Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líflegt var við Reykjanesið í gær. Margir línu- og snurvoðabátar á sjó í þokkalegu veðri og loðnuskipin að skrapa upp síðustu tonnin. Það var samdóma skoðun þeirra sem rætt var við að fiskiríið á vertíðinni hefði verið afbragðsgott sunnan- og vestan- lands, en veður hefði þó verulega hamlað sjósókn. Svo rammt hefði kveðið að ótíðinni að heilu vikurnar hefðu minni bátarnir ekki getað róið. Torfi Gunnþórsson, hafnarvörður í Sandgerði, sagði að þar væru oft yfir 30 landanir á dag þegar allir kæmust á sjó. Í gær hefðu minni bátarnir ekki róið þar sem mikill sjór var fyrir ut- an. Þannig hefði þetta oft verið í vet- ur í erfiðum og þrálátum vestan- áttum. Hann sagði að þrátt fyrir allt væri búið að landa um 1.100 tonnum í Sandgerði í marsmánuði og væri það um 100 tonnum meira en í fyrra. Undanfarið hefði tregast á línuna, enda nóg æti fyrir þorskinn eftir að loðnan gekk yfir. Snurvoðabátarnir sjö hefðu yfirleitt komið með um 20 tonn að landi. Einn netabátur leggur upp í Sandgerði, Þórsnesið frá Stykkishólmi, sem er á ufsa. Um þúsund tonnum meira hefur verið landað í Grindavík frá áramót- um heldur en á sama tíma í fyrravet- ur. Þá var janúar mjög erfiður. Sig- urður Arnar Kristmundsson, hafnar- stjóri í Grindavík, sagði í gær að nánast allar fleytur væru á sjó. Flest- ir á línu og snurvoð, en aðeins einn á netum. Fjórir línubátar frá Rifi og Ólafsvík leggja nú upp í Grindavík. Sigurður sagði að aflabrögð hefðu yfirleitt verið góð í öll veiðarfæri, veðrið hefði verið vandinn. Átta tonn í trossu „Ef tekið er tillit til veðurs og sjó- sóknar þá hefur fiskiríið verið ævin- týralegt,“ sagði Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Ís- lands í Ólafsvík í gær. Á markaðnum hefur verið selt umtalsvert meira heldur en í fyrravetur. Páll sagði að línuafli hefði dottið niður, en ekkert lát væri á góðum netaafla. Hann nefndi dæmi af Bárði SH, en í eina trossuna voru Pétur skipstjóri og áhöfn hans með átta tonn, en yfirleitt eru 10-12 net í hverri trossu. Afbragðs gott fiskirí en ótíðin verið erfið  Líflegt við Reykjanesið í gær og margir bátar á sjó Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Góðum afla landað úr Adda afa GK fyrr í vetur þegar mokafli var hjá Sandgerðisbátum. Algengt verð fyrir kíló af grá- sleppuhrognum hefur verið 800- 900 krónur á fiskmörkuðum nú í upphafi vertíðar. Fyrir kíló af grá- sleppunni sjálfri hafa fengist 60- 70 krónur. Fyrir góðan túr geta sjómenn því fengið um 220 þús- und kr. og þar af um 30 þúsund aukalega fyrir að hirða fiskinn, sem fram undir þetta hefur að mestu farið aftur í sjóinn eftir að búið var að taka hrognin. Í vax- andi mæli er nú farið að skera grásleppuna í fiskvinnsluhúsum í landi og fæst þannig betri nýt- ing og aukin gæði. Nú er skylt að koma með grásleppuna alla að landi og fer hún eink- um á markað í Kína. Um 130 bátar eru byrj- aðir á grá- sleppuveiðum. Fleiri krónur í vasann HIRÐA GRÁSLEPPUNA Eimskip, Sam- skip og Sæ- ferðir buðu í rekstur Vestmanna- eyjaferju 2012-2014. Vegagerðin bauð rekst- urinn út og átti að opna tilboðin í gær en í ljós kom villa í töflu í tilboðslýsingunni og var því opnun tilboðanna frestað um viku. Vegagerðin óskaði eftir tilboðun í rekstur á ferjuleiðinni Vest- mannaeyjar-Landeyjahöfn annars vegar og Vestmannaeyjar-Þorláks- höfn hins vegar, til að annast fólks-, bifreiða- og farmflutninga með Herjólfi. Fram hefur komið að Sæferðir íhuguðu að gera frá- vikstilboð sem gerði ráð fyrir því að Breiðafjarðarferjan Baldur yrði einnig notuð. Þrjú tilboð í ferjurekstur S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.