Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Í liðinni viku sagði Jóhanna Sigurð-ardóttir að það væri „ekki líðandi að ESB setji fram einhver skilyrði um makrílinn í samningaviðræðum almennt um aðildarferlið“. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar fv. sjáv- arútvegsráðherra um samþykkt Evr- ópuþingsins þar sem kröfur ESB í makríl- deilunni voru árétt- aðar.    Annar fv. sjáv-arútvegs- ráðherra, Einar K. Guðfinnsson, spurði í gær Steingrím J. Sigfússon, sjáv- arútvegsráðherra m.m., út í hótanir sjávarútvegs- ráðherra Íra vegna makríldeilunnar og út í samþykkt fundar sjáv- arútvegsráðherra ESB um að flýta hörðum refsiaðgerðum gegn Íslandi vegna deilunnar.    Einar K. spurði hvort viðræðumum aðild væri ekki sjálfhætt af þessum sökum enda þurfa menn væntanlega að vera óvenjulega áhugasamir um að afsala sér full- veldi landsins ef þeir vilja halda áfram við slíkar aðstæður.    En Steingrímur svaraði eins ogvið var að búast. Taldi þetta „alvarlegt“ mál, en gætti þess vand- lega að tala með þeim hætti að aðlög- unarviðræðurnar gætu haldið áfram þrátt fyrir hótanir og refsiaðgerðir.    Og til að ekki yrði gert of mikið úrárásum hins írska kollega síns sagði hann orð hans hafa verið ætluð „til heimabrúks“.    Ætli Jóhanna taki ekki jafn fast ámóti. Árásirnar séu „ekki líð- andi“, en hún muni samt líða þær. Jóhanna Sigurðardóttir Verða þetta áfram orðin tóm? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 20.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 4 alskýjað Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Vestmannaeyjar 4 súld Nuuk -12 skýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 13 léttskýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 10 skúrir Berlín 12 skúrir Vín 14 heiðskírt Moskva 1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Róm 20 heiðskírt Aþena 17 heiðskírt Winnipeg 5 skýjað Montreal 12 léttskýjað New York 17 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:23 19:48 ÍSAFJÖRÐUR 7:27 19:53 SIGLUFJÖRÐUR 7:10 19:36 DJÚPIVOGUR 6:52 19:17 „Vaðlaheiðargöng er verkefni sem getur að öllum líkindum borið sig sjálft og því eru þau sá vænlegi kost- ur sem við lítum til núna,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, fjár- málaráðherra, í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær. Oddný sagði að gert væri ráð fyrir að þau stæðu undir sér með veggjöldum. Oddný sagði göngin enn mikilvægari nú en áður vegna fyrirhugaðrar upp- byggingar á Bakka. Hún sagði frum- varpið um Vaðlaheiðargöng tilbúið í ráðuneytinu, en að það væri nú til umsagnar hjá ríkisábyrgðarsjóði og að vænta mætti viðbragða þaðan á næstu dögum. Oddný sagði að göng- in væru eina stóra samgöngu- verkefnið sem hægt væri að ráðast í á árinu. Hún sagði að hægt væri að taka verkið fram fyrir í samgöngu- áætlun vegna þess að ekki væri um framlög frá ríkinu að ræða, heldur einungis lán á framkvæmdatíma sem yrðu endurfjármögnuð á síðari stigum og hefðu ekki áhrif á aðrar framkvæmdir ríkisins. ipg@mbl.is Vaðlaheiðargöng enn á dagskrá  Ráðherra telur göngin líklega geta borið sig  Eina sam- gönguverkefnið sem er tilbúið til framkvæmda á þessu ári Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gangaendi Úr Fnjóskadal. Breski tónlist- armaðurinn Bryan Ferry kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Hörpu hvíta- sunnudaginn 27. maí. Þetta verða fyrstu tónleikar hans á árinu, þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia- tónleikaferð sinni í London í desem- ber í fyrra, sem samanstóð af fimm- tíu tónleikum – og uppselt var á þá alla. Á tónleikunum í Reykjavík mun Bryan Ferry leika lög frá ýmsum tímabilum ferils síns, bæði efni af sólóbreiðskífum sínum sem og af ferli sínum með Roxy Music. Miðasala á tónleikana hefst klukk- an 12 fimmtudaginn 22. mars. Tónleikarnir fara fram í Eldborg- arsal Hörpu og aðeins eru 1.500 að- göngumiðar í boði. Miðasala fer fram á midi.is og í Hörpu. Tónleikar Bryans Ferrys í Reykja- vík eru upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela-daga á Íslandi og jafnframt hluti af Listahátíð í Reykjavík, sem nú er haldin í 26. sinn og stendur yfir dagana 18. maí til 3. júní. Bryan Ferry í Hörpu Bryan Ferry

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.