Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
Íbúar skoða brak eftir sprengju-
árás í borginni Karbala, sem er 110
km suður af Bagdad, höfuðborg
Íraks. Minnst sextán slíkar árásir
voru gerðar í borgum og bæjum
víðsvegar um landið í gær og létu
að minnsta kosti 43 menn lífið og
200 særðust. Tilræðismönnunum
tókst ætlunarverk sitt þrátt fyrir
mikinn viðbúnað vegna leiðtoga-
fundar Arababandalagsins, sem
haldinn verður í Írak í næstu viku.
43 féllu og 200 særðust
í sprengjutilræðum
Reuters
Sextán árásir samtímis víðsvegar um Írak
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Víðtæk leit fer nú fram í Frakklandi
að raðmorðingjanum, sem myrti
þrjú börn við skóla gyðinga í Tou-
louse með köldu blóði á mánudag.
Morðin hafa valdið miklu uppnámi í
Frakklandi. Maðurinn myrti einnig
kennara og telja yfirvöld að hann
hafi einnig gert tvær árásir í liðinni
viku og skotið þrjá fallhlífarhermenn
til bana.
Nemendur um allt Frakkland, op-
inberir starfsmenn og þingmenn
minntust fórnarlambanna með mín-
útu þögn í gær. Nicolas Sarkozy, for-
seti Frakklands, tók þátt í minning-
arathöfn í skóla skammt frá
minnisvarða um helför gyðinga í
París. Hann sagði eftir athöfnina að
yfirvöld hefðu engar vísbendingar
um hver hefði verið að verki eða hvað
byggi að baki. „Augljóslega er um
gyðingahatur að ræða. Árásin á gyð-
ingaskólann var glæpur gegn gyð-
ingum,“ sagði hann. „En hermenn-
irnir? Var það vegna þess að þeir eru
komnir aftur frá Afganistan? Var
það vegna þess að þeir tilheyra
minnihlutahópum? Við vitum það
ekki. Við verðum að fara mjög var-
lega þar til einhver hefur verið hand-
tekinn.“
Hermennirnir þrír voru franskir
ríkisborgarar ættaðir frá Norður-
Afríku og fjórði hermaðurinn, sem
særðist í liðinni viku, var svartur og
frá Frönsku Vestur-Indíum.
Kennarinn hét Jonathan Sandler
og var þrítugur. Morðinginn myrti
einnig tvo syni hans, Arieh fimm ára
og Gabriel fjögurra ára á götunni
fyrir utan skólann. Hann fór síðan
inn á skólalóðina og skaut Miriam
Monsonego, sjö ára gamla dóttur
skólastjóra Ozar Hatorah-grunn-
skólans, til bana.
Skömmu eftir athöfnina var farið
með jarðneskar leifar fórnarlamba
árásarinnar við skólann til Parísar
og þaðan verða þær fluttar til Ísraels
þar sem útför þeirra fer fram í dag.
Claude Gueant, innanríkisráð-
herra Frakklands, sagði í gær að
verið gæti að árásarmaðurinn hefði
tekið ódæðisverkið upp á myndavél,
sem vitni sögðu að hefði verið fest á
bringu hans. Sagði ráðherrann líkur
vera á því að hann hygðist birta upp-
tökuna á netinu. Engar vísbendingar
hafa þó fundist á netinu. Lögregla
hefur áhyggjur af að maðurinn muni
láta til skarar skríða á ný.
Öryggisgæsla hefur verið hert við
skóla fyrir gyðinga og múslíma. Við-
búnaður hefur verið aukinn í hér-
aðinu Midi-Pyrenees þar sem glæp-
irnir voru framdir og er nú einu stigi
neðar en neyðarástand. Veitir það
lögreglu víðtækar heimildir.
Ísraelskir fjölmiðlar vara nú við
auknum fordómum í Evrópu og
sagði blaðið Jerusalem Post að frá
2000 hefði gyðingasamfélagið í
Frakklandi orðið fyrir „umfangs-
mesta ofbeldi gegn gyðingum frá
helförinni“.
Raðmorðinginn gengur enn laus
Franska lögreglan hefur engar vísbendingar um hver myrti þrjú börn og kennara á mánudag og þrjá
hermenn í liðinni viku Óttast að morðinginn fremji fleiri óhæfuverk Talinn hafa myndað morðin
Siðmenningin fær
ekki bjargað okk-
ur frá brjálsemi
sumra manna.
Nicolas Sarcozy
Tóbaksiðnaðurinn er „miskunn-
arlaus og slægur óvinur“, sagði
Margaret Chan, yfirmaður WHO,
heilbrigðisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, á ráðstefnu um tóbak og
heilbrigði í Singapúr gær og skor-
aði á ríkisstjórnir og almenning að
snúa bökum saman gegn sígar-
ettuframleiðendum.
Hún sagði að tilraunir tóbaks-
fyrirtækja til að grafa undan lög-
mæti aðgerða yfirvalda til að
vernda heilsu almennings jafngiltu
afskiptum af innanríkismálum
landa.
Chan fordæmdi einnig tillögur
fyrirtækjanna um að stofna sam-
eiginlegar nefndir með stjórnvöld-
um til að skipu-
leggja herferðir
gegn reykingum.
„Ekki falla í þá
gildru. Það er
eins og að skipa
nefnd með refum
til að hafa um-
sjón með
hænsnabúinu,“
sagði hún.
Í skýrslu, sem kynnt var á ráð-
stefnunni í gær, var fullyrt að af-
skipti tóbaksframleiðenda hefðu
hægt verulega á hnattrænni her-
ferð gegn reykingum.
Samkvæmt tölum WHO láta sex
milljónir manna lífið á ári vegna
tóbaksnotkunar, þar af 600 þúsund
vegna óbeinna reykinga. Talið er
að sú tala geti verið komin upp í
átta milljónir manna árið 2030.
Miskunnarlaus
og slægur óvinur
Margaret Chan
Tóbaksframleið-
endur gagnrýndir
Allt benti til þess
að Mitt Romney
myndi vinna
öruggan sigur í
forkosningunum,
sem haldnar voru
í Illinois, vígi
Baracks Obama
Bandaríkja-
forseta, í gær og
færast þar með
skrefi nær útnefningu repúblikana
til framboðs í forsetakosningunum í
nóvember.
Romney hafði 15 prósentustiga
forskot á Rick Santorum, sinn helsta
keppinaut, samkvæmt skoðanakönn-
unum.
Romney hefur varið milljónum
dollara í kosningabaráttuna í Ill-
inois. Í auglýsingum hans er Santor-
um sagður léttvægur í efnahags-
málum og innanbúðarmaður í
Washington. Santorum hamraði
hins vegar á því að repúblikanar
gætu aðeins sigrað Obama ef þeir
veldu „sannan íhaldsmann“.
Romney
með forskot
Mitt Romney
Hart barist í for-
kosningum í Illinois