Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Borgarfirði ogbæjarfógeti í Kópavogi, er níræður í dag. Hann segist þóekki ætla að halda neina stórveislu í tilefni þess. Hins veg- ar hafi hann fagnað tímamótunum með syni sínum og börnunum hans og rifjað upp gamla og góða tíma. Ásgeir er uppalinn í vesturbæ Reykjavíkur en hann býr núna á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hann segir vel gert við fólk og vel um það hugsað. Sjálfur segist hann vera við fulla heilsu og hafa mikinn styrk. „Ég finn lítinn mismun á mér og hef verið svo heppinn að aldurinn hefur ekki farið illa með mig. Ég fer minna ferða og held minninu. Það er það sem er dýrmætt, að eldast þannig að maður gleymi ekki dögunum, lífinu og atburð- unum.“ Til dægrastyttingar les Ásgeir og skrifar en mestum tíma ver hann í að mála vatnslitamyndir. „Þetta er gott hobbí og ég ráð- legg öðrum að prófa það. Þetta er svona góð gamalla manna iðja,“ segir hann og hlær. Það sem hann kann hefur hann lesið sér til um í bókum. Mest segist hann mála landslag, skip og blóm. Það hafi þó aldrei hvarflað að honum að halda sýningu á verkum sín- um. „Það er gaman að dunda við þetta en það er bara ætlað sjálf- um mér og ekki neinum öðrum, annað en það að ég gef þeim sem veita mér einhverja aðstoð,“ segir Ásgeir. kjartan@mbl.is Ásgeir Pétursson er níræður í dag Langur ferill Fyrir utan að starfa sem sýslumaður og bæjarfógeti vann Ásgeir sem blaðamaður á Morgunblaðinu og sat á þingi. Mælir með því að mála vatnslitamyndir G issur fæddist í Brúnavík í Borgarfirði eystra. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1928, cand phil-prófi við Háskóla Íslands 1930 og loftskeytaprófi frá Loftskeytaskóla Landssímans í Reykjavík 1941. Þá er hann löggilt- ur dómtúlkur og skjalaþýðandi og starfaði við það frá 1933. Loftkseytamaður á farskipum og togurum á stríðsárunum Gissur var ritari og síðar fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum 1931-39, var loft- skeytamaður á skipum Eimskipa- félags Íslands og á togurum 1941-43 og 1947-48, fulltrúi hjá Rík- isútvarpinu 1943-45 og ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings og skrif- stofustjóri Farmanna- og Gissur Ó. Erlingsson 103 ára Morgunblaðið/Kristinn Heima í stofu Afmælisbarnið á heimili sínu í Seljahlíð þar sem Gissur hefur látið vel af sér á undanförnum árum. Afkastamikill þýðandi af Grasaættinni Morgunblaðið/Ómar Sex ættliðir Fremst sitja langalangalangafinn Gissur, dóttir hans, langa- langamman Jóhanna. Fyrir aftan standa langafi Diddi fiðla, faðirinn, Fjöln- ir söngvari og loks afinn Ólafur Kjartan óperusöngvari. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Monja Ríkey Swheiki fædd- ist 14. júní kl. 23.24. Hún vó 3.185 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Mahran M.B. Shweiki og Perla Ósk Kjartansdóttir. Akureyri Árelía Margrét fæddist 4. ágúst kl. 9.20. Hún vó 3.485 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ása Björg Ingimarsdóttir og Grétar Þór Þorsteinsson. Nýir borgarar „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hef- ur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar verður meðal annars sagt frá merk- um viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúð- hjónum fá fría áskrift að Morg- unblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 STURTU- OG BAÐHURÐIR með hertu öryggisgleri VORUM AÐ FÁ NÝJA SENDINGU AF STURTUHURÐUM STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS FLIPPER BAÐHURÐ 85X140 CM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.