Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Nýverið sendi tónlistarmaðurinn
Úlfur Hansson frá sér tónlistar-
myndband við lagið „Black Shore“,
en Máni Sigfússon leikstýrði.
Lagið er að finna á væntanlegri
plötu hans, White Mountain, en
hún kemur út hjá Kimi Records í
sumar. Hún kom út hjá japanska
útgáfufyrirtækinu AfterHours, 11.
febrúar. Myndbandið við „Black
Shore“ hefur fengið mikla athygli
frá frumsýningu en það var valið á
ritstjórnarstöð myndbandssíð-
unnar Vimeo.com og hafa rúmlega
40 þúsund manns borið það augum.
„Ég er mjög ánægður með það
hvað myndbandið hefur fengið góð-
ar viðtökur, sérstaklega í kjölfar
útgáfunnar í Japan,“ segir Úlfur
en hann hefur verið iðinn við kol-
ann innan íslenskrar jaðarsenu síð-
ustu árin og þá helst sem liðs-
maður harðkjarnasveitarinnar
Swords of Chaos og svo sem bassa-
leikari í tónleikahljómsveit Jónsa.
Áður hefur hann gefið út plötu
undir listamannanafninu Klive og
hlaut sú plata afbragðsviðtökur.
„Ég ákvað að gefa nýju plötuna út
undir mínu eigin nafni, Það er eins
konar nýtt upphaf.“
Platan White Mountain er að
miklu leyti unnin með hljóðum sem
Úlfur tekur upp á ferðaupp-
tökutæki sitt. „Það er mjög mikið
af vettvangsupptökum og grunn-
efniviðurinn í lögunum er tekinn
upp í ferðaupptökugræju sem ég
tek með mér hvert sem er og svo
er mikið af hljóðfærum lagt yfir.
Þetta eru hljóð í náttúrunni, ég
nota upptökutækið eins og mynda-
vél og raða svo hljóðinu upp og við
undirspil hljóðfæra. Þetta vekur
upp minningar úr ferðalögum.“
Þessi aðferð gefur tónlistinni
skemmtilega áferð en Úlfur er
framsækinn og óhræddur að prófa
eitthvað nýtt. Nú vinnur hann að
gerð sjálfspilandi rafhörpu. „Raf-
harpan er lokaverkefni mitt í
Listaháskólanum. Vonandi tekst
mér að gera aðra útgáfu af henni í
sumar og kannski fæ ég jafnvel
einhverja aðra tónlistarmenn til að
búa eitthvað til með henni.“ Úlfur
fór í tónleikaferðalag með Jónsa
árið 2010 og spilaði sem bassaleik-
ari hans. „Tónleikaferðin var ein-
staklega skemmtileg og lærdóms-
rík. Nýja platan er líka að miklu
leyti tekin upp í ferðinni og þannig
mættust alls konar áhrif.“ Að sögn
Úlfars er margt hægt að læra af
Jónsa og Alex Somers sem hafa
verið honum innan handar við
smíði nýju plötunnar. „Hjálpin frá
þeim er ómetanleg. Ég hef lært
svo margt af þeim og ég er óend-
anlega þakklátur fyrir vináttu okk-
ar,“ segir Úlfur en Jónsi og Alex
leyfðu honum m.a. að nota hljóð-
verið sitt til að vinna að plötunni.
Þar tók Úlfur t.d. upp fjölda hljóð-
færa sem hann notar á plötunni.
Eldfjallaeyjurnar
Ísland og Japan
Margir Íslendingar sækja til
Japans í dag og eru samskipti
þjóðanna og tengsl sterkari enn
nokkurn tímann fyrr. „Ég gæti al-
veg hugsað mér að flytja til Japans
og semja tónlist þar. Það er líka
gaman hvað þeir virðast vera
spenntir fyrir íslenskri tónlist.“
White Mountain er þegar komin
út í Japan en kemur ekki í versl-
anir á Íslandi fyrr en í sumar en
þá kemur allt í senn rafræn útgáfa,
geisla-diskur og vínyll. „Það er
ungt par sem rekur plötufyr-
irtækið AfterHo-urs í Tókýó og
þau hafa gefið út þónokkuð af ís-
lenskri tónlist. Ég hafði samband
við þau, og áður en ég vissi af var
hún komin út. Myndbandið hans
Mána hefur í kjölfarið vakið mikla
athygli svo þetta hefur gengið vel
hingað til. Kannski tekst mér jafn-
vel að fara til Japans og spila á
næstunni.“
Úlfur Myndbandið við „Black Shore“ hefur fengið góðar viðtökur í Japan.
Vill búa í Japan og semja íslenska tónlist
White Mountain, plata Úlfs
Hanssonar, er komin út í Japan
Fylgstu með í MBL sjónvarpi
alla miðvikudaga.
Ebba Guðný
sýnir þér hvernig
hægt er að matreiða
hollan og góðan mat
með lítilli fyrirhöfn.
- heilsuréttir
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Toppmyndin á Íslandi í dag
40.000 manns
DV
HHHH
FBL
HHHH
FT
HHHH
MBL
HHHH
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND!
PRESSAN.IS
HHHH
KVIKMYNDIR.IS
HHHH
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
„PLEASANT SURPRISE“
-C.B. JOBLO.COM
HHHH
„EXPLOSIVE“
-J.D.A. MOVIE FANATIC
„PURE MAGIC“
-H.K. AIN´T IT COOL NEWS
„VISUALLY STUNNING“
-K.S. FOX TV
MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D
PROJECT X Sýnd kl. 6 - 10:15
JOHN CARTER 3D Sýnd kl. 7
SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
SAFE HOUSE Sýnd kl. 10
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
SMUR-OGSMÁVIÐGERÐIR
BREMSUSKIPTI
Á 1.000 KRÓNUR!
FRAM AÐ PÁSKUM SKIPTUM VIÐ UM BREMSUKLOSSA AÐ
FRAMAN FYRIR AÐEINS ÞÚSUND KRÓNUR. TILBOÐIÐ ER
Á VINNU EF ÞÚ KAUPIR BREMSUHLUTI HJÁ OKKUR.
DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS
PITSTOP.IS WWW
HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ
568 2020 SÍMI
Engar
tímapantanir
FT
FBL
MBL
DV
PRESSAN.IS
KVIKMYNDIR.IS
40.000 MANNS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
ACT OF VALOR KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
THE VOW KL. 5.30 - 8 - 10.20 L
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
TÖFRATENINGURINN KL. 3.30 L
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.30 L
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.30 L
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ACT OF VALOR KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
THE VOW KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
THIS MEANS WAR KL. 10.15 14
LISTAMAÐURINN KL. 5.45 - 8 L
ACT OF VALOR KL. 8 - 10.10 16
SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16
THE VOW KL. 6 L
HVAÐ EF SÍÐUSTU FIMM ÁR ÆVI ÞINNAR HYRFU Á EINU AUGNABLIKI?
BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM.
STARFANDI SÉRSVEITARMENN BANDARÍKJAHERS US NAVY
SEALS FARA MEÐ HLUTVERK PERSÓNANNA Í MYNDINNI.
SAGAN ER SKÁLDSKAPUR EN VOPNIN OG AÐFERÐIRNAR
RAUNVERULEGAR.
BYGGT Á RAUNVERULEGUM VERKEFNUM
SÉRSVEITA BANDARÍKJAHERS US NAVY SEALS.
EKKI MISSA AF ÞESSARI!