Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
✝ SigurborgÓlafsdóttir
fæddist á Svarfhóli
í Hraunhreppi 26.
febrúar 1916. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli þann 13.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Krist-
jánsson frá Garðs-
enda í Eyrarsveit
bóndi, f. 23. september 1880, d.
7. júní 1963, og Ágústína Guð-
mundsdóttir frá Litla-Fjalli í
Borgarhreppi húsfreyja, f. 21.
ágúst 1884, d. 21. desember
1965. Eldri systkini Sigurborgar
voru Axel Adolf, f. 1909, d. 1993.
Soffía, f. 1911, d. 2008. Yngri
systkini Sigurborgar voru Hans
Kristján, f. 1918, d. 1939, Stefán
Geir, f. 1919, d. 1989, Karl Ágúst,
f. 1923, d. 1999. Eftirlifandi er
yngsta systir Sigurborgar, Sig-
ríður f. 1927. Sigurborg ólst upp
í Múlaseli í Hraunhreppi í Mýr-
arsýslu en fluttist með fjölskyldu
sinni að Álftatungukoti í Álfta-
neshreppi. Þann 26. október árið
gift Sigurjóni Magnússyni f.
1979, þeirra dætur eru Kristín
Birna og Elísabet Hanna. 2)
Hjördís Gréta f. 1943, gift Haf-
steini Ingvarssyni f. 1936, þeirra
börn eru a) Sigurborg f. 1962, d.
2000, hennar börn eru Bryndís
Jóna sambýlismaður hennar er
Ægir Örn, þeirra synir eru
Gunnar Trausti og Stefán Logi-
,Hafsteinn Ingvar og Stefán
Lynn. b) Trausti Már f. 1967,
giftur Unu Kristínu f. 1970,
þeirra börn eru Arnór Ingvi,
Samúel Þór, Hjördís Lilja og
Viktor Árni. c) Brynja f. 1973,
gift Svani Má f. 1972, börn þeirra
eru Anna Ingunn, Agnes María
og Aron Trausti. 3) Ágústína Hlíf
f. 1948, gift Kristófer Guð-
mundssyni f. 1937, dóttir þeirrra
er Ester K. Vigil f. 1974, gift Er-
ick Vigil, hennar börn eru Davíð
Már, Kristófer Jónatan, Ethan
Alexander. Sigurborg og Trausti
hófu búskap í Keflavík en fluttu
til Reykjavíkur árið 1958 og
bjuggu þar síðan. Útför Sig-
urborgar verður gerð frá Ás-
kirkju í dag, 21. mars 2012, og
hefst athöfnin klukka 13.
1940 giftist Sig-
urborg Trausta
Jónssyni útgerð-
armanni og verk-
stjóra frá Vest-
mannaeyjum, f. 25.
janúar 1913, d.
1984. Foreldrar
Trausta voru Jens-
ína Teitsdóttir hús-
freyja, f. 9. október
1880, d. 1965, og
Jón Erlendsson frá
Hreiðurborg á Eyrarbakka skip-
stjóri, f. 1878, d. 1953.
Börn Sigurborgar og Trausta
eru 1) Hansína Jóna f. 1941, gift
Hólmgeiri Björnssyni, f. 1934, d.
2006. Þeirra dætur eru a) Sig-
urborg Íris f. 1966, gift Árna Ei-
ríki Bergsteinssyni, þeirra dæt-
ur eru Hanna Kristín og Lína
Rut. b) Kristín Elísabet f. 1969,
gift Agnari Birki Helgasyni, f.
1969, þeirra börn eru Hólmgeir
Gauti, Helgi Björn og Agnes
Lea. c) Áslaug Eir f. 1979, sam-
býlismaður hennar er Pétur
Kristmanns f. 1978, þeirra synir
eru Guðlaugur Geir og Rík-
harður. d) Vigdís Birna f. 1982,
Ástkær móðir mín, Sigurborg
Ólafsdóttir, er látin. Hún var
sterkur persónuleiki og góð
manneskja. Hún lifði tímana
tvenna sem eðlilegt er á langri
ævi. Mamma ólst upp í Múlaseli í
Hraunhreppi og hafði sterkar
taugar alla tíð til æskustöðva
sinna, minntist oft á fegurð stað-
arins þar sem Snæfellsjökull
blasti við í vestri og úfið hraunið
og skógarásarnir í suðri, þar undi
hún sér í leik og starfi með sam-
hentum systkinahópi, oft við eitt
fallegasta sólarlag hér á landi. Allt
þetta mótaði hana síðar meir og
var hún alla tíð hrifnæm og fag-
urkeri. Henni var alla tíð annt um
foreldra sína og var náin Soffíu
systur sinni. Ung fór hún í vetr-
arvinnu til Hafna og Grindavíkur
og átti góðar minningar þaðan.
Með dugnaði og vilja fór hún í
nám að Héraðsskólanum á Laug-
arvatni og sóttist námið vel enda
las hún mikið og var minnug og
ættfróð. Á Siglufirði í síldarvinnu
kynntist hún Trausta Jónssyni.
Þau byggðu sér fallegt hús í
Keflavík við Suðurgötu 7 og
bjuggu þar í tuttugu ár. Minning-
arnar streyma fram þegar ég
hugsa til baka, sé mömmu hengja
snjóhvítan þvottinn á snúrurnar,
skrúbba allar stéttir og rækta
garðinn sinn í orðsins fyllstu
merkingu. Mamma hafði sína
barnatrú sem við systur nutum
góðs af, hún kenndi okkur bænir
og las mikið fyrir okkur, þetta
voru góðar stundir. Hún var harð-
dugleg og allt lék í höndunum á
henni, var rösk til allra verka og
úrræðagóð, var ekki skaplaus en
alltaf sanngjörn. Mamma var í
hópi ungra kvenna í Keflavík sem
stofnuðu Kvenfélag Keflavíkur.
Það setti svip á bæjarlifið með
skemmtunum og líknarmálum.
Þær voru frumherjar að fyrsta
leikskólanum hér í Keflavík. Það
má segja að mamma hafi verið
nokkuð á undan sinni samtíð, hún
hafði trú á ræktun hér á svæðinu
og taldi að hreyfing hefði góð áhrif
á heilsuna enda stundaði hún sund
meðan heilsan leyfði og leirböð í
Hveragerði sér til heilsubótar áð-
ur en Heilsuhælið kom til sögunn-
ar. Árið 1959 fluttu foreldrar mín-
ir til Reykjavíkur og fór mamma
þá að stunda vinnu utan heimilis-
ins lengst af sem matráðskona í
Landsmiðjunni og víðar. Foreldr-
ar mínir ferðuðust mikið um dag-
ana, en eftir andlát pabba kom
mamma með okkur systrum,
tengdasonum og barnabörnum.
Hún var ætíð hrókur alls fagnaðar
enda með létta og góða lund. Í
fjögur ár bjó hún með Skúla Þor-
leifssyni, áttu þau góð ár saman
en hann lést skyndilega á ferða-
lagi erlendis. Hún var ástrík móð-
ir, tengdamóðir og amma, fylgdist
vel með börnum sínum meðan
heilsan leyfði. Mamma þurfti að
Sigurborg Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA
Kæra langamma okkar
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Kveðja, fyrir hönd
barnabarnabarna,
Vigdís Birna
Hólmgeirsdóttir.
SJÁ SÍÐU 24
✝ Gunnar Ólafs-son vélstjóri
fæddist í Hvera-
gerði hinn 22. jan-
úar 1951. Hann lést
16. mars 2012.
Foreldrar hans
voru Ingileif Guð-
mundsdóttir í Seli,
f. 5. júní 1909, d. 5.
desember 1993, og
Ólafur Einarsson
frá Þjótanda, f. 30
júní 1902, d. 25. júní 1962.
Systkini Gunnars eru Unnur
Ólafsdóttir, f. 29. júlí 1928, d.
28. febrúar 1933, Hulda Ólafs-
dóttir, f. 18. júní 1930, d. 7.
mars 1931, Einar Ólafsson, f.
25. janúar 1934, d. 3. september
1997, maki Guðrún Guðmunds-
dóttir, f. 30. september 1932,
Ásta Ólafsdóttir, f.
9. september 1935,
d. 13. janúar 1986,
maki Árni Sveins-
son, f. 19. desem-
ber 1933, d. 5.
október 2004, og
Sesselja Ólafs-
dóttir, f. 30. apríl
1942. Gunnar
kvæntist Sólveigu
Gyðu Guðmunds-
dóttur, f. 17. júlí
1946, frá Hvanneyri í Borg-
arfirði, hinn 16. desember 1978.
Eignuðust þau Ingu Maríu, f. 5.
desember 1979, Sigrúnu Klöru,
f. 5. júní 1982, d. 11. júní 1982,
og Gunnar Óla, f. 11. maí 1984.
Fyrir átti Gunnar soninn Gísla
Torfa, f. 16. desember 1971, og
Sólveig soninn Guðmund Frey
Magnús, f. 27. janúar 1974, sem
Gunnar gekk í föðurstað. Árið
2001 giftist Inga María Heiðari
Birni Torleifssyni, f. 24. mars
1979, og eiga þau börnin
Thelmu Maríu, f. 9. janúar
2002, Söru Katrínu, f. 14. maí
2006, og Birni Snæ, f. 17. mars
2010. Árið 2008 giftist Guð-
mundur Camilu Abad Magnús
og eiga þau börnin Leon Abad
Magnús, f. 21. júlí 2009, d. 21.
júlí 2009, Leonu Abad Magnús,
f. 3. ágúst 2010, og Lionel Tý
Abad Magnús, f. 27. febrúar
2012.
Á sínum yngri árum starfaði
Gunnar á sjó áður en hann hóf
störf hjá Sveinbirni Runólfs-
syni. Frá árinu 1984 var hann
vélstjóri hjá Eimskip, þar af
sem yfirvélstjóri á MS Goða-
fossi síðustu ár.
Útför Gunnars fer fram frá
Grafarvogskirkju 21. mars 2012
kl. 13.
Elsku pabbi, nú er komið að
kveðjustund eftir langa og erfiða
baráttu við bráðahvítblæði, sem
næstum tók tvö ár. Við vorum öll
svo vongóð þegar þið mamma fór-
uð til Svíþjóðar og þú fékkst nýjan
berg, áttum við stundir þar sam-
an. Þú varst svo glaður og tókst
svo vel á móti okkur og þú leist
miklu betur út. Svo tók sjúkdóm-
urinn sig upp aftur, þetta er búinn
að vera mjög erfiður tími og von-
brigðin mikil. Þú varst ótrúlega
sterkur og vongóður í gegnum
þetta allt saman, en svo breyttist
allt snögglega þegar sjúkdómur-
inn tók sig upp aftur fyrir mánuði
og hallaði fljótt undan fæti. Við
viljum kveðja þig með söknuði og
ást.
Þín börn,
Inga María og Gunnar Óli.
Mágur minn er látinn, aðeins
rúmlega sextugur, eftir harða
baráttu við erfiðan sjúkdóm síð-
astliðin tæp tvö ár. Gunnar var
vélstjóri á skipum Eimskipa og
var á hafi úti er hann kenndi sér
meins en vildi ljúka túrnum. Þetta
varð hans síðasta ferð.
Gunnar var einstaklega nota-
legur maður, rólegur og yfirveg-
aður í orðum og gerðum. Engan
hef ég þekkt sem var jafn laginn
við allt verklegt sem hann tók sér
fyrir hendur. Ég get vel séð það
fyrir mér að hann hafi verið
happafengur vinnuveitenda sinna
í starfi sínu sem vélstjóri, og ekki
ólíklegt að ýmsu hafi verið bjarg-
að fyrir horn á hafi úti á löngum
og glæsilegum starfsferli.
Kynni okkar urðu nánari eftir
að þau Sólveig keyptu sumarhús í
næsta nágrenni við okkur bræður
í Giljareitum við Laugarvatn.
Hittumst við reglulega og áttum
skemmtilegar samverustundir
þar sem umhverfið í bústaðaland-
inu, þjóðmálin og fjölskyldumálin
voru rædd. Þær stundir verða
varðveittar með öðrum góðum
minningum um þennan heiðurs-
mann. Ein þeirra var ferðin okkar
í fornbílnum hans austur í Land-
eyjar að heimsækja bróðurson
okkar systkina. Það var hrein un-
un að vera með honum í þessum
líka glæsivagni, enda naut hann
þess í ríkum mæli að vera við
stjórnvölinn með okkur sex inn-
anborðs. Þar var sko pláss fyrir
tvo farþega í framsætinu!
Gunnari og Sólveigu leið vel í
bústaðnum og voru þau samhent í
því að búa sem best að fjölskyld-
unni sinni sem naut þess að dvelja
í þessu yndislega umhverfi. Hann
hefur án efa hugsað sér að geta
dvalið þar löngum stundum þegar
um hægðist.
Gunnar barðist hetjulega til
hinstu stundar og það var aðdáun-
arvert að fylgjast með því hvernig
Sólveig og börnin þeirra stóðu við
hlið hans á þessum erfiða tíma.
Við Sirrý þökkum samfylgdina
og vottum fjölskyldunni okkar
innilegustu samúð. Guð blessi
minninguna um góðan dreng.
Ásgeir.
Gunnar Ólafsson
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við
fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu
og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
✝
Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og
frænka,
BRYNJA SVANDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
Þverholti 5,
Vopnafirði,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi þriðjudaginn 13. mars, verður
jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju föstudaginn 23. mars og hefst
athöfnin kl. 14.00.
Kristján Magnússon, Guðfinna Kristjánsdóttir,
Magnús Kristjánsson, Anna Dóra Halldórsdóttir,
Signý Björk Kristjánsdóttir, Höskuldur Haraldsson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
VIGDÍSAR AUÐUNSDÓTTUR,
Borgarnesi.
Aðstandendur.
✝
Þökkum þeim fjölmörgu sem auðsýndu
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra
ÓLAFS Á. EGILSSONAR.
Ítrekum þakkir til starfsfólks í Mörkinni 2-4,
fyrir að annast um Ólaf af kostgæfni.
Egill Ólafsson, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Pjetur Þ. Maack,
Hinrik Ólafsson, Drífa Harðardóttir,
Margrét E. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRN STEFÁN BJARTMARZ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 17. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 28. mars kl. 13.00.
Helga Elsa Jónsdóttir,
Jónína Bjartmarz, Pétur Þór Sigurðsson,
Óskar Bjartmarz, Svava Schiöth,
Jón Friðrik Bjartmarz, Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Björn Bjartmarz, Sigríður María Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur, frændi og
vinur,
EYJÓLFUR PÉTURSSON
fyrrverandi bóndi
á Nautaflötum í Ölfusi,
Úthaga 3,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnudaginn 18. mars.
Þorbergur Pétursson, Rós Ólafsdóttir,
Soffía Pétursdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT GRÍMHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
frá Strandhöfn,
sem lést á hjúkrunardeild Sundabúðar,
Vopnafirði, þriðjudaginn 13. mars, verður
jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugar-
daginn 24. mars kl. 14.00.
Guðjón Jósefsson, Ísfold Helga Kristjánsdóttir,
Þórunn Ólöf Jósefsdóttir, Sverrir Kristinsson,
Hildur Jósefsdóttir,
Hilmar Jósefsson, Birgitta Guðjónsdóttir,
Jökull Jósefsson, Ingibjörg Matthíasdóttir,
Oddný Kristín Jósefsdóttir, Bjarni Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, vinur
og frændi,
SVANUR STEINAR RÚNARSSON,
Ásunnarstöðum,
Breiðdal,
lést laugardaginn 17. mars.
Útför hans fer fram frá Heydalakirkju,
Breiðdal, laugardaginn 24. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúnar Ásgeirsson,
Guðrún Friðriksdóttir,
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, Sigurður Viðarsson,
Hildur Ellen Rúnarsdóttir,
Ólöf Rún Rúnarsdóttir.