínum úttekt hjá fatahönnuðinum Drífu Skúladóttir í Versl-
unarfélaginu en Erla Guðfinna segist lengi hafa langað í föt frá henni.
„Ég hlakka til að hitta hana í vikunni og velja mér föt. Það er
skemmtilegt að eiga eitthvað eftir íslenskan hönnuð,“ segir hún.
Afmælisfögnuðinum var þó ekki alveg lokið eftir föstudagskvöldið
því að í gær var svo afmæliskaffi á afmælisdegi eiginmanns Erlu Guð-
finnu, daginn fyrir hennar eigin afmæli.
„Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir hann. Þá hefur hann enga
afsökun til að gleyma afmælinu mínu. Það hefur aldrei komið fyrir að
hann hafi gleymt því!“ segir Erla Guðfinna.
Erla Guðfinna Jónsdóttir er 35 ára í dag
Gleymir aldrei afmælinu
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Flóðogfjara
30. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.35 1,1 10.48 3,2 17.00 1,2 23.18 3,1 10.16 17.07
Ísafjörður 0.27 1,7 6.38 0,6 12.47 1,6 19.06 0,6 10.38 16.54
Siglufjörður 3.05 1,0 9.09 0,3 15.36 1,0 21.23 0,4 10.22 16.37
Djúpivogur 1.46 0,5 7.41 1,5 14.02 0,5 20.13 1,6 9.50 16.32
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú átt það alltaf á hættu að vera mis-
skilinn, nema þú talir tæpitungulaust þannig
að allir skilji. Hafðu ekki áhyggjur af pen-
ingaeyðslu, ekki ferðu með auðinn í gröfina.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Leiðin er löng þeim sem kjósa að fara
lengri leiðina. Hann/hún færir þér heppni og
margt mun koma þér til góða, þú ert líka
hamingjusamari en áður.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er sjálfsagt að hjálpa öðrum
þegar maður er í færi til þess. Fólkinu í kring-
um þig þykir innilega vænt um þig og öfugt.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú þarft að sætta þig við ákveðinn
aga og ekki gera þér það að komast hjá hon-
um. Slakaðu á og líttu á broslegu hliðarnar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að
undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí
frá félagslífinu. Leitaðu að kjarnanum, ekki
síst í málum sem viðkoma fjölskyldunni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Samstarfsfólk styður þig í dag og
þess vegna gætir þú átt dásamlegan vinnu-
dag. Reyndu að umkringja þig fallegum hlut-
um til að lyfta sál þinni í hæstu hæðir.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú þarft að tala skýrt og skorinort, ef þú
vilt ekki eiga á hættu, að einhverjir misskilji
þig. Hikaðu ekki við það.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ættir að reyna að sjá feg-
urðina í hversdagslegum hlutum. Þú þarft
viðbrögð frá öðrum til að geta tekið mik-
ilvæga ákvörðun.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Skipulag og árangur eru lykilorð
dagsins, ekki síst í vinnunni. Leyfðu innsæi
þínu að ráða ferðinni. Farðu þér hægt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Til þess að fá að spila með meist-
urum (minna dugir ekki fyrir þig) þarf áhug-
inn beinlínis að gneista af þér.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Gættu vel að heilsu þinni jafnt
andlegri sem líkamlegri. Fólkið í kringum þig
leggur sitt af mörkum til þess að auka
heppni þína, gæfu og félagslíf.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það getur reynst nauðsynlegt að taka
smávægilega áhættu til þess að hlutirnir
gangi upp eins og best verður á kosið.
Baðaðu þig í sviðsljósinu því þú átt það skil-
ið.
Stjörnuspá
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 dxc4 4. e3 b5 5.
a4 b4 6. Re4 Dd5 7. Rd2 Ba6 8. Re2
Da5 9. Dc2 c3 10. bxc3 bxc3 11. Rb3
Dc7 12. Ba3 Rf6 13. e4 e5 14. Bxf8 Kxf8
15. f3 Rbd7 16. Dxc3 Hc8 17. Hc1 exd4
18. Rexd4 Bxf1 19. Kxf1 c5 20. Rb5
Db8 21. Hd1 c4 22. Rd6 Hc6 23. Rxc4
Df4 24. Db4+ Kg8 25. Rd4 Hc7
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Hastings í
Englandi. Enski stórmeistarinn David
Howell (2.633) hafði hvítt gegn Þjóð-
verjanum Neil Stewart (2.299). 26.
Re2! Dh4 27. Db8+! og svartur gafst
upp enda er liðstap eða mát óumflýj-
anlegt. Corus-skákhátíðinni í Wijk aan
Zee í Hollandi lauk í gær en Magnus
Carlsen var á meðal keppenda í A-
flokki hátíðarinnar. Nánari upplýs-
ingar um þessa miklu skákhátíð er m.a.
að finna á skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.