Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Félag fæðingar- og kvensjúkdóma-
lækna (FÍFK) mótmælti því árið
2007 að hjúkrunarfræðingar og
ljósmæður fengju réttindi til að
skrifa lyfseðla fyrir getnaðarvörn-
um. Stjórn FÍFK sendi þá bréf til
þáverandi land-
læknis þar sem
kom fram að álit
félagsmanna væri
að ástæðulaust
væri að breyta
lögum eða hefja
undirbúnings-
vinnu til að veita
hjúkrunarfræð-
ingum og ljós-
mæðrum réttindi til að skrifa lyf-
seðla fyrir getnaðarvörnum.
„Álit okkar er að læknismenntun
þurfi til að ávísa lyfjum. Kennsla
læknanema í lyfjafræði er margfalt
meiri en hjúkrunarfræðinga,“
stendur í bréfinu. Ekkert varð úr
því þá að heimild til að ávísa getn-
aðarvörnum yrði víkkuð en nýlega
lagði velferðarráðherra fram frum-
varp um aukið aðgengi kvenna að
hormónatengdum getnaðarvörn-
um. Með frumvarpinu verður
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr-
um heimilt að ávísa pillunni ásamt
læknum sem einir hafa haft heim-
ild til þess fram að þessu.
Hulda Hjartardóttir, formaður
FÍFK, segir að þau hafi myndað
sína skoðun á þessu máli fyrir
fimm árum og standi enn við hana.
„Við ræddum þetta mál aftur á
félagsfundi í lok nóvember í fyrra
og það var almenn skoðun fé-
lagsmanna að þetta bréf frá 2007
væri áfram skoðun félagsins. Að
það væri ekki þörf á þessum breyt-
ingum sem lagðar eru til í frum-
varpinu,“ segir Hulda.
Líka menningarlegur munur
Eitt af því sem stjórn FÍFK hef-
ur athugasemdir við í frumvarpinu
er menntunin sem ljósmæður og
hjúkrunarfræðingar þurfa að fá áð-
ur en leyfi til að ávísa lyfseðlum
fæst. „Til hvers að eyða pening í að
mennta hjúkrunarfræðinga bara til
að skrifa upp á pilluna þegar það er
til nóg af læknum til að skrifa upp á
hana? Það er líka ekkert tilbúið um
það hvernig þessi menntun á að
vera og hvað hún á að vera löng.
Það er alltaf mjög erfitt að sam-
þykkja lög þar sem vantar útfærsl-
una og reglugerðina.“
Tilgangurinn með frumvarpinu
er aðallega að bæta aðgengi
kvenna að getnaðarvörnum og
draga úr ótímabærum þungunum
og fóstureyðingum hjá unglings-
stúlkum. Meðal annars til að
bregðast við tilmælum barnarétt-
arnefndar Sameinuðu þjóðanna
sem lýsti nýlega yfir áhyggjum
vegna fjölda þungana og fóstureyð-
inga meðal stúlkna undir 18 ára
aldri hér á landi.
Hulda segir allar tölur benda til
þess að fóstureyðingum og þung-
unum hjá unglingsstúlkum hafi
fækkað hér á landi undanfarin ár.
„Árangur hefur náðst þannig að
forsendurnar fyrir breytingunum
eigum við erfitt með að skilja.
Hingað til höfum við verið með að-
eins fleiri þunganir hjá unglings-
stúlkum en nágrannalöndin en það
er menningarlegur munur á því
líka. Hér leyfist stúlkum að eignast
börn ef þær verða þungaðar og ís-
lenskar konur eignast fleiri börn
almennt en konur í nágrannalönd-
unum.“
Þarf að lækka verð á vörnum
Hulda sat nýverið fund samtaka
fæðingar- og kvensjúkdómalækna
á Norðurlöndunum. Hún segir að
þar hafi komið fram að í Svíþjóð
hafi hjúkrunafræðingar og ljós-
mæður lengi haft leyfi til að skrifa
upp á getnaðarvarnir. Þar í landi
eru fóstureyðingar hjá unglingum
samt mun fleiri en á Íslandi.
Spurð hvort hún telji að fóstur-
eyðingum og fæðingum hjá ung-
lingsstúlkum muni fækka enn frek-
ar með frumvarpinu er Hulda
efins. „Árangurinn hefur verið heil-
mikill undanfarin ár og þessi vinna
er vel á veg komin. Ef talan heldur
áfram að lækka mun ég fara var-
lega í að þakka þessu frumvarpi
það. Aðgengi kvenna hér á landi að
getnaðarvörnum er ekki slæmt en
verð á þeim er hátt. Það hefur ver-
ið bent á að það mætti verja meiri
peningum í að lækka verð á getn-
aðarvörnum. Einnig hefur verið
bent á að notkun á smokkum á Ís-
landi sé ekki nógu mikil og hafi far-
ið minnkandi, það er áhyggjuefni
fyrir okkur.“
Fjöldi fæddra og tíðni
eftir aldri mæðra 2010
Öll fædd börn á Íslandi, lifandi og andvana, óháð því hvort konan á
lögheimili á Íslandi eða ekki þegar fæðing á sér stað.
14
ár
a
15
-19
ár
a
20
-2
4 á
ra
25
-2
9 á
ra
30
-3
4 á
ra
35
-3
9 á
ra
40
-4
4 á
ra
45
-4
9 á
ra
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
1 148
818
1.594
1.408
783
148 3
Fæðingar stúlkna undir
tvítugu á Norðurlöndunum
% af öllum fæðingum
16
14
12
10
8
6
4
2
0
1970 2010
Ísland Danmörk Finnland
Fóstureyðingar á Íslandi
2000-2010 hjá 19 ára og yngri
Yngri en 15 ára 15-19 ára
300
250
200
150
100
50
0
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
8 3 8 8 7 2 10 5 0 1 5
257
220
196 186
201
164 163
202
176
139
177
Noregur Svíþjóð
Segir árangur hafa náðst
Læknismenntun þarf til að ávísa lyfjum að áliti FÍFK Fóstureyðingum og
þungunum hjá unglingsstúlkum fækkað Lítil smokkanotkun áhyggjuefni
Frestur til að
greiða atkvæði í
biskupskjöri rann
út síðastliðinn
mánudag en 502
voru á kjörskrá.
Ekki fengust
upplýsingar um
fjölda greiddra
atkvæða hjá
Biskupsstofu en
sr. Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri
upplýsingamála, samkirkjumála og
þvertrúarlegra mála, sagðist í gær
gera ráð fyrir að enn ætti nokkur
fjöldi póstlagðra atkvæða eftir að
skila sér.
Átta einstaklingar buðu sig fram
til að taka við biskupsembættinu af
Karli Sigurbjörnssyni. Hljóti enginn
þeirra meirihluta atkvæða í kjörinu
fer fram önnur umferð þar sem kos-
ið verður á milli þeirra tveggja sem
hlutu flest atkvæði.
Talning hefst kl. 13 á föstudag á
loftinu í Dómkirkjunni í Reykjavík
og er stefnt að því að ljúka henni á
milli kl. 17 og 18. Tilkynnt verður um
úrslitin í kjölfarið en nýr biskup
verður vígður þann 24. júní nk.
holmfridur@mbl.is
Atkvæði
greidd um
biskupinn
Talið og úrslit
tilkynnt á föstudag
Dómkirkjan í
Reykjavík
Einar K. Guð-
finnsson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði
í gær ólíðandi að
Evrópusam-
bandið tengdi
saman makríl-
deiluna og aðild-
arumsóknina.
Vísaði hann m.a.
til þess að sjáv-
arútvegsráðherra Írlands teldi erfitt
fyrir ESB að hefja viðræður um
sjávarútvegsmál í tengslum við um-
sóknina ef makríldeilan væri óleyst.
Ráðherraráð ESB hyggst flýta
undirbúningi undir refsiaðgerðir
gegn Íslandi og Færeyjum vegna
makríldeilunnar. Einar spurði Stein-
grím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, hvort um-
sókninni um inngöngu í ESB væri þá
ekki sjálfhætt. Ráðherrann sagði að
viðskiptaþvinganir vegna annarra
vara sem ekki tengdust makrílnum
væru brot á EES-samningnum og
yrðu ekki liðnar. kjon@mbl.is
Þvinganir
ekki liðnar
Einar K.
Guðfinnsson
Ekki er unnt að útiloka að PIP-brjóstafyllingar sem
framleiddar voru fyrir árið 2001 séu gallaðar samkvæmt
nýjum upplýsingum sem frönsk yfirvöld hafa gefið út. Ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld hafa því ákveðið að fyrra tilboð
stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu við konur með PIP-
brjóstafyllingar taki til allra kvenna sem fengið hafa slík-
ar fyllingar frá því að byrjað var að framleiða þær árið
1992, ekki bara frá 2001 eins og áður var ákveðið.
Ómskoðun kvennanna hjá Krabbameinsfélaginu geng-
ur vel að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis. Um 300
konur hafi haft samband við félagið vegna málsins og bú-
ið sé að ómskoða um 250 þeirra. Leki hefur greinst í púð-
um hjá um 61% kvennanna að sögn Geirs.
Geir segir að ekki sé vitað hvað það gætu verið margar
konur hér á landi sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar á
árunum 1992-2001. Hann segir að borið hafi á því að þær
hafi verið að leita sér upplýsinga um málið en fram til
þessa voru þær ekki taldar í hættu. Þessar konur eiga nú
rétt á því að fara í ómskoðun á Leitarstöð Krabbameins-
félagsins til að láta athuga hvort púðarnir leki. Einnig
eiga þær rétt á að láta fjarlægja púðana á Landspít-
alanum sér að kotnaðarlausu. Spurður hvort mikill auka-
kostnaður hljótist af þessu segist Geir reikna með að sá
aukakostnaður rúmist innan samkomulagsins sem er bú-
ið að gera við Krabbameinsfélagið um ómskoðanir.
„Kostnaðurinn fer eftir því hversu margar þær eru og
hvað margar þeirra þiggja boð um aðgerð.“
ingveldur@mbl.is
Púðar lekið í 61% tilvika
Konur sem fengu PIP-púða frá 1992 til 2001 líka boðaðar í
ómskoðun Nýjar upplýsingar um galla í framleiðslunni
Reuters
PIP-púði Málið vindur upp á sig og nær nú til fleiri.
Árið 2010 voru framkvæmdar
976 fóstureyðingar hérlendis. Ár-
ið 2009 voru þær 981. Um
80.900 fóstureyðingar voru
framkvæmdar á Norðurlöndum
árið 2009. Sé tekið mið af fjölda
fóstureyðinga á hverja 1.000 lif-
andi fædda voru framkvæmdar
hlutfallslega flestar fóstureyð-
ingar árið 2009 í Svíþjóð, eða
335 á hverja 1.000 lifandi fædda
en fæstar í Finnlandi, 172 á hverja
1.000 lifandi fædda. Á Íslandi
voru hins vegar framkvæmdar
193 fóstureyðingar á hverja
1.000 lifandi fædda, sem er held-
ur meira en í Finnlandi en nokkru
minna en í Noregi, Danmörku og
Svíþjóð. Sé tekið mið af 1.000 lif-
andi fæddum hefur fóstureyð-
ingum fækkað nokkuð á Íslandi
undanfarinn áratug, úr 228 árið
1999 í ríflega 193 árið 2009.
Heimild: Landlæknisembættið
Flestar í Svíþjóð
FÓSTUREYÐINGAR Á NORÐURLÖNDUM
Hulda
Hjartardóttir
PI
PA
R
\T
BW
A
-S
ÍA -15kr.
af lítranum í 10. hvert skipti sem þú
dælir 25 lítrum eða meira
með ÓB-lyklinum!
Sæktu um ÓB-lykil núna
á ob.is.