Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það væri vel hægt að bæta við 1.000 til 2.000 mönnum. Strax. Það er allt- af verið að auglýsa eftir járniðn- aðarmönnum. Það er lítið sem ekk- ert atvinnuleysi í þeirri stétt,“ segir Ingólfur Sverrisson, forstöðumaður málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins, um horfur í greininni. „Það starfa áreiðanlega á fimmta þúsund manns í málmiðnaðargrein- inni í dag. Það gætu vel tíu þúsund manns starfað í greininni. Það eru lítil takmörk fyrir því hvað hún get- ur tekið við mikið af fólki, vegna þess að mörg af okkar fyrirtækjum eru á alþjóðamarkaði og þau komast ekki yfir meira í dag. Það þarf að gera ýmislegt til að slík fjölgun starfa gangi eftir. Skólakerfið þarf að gera sitt og svo þarf að koma til hugarfarsbreyting, ekki síst hjá kon- um sem hafa ekki sótt í greinina en þær sem það hafa gert eru yfirleitt fyrsta flokks starfsmenn.“ Vinna fyrir þá sem vilja Ingólfur hvetur ungt fólk til að skoða málm- og véltækniiðnaðinn. „Ef ég væri að íhuga að læra iðn- grein og færi að meta hvar mestu möguleikarnir liggja myndi ég hik- laust staldra við þessa grein. Það vantar fólk, fagfólk, og gerði það jafnvel í kreppunni. Ég held að það hafi ekki verið marktækt atvinnu- leysi í stétt járniðnaðarmanna síðan 1968,“ segir Ingólfur og bendir á að málmiðnaður hafi aldrei lent í þeirri lægð sem byggingariðnaðurinn gekk í gegnum eftir efnahagshrunið. Þvert á móti sé verkefnastaðan góð og útlitið bjart, m.a. vegna stækkunar álversins í Straumsvík. „Það er sprengja á leiðinni. Þá á ég við það sem er að gerast hjá ÍSAL. Þar vantar urmul af fólki og mikið af járniðnarmönnum. Þótt stækkunin sé farin af stað er járn- iðnaðarhlutinn á byrjunarstigi. Verkefnin sem ÍSAL er að fara af stað með í sumar eru umfangsmikil og munu kalla á marga starfsmenn. Vegna þeirra munu margir erlendir málmiðnaðarmenn verða á landinu í ár. Svo er fjöldi fyrirtækja að gera það gott. Marel er því miður meira og minna að fara með sína aukningu til útlanda, m.a. vegna þess að hér er ekki nógu mikið af fagmönnum sem eru að læra þetta fag.“ Lengi vantað fólk í greinina Guðmundur S. Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Héðins, tekur undir að skortur sé á máliðnaðarmönnum. „Það eru ekki nógu margir málm- iðnaðarmenn. Það hefur í langan, langan tíma vantað fólk í greinina. Síðan keyrði um þverbak þegar upp- gangurinn byrjaði og hingað streymdi fjöldi málmiðnaðarmanna frá öðrum löndum. Sumir þeirra eru hér enn. Við erum með 130 starfs- menn og þar af eru um 30 af erlendu bergi brotnir. Viðbúið er að eftir- spurnin eftir málmiðnaðarmönnum eigi eftir að aukast. Næstu misseri getum við sagt að það vanti þúsund manns. Þá er ég ekki aðeins að tala um ÍSAL. Frekari uppbygging stór- iðju og í þungaiðnaði mun kalla á fleiri málmiðnaðarmenn,“ segir Guð- mundur og víkur að skólunum. „Það eru góðir skólar á Sauðárkróki og á Akureyri en hér á höfuðborgar- svæðinu er þetta óskaplega þunnur þrettándi. Það var búið að byggja upp sterka einingu í Fjölbraut í Breiðholti. Hún var lögð af. Í Reykjavík er málmiðnaður aðeins kenndur í Borgarholtsskóla. Það er ansi takmarkað framboð. Það þarf að gera fleirum kleift að læra járn- smíði. Iðnskólinn í Hafnarfirði býður upp á gott nám en mun meira þarf að koma til,“ segir Guðmundur. Gætu bætt við sig 20 manns Bjarni Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Framtaks-Stálsmiðju, segir nóg að gera. „Hjá mér starfa um 120 manns. Ég gæti vel bætt við 20 manns. Margt skýrir þessa þörf. Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins fyrr í mánuðinum kom fram að það er margt að gerast í þjóðfélaginu sem er ekki verið að tala um, meðal ann- ars stækkunin hjá ÍSAL. Það á að vinna hana alla á þessu ári sem er nokkuð bagalegt fyrir ís- lensku fyrirtækin því við höfum ekki ótakmarkaða möguleika á að stækka. Það endar með því að það þarf að leita að starfsfólki erlendis. Það er ekki mikið af atvinnulausum málmiðnaðarmönnum á Íslandi.“ Inntur eftir launakjörum í stétt- inni segir Bjarni þau sambærileg við aðrar iðngreinar. „Íslensk málmiðn- aðarfyrirtæki eru mjög samkeppnis- hæf í dag vegna krónunnar, meira að segja í samanburði við Pólverja þótt þeir séu ódýrastir í Evrópu.“ Skortur á málmiðnaðarmönnum Morgunblaðið/Golli Neistaflug Málmiðnaðarmenn hjá Héðni að störfum. Mikil sóknarfæri eru í greininni á Íslandi.  Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins telur hægt að bæta við 1.000-2.000 störfum strax  Stækkun hjá ÍSAL er góð búbót  Útlit fyrir að erlendir verkamenn verði fluttir til landsins til að anna eftirspurn OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR Minnum á fermingarfötin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.