Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Anna kom óvart út úr skápnum 2. Bannaði eiginkonunni að brosa 3. Kristín Ólafs kaupir bjálkahús 4. Var ekki starfsmaður Litla-Hr… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  CCP frumsýnir nýjan tölvuleik sem fyrirtækið hefur verið með í þróun í fjögur ár, DUST 514, á upphafsdegi Fanfest-hátíðarinnar í Hörpu á morg- un. Almenningur og blaðamenn fá þá í fyrsta sinn að spila leikinn. Nýr tölvuleikur frá CCP frumsýndur  Í dag opnar Að- alheiður S. Ey- steinsdóttir skúlptúrsýn- inguna Bændur í borgarferð á Ice- landair hóteli Reykjavík. Sýn- ingin er sú þrítug- asta og sjötta í verkefninu „Réttardagur – 50 sýn- inga röð“ sem staðið hefur yfir síðan 2008. Settar verða upp 50 sýningar víða um heim á fimm ára tímabili. Sýning Aðalheiðar opnuð í dag  Ólöf Arnalds heldur tónleika á Rós- enberg miðvikudaginn 21. mars næstkomandi. Snorri Helgason, sem er nýkominn úr tónleika- ferð í Póllandi, leikur á undan. Ólöf hefur staðið í ströngu við tónleikahald víðs- vegar um heiminn og hefur fengið frábæra dóma í helstu tónlistar- tímaritum er- lendis. Tónleikar með Ólöfu Arnalds á Rósenberg Á fimmtudag Austlæg átt, 5-13 og rigning eftir hádegi S-til en þurrt að kalla á N-til. Hiti 1 til 7 stig. Á föstudag SA 5-10. Rigning S- og V-lands. Hiti 4 til 9 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 8-15 m/s en lægir talsvert eftir hádegi og víða hægviðri í kvöld. Skúrir eða slydduél vestanlands fram eftir degi en annars úrkomulaust að kalla. Hiti víða 0 til 5 stig. VEÐUR Argentínski snillingurinn Lionel Messi getur hrein- lega ekki hætt að skora en besti fótboltamaður heims – og af mörgum talinn sá besti frá upphafi – skoraði þrennu í 5:3-sigri Barcelona gegn Granada í spænsku 1. deildinni í gær. Messi bætti þar með 57 ára gamalt markamet en þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára hefur hann náð að skora 234 mörk fyrir félagið. »1 Messi bætti markametið Bjarni Fritzson var leikmaður 19. um- ferðar í N1-deild karla í handknattleik að mati Morgunblaðsins en Bjarni átti flottan leik þegar Akureyringar lögðu Íslandsmeistara FH á heima- velli sínum í fyrrakvöld. „Eftir að við komumst í gang höfum við verið á góðu róli,“ segir Bjarni við Morgun- blaðið en hann er markahæsti leik- maður deildarinnar. »4 Bjarni valinn bestur í 19. umferðinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Fólk getur staðnað og vantað nýja áskorun, vantað betri laun eða fleiri tækifæri. Við heyrum margar sögur af fjölskyldufeðrum sem koma til Noregs og lifa þar ein- földu lífi en senda peninga til Ís- lands,“ segir Ragnhild Syvstad, ráðgjafi hjá Eures, sem er sameig- inleg vinnumiðlun fyrir evrópska efnahagssvæðið. Þetta er 10. heimsókn Ragnhild til Íslands frá bankahruninu árið 2008. Starf hennar felst í að finna fólk til vinnu í Noregi. Helst er Eures að leita eftir fólki með iðnaðar- eða tæknimenntun og voru fyrirtækin sem kynntu starf- semi sína á Hótel Borg í gær öll tengd þeim geira. Vanalega hefur Eures komið hingað til lands fyrir tilstilli Vinnumálastofnunar en að þessu sinni átti Eures frumkvæðið. „Hlutverk okkar er meðal ann- ars að gera fólki grein fyrir stöðu sinni í nýju landi. Margir átta sig ekki á því hvað felst í frjálsu flæði vinnuafls,“ segir Ragnhild. Noregur er eina landið á Evr- ópska efnahagssvæðinu sem leitar eftir því að ráða starfsfólk frá öðr- um löndum. Að sögn Ragnhild er eftirspurn eftir vinnuafli um allan Noreg. Sérstaklega í tækni- og ol- íuiðnaði. Til þess að halda honum uppi þarf norskur iðnaður á sér- menntuðu fólki að halda. „Það er ekki endilega skortur á ómenntuðu vinnuafli. Það er þá frekar í þjónustugeiranum. Margir ungir Svíar hafa til að mynda kom- ið til Noregs til þess að starfa við hann,“ segir Ragnhild. Launin ekki fylgt eftirspurn ,,Ég kann ofsalega vel við mig í Noregi. Maður er fljótur að aðlag- ast þar. Það er öðruvísi að fara þangað en til Frakklands eða Þýskalands. Ég sé fram á að geta gert mig skilj- anlegan á tveim- ur vikum,“ segir rafmagnsverk- fræðingurinn Árni Geir Sig- urðsson sem starfar við hug- búnaðargerð á Íslandi. Aðspurður hvers vegna hann sé forvitinn um starf erlendis segir hann að laun hafi ekki fylgt eftir eftirspurn á Íslandi. „Maður horfir svolítið öfundaraugum á launin í Skandinavíu. Maður þarf að vísu að horfa á heildarpakkann og kostnað við að lifa en þetta kem- ur engu að síður töluvert betur út,“ segir Árni. Norsku launin heilla marga  Samevrópsk vinnumiðlun kynnti störf í Noregi Morgunblaðið/Sigurgeir Forvitni Margir lögðu leið sína á Hótel Borg í gær til þess að forvitnast um störf í Noregi sem þar voru kynnt. Sér- staklega er eftirspurn eftir iðnaðar- og tæknimenntuðu fólki en störf eru í boði um allt landið. Árni Geir Sigurðsson „Það er svolítið fyndið að þessi kynning skuli fara fram á Hótel Borg. Ég myndi áætla að mig vant- aði svona 10-15 manns í vinnu. Bæði í fulla vinnu og í hlutastörf,“ segir Garðar Kjartansson, eigandi veitingarekstrarins á Hótel Borg, þar sem starfakynning Eures fór fram í gær. Garðar segist hafa auglýst eftir starfsfólki á vefsíðunni kokkar.is fyrir tveimur vikum en einungis fengið tvær umsóknir. „Það er ekk- ert auðvelt að fá starfsfólk. Ég sá fólk á kynningunni sem hefur starfað í veitingageiranum. Ég hefði kannski átt að fá mér borð á kynningunni,“ segir hann kíminn. Nokkrar framkvæmdir hafa ver- ið innandyra á Hótel Borg að und- anförnu. Til stendur að hefja þar veitingarekstur að nýju. „Hefði kannski átt að fá mér borð á kynningunni“ VEITINGAMANN Á HÓTEL BORG VANTAR STARFSFÓLK Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik hélt áleiðis til Sviss í morg- un en annað kvöld mæta Íslendingar liði Sviss í riðlakeppni Evrópumóts- ins. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðs- þjálfari segir lið sitt verða að spila agað en þjóðirnar mætast hér heima um næstu helgi. »3 Ísland verður að vinna Sviss í tveimur leikjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.