Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þær Hafrún Karlsdóttir ogSif Kröyer er eru báðarbúsettar í Kaupmanna-höfn og hafa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur hinum skapandi lista- og hönnunarheimi. Þær gefa út saman nettímaritið Bast Magazine en þar er fjallað um tísku, tónlist, kvikmyndir og ým- islegt annað tengt listum og lífsstíl. Spennandi form „Við vorum á þannig stað í líf- inu að okkur langaði til að gera eitthvað sjálfar og gera eitthvað skapandi. Okkur hafði alltaf fundist netútgáfa og tækifærin sem það form hefur upp á að bjóða spenn- andi og ákváðum að slá til,“ segir Hafrún. Hún hefur starfað nokkuð í tískuheiminum, var versl- unarstjóri í Spútnik í nokkur ár og sá einnig um innkaup frá París þar sem hún var búsett um tíma. Hún hefur einnig unnið með fleirum dönskum hönnuðum, m.a. Henrik Vibskov og Bibi Ghost. Sif er að klára meistaranám í lista- og menningarstjórnun og hefur m.a. unnið hjá Discovery Channel og EkstraBladet sem er eitt af stærri dagblöðunum í Danmörku. „Við höfum reynslu á ólíkum sviðum og það hefur komið sér vel í okkar samstarfi,“ segir Hafrún. Kynna hönnun á báða bóga Megin áherslan með í útgáfu Bast Magazine er að kynna ís- lenska hönnun, tónlist, kvikmynda- gerð og fleira fyrir Dön- um og öfugt. „Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af því sem Danir hafa upp á að bjóða í skapandi heiminum og á sama hátt eru Danir mjög forvitnir um hvað er að gerast á Íslandi. Danir eru komnir mjög langt og hönn- un er orðin stór út- flutningsvara í Dan- mörku. Ég vil samt meina að Íslend- ingar séu á réttri leið og í raun skammt á eftir Dönum. En ég hef helst heyrt frá ís- lenskum hönnuðum að háir tollar og slíkt geri þeim erfitt fyrir. Þeir þurfi meiri stuðning þegar kemur að slíku og mér finnst sorglegt ef slíkt stendur í vegi fyrir fólki. Fullt af íslenskum hönnuðum eru að gera frábæra hluti og við höfum fjallað um marga af þeim í Bast og erum einmitt núna í samstarfi við Reykjavík Fashion Festival,“ segir Hafrún Ísland og Danmörk mætast í tísku Tíska, tónlist og ýmislegt annað tengt lífsstíl er að finna í nettímaritinu Bast Ma- gazine. Að því standa þær Hafrún Karlsdóttir og Sif Kröyer sem búsettar eru í Kaupmannahöfn. Í tímaritinu eru Ísland og Danmörk kynnt á báða bóga og er fólk í ritstjórnarteyminu frá báðum löndum. Hafrún og Sif hafa báðar brennandi áhuga á tísku en hafa reynslu á ólíkum sviðum sem reynst hefur vel í samstarfinu. Útgefendur Sif Kröyer (t.v.) og Hafrún Karlsdóttir. Ljósmyndir/lPolina Vinogradova Íslenski listamaðurinn sem málar undir nafninu Olafsson, heldur úti vefsíðunni Olafsson art, en þar geta áhugasamir ekki aðeins skoðað myndirnar hans heldur líka keypt þær. Og að sjálfsögðu fræðst lítillega um þennan listamann sem fæddur er austur á landi og horfir til íslenskrar náttúru í listsköpun sinni. Myndirnar hans skarta tvílembingum, tófu, hestum, fjöllum og fossum, svo fátt eitt sé nefnt. Og við margar mynd- anna eru falleg ljóð á ensku. Til dæm- is má lesa með lambamyndinni (sem sjá má hér að ofan) þetta ástarljóð þar sem lömb koma við sögu, en höf- undur textans er Christina Georgina Rossetti: He hung breathless on her breath; Speechless, who listened well; Could not speak or think or wish Till silence broke the spell. Then he spoke, and spread his hands, Pointing here and there: „See my sheep and see the lambs, Twin lambs which they bare. All myself I offer you, All my flocks and care, Your sweet song hath moved me so.“ Vefsíðan www.olafssonart.org Two of a kind Þeir eru óneitanlega blómlegir þessir tvílembingar. Dýrin og landið í mynd og ljóði Lestrarhestamennska er fjöl- skyldusport kallast fundur sem haldinn verður um barnabækur og lestur barna. En þetta skemmtilega heiti ber fyrsti fundurinn í fundaröð Barnabókaseturs sem stendur fyrir opnum fræðslufundum um barna- bækur og lestur barna. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Amtsbókasafninu á morgun, fimmtudaginn 22. mars, kl. 17.00. Það er Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent við Háskól- ann á Akureyri, sem þar mun flytja erindi um mikilvægi lestraruppeldis. Eru allir velkomnir á fundinn og verður kaffihúsið með heitt á könn- unni. Tilvalin kvöldstund fyrir lestr- arhesta og áhugafólk um lestur á öllum aldri. Endilega … … sameinist lestrarhestar Morgunblaðið/Ómar Lestrarhestur Þessum virðist leið- ast, kannski vantar hann nýja bók. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hjarta okkar slær með þér Hollur og yndislega ljúffengur matur til að borða á staðnum eða taka með heim. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 OG LAUGARDAGA FRÁ 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.