Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
Frumskilyrði þess
að fólk geti komið
skoðunum sínum á
framfæri er að tala
skýrt. Þá er ekki átt við
framsögnina eina,
heldur að orða hlutina
þannig að þeir sem
hlusta skilji það sem
verið er að segja. Það
verður að haga mál-
flutningi þannig að
enginn vafi leiki á því
sem meint er. Þetta er sú frumregla í
samskiptum við fjölmiðla sem því
miður gleymist allt of oft.
Slæm frammistaða í fjölmiðlavið-
tali getur gert fólk ótrúverðugt, það
missir af tækifæri til að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri, á erfitt
með að verja hagsmuni, fjölmiðlar
verða aðgangsharðari og viðkomandi
lendir oft í varnarstöðu sem er aldrei
gott.
Fjölmiðlar hafa, undanfarnar vik-
ur og mánuði, fjallað um hvert stór-
málið af öðru þar sem þingmenn,
talsmenn fyrirtækja, samtaka og
stofnana hafa veitt viðtöl ýmist í bein-
um útsendingum ljósvakamiðlanna
eða í prentmiðlum. Frammistaða
þeirra hefur oft borið þess merki að
litlum tíma hafi verið varið í und-
irbúning fyrir viðtalið eða menn hafi,
jafnvel vísvitandi, talað óskýrt, í hálf-
kveðnum vísum, fegrað hlutina með
því að „hagræða sannleikanum“ örlít-
ið eða fara út af sporinu með því að
svara spurningu án þess að hafa
ígrundað svarið.
Önnur grunnregla í samskiptum
við fjölmiðla er að segja satt. Við vit-
um að „hálfsannleikur oftast er
óhrekjandi lygi“. Það skiptir engu
hversu fallega við búum um hálfsann-
leikann, hið sanna kemur ávallt upp á
yfirborðið. Fyrrverandi forstjóri
FME varði sig á dögunum með þeim
rökum að hann hefði aldrei séð gögn
sem hann var sakaður um að hafa
kallað eftir og lekið í fjölmiðla.
Tæknilega rétt, en það sem ekki var
sagt kom í ljós og yfirklór forstjórans
kom í bakið á honum.
Vinnubrögð slitastjórnar Dróma
voru nokkuð í umræðunni á dögunum
og umræðan breyttist í „sandkassa-
leik“ eftir að fulltrúi slitastjórnar-
innar sagði m.a. að ekkert „formlegt“
kauptilboð hefði borist í tiltekið lána-
safn. Þessi orð kölluðu á yfirlýsingu
frá banka og síðan blaðagrein frá full-
trúa Dróma um sama mál. Í stað þess
að svara heiðarlega og
ljúka málinu urðu orð
hans til þess að lengja
þá neikvæðu umræðu
sem hann var að reyna
að leiðrétta og stöðva í
viðtalinu.
Fjölmiðlar flytja
fréttir hvort sem okkur
líkar betur eða verr.
Neikvæðar og vondar
fréttir eru aldrei fjöl-
miðlum að kenna, þeir
flytja fréttir sem eru
byggðar á upplýsingum.
Rétt og markviss upplýsingagjöf til
fjölmiðla og vel undirbúin viðtöl eru
eina leiðin til þess að koma sjón-
armiðum á framfæri og leiðrétta
hugsanlegar rangfærslur. Að hika
eða bíða af sér „gjörningaveður“ í
hröðum heimi rafrænnar fjölmiðl-
unar, er það sama og að tapa.
Enginn er fæddur með þá náðar-
gáfu að koma vel fyrir í viðtölum en
markviss þjálfun og undirbúningur
talsmanna fyrirtækja og stofnana eru
ávísun á betri árangur. Því erfiðara
sem málið er og krísan meiri, þeim
mun mikilvægara er að búa sig af
kostgæfni undir fjölmiðlaviðtalið.
Það þarf að skilgreina skilaboðin sem
á að koma á framfæri, setjast niður
með ráðgjöfum og þeim sem að mál-
inu koma, velta fyrir sér öllum mögu-
legum og ómögulegum spurningum
sem hugsanlega verða bornar upp og
finna svör við þeim. Það er fátt verra
en að standa á gati í beinni útsend-
ingu.
Sem betur fer hefur það aukist að
stjórnendur leiti eftir aðstoð við und-
irbúning viðtala og þjálfun í fjöl-
miðlaframkomu. Þeir vita að réttur
undirbúningur eykur líkur á því að
rétt skilaboð komist með skýrum
hætti á framfæri. Góður undirbún-
ingur dregur jaframt úr líkum á að
spurningar komi á óvart og kemur í
veg fyrir að viðkomandi flæki um-
ræðuna með löngu, ruglingslegu og
flóknu máli. Ef enginn skilur okkur
er betur heima setið en af stað farið.
Undirbúningur
er ávísun á góðan
árangur
Eftir Þorstein G.
Gunnarsson
Þorsteinn G.
Gunnarsson
» Að hika eða bíða af
sér „gjörningaveð-
ur“ í hröðum heimi raf-
rænnar fjölmiðlunnar,
er það sama og að tapa.
Höfundur er ráðgjafi í almanna-
tengslum og samskiptatækni hjá
KOM almannatengslum.
Sumarferð í Þjórs-
árver er orðin fastur
liður í lífi mínu. Ég
hef víða farið um há-
lendið og upplifað
friðsæld og fegurð
þess sem er sann-
kölluð lífsfylling. En
það er eitthvað alveg
sérstakt sem kallar á
mig í Þjórsárverum.
Náttúrufræðarinn
okkar góði Guðmundur Páll hefur
lýst því yfir að þar sé að finna
hjarta landsins. Ég veit að hann
hefur rétt fyrir sér.
Á undanförnum áratugum hafa
orkufyrirtækin beint sjónum að
Þjórsárverum og ýmis áform um að
virkja þar hafa komist býsna langt.
Áður en illa fór var alltaf eitthvað
sem kom í veg fyrir að viðleitni
þeirra bæri árangur. Einbeittur
vilji heimamanna til að vernda ver-
in var sterkasta vörnin.
Þjórsárver er veröld andstæðna.
Jökullinn og vatnið sem frá honum
streymir sem ár, lækir, kvíslar og
tjarnir eru lífæð gróðurs og dýra.
Þar sem þessi lífæð nær ekki til,
gapa auðnir og eyðimörk við. Gróð-
ur samfelldur, öflugur og fjöl-
breyttur og fuglar fylla loftin í ver-
unum. Víða undir gróðrinum er
sífreri sem mótar fagurt munstur í
landinu. Landslagið er stór-
fenglegt. Kerlingafjöll í vestri,
fagrar bungur Hofsjökuls í norðri
og austar Arnafell mikla. Sprengi-
sandur og Tungnafellsjökull taka
við þegar litið til austurs. Í fjarska
í austri gnæfa Vatnajökull og Há-
göngur sem vörður í landinu. Þetta
eru mögnuð víðerni.
Í greiningu rammaáætlunar voru
verin metin sem eitt af verðmæt-
ustu svæðum hálendisins. Að
hjarta Þjórsárvera fara ekki marg-
ir, en í jaðrinum er talsverð um-
ferð. Verin gætu orðið einn af
hornsteinum Hofsjökulsþjóðgarðs.
Ef marka má þar til bæra erlenda
sérfræðinga, gæti svæðið og um-
hverfi þess átt heima á heims-
minjaskrá Menningarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna ásamt Þing-
völlum og Surtsey.
Það er rík ástæða til að vera
þakklátur því fólki, sem með bar-
áttu sinni, hefur komið í veg fyrir
að Þjórsárver voru lögð undir uppi-
stöðulón. Sérstaklega verður mér
hugsað til heimamanna í Gnúp-
verjahreppi, sem samhentir stóðu
uppi í hárinu á virkjunarmönnum
um langt ára bili. Þessa dagana eru
liðin 40 ár frá því að
fjölmennur fundur í
Árnesi lýsti yfir al-
gjörri andstöðu við
áform um uppistöðu-
lón í Þjórsárverum.
Þetta voru tímamót í
íslenskri nátt-
úruverndarsögu sem
líkja má við þann við-
burð þegar heima-
menn við Mývatn
sprengdu stíflu sem
reist hafði verið, og
komu þannig í veg fyr-
ir virkjunaráform sem hefðu valdið
miklum skaða á lífríki og umhverfi
Mývatns og Laxár. Svo virðist sem
þessi heimavarnarlið nátt-
úruverndar séu ekki jafn öflug í
dag og var á þessum árum.
Umræðan um verndun eða virkj-
un Þjórsárvera hófst strax á
fimmta áratug síðustu aldar, og
henni er ekki lokið. Margir héldu
að friðlandið sem stofnað var árið
1981, í skiptum fyrir Kvíslaveitu,
yrði til þess að friður kæmist á.
Stjórnsýslumistök leiddu til þess
að virkjunaráform komust aftur á
dagskrá við lok síðustu aldar. Í dag
eru virkjunaráformin lítil í sam-
anburði við það sem stóð til fyrr á
árum. Engu að síður yrðu ráðgerð-
ar framkvæmdir afar ljótur blettur
á einu verðmætasta víðerni hálend-
isins. Þjórsárver eru þjóðargersemi
sem ekki má spilla. Vonandi verður
sú rammaáæltun sem væntanlega
kemur til umfjöllunar Alþingis nú á
vorþingi til þess að endanlega tekst
að stoppa öll virkjunaráform.
Skilaboðin frá heimamönnum á
fundurinn í Árnesi 17. mars 1972
urðu án efa til þess að hik kom á
virkjunarmenn. Í framhaldinu vann
Náttúruverndarráð gott starf og að
lokum náðist sátt um að vernda
svæðið. En þó ekki allt. Nú vilja
virkjunarmenn notfæra sér það
svæði sem liggur utan þeirra
verndarmarka sem sett voru árið
1981, en inn á svæði sem nátt-
úrlega telst til Þjórsárvera. Úr því
má ekki verða. Það liggur beint við
að stækka friðlandið til þess að það
nái að náttúrulegum mörkum þess
og skapa þannig endanlega frið um
verin.
Hinn 17. mars sl. var boðað til
fundar í Árnesi, 40 árum eftir tíma-
mótafundinum 1972. Þar kom sam-
an fjölmennur hópur fólks. Það er
gott að vita að verndarsveit Þjórs-
árvera er öflug sem fyrr.
Þjórsárver eru þjóðarger-
semi sem ekki má spilla
Eftir Tryggva
Felixson » Vonandi verður sú
rammaáæltun sem
væntanlega kemur til
umfjöllunar Alþingis nú
á vorþingi til þess að
stoppa öll virkjunar-
áform.
Tryggvi Felixson
Höfundur er áhugamaður
um náttúruvernd.
Hvernig geta lífeyr-
issjóðir tapað 4.500
milljörðum án nokk-
urs tilgangs og í al-
gjöra dellu? Er stað-
reynd í dag. Benjamín
Eiríksson hagfræð-
ingur taldi í ævisögu
sinni um 2% vexti
næga fyrir lífeyr-
issjóði ef lánað væri
til góðra mála svo
sem eigin húsnæðis þeirra sem
borguðu í lífeyrissjóðina. Lífeyr-
issjóðir í dag heimta 3,5% og vísi-
tölu og stuðla að verð-
bólgu og gjaldhækkun.
Annars heyrði grein-
arhöfundur sagt frá því
í sjónvarpi að 100 jarð-
ir á Vestfjörðum hefðu
farið í eyði nýlega og
sauðfjárrækt dregist
saman. Endurreisa má
þessar eyðijarðir, alla-
vega húsin. Svo á að
girða af túristareit
þarna við býlið þar
sem aðstaða sé fyrir
ferðamenn svo sem tjaldstæði með
eldhúsi, baðhúsi og flottu salerni.
Þannig má lengi telja upp bætta
aðstöðu fyrir ferðamenn. Þeir koma
svo sjálfir alla vega smátt og smátt,
þegar margt er að sjá forvitnilegt
og vel er búið að þeim. Móttökur
góðar. Ekkert bjargaði okkur
meira eftir fall bankanna en ódýr
króna. Krónan dró hingað fleiri og
fleiri ferðamenn árlega og mun
halda því áfram ef hún er ekki eyði-
lögð með Kanadadollar eða öðrum
slíkum fávitatillögum. Krónan mun
brátt skaffa okkur eina milljón
ferðamanna árlega ef hún fær að
vera ódýr áfram og í friði fyrir fá-
vitum. Margir vilja skemma fyrir
krónunni. Fjárfesta þarf peninga í
túrista-reiti um allt land, þar sem
vel er tekið á móti þeim og þeir
skoða landið í friði. Ekki láta eyði-
leggja krónuna okkar góðu. Hún
malar gull með fleiri og fleiri ferða-
mönnum.
Eyðibýli sem
túristareitir
Eftir Lúðvík
Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
»Krónan mun brátt
skaffa okkur eina
milljón ferðamanna ár-
lega ef hún fær að vera
ódýr áfram og í friði fyr-
ir fávitum.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Glæsilegt eldhús með